Vísir - 19.09.1974, Page 7

Vísir - 19.09.1974, Page 7
Vísir. Fimmtudagur 19. september 1974. 7 cTMenningarmál ★ ★ ★ Macbeth: Góð mynd um enn betra leikrít Stjörnubió: Macbeth Leikstjóri: Roman Polanski. Framleiðandi: Hugh Hefner Leikendur: Jon Finch, Francesca Annis o.a. Það er óhætt að segja það strax, að þetta er góð mynd, enda er stoðin og styttan i henni William Shakespeare öllum öðrum frem- ur. Roman Polanski er leikstjóri verksins og höfundur handrits ásamt Kenneth Tynan. Fylgir myndin i einu og öllu hinu sigilda Shakespeareleikriti um þann framagjarna Macbeth. Efniviðurinn er þvi ekki af verra taginu. Lýsingin á hugar- striði Macbeths, er honum verða ljós örlög þau, er hans biða, og lýsingin á angist hans, er honum skilst, að hann fær þessi örlög sin ekki flúið, eru sterkustu atriði leikritsins ásamt sturlun Lady Macbeth, eftir að hún hefur tekið þátt i vigi konungs. bað skapast vandamál, þegar þessi atriði eiga að flytjast yfir á filmu. Það er hægt að sýna hryll- inginn með þvi að láta blóðið fossa, enda er blóðið ekki sparað i myndinni. Og Jon Finch á mjög skemmtilegan leik sem Macbeth og Francesca Annis lika i hlut- verki konu hans. En þó, og þaö kann að vera per- sónulegur smekkur, er sturlun þeirra hjúa og hryllingurinn við athafnir þeirra ekki nægilega vel undirstrikað i kvikmyndinni. Hryðjuverkin ná sinu hámarki, er Macbeth hyggst hefna sin á þeim ótrygglynda Macduff og sendir herlið til að stráfella fjöl- skyldu hans. Þetta atriði verður furðulega flatt i höndunum á Polanski, þótt hann sé nú maður, sem þekkir hr-yllinginn i sam- bandi við slik fjöldamorð af eigin biturri raun. Atriðið minnir nokkuð á spag- hettimyndaslátrun án þess að mannlegar tilfinningar greinist þar i gegn. Eða kannski erum við orðir, svo gegnum vætt af blóði kvikmyndanna,aðþað er hætt að hafa áhrif á tilfinningarnar. Persónuleg skoðun er einnig sú, að hugarstrið og angist Macbeth hljóti að njóta sin betur þar sem kempan tvistigur og mælir af munni fram heldur en þar sem hann stendur úti i horni með „Love Story” svip og vot augu og hugrenningar hans heyrast talað- ar á bak við. En þessi atriði, sem hér er minnzt á, hindra þó ekki að myndin sé stórgóð á að horfa. Leikarar eru vel valdir i aðalhlut- verkin og fátt til sparað til að gera skozku heiðarnar sem drungalegastar og kastalana sem kuldalegasta. Sem sagt, góð KVIKMYNDIR Eftir Jón Björgvinsson mynd um ennþá betra leikrit, mynd, sem óhætt er að mæla með. ★ Hljóð nótt — blóðug nótt: Kópavogsbió: Hljóð nótt—Blóðug nótt. Leikstjóri: Theodore Gershuny Leikendur: Patrick O’Neal, Jam- es Paterson o.fl. Það er sama sagan enn einu sinni. Stórt afskekkt hús, morðóður skikkju- maður, sem enginn veit, hver er eða að hverju stefnir fyrr en í endinn, dularfull rödd, orgelleikur og loks drungaleg tónlist, sem á að ýta undir hrylling myndarinnar, þegar öll önnur meðul hafa brugðizt. Jeffrey Butler (James Patter- son) hefur erft stórt hús i