Vísir - 04.10.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 04.10.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 4. október 1974. 7 llllllllllll m mm. UMSJÓN: G. P. ísraelar geta þó ekki vanmetiö, hversu alvarlegur ávinningur þessi tiltölulega litli sigur Egypta kann að hafa veriö þeim. Þeim sem öðrum er ljóst, hve mjög það hressti upp á þjóöarsál Araba, að egypzkar hersveitir skyldu megna það að ráðast vestur yfir Súez- skurðinn. í augum flestra Araba táknaði sú yfirferö það, að þeir hefðu brotið af sér hlekki óttans. Aður hafði herj- um þeirra verið núið hugleysi, getuleysi og allsherjar aumingja- skap um nasir. A hinn bóginn þykir flestum hernaðarsérfræöingum, sem ísra- elar hafi hrundið áhlaupinu, og núna hafa þeir aukið hernaðarmátt sinn siðan, svo að þeir þykja jafnvel öflugri heldur en þeir stóðu fyrir októberstríðið. Rabin, sem stjórnaði herafla tsraeslrikis i hinu sigursæla striði 1967, hefur tekið upp breytta stefnu i hernaðarmálum landsins. Hann sagði nýlega I viðtali: „tsrael verð- ur að stefna að þvi I hernaðar- uppbyggingu sinni að verða fært um að lama heri Araba i einu höggi ef til striðs kæmi, frekar en að vera bara fyrirbyggjandi afl.” I svipaðan streng tók einn með- ráðherra hans á dögunum og sagði, að ekki mætti útiloka, að tsraelar myndu I annan tima gæta sin á þvi að vera fyrri til. En önnur meginbreyting á stefnu ísraelsstjórnar, sem vakið hefur eftirtekt, er áberandi meiri vilji til að koma á friði, þótt ekki væri nema hægt og bitandi og með þvi að láta eitthvað I skiptum fyrir annan ávinning. Eins og forsætisráðherrann sagði I þessu sambandi: „Þetta þrátefli getur ekki staöið I mörg ár. Annað- hvort miðar okkur I átt til friðar eða allt hleypur i pólitiskan baklás, sem mundi auka á ófriðarhættuna. í skiptum fyrir frið er tsrael reiðubúið að láta af hendi eitthvað af yfirráðasvæði sinu.” Rabin sagðist luma á korti fyrir friðartfma, en vildi þó aðeins leggja fram venjulegt landabréf I Stjórn Goldu Meir — sem stðan varð að víkja að mestu, vegna þess að hún hafði látiö árásina 6. október koma sér að óvörum. viðræðum við fulltrúa Araba, á meðan þeir ekki legðu eitthvaö til á móti. Israelar hafa á þessu eina ári rekið sig áþreifanlega á það, að hernaðarsigrar þeirra á vigvöllun- um hverfa gersamlega I skuggann af pólitiskum ávinningum Araba á alþjóðlegum vettvangi — mest fyrir tilstilli „oliusvipunnar”, sem Arabar hafa látið dynja á stuðningsmönnum tsraela. Þó sýnast tsraelar gera sig nokkuð ánægða með aö njóta þess stuönings, sem Bandarikin láta þeim i té, umfangsmikillar hernað- araðstoðar þeirra og nokkurs stjórnmálalegs stuðnings. — 1 augum tsraela gerir hann meira en vega upp þann atkvæðafjölda, sem Aröbum hefur tekizt að smala utan um málstað þeirra á vettvangi eins og allsherjarþingi Sameinuöu þjóð- anna. cTVIenningarmál Eftirmœli Samvinnu Með 3ja hefti Sam- vinnunnar 1974 sem út kom fyrir nokkrum vikum lauk útgáfu ritsins með þeim hætti sem verið hefur undan- farin 7 ár eða svo, siðan á miðju ári ,1967. Er unnt að tala um þessi ár sögu þess sem „tilraun” og spyrja hvort hún hafi tekist eða mistekist, og i hverju mistök eða ávinningur hennar hafi þá falist? Það er nú þegar I stað misvlsandi að tala um tilrauna- starf þegar annars vegar eru heilir sjö árgangar, 42 timarits- hefti, yfir 2000 bls. I stóru broti. Það er heilmikið verk að vöxtum, sem hér hefur verið unnið. Engu að siður hygg ég að hinir velviljuðustu lesendur Samvinnunnar hljóti að viður- . kenna að ritið hefur ekki staöið til fulls við þau fyrirheit sem vakin voru af útkomu þess I hinum nýju sniðum. Hvernig skyldi standa á þvi? Efni og undirtektir Areiðanlega voru greina- flokkar Samvinnunnar um einstaka þætti þjóðmáia og menningarmála, aðalefni ritsins hverju sinni, mark- verðasta nýjungin sem þar var hafin. Þarna var þess freistaö að skapa nýjan umræðuvett- vang á milli tlmarita I fyrri stil og hinna daglegu fjölmiðla sem timaritum er vitaskuld torvelt að keppa við I fréttaflutningi eða umræðu. En i greina- flokkum Samvinnunnar