Tíminn - 24.04.1966, Síða 10

Tíminn - 24.04.1966, Síða 10
22 TflVIINN FIMMTUDAGUR 21. aprfl 1966 MINNING Jón Sigurðsson, cand theol. Jón Sigurðsson var fæddur 25. marz 1915 á Vopnafirði. Foreldrar voru Sigurður Vilhelm beyikir á á Vopnafirði Benjamínsson, Þórð- arsonar og kona hans Ólöf Ólafs dóttrr, bónda á Norður-Skálanesi í Vopnafirði Finnbogasonar Hann varð stúdent frá Mennta skólanum á Akureyri 1938 og cand. theol. frá Háskóla íslands 1944 Það var haustið 1948, er ég inn ritaðist í 4 bekk Kennaraskóla fslands, að ég kynntist Jóni Sig- urðssyni cand. theol. Við vorum einu stúdentarnir í þeim góða og samstillta hópi, og því eðlilegt, að við sætum saman Hefði ég ekki getað kosið mér betri sessu- naut og skóiafélaga. Jón Sigurðsson var bæklaður maður frá fæðingu, hendur hans voru vanskapaðir stubbar, ljóst dæmi um, hvernig fer fyrir börn nm, sem orðið hafa fyrir Thala- domoedeitrun, þótt því hafi ekki verið til að dreifa, er Jón var ólborinn. Hugur og heili lögðust á eitt með að hefja hann yfir erfiðleik ana, en sálin bar þess aldrei bæt- TILKYNNING UM SKATTAVÍSITÖLU Samkvæmt lögum frá 12. maí 1965 um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt er svo ákveðið, að hækka skuli eða lækka persónufrádrátt og þrep skattstiga í samræmi við skatt vísitölu, sem ákveðin skal af fjármálaráðherra, að fengnum til lögum kauplagsnefndar, hagstofu stjóra og ríkisskattstjóra. Fjármálaráðherra hefir nú á- kveðið, að skattvísitala við álagn ingu skatta 1966 skuli vera 112.5 stig, miðað við vísitölu 100 árið 1965. Samkvæmt þessu hækkar persónufrádráttur einstaklinga um 10 þús. kr., hjóna um 14 þús. kr. og barnafrádráttur um 2 þús. kr. fyrir hvert barn. Tekju skattsbilin í skattstiganum hækka um 5—8 þús. kr. LEIKUR í KVIKMYND Framhald af bls. 24. Koscina og Horst Bucholz. Mynd in hefur vakið mikla athygli víða og sænsku blöðin segja m.a. að nú geti James Bond farið heim og lagt sig. Pálína Jónmundsdóttir er um þessar mundir í Bandaríkjunum, þar sem hún er að ganga frá samn ingum í sambandi við atvinnu, sem hún mun taka þar. UNGA FÓLKIÐ Framhald af bls. 19. áhyggjur af henni, þegar hún verður sex ára, vegna þess, að það skortir algerlega barna heimili fyrir börn á þessum aidri. Það virðist sem borgar- yfirvöldin hafi ekki hugsað nægilega um þennan aldurs- flokk, því að það tekur ekkert við þeim nema gatan. Mig langar líka til að koma því að, ég er afar óánægð- með hitaveit.una. Það var alveg óbúandi í gömlu hverfunum í vetur vegna kulda. Ég held, að það sé ekki hægt að dreifa hita- veítunni í nýju hverfin, nema þá jafnhliða að lagfæra hitaveit una í gömlu hverfunum. ur. Hann var mikill tungumála- maður og víðlesinn í innlendum og erlendum bókmenntum. Var hann því í skólanum oft fenginn til að þýða óviðbúinn af vörum fram flóknar setningar og klausur úr ýmsum hástemmdum erlendum sálfræðiritum Það var honum leik ur einn og þótti sýnilega gaman af, enda var hann okkar fróðastur um þau efni og studdist þar við óvenju mikla lífsreynslu. Þessi ágætu bekkjarsystkini, sem við kynntumst þarna, reynd ust Jóni vel. Honum var hjálpað eftir því sem ástæður leyfðu og Jón þakkaði með góðlátlegu brosi. Hann var þakklátur fyrir allt, sem honum var vel gert, um hitt tal- aði