jaðri niðurnidds þorps. Afi hans hafði byggt húsið, og nú vill Jeffrey koma þvi i verð. Lögfræðingurinn kemur til að semja um söluna, og um nóttina gamnar hann sér með frillu sinni i húsinu hryllilega. Skikkjuklædd vera kemur með exi og þar með er gamanið búið hjá lögfræðingnum og frillunni. Eftir þetta vig kallar veran á alla meðlimi þorpsráðsins til að finna sig i húsinu, og þeir hlýða og fá ekki aftur snúið. Siðan rennurupp fyrir mönnum samband verunnar og fórnar- lambanna, en þá er það um sein- an. Allir leikarar myndarinnar, að undantekinni einni stúlku, eru látnir. En ekki er vert að fara nánar út i efnisþráðinn. Leikaratilburði leikendanna er bezt að tala sem minnst um. Það má eiginlega segja, að sá sem þarna leikur gamlan og sljóan rit- stjóra, komist bezt frá hlutverki sinu. Ritstjórinn er nefnilega mállaus, svo að leikarinn þarf ekki að segja aukatekið orð. Tæknihliðin er sú eina i gerð myndarinnar, þar sem örlar á smá sköpunargleði. Viðlinsu er nokkrum sinnum beitt á skemmtilegan hátt en þó alls ekki nýstárlegan og tæknibrögðin eiga auk þess mestan þátt i bezta kafla myndarinnar. Það er atriði, þar sem myndavélin er látin færast aftur til ársins 1935 og þeir at- burðir rifjaðir upp, sem eru und- anfarar hryðjuverkanna. Hreyfingarnar eru á óeðlileg- um hraða, liturinn brúnn og film- an gróf. Að visu eru þessar tilfær- ingar engin nýjung i nútima kvik myndum, heldur er tækninni Allt samkvœmt gamalli þarna nokkuð kunnáttusamlega og skemmtilega beitt. Til góðra atriða má lika telja fallegan Jagúarbil, sem er sifellt á ferð- inni út alla myndina og 2 leikkon- ur, sem eru ekki siður fallegar en Jagúarbillinn og með akkúrat ná- kvæmlega jafn mikla leikhæfi- leika og hann. Þá eru góðu punkt- arnir taldir, en eftir standa þeir slæmu, sem gera myndina að 2. flokks hryllingsmynd, með marg- tuggnum söguþræði. Kópavogsbió hefur nú fengið til landsins nokkuð af nýjum kvik- formúlu myndum frá Cannon kvikmynda- félaginu. Hljóð nótt-blóðug nótt er fyrsta myndin, sem kvikmynda- húsið sýnir af þessum myndum, en vonandi eru þær, sem eftir eru, eitthvað vandaðri. Þá er einnig vert að geta þess, að Kópavogsbió hefur nú til reynslu tekið upp sama sýning- artima og Stjörnubió, þ.e. kl. 6, 8 og 10. Virðist sem sú nýbreytni þessara tveggja kvikmyndahúsa ætli að gefast nokkuð vel og verða vinsæl meðal gesta þeirra. Hryllingurinn á aö felast I afskræmdum andlitum og straumum blóðs. FROSNAR VORUR 14 TEGUNDIR Grænarbaunir4oz Kr. 56,- Rósinkál 12 oz Kr. 181,- Grænarbaunir8oz Kr. 98,- Maisstönglar Kr. 191,- Grænar baunir 16 oz Kr. 185,- Franskar kartöflur 8 oz Kr. 98,- Blandað grænmeti 8oz Kr. 91,- Franskar kartöflur 12 oz Kr. 134,- Skornar belgbaunir 8 oz Kr. 119,- Franskar kartöflur 16 oz Kr. 169,- Rósinkál 6 oz Kr. 108,- Broccoli stönglar 9oz Kr. 219,- Rósinkál 8 oz Kr. 138,- Mais — laus 5 oz Kr. 63,- KOMIÐ OG SKOÐIÐ I KISTUNA OKKAR

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.