Tíminn - 24.04.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.04.1966, Blaðsíða 2
14 TÍMBNN SUNNUDAGUR 24. apríl 1966 MASSEY - FERGUSON MOKSTURSSAMSTÆÐUR Meðal þeirra fjölmörgu aðila, sem komið hafa auga á kosti þess að nota Massey-Ferguson mokst- urssamstæður við starfsemi sína, eru Verktakar, Fiskvinnslustöðvar, Síldarsöltunarstöðvar, Síldar- verksmiðjur og Bæjarfélög. Ótvíræðir kostir Mass- ey-Ferguson moksturssamstæðnanna koma bezt í Ijós, ef litið er á eftirtalin atriði: 1. Góð yfirsýn ökumanns auðveldar rétta beitingu skóflu við vinnu. 2. Vökvakúpling (MF 205 Mk II og 3165R) gefur hraðari skiptingu áfram og afturábak en á nokk urri annarri dráttarvél, svipaðrar stærðar. 3. Vökvakerfi, sem leyfir samhliða hreyfingu skóflu og moksturstækis. 4. Hagkvæm tenging arma moksturstækisins við hliðarrammana auðveldar mokstur og tryggir stöðugleika við erfiðar aðstæður. Getum afgreitt nokkrar moksturssamstæður í maí, ef pantað er strax. Biðjið um nánari upplýsingar Suðurlandsbraut 6 — Sími 38540 — Reykjavík. Hvers virði Þegar ég var um tvítugt var ég háseti á erlendu skipi og þá stadd ur í Kaupmannahöfn. Þá sá ég í fyrsta skiptið íslenzkt gufuskip, það lá við íslandsbryggjuna þar, nýkomið úr skipasmíðastöðinni. skipið hét „GOÐAFOSS". Það var fallegt skip, og hugur minn fyllt- ist stolti og þó hógværu þakklæti. Ég hafði oftar en einu sinni orð- ið áhorfandi að því, að landar mín ir sem alltaf höfðu þurft að sækja allt til annarra hvað flutninga til og frá landinu og með ströndum þess áhrærði, höfðu orðið að þola jafnvel dressugum kolamokur- um á erlendum skipum. Ég hafði séð fátæklega klœtt kvenfólk og bðrn, leita sér skjóls á grindum yfir vélarúmi skipa, og verið rek- in þaðan burt út í næðinginn á þilfarinu, því fólkið hafði hvergi hðfði sínu að að halla, að maður nú ekki tali um, ef það hefði gerzt svo „ós*ífið“ að tylla sér á bekki í reykingasal annars farrýmis. Því voru sannarlega ekki vandaðar kveðjumar, bót í máli, að fæstir skildu tungu þessara þjóna herra- þjóðarinnar. Það var árið 1915, sem ég sá þetta skip. Þá geisaði styrjöld um alla Norðurálfu og víðar, og herra þjóðin treysti sér ekki að birgja landið upp að lífsnauðsynjum, og voru þær þó minni og fábrotnari en nú er orðið, íslendingar urðu því að fá' leigt skip og sækja sér lífsbjörg til Vesturheims. 50 ár er ekki langur tími þegar hann er liðinn. En mikið lifandis ósköp hefur orðið mikil breyting hér á íslandi á þessum 50 árum Nú eigum við skip til allra flutn- inga, jafnvel olíuflutninga, sem er sízt vanþörf á, þar sem sagt er, að % hluti innflutningsins séu olí- ur og benzín, og öll okkar afkoma bæði til lands og sjávar, byggist nú orðið á því, að þessi flutningar teppist ekki. Það er tvímælalaust mikil nauðsyn, að við séum þess megnugir að geta flutt nauðsynj ar okkar sjálfir. Því að enginn veit, hvenær kann að kastast svo í kekki milli þeirra stóru, að við kæmumst í sömu aðstöðu og 1914. Þá var slæmt að vera með allt upp á aðra kominn. En þó yrði það margfalt verra nú oröið. Þau tíðindi spurðust á árinu 1963, að núverandi valdamenn á íslandi hefðu samið við erlent stór veldi um kaup á allri olíu og benz íni sem við þyrftum að nota og