hann ekki, eða hann reyndi að afsaka vanvirðu annarra. Hann var þakklátur fyrir að fá að vera einn úr hópnum og fá að vera með, þegar komið var saman. Hann var ágætur kennari þeim, sem vildu hlusta. Einstakl- ingskennsla átti betur við hann en hópkennsla, enda gátu verið einhverjir í hópnum, sem misnot- uðu sér hin líkamlegu lýti hans. Veit ég af mörgum, sem nutu kennslu hans í einkatímum sér- staklega í ensku og öðrum er- lendum tungumálum, sem orð hafa haft um, hve góðrar kennslu þeir hafi notið hjá honum. Eitthvað mun hann hafa þýtt af bókum. Einhvern veginn fannst mér hann aldrei fá starf við sitt hæfi Hann var aldrei lengi á sama stað við kennslustörf, en lengst mun hann hafa starfað á Vestfjörðuni. Þegar ég mætti honum á götu í Reykjavík, með innheimtutösku, spurði ég sjálfan mig að því, hvort íslendingar hefðu ráð á því, að Jón Sigurðsson cand. theol. og kennari stundaði innheimtu- störf En neyðin rak eftir. Jón stóð sig vel í harðri fífsbar- áttu. Mættu margir þar af læra, sem öðlast þá gæfu að fæðast lík amlega heilbrigðir. Nú er enn einn strengur brost inn úr okkar árgangi Kennara- skóla íslands 1949. Sá strengur var ekki eins og hinir, en hljómurinn var herinn og tær, ógleymanlegur þeim, sem á hlýddu. Kæri vinur og skólabróðir: Farðu í friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt Helga Þórðardóttir 29 brunnu NTB-Kuopino, laugardag. 29 manns brunnu inni í geð- vcikrahæli í I.apinlax, um 70 km frá Kunpio, Finnlandi. i nótt. Voru sjúklingarnir allir innilokað- ir, þegar kviknaði i húsinu, og að- eins var hægt að bjarga örfáum þeirra. Samtals 36 siúlkingar voru í sjúkrahúsinu. Brezka útvarpið skýrði frá því í gær. að tilkynnt hefði verið, að kona ein. sem flutt var á geð veikrahælið i gær. hafi verið með íkveikjuæði. Er talið fullvist, að hún hafi kveikt i hælinu. Það kviknaði í sjúkrahúsinu seint 1 gærkvöldi, og brann það fram eftir nóttu. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og mið- vikudögum frá kl. 1.30—4. Asgrímssafn Bergstaðastræt) 74 ei opin sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl 1.30 — 4 Minjasafn Reykjavíkurborgar Opið daglega frá kl 2—4 e h nema mánudaga Þjóðmlnjasafnlð er oplö þriðju daga fimmtudaga. laugardaga og sunnudaga kl 1.30 ti] 4 Llstasafn Islands er oplð priðju daga fimmtudaga. laugardaga og sunnudaga kl. 1.30 tll 4 Listasafn Einars Jónssonar er lokað um óákveðinn tíma ■k Bókasafn Dagsbrúnar. Llndargötu 9, 4. hæð, tU hægri Safnið er opið á timabilinu 15 sept tu 15. mal sem hér segir: Föstudaga kl. 8—10 e.h Laugardaga kl 4—'• e. h Sunnu daga kl 4—7 e n Tæknibókasafn IMSI — Sklpholti 37. — Opið alla virka daga frá kl 13 — 19 nema laugardaga frá 13 - 15. (1 iúnl L. okt lokað á laugar dögum» Bókasafn Kópavogs Otlán a priðju dögum. miðvikudögum fimmtudög um og föstudögum. Fynr börn kl 4.30 - 6 og fullorðna kl 8.15 —10 Bamabókaútíán i Digranesskóla og Kársnesskóla auglýst þar Borgarbókasafn Reykjavíkur: Að aisafnið. Þingholtsstræt) 29 A sjmi 12308 ÚtlánsdeUd er opin frá kl. 14—22 alla virka daga nema laugardaga kl 13—19 og sunnudaga k). 