Vísir


Vísir - 13.09.1974, Qupperneq 9

Vísir - 13.09.1974, Qupperneq 9
Vlsir. Föstudagur 13. september 1974. Vlsir. Föstudagur 13. september 1974. GAGNKYNIN ER OFT AST ÓSANNGJÖRN! — Rœtt við þrjá íslenzka alþjóðadómara, Guðmund Haraldsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Magnús V. Pétursson tslenzkir knattspyrnudómarar — a.m.k. þeir sem dæmt hafa stærri leikina I sumar — hafa sjaldan orðiö fyrir eins harðri gagnrýni og I ár, og eru þeir þó ýmsu vanir frá fyrri áruin. Flestir áhorfendur hafa verið óánægðir með þá, blaðamennirnir hafa skammað þá og þjálfararnir hafa hakkað þá i sig i blaðaviðtölum og hvar sem færi hefur gefizt. En hvað segja dómararnir sjáifir um þetta? Við höfðum tai af þrem þeirra nú I vikunni og báðum þá um að segja sitt álit og útskýra hlutina eins og þeim koma þeim fyrir sjónir. Þessir menn hafa allir dæmt lengi — eru misjafnlega vinsæl- ir — en eiga það sameiginiegt, að þeir eiga að dæma vlða um Evrópu I næsta mánuði i hinum ýmsu Evrópumótum I knattspyrnu. Guðmundur Haraldsson: „Leikirnir i sumar hafa ekki verið verr dæmdir en áður ef á heildina er litið. Þvi er þó ekki að neita, að ein- staka dómarar og linuverðir hafa verið óheppnir i leikjum sinum, og það hefur þýtt, að allir dómarar hafa verið settir undir sama hatt og sagðir óhæfir i alla staði. Ég held, að ástæðan fyrir þessari miklu og hörðu gagnrýni sé sú, að hinir útlenzku þjálfarar hafa veriö kritiskir á allt nema sin lið og kennt dómurun- um um, þegar þeim hefur ekki vegnað nógu vel. Sérstaklega hefur mér fundizt þetta vera áberandi i sambandi við KR i sumar. 1 flestum þeirra leikjum var alltaf einhver hasar, hvort sem það var nú tilviljun eða þjálfaranum Tony Knapp að kenna, enda var hann óspar á að skammast út i dómarana, ef svo bar undir. Persónuiega held ég, að það hafi verið mistök að halda ekki fund með þjálfurunum og dómurunum. A þvi hefðu báðir aðilar áreiðanlega grætt. Það er fjarstæða að halda þvi fram, að þessir menn hefðu ekki getað sagt okkur eitthvað nýtilegt, eins og þeir þjálfarar og framkvæmdastjórar sem halda fyrirlestra á dómararáðstefnun- um, sem við höfum sótt erlendis, enda eru þeir flestir með svipaða reynslu og skóla að baki. Þessi hugmynd um að skipta dóm- urunum i A og B grúppur, hefur áður komið til tals og er góö svo langt, sem hún nær. Ég held, að ef á að fara að greiða laun fyrir dómgæzluna i stór- leikjunum, hætti þeir að dæma, sem ekki komast i þann hóp, og þá er illt I efni fyrir knattspyrnuna hjá okkur”. Hannes Þ. Sigurðsson: ,,Ég hef verið að reyna að gera mér grein fyrir þessari gagnrýni, sem hef- ur verið óvenju hörð i sumar, enda taldi ég mér bera skyldu til þess, þar sem ég hef séð umþá litlu fræðslu, sem dómarar fá hérlendis. Þessi gagnrýni er oft á tiðum ómak- leg og kemur af þvi, að fólk setur sig ekki i spor dómarans eða vill ekki gera það. Blöðin skamma dómarana fyrir minnstu mistök, sem þeir gera, en það kemur varla fyrir að þeir skammi leikmann, sem jafnvel getur eyðilagt allan leik liðs sins með keðju af mis- tökum og það jafnvel hvað eftir annað. Ég hef oft undrað mig á þvi, að nokkur maður skuli fást i að dæma upp á þetta. Menn setja mannorð sitt aö veði með þvi að gefa sig i þetta starf, og það er af og frá, að þeir afli sér vin- sælda á nokkurn hátt. Dómari er engin yfirnáttúrleg vera. Hann getur gert mistök eins og allir aðrir og það verður fólk að skilja, áður en þaö fellir sinn dóm. Gagnrýni þjálfaranna og forráðamanna félag- anna