Vísir


Vísir - 04.10.1974, Qupperneq 16

Vísir - 04.10.1974, Qupperneq 16
VÍSIR Föstudagur 4. október 1974 „Sirkuðu á sömu — annar á sjúkrahús, hinn í nœturgistingu hjá lögreglunni Kveöja varö til lögreglu, er ts- lendingi og Spánverja lenti saman i veitingahúsinu Klúbbn- um i gærkvöidi. tslendingurinn viröist þó hafa fáriö halloka úr þeim ryskingum og varö aö flytja hann á brott I sjúkrabil. Spánverjanum var veitt far I lögreglubil og nætur- gisting á iögreglustööinni. Þótt ekki sé fullsannaö, af hverju ryskingarnar uröu, telur lögregian sennilegast, aö þeir hafi, svo orö hennar séu notuö orörétt „sirkaö á sömu bráöina.” -JB.’ Með Hag- kaups- úlpu á Umba.. ...harðfisk, tóbakspung og sauðskinnsskó til þess að setja upp Kristnihald í Þrándheimi Meö haröfisk, tóbakspung, sauöskinnsskó og Hagkaups- úlpu héit Björn Björnsson, Ieikmyndateiknari sjónvarps- ins, út til Þrándheims i \ morgun. Leikritiö Kristnihald i undir Jökii veröur nefnilega frumsýnt þar 18. þessa mánaöar. Ekki má vanta fyrrnefnda hluti, allra sízt úlpuna á Umba, umboðsmann biskups. Björn þurfti aö útvega gamla Islenzka úlpu á hann, og siðast þegar til fréttist, var hann á leiðinni I Hagkaup til þess að fá eina slika. Björn gerir leikmyndina, en Sveinn Einarsson, leikhús- stjóri, leikstýrir, eins og hann gerði I Iðnó. Segja má, að þeir Sveinn og Björn hafi verið i Noregi með J annan fótinn siðan I ágúst, en þá hófust æfingar á leikritinu. Sveinn hefur verið ytra um nokkurt skeið. Leikritið er örlitið stytt, og rikir mikill áhugi á verkinu meðal leikara. Með hlutverk Jóns Primus fer leikari að nafni Stig Egede Nissen. Hann starfar aðvisu I Osló, en fór til Þrándheims til þess að taka að sér þetta hlutverk. Hann hefur oft komið til Islands. Höfundurinn, Halldór Kilj- an Laxness, verður viöstaddur frumsýninguna, sem verður sem fyrr segir þann 18. októ- ber. „Álitið öryggisatriði í Ámeríku — Bannað hér!" ,,Ég fékk grænan miöa á bflrúöuna og skipun um aö fjarlægja auka- ljósin fyrir sjöunda þessa mánaöar”, segir Vigfús Guömundsson og sýnir skoöunarvottoröiö. Ljósin þrjú, sem eru fyrir miöju þaki stýrishússins á bílnum fyrir aftan hann, eru ljósin forboönu. — — Deilt um fjölda Ijósa ó flutningabílum ,,Það biðu min lög- reglumenn við Rauða- læk, þegar ég var að koma austan úr Vik i gærmorgun. Þeir áttu að fara með flutninga- bil minn i Bifreiðaeftir- litið, hvers vegna vissu þeir ekki. Þegar þang- að var komið, var mér tjáð, að ég hefði það til saka unnið að vera með of mörg ljós á þaki stýrishússins á biln- um,” sagði Vigfús Guð- mundsson flutningabil- stjóri i viðtali við Visi i gær. „Þegar ég vildi fá skýringar á þvi, hvað væri svona athugavert við þennan ljósaútbúnað,” hélt Vigfús áfram, „var mér ein- faldlega svarað þvi, að ef ég væri að rifa kjaft, yrði billinn kyrrsettur. Á endanum fékk ég frest til sjöunda þessa mánaðar til að fjarlægja ljósin. Astæðuna fyrir þvi, að þau mættu ekki vera áfram, fékk ég hins vegar ekki.” Og Vigfús furðar sig á þeirri andúð, sem Bifreiðaeftirlitið hefur á ljósunum. „Samkvæmt reglugerö eiga að vera tvö ljós á þaki stýrishúss flutningabila, en það stendur ekki einn einasti stafur um það, að þau megi ekki vera fleiri,” segir Vigfús. „Ég hef ekki ennþá heyrt neinn kvarta undan þvi að mæta bil- um, sem hafa fimm ljós á biln- um, en hins vegar heyrum við flutningabflstjórar svona ljós- um iðulega hrósað af þeim, sem hafa mætt úti á vegum bilum, sem hafa þau.” „Þessi frásögn kemur okkur hér hjá bifreiðaumboðinu ekki á óvart. Bifreiðaeftirlitið hefur lengi haft horn i siðu þessara ljósa,” sagði Grétar Hansson hjá véladeild Sambandsins. Og