17—19. Les stofan opin kl 9—22 alla virka daga nema iaugardaga kl 9—19 og sunnu Otibúið Hólmgarði 34 opið alla daga kl 14—19 virka daga nema laugardaga kl 17 —19. mánudaga er opið Cyrir ful) orðna til kl 21 Útibúið Hofsvallagötu 16 opið alla virka daga nema laugardaga kl. 17—19. Útibúið Sójheimum 27, slm) 36814 fuliorðinsdeild opin mánudaga miðvikudaga og föstudaga kl 16— 21, þriðjudaga og fimmtudaga kl 16—19 Barnadeild opin aila virka daga nema laugardaga kl 16—19 Bókasafn Seltjarnarness er opið mánudaga kl 17.15 - 19,00 og 20 -22 Miðvikudaga kl 17,15—19.00 Föstudaga kl 17,15—19.00 og 20— 22 PILTARNIR 2 170G18ÁRA SJ-Reykjavík, laugardag. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær varð )>að hörmulega slys í Vestmannaeyjum í fyrri- nótt, að fimm ungmenni lentu í hörðum bifreiðaárekstri með þeim afleiðingum, að tveir i piltar létu lífið, en stúlka ligg- ur þungt haldin á Landakots- spítala. Lögreglan í Vestmannaeyj- gaf upp nöfn hinna látnu í dag. Ökumaðurinn, sein lézt sömu nótt á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja, hét Stefán Gíslason I Hásteinsvegi 36, 17 ára að i aldri. Pilturinn er lézt á Landa 1 kotsspítala hét Hörður A. Sig- mundsson, Háteigsvegi 38, 18 ára að aldri. Stúlkan, sem flutt i var á Landakotsspítala. heitir Sigrún Kolbrún Ragnarsdóttir. j Stórholti 12, Reykjavík. 15 ára gömul. Sigrún liggur mjög þungt haldin. I Piltur og færeysk st.úlka ! liggja á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. en hvorugt : þeirra er mikið slasað. i Björn Haraldsson: MYNDUN ÁSBYRGIS Á síðastliðnu hausti talaði dr Sigurður Þórarinsson í útvarpið um Jökulsá á Fjö.llum. Tilheyrði ræða hans erindaflokki ríkisút- varpsins, Árnar okkar. í erindi þessu' kom glögglega fram hið sunnlenzka sjónarmið að þegja í hel virkjunarmöguleika þessa fljóts. Illutlaust álitið mun þó Jökulsá á Fjöllum hafa fram að bjóða einna hagstæðasta mögu- leika til virkjunar íslenzkra vatns falla. Lýsing fyrirlesarans á Jökulsá eins og hún fellur í dag og um- hverfi hennar var mikill skemmti- lestur fram borinn af heitri til- finningu náttúruunnandans, en að hér væri um að ræða lífæð lands- fjórðungsins virtist ekki hvarfla að ræðumanni. Hins vegar var meginhluti ræðunnar skáldlegt hugarflug um athafnir Jökulsár nokkrar árþúsundir aftur í tím- ann. Meðal#annars lét hann sig ekki muna um að segja Jökulsá hafa myndað Ásbyrgi (þessi full- yrðing hefur sézt frá sama manni áður, en aðrir ókunnugir haft eft- ir) og færði fram sem rök fyrir þeirri kenningu, að öskulag nokk- urra þúsunda ára gamalt, sem væri til staðar umhverfis Ásbyrgi fyr- irfyndist ekki á botni þess. Þó þetta kunni að vera rétt með öskulagið, sannar það auðvitað ekkert til né frá um myndun Ás- byrgis. Mögulegt er að vísu, að Jökulsá hafi áður en hún fullgerði núverandi farveg sinn norðan Hljóðakletta fallið á tímabili öll eða að einhverju leyti um Kvíar norðan Rauðhóla og þaðan norður í Ásbyrgi og fram af berginu, þar sem Botnstjörn er undir eða hjá Leirtjörn, en ekki er sennilegt að áin hafi runnið þá leið um langan tíma, því allt svæðið frá Kvíum að Ásbyrgi (yfir 3 km) hefur áin látið óhreyft og er þó þarna um að ræða nokkurn halla á landinu. Það virðist sem sé óhugsandi, að Jökulsá hafi fallið yfir þetta lands svæði þær tugþúsundir ára. sem hún hefði þurft til að mynda Ásbyrgi, án þess að vinna sér far- veg í landið. Aftur á móti