er oftast af öðrum toga spunnin. Þar er aðeins hugsað um velgengni liðsins og þægilegast að kenna dómar- anum um allt ef illa tekst upp. Til að þessari gagnrýni linni eitt- hvað verða dómarar að fá að njóta sanngirni meðal áhorfenda og ann- arra, og fólk verður að setja sig i þeirra spor. Þá verða leikmenn að læra betur réglurnar, sem knattspyrnan er leikin eftir, en á þvi er þvi miður mikill mis- brestur, sem við dómararnir verðum oft óþægilega varir við, þó svo að áhorfendurnir sjái það ekki né heyri. Og siðast en ekki sizt verða dómarar að æfa — engu siður en leikmennirnir — til að geta skilað sinu hlutverki eins vel og æskilegt er hverju sinni”. Magnús V. Pétursson: „Ég visa þessari gagnrýni á is- lenzku dómarana aftur til heimahús- anna, þvi að Islenzkir knattspyrnu- dómarar standa jafnfætis þeim dóm- urum, sem ég hef séð i nágrannalönd- um okkar. Gott dæmi um það er hinn welski dómari, sem dæmdi hér á dögunum. Hann er sagður með frægustu dómur- um Bretlands, en honum urðu samt á mistök i leiknum og fékk skömm i hattinn fyrir. Það er enginn dómari, sem getur dæmt I 90 mlnútur án þess að gera einhver mistök, litil eða stór, I einum leik, og við hér heima erum engin undantekning. Ég er ekkert á móti gagnrýni, ef hún er byggð á rökum, en á móti gagnrýni, sem sett er fram I auglýsingaskyni, eins og þvi miður vill oft verða hér. Það er margt að i dómaramálunum hjá okkur. Má þar t.d. nefna KSÍ, sem er eini bakhjarlinn sem dómararnir hafa, en gerir samt ekkert fyrir þá, þrátt fyrir að þeir séu ómissandi hlekkur i starfinu. Það er kannski ákveðin lausn á mál- unum, að velja ákveðinn hóp dómara til að sjá um stórleikina. En það er ekki nóg. Það verður lika að gera eitt- hvað fyrir þá, sem dæma yngri flokk- ana og veita þeim einhverja viður- kenningu — t.d. að senda 5 til 6 þeirra sem mest og bezt starfa á cllu landinu erlendis á hverju ári og leyfa þeim að sjá leiki og sækja ráðstefnur — væri það t.d. upplagt i sambandi við þessar hópferðir knattspyrnuunnenda, sem farnar eru á hverju ári. Þessir menn eru sumir hverjir ár eftir ár að dæma litlu leikina og fá ekk- ert fyrir það nema skammir og skit- kast, þótt það komi nú ekki á prenti, eins og við, sem dæmum stærri leik- ina, verðum að sætta okkur við.” Þegar sigur danska hiauparans, Tom B. Hansen, 1 1500 metra hlaupinu á Evrópumeistaramótinu I Róm, virtist nær öruggur — skeði óvæntur atburður. Hansen var um þremur metrum á undan hópnum, þegar Austur-Þjóðverjinn tók hreint „æðisgenginn” lokasprett og það yzt úti á brautinni. Hansen vissi bókstaflega ekki af Justus fyrr en hann hijóp I mark sem sigurvegari. Myndin sýnir, þegar Justus, lengst til vinstri, slitur marksnúruna. Nr. 202 er finnski Olymplumeistarinn Pekka Vasala, en Tom B. Hansen er nr. 140. Valur ósigraður ó heima- í Evrópukeppninni! — Leikur við írska liðið Portadown í EUFA-keppninni ó Laugardalsvellinum á þriðjudag og œtti að hafa góða sigurmöguleika Valsmenn ætla sér að gera stóra hluti á þriðjudaginn er þeir mæta norður-Irska liðinu Portadown á Laugardalsvellinum i fyrri leik liöanna i UEFA- keppninni. ÞJir ætla sér nefni- lega að sigra I þeim leik og að ná a.m.k. jafntefli i siðari lciknum og komast þar meó I aðra umferð I keppninni- Það verður ekki I fyrsta sinn, sem Valsmenn gera það — ef þetta tekst hjá þeim á móti Portadown.Arið 1967 komst Valur fyrst og jafnframt eina islenzka knattspyrnuliðið i 2. umferð i Evrópukeppni i knattspyrnu Það Los Angeles keppir við Moskvuborg Los Angcles ætlar að keppa við Moskvu um sumarleikana — Olympiuleikana — 1980. 