Vísir


Vísir - 04.10.1974, Qupperneq 2

Vísir - 04.10.1974, Qupperneq 2
2 Vísir. Föstudagur 4. október 1974. vímsm-- Hvafta árstlö llkar yður bezt? Gréta Finnbogadóttir, húsmóðir: — Tvimælalaust voriö. baö er alltaf gaman aö fylgjast meö vor- komunni, sérstaklega ef veturinn er haröur. Finnlaugur Snorrason, hús- vöröur: — Ég kann vel viö þær allar en þaö fer nú mikiö eftir veöráttunni aö sjálfsögöu. Auövitaö er gott að fá vorið, ef það vorar vel og oft er það skemmtilegasti timinn. Stefán Jónsson, (ramkvæmda- stjóri: — Sumariö og voriö kann ég bezt viö. baö hljóta allir aö kunna vel viö sig ef vel viörar. Ólafur Bæringsson, verzlunar- maöur: — Ég kann bezt viö vetur- inn. bað gerir snjórinn þvi ég fer mikið á skiöi. Nú, ég reikna með nægum snjó i vetur. Bláfjöllin eru vinsælasti staðurinn á veturna. En þótt ég segi svona, eru hinar árstiöirnar lika ágætar. Jakob R. Guömundsson: — Voriö. bá er grasiö aö grænka og skól- inn búinn. Annars er þetta haust lika ágætt, enda meö afbrigðum gott. Ég vona bara aö það snjói vel i vetur svo hægt sé aö vonast eftir góðu sumri á eftir. GIsli Glslason, sölumaöur: — Voriö, þá er allt aö vakna til llfs- ins á ný. bað er alveg ómögul. aö vera að leggjast þetta I dvala. Annars leggst veturinn nokkuö vel I mig. Nú og haustið er lika ágætt. baö hefur alltaf I för meö sér einhverja rómantlk, svo sem réttir og haustljós. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Viggó Oddsson í Jóhannesarborg skrifar: SVONA IJÓN OG HINSIGIN IJÓN beir bilstjórar sem enn eru á lifi hafa margt ljótt sagt um bændur og beljur I Mosfellssveit og vlöar þvl skepnunum þykir gott aö liggja á volgri mölinni svo og bændum aö beita skepnum slnum á almennings- eign, þ.e. vegkantinn. t Afrlku geta ökumenn átt von á þvi aö Ijón, filar og önnur villidýr hindri umferö. bar veröa fúkyröi aö nægja, þvl ekki er gáfulegt aö hlaupa út og reka frá. A myndinni sést „drottning dýranna” hvíla sín lúin bein I Kruger þjóögaröinum I S.Afrlku. Konungur dýranna 1 öllum rómantiskum dýrasögum eru ljónin talin vera hin konung- lega fjölskylda dýra- rikisins. Þetta kemur til vegna stærðardýranna, afls og hins reisulega makka karldýrsins. Það er óhugsandi að dýrin skuli ekki hafa konung, enda hefur aldrei verið talað um „forseta- kosningar dýranna.” Mörg ljón. Mig hefur lengi langað til aö skrifa um ljón, en aldrei oröið úr þvl. bessum merku dýrum hafa verið gerð góð skil af mér færari mönnum. baö eru til tvenns konar ljón eöa ljónaflokkar sem slðan skiptast I deildir út af fyrir sig. bar á ég viö tvlfætt ljón og ferfætt. Ég hefi aldrei botnað I þeim tvifættu, þau lifa I öllum vestrænum löndum frá miðbaug til heimskautanna beggja og eru rófulaus. Tvifættu ljónin eru eitt af þeim alþjóðlegu félögum, er reyna að gera gott af sér víöa um heim, gefa milljóna verðmæti til liknar-og velferðarmála, þar sem þeim finnst að skattar séu of lágir og of litiö gert til aö hugsa um velferð almennings. Má nefna rausnarskap norrænna ljóna sem gáfu milljóna verðmæta til spi- tala i Vestmannaeyjum, auðug- asta þorps i Evrópu „til tækja- kaupa”. Svona ljón lækka skatta á hrjáðum almenningi viða um heim. Ferfætt ljón Svo ég sé nú ekki að toga i skottið á skottlausu, tvifættu ljón- unum ætla ég að segja nokkrar ljónasögur af ferfættum ljónum, með alvöruskott. Frásagnir af viðureign ljóna og manna hafa heillað mannkyniö um margar aldir. Visdómur og hugrekki mannsins og afl og viröuleiki konungs dýranna hafa ætiö ýtt undir Imyndunarafl mannsins og óteljandi frásögur frá alda öðli til þessa dags eru allar jafnheillandi og áhrifa- miklar. Sá ávani ljónanna aö halda hópinn og veiða á nóttunni þegar allt almennilegt fólk og dýr ganga til náða eftir erfiöi dagsins, er einnig til að auöga imyndunar- afl mannsins. beir einir, eins og ég, sem séð hafa kjarr og skóga Afriku um hánótt, fjarri manna- byggðum geta Imyndað sér hugarástand þeirra landnema og landkönnuða sem ruddu braut fyrir milljónirnar sem byggja borgir og búgarða Afriku I dag. Hósti