væri hugsanlegt, að eftir að umrædd aska féll, hafi Jökulsá runnið norð ur um Ásbyrgi styttri eða lengri tíma, e.t.v. aðeins í sambandi við jökulhlaup. Mætti þá svo hafa skip azt, að vatnsfylla hafi komið í Ás- byrgi, er burt hafi skolað öskunni. Þorvaldur Thoroddsen jarðfræð ingur taldi Ásbyrgi jarðfall eða jarðsig, og allt til þessa hefur það verið ágreiningslaust álit kunn- ugra manna, lærðra sem ólærðra, að svo væri. Sterkustu rökin fyrir jarðsigi í Ásbyrgi eru fyrirbærin 2—4 km til hliðar við Ásbyrgi að vestan við Vegg og Undirvegg. Þessi jarðsig eru að vísu minni í sniðum en Ásbyrgi (svipar mjög til jarðsigs milli Almannagjár og Hrafnagjár í Þingvallahrauni) en skyldleika þeirra við Ásbyrgi mun örðugt að vefengja. Suður á heið- inni eru nokkur jarðsig, sem mjög sverja sig í ætt við Ásbyrgi, t.d. við Bunguvegg og aðra Gjástykk- isveggi. Þar eru og Ytrikvíar og Fremrikvíar í Gjástykki. Þær fyrr- töldu eins og smágerð eftirlíking af Ásbyrgi. Enn má nefna Litla- Víti suður af Þeistareykjabungu sem sláandi dæmi um jarðfall á umræddu hraunsvæði. Þorvaldur Thoroddsen hafði af mikilli alúð kannað þessi fyrirbæri áður en hann lét á þrykk skoðun sína um myndun Ásbyrgis. Ásbyrgi er harla ólíkt þeim gljúfrum á íslandi, sem vatnsföll hafa myndað. Ber þar einkum tyennt til. Annars vegar breidd Ás’byrgis. Bæði mynni þess að norðan munu til saman vera ea 800 m breið. Sunnan við Eyju er breiddin enn nokkur hundruð metrar. Lengd Ásbyrgis er tæpir 4 km. Það er hamrakór sveigmynd aður að sunnan. Þar eru björgin 90—100 m há, en nyrzt ca 10 m. Breidd Ásbyrgis mælir sterkt á móti því að Ásbyrgi sé árgil. Hitt atriðið sem bendir í sömu átt er lárétt lega landsins (gólfsins) í Ásbyrgi. Til þess að vatnsfall geti myndað gil, þarf landinu að halla, því meiri halli því dýpra gil. En botn slíkra gilja eða gljúfra held- ur í aðalatriðum svipuðum halla og er á því landi, þar sem gilin eru gerð. Ásbyrgi sem 4 km langt árgil er aftur á móti með nálega láréttum botni og um 100 metra djúpt innst (syðst). Hvað gaf ánni kraft til að grafa svo djúpt gil syðst, þar sem hún hafði eng- an halla til að láta „toga í sig“? Þar sem Jökulsá rennur á halla- litlu landi myndar hún ekki gljúf- ur fremur en önnur vatnsföl! við slíkar aðstæður. Hvers vegna ætti hún að hafa gert það í Ásbyrgi? Nei, öskuteorían er allt of veiga lítill grundvöllur fyrir þeirri full- yrðingu, að Jökulsá hafi myndað Ásbyrgi. þó öskuleysi í Byrginu gæti bent til þess, að svo væri, ef aðrar aðstæður væru fyrir hendi, en þær eru það ekki eins og reifað hefur verið hér að fram- an. Rökin fyrir því að Ásbyrgi sé jarðfall (upphaflega?), en ekki árgil, eru í stuttu máli þessi: 1. Óvefengjanleg líking milli Ás- byrgis og annarra jarðfalla á sama hraunlendi m.a. í námunda við Ás- byrgi. 2. Lögun Ásbyrgis er gjörólík árgili, lögun jarðfalla er hins veg- ar ekki ætíð háð vissri gerð (Litla Víti) 3. Fallvatn. sem var þess megn- ugt að grafa „gil“ í líkingu við Ásbyrgi, gat ekki komizt yfir land ið ofan gilsins (sunnan Ásbyrgis) án þess að skilja eftir verksum- merki þar. Þessar ástæður virðist mér það sterkar að vissast sé að halda sér enn um skeið við jarðfalls-skýring- una.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.