Vísir - 19.09.1974, Síða 2

Vísir - 19.09.1974, Síða 2
2 Vlsir. Fimmtudagur 19. september 1974. vhissm: Er til Biblia á heimili yðar? Guðrún Þorsteinsdóttir, starfs- stúlka á Reykjalundi: Já, hún er til og hefur veriö þaö i mörg ár hún hefur reyndar alltaf verið til á minu heimili. Ég hef lika lesið heilmikið i henni. Ég grip oft i hana og hef gaman af. Vaiur Ragnar Jóhannsson, loft- skeytamaður:Þaðer nú likast til. Hún hefur verið til heima siðan ég man eftir mér. Mér finnst það sjálfsagtaðhafa hana til á hverju heimili. Lesið hana? Jú, ég hef gluggað aðeins i hana. Jóhann Sigurjónsson, nemi: Já, hún er reyndar tiltölulega ný- komin, þvi að ég fékk hana i af- mælisgjöf i fyrra. Ég hef aðeins lesið ihenni, en haföi voöalega lit- ið gaman af þvi. ólafur Valgeir Guöjónsson. nemi: Jú, hún er til. Ég veit ekki hversu lengi hún hefur verið til heima, en alla vega siðan ég fæddist. Jú, ég held að ég hafi nú einhvern tima litið i hana fyrir svona 2—3 árum, en ég hafði ekk- ert agalega gaman af þvi. Gyða Guöbjörnsdóttir, húsmóðir: Já, Biblian hefur verið til i 10 ár á minu heimili. Ég hef gluggað i hana, en kannski ég lesi hana al- veg einhvern tima. Kristin Friðriksdóttir, afgreiðslu- stúlka: Hún er til á þýzku, pabbi fékk hana i fermingargjöf, en hann er þýzkur. Nei, ég hef ekki lesið hana. „Ekki samþykkir flutningi á regnbogasilungnum fyrr en rannsóknunum er lokið" — segir Páll Pálsson yfírdýralœknir — Búast má við úrskurði Fisksjúkdómanefndar fyrir áramót „Enn er ekki liðið ár frá þvi að veirurann- sóknir hófust á þeim regnbogasilungi, sem ræktaður er i Laxalóni. Verður það tæpast fyrr en i kringum áramótin næstu. Fyrr er þvi ekki að vænta neinnar viður- kenningar Fisksjúk- dómanefndar á silungi Laxalóns”. , Þannig hljóðaði svar Páls Páls- sonar, yfirdýralæknis og eins nefndarmanna i Fisksjúkdómanefnd, þegar Visir leitaði skýringa hans á þvi, hvað væri i veginum fyrir þvi, að flytja mætti silunginn úr Laxalóni i Ölfusið. Eins og kom fram i Visi i gær, eru þeir Skúli Pálsson \ú standa sex tjarnir af átta þurrar, eftir að Reykjavíkurborg virkjaði uppsprettuna, sem vatniö var fengið úr áöur. Þaö, sem bjargar laxa-ræktinni á Laxalóni, er önnur vatnsuppspretta, sem nægir alls ckki til að fullnægja vatnsþörfinni Ljósm.: Bragi. LESENDUR HAFA ORÐIÐ BLESSUNARLEGA LAUSIR VIÐ HERFORINGJASTJÓRNIR Vegna skrifa i lesendadálka Visis þ. 13. þ.m. langar mig að segja nokkur orð. „Húsmóðir” skrifar pistil um mun á einræði og kommúnisku skipulagi. Ég þykist einnig sjá mun á þessu en þó á annan veg. Kommúniskt skipulag hefur oft- ast þróazt undir niðri, þar sem einræði hefur ráðið. Dæmi: Kina, Sovétrikin, Kúba og fleiri þjóðir. Þar er þaö fólkið sem myndar hreyfingu og að lokum gerir það byltingu. Þá taka fáir menn völd- in og segja fólkinu að til þess að halda sæmilegum lifskjörum verði það að standa á veröi gegn hverskonaróvinveittri starfsemi. Og tilfellið er, að lifskjörin batna, nægur matur og vinna og kerfið fellur i fastar skorður. Það er öðruvisi að farið með einræði. Þar eru oftast fámennar herforingjaklikur, sem taka völd- in, þegar óvænt tækifæri býðst með öflugum stuðningi herja við- komandi lands. Munurinn er þvi sá, að á bak við byltingu kommúnista er fólkið og viðleitni þess til bættra lifskjara, en að baki byltingu herforingja er valdagræðgi og vel launaður her. Undantekningar eru þó til, svo sem þegar herforingjar undir stjórn Spinola hershöföingja veltu einræðisstjórn Caetanos i Portú- gal fyrir skömmu. Siðari hluti bréfsins er ein sam- felld rökleysa. Þar rekur bréfrit- ari fyrst ástæður til þess, að her- foringjastjórn komst á i Grikk- landi. Astæðuna- telur hún vera, að kommúnistar hafi verið búnir að gera ólift með verkföllum og öðru sliku. Herforingjarnir hafi þvi neyðzt til að fremja valdarán. Það er alrangt. Kosningar voru i aðsigi, þegar herforingjarnir eygðu tækifæri til að hrifsa völd- in, sem þeir gerðu svo svikalaust. öflug ritskoðun var sett á laggirnar, „hreinsanir” fóru fram I háskólum, fangelsanir og aftökur voru daglegt brauð, stjórnarskráin numin úr gildi og þingið leyst upp. Svona fór her- foringjastjórnin að „bjarga” þjóðinni frá kommúnismanum. Góðir menn þessir herforingjar. Bjargvættir miklir. Við tslendingar erum blessunarlega lausir við báðar þessar stefnur. Ef svo væri ekki, gæti ég ekki mótmælt þessu van- hugsaða bréfi. 8730-6534 HAUST Þaö er farið að kólna og haustvindar næða naprir. 1 nóttinni myrkrið festir hér langar rætur. Sólin er horfin og dagarnir gerast daprir, þá dreymir um angan úr jöröu og bjartar nætur. Og kræklótt tré sin lifsþreyttu laufblöð fella. Slíkt lætur haustið sig ekki neinu varða. Mikið horngrýti er hún nú góð þessi háfleyga della. Ég held bara að ég sé skáld á landsmælikvarða. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.