1 gær fór fram atkvæðagreiðsla I borgar- stjórn Los Angeies og var sam- þykkt með 12 atkvæðum gegn tveimur aö reyna að fá sumar- leikana til borgarinnar. Um kvöldið var svo samþykkt að verja 25 þúsund dollurum til þess að vinna að framgangi málsins. Nýlega fór fram skoðana- könnun meðal borgarbúa og voru 71.4% með þvl, að reynt yrði að fá Olympiuleikana til borgarinnar — þó með þvi skilyrði að það bitn- aði ekki á skattgreiöslum borgar- búa. Umsókn Los Angeles verður tekin fyrir á fundi Alþjóða- Olympiunefndarinnar I Vinar- borg hinn 22. október næst- komandi — og má þar búast við, að keppnin um lcikana konii ein- göngu til að standa milli Mozkvu og Los Angeles. Moskva hlýtur þó að standa betur að vigi — Olympiuleikar hafa aldrei verið háðir í Sovétríkjunum — þar sem leikarnir 1976 vcrða i Kanada. Og 1968 voru þeir lika i Ameriku — Mexikó. var eftir tvo jafnleikisleiki við Luxemborgarliðið Jevnnesch ’Esch, 1:1 hér heima og 3:3 úti Valsmenn hafa heldur aldrei tapað leik i Evrópukeppni á heimavelli.þ.e.a.s. á Laugardals- vellinum. Við Luxemborgarana gerðu þeir jafntefli 1:1, við Standard Liege frá Belgiu varð einnig jafntefli 1:1, og i ein- hverjum frægasta knattspyrnu- Valur-Benfica, varð einnig jafn tefli 0:0, leik sem hér hefurverið leikinn. Litið er vitað um styrkleika Portadown, en þarna er þó áreiðanlega nokkuð gott lið á feröinni, ef marka má þær upp- lýsingar, sem Valsmenn hafa fengið um liðið frá Norður írlandi I þvi eru nokkrir landsliðsmenn — áhugamannalandsliðið — og einnig nokkrir leikmenn, sem hafa æft og leikið með atvinnu- mannaliðum á Bretlandi. Má þar t.d. nefna Ronnie. sem lék m.a. hér á íslandi með Dundee frá Skotlandi fyrir nokkrum árum, Robert Strain, sem keyptur var til Manchester City fyrir skömmu og Vic Fleming, sem var með Dundee Utd- og Newcastle um tima. Þá er i liðinu Jimmy Cleary, sem er talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður á Norður- írlandi, en þegar hafa þrjú félög Sheffield Wed., Tottenham og Arsenal óskað eftir þvi að fá hann yfir I sinar raðir. Einnig er þar Billy Murray, sem alinn er upp i sama félagi og ól George Best upp. Gregagh Boys Club, en Murray þessi er frægur fyrir sin miklu vinstri fótar skot. Leikurinn á þriðjudaginn hefst kl. 17.30, en forsala aðgöngumiða hefst I tjaldi við Austurstræti i dag. í leikhléi á leiknum fer fram „hindiunartrimm” en það er Manchester-liðin keppa í 3. umferð í gær var dregið um það hvaða lið leika saman I 3. umferð enska deildabikarsins. Þar má nefna aö Manchesterliðin lentu saman og verður leikið á leikvelli Manch.Utd. — Old Trafford. Þar verður þéttsetinn völlur, þó svo United leiki I 2. deild, en Manch. City I þeirri fyrstu. Þá leika Chelsea og Stoke á Stamford Bridge, og Crewe, litla liðið úr 4. deild, fær annað tækifæri til að slá þekkt lið út. Leikur heima gegn annaðhvort Everton eða Aston Villa. Liverpool leikur á útivelli gegn Bristol City. Nánar verður skýrt frá drættinum, þegar ljósar liggur fyrir hvaða lið leika saman, en vegna margra jafnteflisleikja úr 2. umferð er það heldur ógreinilegt. óæfður grinþáttur, sem margir af þekktustu grinistum landsins og fleiri hressir náungar taka þátt i. —klp— Miklatúnshlaup Ármanns Armann mun efna til Miklatúns- hlaupa i haust og vetur eins og undanfarin ár. Fyrsta Miklatúns- hlaupið nú verður á morgun kl. tvö og eru þátttakendur beðnir að mæta tlmanlega. Rekinn