flutning á henni til landsins Flutningstilboðið pr smálest var allmiklu lægra en ráðamenn olíu flutningaskipsins töldu sig þurfa að fá, svo ekki yrði reksturshálli á olíuflutningaskipi okkar. Út af þessu hafa spunnizt miklar um- ræður og blaðaskrif. Formælend- ur þeirra, sem létu hafa sig til að taka undirboði á olíuflutningum, hafa látið dólgslega og verið með brigzlyrði við þann mann, sem fæst við útgerð olíuflutningaskip.s- : ins, sérstaklega síðan hann lét þau | orð falla, að því, að ekki hefði nú þurft að leggja nema einn eyri á hvern olíu- og benzínlítra, til þess að fært hefði verið útgerð- inni að skaðlausu, að flytja olíuna á okkar eigin skipi í Staksteinsgrein, sem birtist í ísafoldarblaði 22. febrúar sl. hef- ur höfundi greinarinnar þótt sig- urstranglegra að sýna, hvað þetta væri í raun og veru þungur skatt ur á landsmenn, sem „SÍS herr- arnir“ vildu nú ólmir fá að leggja á landsfólkið „Svo þeir græddu sem mest“ Það eru bara hvorki meira né minna en 6 (sex) millj- ónir. Ég hélt nú satt að segja, að þeim blessuðum myndi ekki of- bjóða svo mjög þessi upphæð, Og staðreynd er það, að stjórnarherr arnir hækkuðu toll á benzíni um síðustu áramót um kr 1,10 os er benzín síðan á kr 7,05 F.r \ygg, að fáir notendur hefðu fundið átakanlega til þess, þótt benzínið kostaði 7,06 í stað 7,05 En þetta sýnir bara, hve áróðurinn getur verið háskalegur, þegar honum er beitt af stráksskap, og við grunn j hyggna lesendur er að eiga. j Fyrir 50 árum var ekki óalgeng i sjón á fátækum bændabýlum, að sjá 25 krónu hlutabréf í Eim- skipafélagi íslands innrömmuð á veggjum sem stofuprýði. Þetta veggskraut er nú horfið, enda munu hlutabréfin vera komin á fáar hendur. 2f5 krónur var tals- verður peningur 1915, og fjöldi þátttakenda í þessu rnikla þjóð- þrifafyrirtæki sýndi bezt. hversu vinsælt það var að reyna eftir beztu getu að vera sjálfstæður. Nú er ekki verið að ýta undir fólk að sýna sjálfstæðisvilja og fórna einum eyri til að vera ekki upp á aðra kominn. ó. nei, nú eru þeir menn taldir vargar í véum, sem benda á leið til að vera sjáifstæð ir. Gleypa ekki við undirboði stór veldis, heldur fórna lítils háttar í þágu sjálfstæðisins. En setjum nú svo, að annað stórveldi byði okk- ur að flytja til okkar allar nauð- synjar, og afurðir okkar frá okk- ur fyrir miklu lægra gjald en við getum flutt það sjálfir Væri þá ekki sjálfsagt að taka því boði? Og með því að hrekja öll okkar flutningaskip út úr landinu, eða selja þau? Við kannski högn- uðumst á því í bili, um 12 millj- ónir til viðbótar. ég býst við, að höfundi Staksteina yrði ekki skota skuld úr að reikna dæmið rétt, jafnvel þótt S.Í.S herrarnir“ ættu ekki í hlut Þetta tókst honum Sól on íslandus að reikna tvíburana annan svartan og hinn hvítan í þá afríkönsku, svo það ætti nú ekki að vera sérlega mikill vandi að „reikna barn í hana Jónku gömlu“ Guðmundur á Brjánslæk. Á páskadag voru gefin saman í hjónaband af séra Frank M. Halldórs syni ungfrú Sigríður H. Þorvaldsdótt ir og Gunnar Ó. Kvaran, Kaplaskjóls vegi 45 (Nýja myndastoían, Lauga vegi 43b sími 15125). * BSLLINN Rent an Ioeoar sfmi 1 8 8 33 U ' ', ' I ítU \V vl ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.