voru tekin upp timabær viðfangsefni hverju sinni, ofarlega á baugi I umræðu liðandi stundar, og þeim var unnt að gera ýtarlegri, djúptækari skil, ef vel var á haldið, en blöð og útvarp geta að jafnaði, vegna þess hve miklu rýmri timi ritsins var til efnis- öflunar og undirbúnings yfir- sýnar yfir efnið. Þegar litið er yfir efnisyfirlit Samvinnunnar sem fylgir þessu lokahefti Sigurðar A. Magnúss- við ritstjórnina, sést lika brátt hve fjölþættur og yfir- gripsmikill þessi efnisþáttur ritsins hefur verið. Og það hygg ég lika að i þessum greinum hafi ýmsum brýnum viðfangsefnúm einatt verið gert furðu rækileg skil á sinum stað og tima i urmæðunni þótt hér verði engin dæmi rakin i þetta sinn. En það hefur óneitanlega stundum verið undrunarefni hversu litla eftirtekt og undirtektir út i frá þetta efni Samvinnunnar hefur vakið, einnig þegar ótvirætt tókst best til um efnisval og meðferð efnisins. Samvinnan hefur alla tið komið út i stóru upplagi á islenzkan mælikvarða — þetta 4000-6000 eintökum að sögn ritstjóra i þessu lokahefti. En þetta viðbragðaleysi hefur oft og einatt komið manni til að spyrja hverjir það eiginlega væru sem læsu Samvinnuna. Slikt og þvlllkt undirtekta- leysi viö eftirtektarverðu tima- ritsefni er raunar ekkert einsdæmi um Samvinnuna. Þrátt fyrir alla okkar fjölmiðlun i útvarpi, blöðum og ýmiskonar timaritum virðist einatt furðu mikið samgöngu — og sam- skiptaleysi á milli fjölmiðlanna, umræða þeirra sin i milli dauf- leg og oft fjarska frumstæð það sem hún þó er. En nýjung eins og sú sem Samvinnan hóf með greinaflokkum einum þarf á lifandi undrirtektum lesenda og keppinauta sinna að halda, andsvörum og gagnrýni og áframhaldandi umræðu, til að hún megi þrifast og þróast áfram tilfullra nota.Vera má að sllkar undirtektir hafi i einhverjum mæli komið fram i beinum skiptum ritsins og rit- stjóra við lesendur og höfunda. En út I frá gætti þess litt eða ekki. Og það hygg ég að orðið hafi Samvinnunni til tjóns á umliðnum árum. tJthald og einbeiting Sjálfsagt verða greinaflokkar Samvinnunnar það efni ritsins sem helst verður leitað uppi á ný eftir að útgáfu ritsins með þessum hætti er lokið. En auövitað hefur þetta efni að sinu leyti verið fjarska misjafnt að sinum verðleikum, efnis- og höfundavali til umræðu og undirbúningi og meðferð efnisins. Oft var eins og aðhald og einbeitni skorti af hálfu rit- stjórnar i verkaskiptingu milli höfunda og annarri skipu- lagningu umræðunnar og tók þá hver eftir öðrum sömu eða svipuð sjónarmið en önnur voru 3,9MSAM VINNAN með öllu afrækt. Og „hring- borðsumræbur” þær sem ritið efndi stundum til og birti siðan urðu fyrir minn smekk aldrei meir en læsilegt rabb út og suður — þegar best lét. Ef unnt er að tala um einhver ein afdrifarik mistök sem orðið hafi Samvinnunni að fótakefli hygg ég að það hafi verið að leggja ekki frá öndverðu miklu meira kapp og einbeitni við þennan mikilsverða efnisþátt. Það var ótvirætt visasti vegurinn til að standa við metnaðarmark ritsins sem Sigurður A. Magnússon lýsir i sinni siðustu forustugrein — „að bregða upp sem fjölþættastri mynd af islenzku samfélagi á liðandi stund, spegla þá strauma sem fóru um þjóðfélagið og þær hugmyndir sem hæst bar á hverjum tima.” Annað efni Samvinnunnar á umliðnum árum hefur sem sé að sinu leyti verið enn sundur- lausara, misjafntað verðleikum og misvalið til birtingar, það sem verst gegndi satt að segja óbirtingarhæft i óbreyttri mynd. Hitt væri að visu vandalaust að nefna. dæmi um markverða greinar um margbreytileg efni i Samvinnunni þessi ár, en oft hefur farið jafnmikið eða meir fyrir efnum sem alls engin not virtust að. Vera má að þetta hafi að einhverju leyti stafað af Sigurður A. Magnússon — rit- stjóri Samvinnunnar 1967-74. NB: og myndir af tveimur siðustu heftum Samvinnunnar) stefnu ritstjórans að hafa ritið sem opnast fyrir alls konar „nýjum viðhorfum” og þá ekki sist málflutningi og skoðunum „ungs fólks,” sem i seinni tið er oft talað um sem sérstaka manntegund ef ekki alveg sér á parti þjóðflokk. En einmitt slikir höfundar