i ljóni á þögulli nóttu skammt frá tjaldi eða vagni ferðalangsins. Aðeins skeikul byssukúla ræður þvi hvort land- neminn sér sól næsta dags. Sól I norðri Núna eru ljón yfirleitt einangr- uð i vel afgirtum þjóðgörðum i ýmsum Afrikulöndum. Ferða- menn frá öllum heimsálfum eru keyrðir eftir vel skipulögðum vegum og að veitingastöðum til að sjá Afriku eins og hún var. Er Kruger þjóðgarðurinn i S. Afriku eitt af merkustu friðunarsvæðum heimsins. t S.Afriku er sól i norðri (og áttavitinn öfugur) I hádeginu. Á siðasta ári las ég frásögn um að ljón hefðu brotizt inn I ferða- mannabúðir I Rhodesiu og drepið ferðafólk sem gisti I litlum kofa á slikum stað, klifraði ljónið gegnum kýrauga, hátt uppi á vegg og komst inn. Eldri saga segir frá bónda sem var á reið um kjarrlendi þegar ljón réðust á hann. Hesturinn felldi hann af baki, eins og alltaf þegar mest liggur við. Eldur og blóð Eitt ljónið réðst á bóndann og gat hann banað þvi með hnífi sinum. Hann brauzt undan dauðu ljóninu, blóðugur og skrámaður til að berjast gegn hinum skepn- unum. sem höföu elt hestinn. Maðurinn komst upp i lltið tré á siöustu stundu. Eins meiddur og hann var, barðist hann við að sparka ljónunum niður er þau reyndu að klifra eftir honum. Hundur mannsins sem var með i ferðinni bjargaði meö að angra ljónin alla nóttina. Næsta morgun, er maðurinn var nær máttvana af blóðleysi og þreytu komu svartir leitarmenn auga á hann uppi I trénu. Eftir að hafa kallað varnaðarorð til svertingj- anna kveiktu þeir elda I þurru grasinu vindmegin við ljónin, sem óttuöust eldinn meir en hungrið og hörfuðu i burtu. Drottning dýranna Sagt er að drottning dýranna, eða kvenljónið drepi um 3/4 alls sem ljónin éta, karlljónið aðeins um 12%,ef karlinn nær einhverju er það oft frá öðrum veiðidýrum eða frá öðrum ljónum sem oft halda hópinn. Er sagt að ljón veiði I félagi, mörg saman. Nokkur ljón ganga áveðurs þar sem vitað er að antilópur eða önnur dýr sofa um nætur. Ljónin rymja og pissa I grasið. Bráðin tryllist og æðir beint i ginið á ljón- unum sem biðu eftir þeim. Sagt er að svertingi i Mósambik hafi bjargað lifi sinu með þvi að sitja úti I tjörn heila nótt með rymjandi ljón hringsólandi á bakkanum, báðum meinilla við vatnið. Ekki má ljónum fjölga um of I þjóð- görðum, þvi þá flýr annar kvik- fénaður og ljónin falla úr hor. Ef ljónum eða öðrum rándýrum fækkar fjölgar grasætunum svo mikið að þær falla úr ófeiti. Þannig sér móðir náttúra um jafnvægið I lifinu. Prinsarnir Prinsar dýranna eiga ekki alltaf sjö dagana sæla, oft er litið um vatn og fæðu i heilt misseri sem kallað er þurrkatlmabil eða vetur, stundum drepa ljónin i mllu fjarlægð frá þeim stað sem hvolparnir felast. Þegar konungshjónin hafa etið nægju slna fara þau að hugsa um afkvæmin, ef mamman er einsömul er kjötið oft búið þegar hún kemur með hvolpana, en oft er þó kóngurinn sem passar • að hræætur klári ekki matinn. Sagt er að ljónin éti stundum sin eigin afkvæmi, þótt ekki sé það algengt. Ljónin eru snögghærð og grá-gul að lit. Hinn frægi makki karlljónsins er oft rytjulegur af þvi að brjótast gegnum kjarrlendi og gras. Einn af nákomnum ættingjum á Islandi fékk ljóns- skott I fermingargjöf og sagði ég að ég hefði ætlað að senda honum ljón, en bara náð i skottið á þvi, en það gerði að sögn sama gagn og Hafliði allur. Ein litil stúlka var lengi að suða I mér að senda sér giraffa. Ég sagði að þeir kæmust ekki inn I flugvél og væru sjóveikir, en það var ekki fyrr en löngu slöar er hún sá gíraffa I dýragarði að hún kunni að meta það að ég skyldi ekki senda þessa skepnu til Islands. Viggó Oddsson, Gleymska Það failegt er litla lambið sem leikur sér frjálst I haga og á aðeins eftir að lifa örfáa sumardaga. Við vorkennum vesiingnum litla er vægðarlaust er hann tekinn frá ástkærri unnandi móður og á aftökupallinn rekinn. Gleymskan er guðleg forsjón, að gleyma er margur laginn. Við borðum þvl blessuð lömbin með beztu lyst einhvern daginn. Ben.Ax.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.