Vísir - 04.10.1974, Side 1

Vísir - 04.10.1974, Side 1
VÍSIR H4. arg. — Föstudagur 4. október 1974 —192. tbl; AMERÍSK ÖRYGGISLJÓS ILLA SÉÐ HJÁ OKKUR — baksíða msm Dróttur ó afhendingu tœkja í Lagarfossvirkjun: Kostar nœr milljón á Áætla má, að töf sú sem orðið hefur á af-_ hendingu tækja til Lagarfossvirkjunar, hafi i för með sér um niu hundruð þúsund króna kostnaðaraukningu á viku fyrir samveitu- svæði Grimsárvirkjunar á Austurlandi. Erlng Garðar Jónasson, raf- veitustjóri Austurlands, sagði VIsi, að þessi tala væri raunar nokkuð breytileg vegna mismun- andi aðstæðna, svo sem vegna veðurfars og aflabragða. En meðaltals kostnaður við rafmagn framleitt með dísilvélum væri áætlaður um 1,3 milljónir króna á viku, en vatnsorka frá Lagarfoss- virkjun hefði verið áætluð þriðjungur af því verði. Auk þessarar beinu kostnaðar- aukningar verður að taka tillit til þess, að óhjákvæmilegt verður að skammta rafmagn á Austurlandi I vetur um allt að 20%, og það veldur aftur röskun á atvinnulifi og almennum högum fólks á sam- veitusvæðinu. Þar að auki verður rafveitan að hafa við það 20 manns að sjá um rafmagns- skömmtunina. Það er Skoda Export Foreign Trade Corporation i Tékkó- slóvakiu, sem framleiðir tækin i Lagarfossvirkjun. Megnið af tækjunum mun hafa verið af- greitt, nema svokölluð tengivirki, en ekki er byrjað að framleiða þau. Upphaflega átti að afhenda þennan búnað um mitt ár 1972, en slðar var gefinn frestur á þvi. í svari við fyrirspurn á siðasta þingi sagði iðnaðarráðherra, að Lagarfossvirkjun ætti að vera fullgerð I júli 1974. Nú hefur af- hendingin sem sagt dregizt enn, og sagðist Erling ekki sjá fram á, að virkjunin gæti tekið til starfa fyrr en I fyrsta lagi á bilinu febrú- ar-mai á næsta ári. „Þetta er kannski ekki svo bagalegt yfir sumartlmann,” sagði hann. ,,En yfir vetrarmán- uðina er þetta afar slæmt og getur orðið afleitt, eins og mönnum er I fersku minni frá kuldunum i fyrravetur.” Ekki tókst Visi I morgun að fá um það upplýsingar, hvernig dagsektum er háttað varðandi afhendingu tækja I Lagarfoss- virkjun. Þó er ljóst, að slik ákvæði eru I samningnum, en meö margháttuðum fyrirvörum og mismunandi eftir tækjum og viku afhendingardagsetningum. Það mun einnig ljóst, að Tékkar bera að einhverju leyti fyrir sig orku- verð og olluskort. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, hefur nú sent iðnaðar- ráðherra Tékka skeyti og beðið hann að beita áhrifum sinum til þess, að Skoda fari nú að fram- leiöa það, sem á vantar. í skeyt- inu bendir hann meðal annars á þá röskun, sem dráttur af- hendingarinnar hefur á atvinnullf Austfjarða, og á þann skaða, sem hann geti haft á „álit tékknesks iðnaðar og framtlðarsölumögu- leika hans hér á landi.” —SH. Nýi einvaldurinn hreinsar til: Fimm ný. liðar í landsliðinu — íþróttir í opnu Samsœri gegn Clerides — Erlendar fréttir á bls. 5 • Þrír til fjórir draumar á nóttu — bls. 3 „Sirkuðu á sömu bróð", . annar á sjúkrahús, hinn í gistingu hjú lögreglu — baksíða Með Hagkaups- úlpu ó Umba... — baksíða UNGT BANDARÍSKT PAR • OG FLUGFÉLÖGIN - 3 l Panam og TWA í eina sœng að fordœmi okkar félaga? - bi$. 5 VALLARSJÓNVARPIÐ SENNILEGA UM LOKAÐ KERFI INNAN ÁRS Likur eru á þvi, að innan eins árs verði teknar upp sjónvarps- sendingar um lokað kerfi á Keflavikurflug- velli. Ýmsar ástæður liggja þar til grundvall- ar, en einkum þó fyrir- hugað litsjónvarp og til- vonandi breytingar bandariskra sjónvarps- stöðva á dagskrárefni sínu. Hinar stóru sjónvarpsstöðvar vestanhafs eru nú að endurskoða dreifingarkerfi sín, en þessar sömu sjónvarpsstöðvar sjá sjón- varpsstöðvum bandarlska hers- ins fyrir dagskrárefni. Hingað til hafa sjónvarpsstöðv- arnar sjálfar selt efni sitt til hinna ýmsu kaupenda og þá miðað verð við væntanlegan áhorfendafjölda. Nú er hins vegar á döfinni að selja dreifingarréttindi innan vissra svæða til einstakra aðila og félli þá væntanlega Evrópa undir það kerfi. Þegar þetta kerfi kemst I notk- un, borgar dreifingaraðilinn sjón- varpsstöövunum bandarlsku vissa upphæð fyrir réttinn á sölu efnis þeirra innan Evrópu og sel- ur svo einstakar filmur aftur til smærri sjónvarpsstöðva á föstu verði. Ef vallarsjónvarpið sæist utan vallarins yrði herinn öfugt viö það, sem áður var að borga jafnt fyrir sinar filmur og aðrar sjón- varpsstöövar. Samkvæmt áreið- anlegur heimildum telja yfirvöld hentugra að taka upp lokaö kerfi. Mikill áhugi er nú á þvl að kom- iö verði upp litsjónvarpi á vellin- um. Núgildandi réttindi hersins til sjónvarpsreksturs ná þó ein- göngu til svart-hvltra sendinga og þykir hernum óárennilegt að sækja um frekari réttindi, þvl jafnvel svart-hvltu sendingarnar hafa veriö vettvangur mikilla deilna. Eins þykir ósennilegt, að rikisstjórnin leyfi hersjónvarpinu litsendingar á undan þvl Islenzka. Af þessum ástæðum þykir hernum hentugra og einfaldara að komið veröi upp lokuðu kerfi fyrir litsendingar. Sendingar um lokaöan kapal hefðu einnig þann kost I för með sér að jafnframt litsjónvarpi gæti herinn sent stereóútvarpssend- ingar um sama kapal. FM-sendir hefur verið til staðar á vellinum um tveggja ára skeið, en ekki hef- ur fengizt leyfi hjá Islenzkum yfirvöldum til að taka upp stereó- útsendingar um þann útvarps- sendi. _ jb.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.