og viðfangsefni, þótt nýtileg séu, geta þurft á næmri ritstjórn að halda, aðstoð viö frágang og efnismeðferð en ekki ritskoðun, vel að merkja, til að njóta sin og komast til skila. Slik fyrirgreiðsla, og óhjákvæmileg vinsun ^efnis til birtingar, held ég að hafi verið alveg ónóg. Og mikil barlest af litt eða ekki nýtu efni er ógnar- byrði i timaritsgerð. Vera má samt að Samvinnan þyki þegar frá liður einhvers konar heimild um viðhorf, mál- flutning, skáldskaparviðleitni „ungs fólks” á timum ritsins, en þetta hefur verið mjög vaxandi efnisþáttur I ritinu siðustu árin. Þetta er þó heldur óliklegt af þvi hve fátt af þessu efni hefur magnað að vekja neina verulega eftirtekt nýtt af nálinni. Af hverju að hætta? En það má lika vera að Sam- vinnan hafi staðið svona opin að undanförnu af þvi hvað ritið var stórt og mikið rúm að fylla hverju sinni. Sé það svo að útgáfu ritsins sé hætt vegna þess að tilkostnaður hafi verið orðinn óbærilegur miðað við út- breiðslu og verðlagningu ritsins — þá er hér um sjálfskaparviti útgáfunnar frá öndverðu að ræða. Satt að segja hygg ég að Samvinnan hefði getað komið að öllu sama gagni þótt hún hefði verið verulega minni hvert hefti — ef meiri efnisvöndun og einbeiting hefði fy lgt i kaupunum. Hitt er samt verra ef útgáfu ritsins i þessum sniðum er I rauninni hætt af þvi að forráða- menn samvinnuhreyfingarinn- ar hafi haft misþóknun á skoð- unum og hávaðasömum rithætti sem stundum hefur gætt I Sam- vinnunni. Areiðanlega er mikil hæfa i skoðun Sigurðar ritstjóra I forustugrein siðasta heftis: „Það er afdrifarikur mis- skilningur, að vandamál sam- vinnuhreyfingarinnar séu fyrst og fremst efnahagsleg og við- skiptaleg: þau eru ekki siður félagsleg, menningarleg og pólitisk, en af einhverjum ástæðum veigra menn sér við að horfast i augu við það — með þeim afleiðingum að hreyfingin hefur félagslega og menningar- lega slagsiðu. Hvort sem mönnum likar betur eða verr, er samvinnuhreyfingin i eðli sinu pólitiskt afl sem miðar að þvi að umbreyta þjóðfélaginu I anda samhjálpar og samábyrgðar, og sé þetta hlutverk hennar vanrækt biður hún tjón á sálu sinni.” Hvað sem tekist hefur og mis- tekist hygg ég að þvi verði ekki neitaö að meginstefna Sam- vinnunnar hefur verið að efla viötæka umræðu um þjóðfélags- og menningarmál —- með þennan skoðunarhátt að leiðar- ljósi. Þyki þetta ekki hafa tekist eins vel og skyldi — þá eru það ekki rétt viðbrögð að hætta útgáfu ritsins. Þvert á móti ætti þá að reyna til að efla það og endurbæta, svo þarfleg viðbót sem það þrátt fyrir allt hefur verið við aðra fjölmiðlun, timarita — og bókakost i landinu. TIMARIT EFTIR ÓLAF JONSSON Heimilisrit og hugsjónir En of snemmt er að „mæla eftir” Samvinnuna þótt einum þætti ljúki I sögu ritsins. Útgáfu þess er jafnharðan haldið áfram i breyttu sniði, undir ritstjórn Gylfa Gröndals, fyrsta hefti komið út af þremur sem væntanleg eru til áramóta, en eftirleiðis eiga að koma út tiu hefti á ári. Hvert hefti er að visu allmiklu minna en áður var, 28 bls. Nú á Samvinnan að verða að nýju „hvort tveggja i senn” málgagn samvinnumanna og vandað og læsilegt heimilisrit” i likingu við það sem áður var á ritstjórnartið Hauks Snorra- sonar og siðan Benedikts Gröndals. Hin nýja Samvinna er fyrir alla muni ásjálegt og læsilegt blað, „heimilisefni” i fyrsta hefti, ef það er réttnefni, hygg ég aö hafi allvel tekist. En eftir er að sjá hvernig tekst að fram- fylgja þessari ritstjórnarpólitik að öðru leyti, gera ritið bæði vinsælt og útbreitt rit til skemmtunar og fróðleiks og jafnframt áhrifamikið málgagn fyrir,,hugsjón samvinnu” I þjóölifinu. Hræddur er ég um að til þess þurfi annarra ráða við en reynd eru i fyrsta heftinu — meö löngum viðtölum við, og sparilegri mynd af, einstökum forustumönnum hreyfingar- innar og fyrirtækja hennar. En það er vissulega vonandi að vel takist og Samvinnan megi enn sem fyrr hafa hlutverki að gegna á blaðamarkaði, umræðuvettvangi um þjóðmál og menningar I viðtækum skilningi þeirra orða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.