eftir 43 daga hjó meistaroliðinu! — Brian Clough hœttur sem framkvœmdastjóri Leeds Brian Clough er ekki iengur hjá Leeds. Styttri gat yfirlýsing vara- formanns Leeds, Percy Woodward, ekki verið I gær — en þessi sjö orð hans settu þó allt á annan endann i knattspyrnuheimi Breta. Clough rekinn frá Leeds eftir 43 daga sem framkvæmda- stjóri liðsins. Stormasamir daga hans hjá meisturum Leeds voru á enda — meistaraliðið, sem Iék 29 leiki án taps i byrjun siðasta keppnistimabil undir stjórn Don Revie, hafði aðeins náð fjórum stigum undir stjórn Clough af tólf mögulegum. Það var þó ekki þessi slaka byrjun, sem felldi Clough. Nei, þegar hann ákvað að selja einn vinsælasta leikmann Leeds, Terry Cooper, til Nottm. Forest án samráðs við stjórn félagsins, var mælirinn fullur. Selja Cooper, sennilega bezta bakvörð Eng- lands gegnum árin, fyrir smá- peninga stuttu eftir að hann haföi keypt Derby-leikmennina John O’Hare og John McGovern fyrir 120 þúsund pund, var meira en þeir i Leeds gátu þolað. Glough var „höggvinn” og þar með lauk einna stytztri framkvæmdastjórn i sögu ensku knattspyrnunnar. Enginn efast þá um hæfileika Clough — þá hefur hann marg- sannað, fyrst hjá Hartlepool, siðan Derby, og jafnvel hjá Brighton. Óheppnin elti hann hjá Leeds — fyrst keppnisbann Clarke og Hunter, siðan Billy Bremner i sjö vikur. Einnig meiðsli og svo þessi misheppnuðu kaup McKenzie, sem hann keypti frá Nottm. Forest. fyrir 250 þúsund pund, leikur i varaliðið Leeds — i sumar var hann enskur landsliðsmaður. Lánið er fallvalt I knattspyrnunni Brian Clough mætti á stjórnar- fundi hjá Leeds i gær — og hætti þar siðan störfum. Greinilegt er, að leikmenn Leeds — ekki siður en framkvæmdastjórnin og áhorfendur, sem púað hafa á Clough og MacGovern á leikjum i Leeds, áttu þar hlut að máli. Þeir greiddu atkvæði um Clough — og þar kom greinilega fram að þeir höfðu ekki traust á honum. Brian Clough hefur verið einn svipmesti persónuleikinn i enskri knattspyrnu undanfarin ár — kunnur sjónvarpsmaður, sem lætur alltaf skoðanir sina i ljós, hverjar svo, sem þær eru. Það felldi hann hjá Derby — eftir deilur við stjórn félagsins, tók hann tösku sina og gekk út ásamt aðstoðarmanni slnum, Peter Taylor. Derby „logaði” — leik- menn liðsins ætluðu að gera verk- fall til að reyna að fá Clough aftur. En hann fór ásamt Pétri til Brighton — hljóp frá þvi liði i sumar, en skildi Pétur eftir og Brigton ætlar i skaðabótamál við Leeds. Krefst 90 þúsund ster- lingspunda. En kannski gleymist það mál og Clough hverfur bara aftur til Brighton — 3. deildarliðsins i skemmtiborg- inni miklu á suðurströndinni. Það tók stjórn Leeds 48 klukku- stundir að ákveða þáð að reka Clough. Siðar sagði formaðurinn Manny Cussins . „Við munum bæta Clough þetta — en ég vil ekki nefna þá upphæð, sem hann fær”. Clough sagði við blaðamenn. „Ég held þetta sé mjög sorglegur dagur fyrir knattspyrnuna — ákvörðunin, að ég hætti, var ekki tekin af mér”. Þá kom Tottenham mjög á óvart I gær— réð Terry Neil sem framkvæmdastjóra. Neil hefur stjórnað hjá Hull siðustu árin, og verið með landsliði N-írlands. Hann lék 59 landsleiki fyrir írland , en er kunnastur fyrir leik sinn hjá Arsenal um langt árabil. Neil er 34 ára. —hsim Olympíumeistarmn beið lœgri hlut! Olympiumeistarinn, Renata Stcicher, sem tapaði EM-meist- aratitlinum sinum I Róm til pólsku hlaupakonunnar, Irena Szewinska, beið lægri hlut enn i gær. Tapaði þá i 100 m hlaupi fyrir hinni 21 árs Andreau Lynch, bankakonu I