hann hélt áfram: „Við höfum óskað eftir þvi að fá bilana frá verksmiðjunum án þessara aukaljósa, en fengið þau svör, að það sé ekki hægt. Verksmiðjunum er bannað að selja frá sér bila án þessara ljósa. Þau eru talin vera það mikið öryggisatriði i Banda- rlkjunum og I mörgum rikjum er skylda að hafa þau svona mörg á stórum flutningabilum. Kæmi manni það ekki á óvart, að sú verði raunin einnig hér áð- ur en yfir lýkur.” Og Grétar minnir á það, þeg- ar lagt var blátt bann við notkun blikkandi stefnuljósa hérlendis og eigendum bifreiða með slik- um ljósum gert skylt að skipta um. Siðan var notkun þeirra skyndilega leyfð. _bTM Biðskylda á við Flókagötu: Dauðaslysið ýtti við mönnum Húseigendur húsa viö gatnamót Gunnarsbrautar og Flókagötu eru vaiaiaust orönir langþreyttir á að endurbæta steyptu girðingarnar kringum garöa sfna. Þessi gatnamót hafa á undan- förnum árum verið vettvangur margra harkalegra árekstra og stundum hafa bilarnir ekki stanz- að fyrr en á girðingum nærliggj- andi húsa. Skemmst er lika að minnast dauðaslyssins, er þarna var fyrr á þessu ári, er piltur á mótorhjóli lenti þarna fyrir bil. Nú vill umferðarnefnd auka öryggið á þessu horni, og i ný- samþykktum tillögum er ákveðið, að stöðvunarskylda verði á Gunnarsbrautinni við Flókagötu. Þar verður komið upp viðeigandi merkingu innan skamms. A sama tima var ákveðið, að stöðvunar- skylda yrði á Flókagötu beggja vegna Rauðarárstigs. —JB STÝRIMANNSEFNI í STAÐ VEÐUR- FRÆÐ- INGA Allt er málaö og endurnýjaö áö- ur en stýrimannsiefnin fá aö taka viö húsnæði veöurfræöing- anna. Ljósm. Bj.Bj. Stýrimannaskóiinn, sem sett- ur var á þriöjudaginn var fær nú til afnota vel þegiö viöbótarhús- næöi. Stýrimannaskólinn hefur erft fyrri heimkynni Veöurstofu tslands i Sjómannaskólanum, en fyrir nokkru flutti Veöurstof- an I nýtt hús viö Bústaöaveginn. Gömlu veöurstofunni hefur nú veriö breytt og hún löguö á allan hátt, og fær skólinn þar starfs- aöstööu fyrir kennara og kennslustofur. 1 ár eru 212 nemendur skráöir til náms i Stýrimannaskólanum, mun fleiri en I fyrra. — JB. Hœstiréttur til starfa á ný: MÁLAFJÖLDINN ÓVENJUMIKILL Niutiu og tvö mál voru þingfest fyrir Hæstarétti á miövikudaginn var. Hæstiréttur kom á ný saman þann 23. sept. siöastliöinn eftir sumarleyfi sitt. Af 92 málum, sem þingfest voru á þriöjudaginn, eru 56eidrimálen 36 mál ný. Ný mál eru þingfest I upphafi hvers mánaöar, en aö sögn hæstaréttar- ritara er málafjöidinn mestur I upphafi október, er rétturinn kemur á ný saman eftir sumarfri. Samkvæmt upplýsingum hæstaréttarritara eru mál, sem nú eru tilbúin til flutnings óvenju mörg, en ekki kunni hæstaréttar- ritari á þvi neina skýringu. Fyrir hæstarétti á miövikudaginn mætti fjöldi lög- fræðinga fyrir hönd stefnenda og stefndra. Athöfn þessi er hin skrautleg- asta og eru bæði lögmennirnir, dómarar og ritari skikkjuklæddir við þingfestinguna. Visir fór fram á að fá að taka myndir af athöfninni en þvi var hafnað af forseta hæstaréttar. Hæstiréttur kemur saman þrisvar i viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. 1 dag verður tekið fyrir mál ákæru- valdsins gegn Jóhanni Walder- haug og Baldri ólafssyni. Þeir voru sýknaöir af kæru um mis- ferli I fjármálum I undirrétti en ákæruvaldið áfrýjaði. 1 næstu viku verða tekin fyrir kaupkröfumál Sildar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar gegn Guðmundi Péturssyni, vinnu- slysamál Daviðs Sigurðssonar gegn Málmi h.f., mál ákæru- valdsins gegn Stefáni Lárusi Pálssyni vegna landhelgisbrots og mál Gjaldheimtunnar gegn Sveini Guðmundssyni -JB.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.