London, og það á leikvanginum, þar sem hún var krýnd drottning sprett- hlaupanna fyrir tveimur árum — Olympiuleikvanginum i Múnchen. Hin svarta Lynch hljóp á 11.29 sek. og var einum hundraðasta úr sekúndu — millimetra — á undan Renötu, er hljóp á 11.30 sekúndum. Siðan var talsvert bil i þá þriðju i hlaupinu — Lud- milla Maslakova, Sovétrikjun- um, varð þriðja á 11.43 sek. Arangur var ekki eins góður á þessu minningarmóti um Wil- helm Braun i gær — eins og á miðvikudag, þegar Spilidonov setti heimsmetið i sleggjukasti. En meðan Stecher var að tapa náði annar Olympiumeistari, Faina Melnik, Sovétrikjunum, frábærum árangri i kringlukasti — kastaði aðeins styttra en heimsmet hennar er, eða 69.24 metra. Þingmaðurinn Gunnhild Hoff- meister sigraði lika auðveldlega I 1500 m hlaupi kvenna á 4:06.1 min. nokkru lakara en þegar hún var EM-meistari i Róm. Af úrslitum i öðrum greinum má nefna, að Mac Wilkins, USA, sigraði i kringlukasti með 63.86 m. Hoffmann, Tékkóslóvakiu, i 5000 m á 13:43.6 min. aðeins á undan Olympiumeistaranum i maraþoni, Frank Shoter, USA, sem hljóp á 13:44.4 min. Valery Podlushni, Sovét, stökk 8.17 m i langstökki, og EM-meistarinn i 400 m hlaupi, Karl Honz, V- Þýzkalandi, sigraði i 200 m á 20.9 sek. Þá stukku Sovét- mennirnir Vladimir Kischun og Yri Isakov 5.40 metra i stangar- stökki, og Annelie Erhardt sigraði i 100 m grindahlaupi kvenna á 13.13 sek Israelsmenn beint í úrslitin! Landslið Israel I knattspyrn- unni kemst beint I úrslit á Aslu- leikjunum i Teheran. Lið Norður- Kóreu mætti ekki til leiks gegn israel I gær og lið Kuwait, sem vann Burmaí gær 5-2, tilkynnti að það mundi ekki mæta i undanúr- slitaleikinn gegn ísrael á laugar- dag. i undankeppni knattspyrn- unnar var lið israel mjög sigur- sælt og talið líklegast til sigurs i keppninni ásamt iran. í undanúrslitum i körfu mætir Israel Filippseyjum svo þar kemur til vandræða, en möguleiki er á þvi i úrslitum þvi Kina kom ast einnig i undanúrslit. Ester Rot, Israel, varð i gær hlaupadrottning Asiuleikanna — hin 21 ára stúlka, er varð móðir fyrir þremur mánuðum — setti Aslumet i 100 m grindahlaupi á 13.31 sek. Fyrr hafði hún sigraði i 200 m hlaupinu á leikunum, og talin örugg með 100 metrana. tsrael hefur nú hlotið fimm gullverðlaun — ein komu á ódýr- an hátt i gær, þegar Kinverjar mættu ekki i úrslit tviliðaleiksins i tennis. Asiumet var sett i 400 m grindahlaupi karla, þegar Al- Saffar Irak sigraði á 51.69 sek. Orit Abramovitz, ísrael, sigraði i hástökki kvenna — stökk 1.78 metra. Mikil ólga er i lyftingunum. Alþjóðasambandið hefur hótað að reka Japan og Norður-Kóreu úr sambandinu ef tveir keppendur, sem unnu til gullverðlauna, en voru dæmdir úr leik vegna lyfja- notkunar (ephedrine) skila ekki verðlaununum. Oscar State, framkvæmdastjori sambandsins, tilkynnti þetta um leið og hann flaug frá Teheran til Filippseyja, þar sem hann verður viðstaddur 28. heimsmeistaramótið i lyfting- um. Þá má geta þess, að talsverður spenningur er nú i sambandi við hástökk karla. Möguleiki er á, að Chin-Chin sá er eitt sinn setti heimsmet 2.27 m, en ekki hlaut viðurkenningu, þar sem Kina var ekki I alþjóðasamtökum keppi I Teheran — en har.n hefur ekki keppt utan Kina fyrr. —hsini. Volvo öryggi Leikurinn hefst^N^ eftir klukkustund, ' án Bomma! '"'Hvað eigum við að gerá, Allar huröir Volvo bifreiöanna eru búnar innbyggðum öryggisbitum, sem vernda ökumann og farþega hans í hliðarárekstri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.