Tíminn - 06.05.1966, Qupperneq 11

Tíminn - 06.05.1966, Qupperneq 11
1 FÖSTUDAGUR 6. maí 1966 TÍMINN n VERÐIR LAGANNA — Farið nú niður með þá og læsíð þá inni, skipaði foring inn. Þeir voru reknir niður í stærsta klefann og lokaðir þar inni, og þar urðu þeir að dúsa í tólf daga, meðan framið var ósvífnasta sjórán síðari ára. Næsta morgun reyndu þeir að gægjast út um kýraugun, en þá var búið að mála yfir þau. Skipshöfn af sjóræningaskipinu tók við stjórn Ccmbinate, einungis vélamönnunum og matsveininum var hleypt út úr klefanum. Á hverju kvöldi voru þeir læstir inni hjá hinum, og af frásögn þeirra gat Delft skipstjóri fylgzt nokk- uð með því sem fram fór. Þeir skýrðu honum frá að vél- báturinn héti Esmé og væri fyrrverandi flotasnekkja úr brezka flotanum. Nokkuð af sígarettunum hafði verið fært milli skipanna. Bæði skipin héldu áfram siglingu, og Mouies matsveinn, sem var vanur siglingum á Miðjarðarhafi, þekkti Frakklandsströnd. Þegar staðar var numið sá hann að þeir voru út af Riou-eyju skammt frá Marseille. Bátur kom frá landi og sótti Bandaríkjamanninn, en hann var ekki nema klukkutíma í burtu. Þegar hann kom aftur var akkerum létt og stefna tekin á Ajaccio á Korsíku. Þar var legið í sólarhring úti fyrir strjálbyggðri strönd. Moules skýrði frá því að sígaretturnar hefðu allar verið fluttar þarna í land og hlaðið á vörubíla. Skömmu síðar var öll skipshöfnin læst inni á ný. Menn- irnir heyrðu að vélin í hinu skipinu fór í gang og það sigldi í burt. Ekkert hljóð heyrðist á þiljum. Delft skip- stjóra og mönnum hans tókst að brjóta upp hurðina, og hann hljóp upp á stjórnpall. Myrkí var af nótt og véíbát- urinn var horfinn. í fjarska sást ljós, sem reyndist vera vitinn á Caprera-höfða. Þegar birti sást í land á Sardiníu. Van Delft tók stefnu á Tangier, því loftskeytatækin höfð verið eyðilögð að hann taldi réttast að gefa þar skýrslu um sjóránið sem kostað hafði Argentínumanninn sem hafði skipið á leigu 35.000 sterlingspund. Komið var til Tangier árla morguns 4. nóvember 1952 og lögreglan látin vita hvað gerzt hafði. Síðar um daginn tók Marcel Sicot í aðal- stöðvum Alþjóðalögreglunnar í Paris við eftirfarandi skeyti merktu „Forgangshrað:“ TOM TULLETT „3. október 5.30 e.h. fór 249 tonna hollenzka farmskip- ið Combinatie, skipstjóri Van Delft, frá Tangier áleiðis til Möltu með 2700 kassa bandarískum sígarettum STOPP 4. okíóber 1 f.h. 120 norðaust Tangier 17 mílur undan Spáni siglt uppi hraðskreiðum vélháti STOPP Fimm grímumenn búnir vélbyssum bundu skiphöfn stálu sígarettum STOPP Látið Alþjóðalögreglu Róm og Möltu vita FULLSTOPP.“ Mánuður var nú liðinn síðan ránið var framið, og Al- þjóðalögreglan tók til óspilltra málanna ásamt lögreglu á einstökum stöðum sem við sögu komu að leita uppi Esmé og semja lýsingu á ræningjunum,- Það starf hafði ekki stað- ið nema í sólarhring, þegar Esmé sigldi öllum til undrunar í höfn í Tangier eins og ekkert hefði í skorizt. Ekki minnk- aði undrun manna, þegar öll skiphöfnin skundaði rakleitt á lögreglustöðina og sagði þar furðulega sögu. Sagan hófst fjarri Miðjarðarhafinu, í lítilli krá á Shoreham á Suður-Englandi, þar sem fjórir skipverja hittu skipstjór- ann, Belgíumann að nafni Edward Erckmann. Maður nokkur hafði ráðið hann til að kaupa hraðskreiða flotasnekkju og skrá á hana skiphöfn. Einn Englendinganna gerðist vélamað- ur hjá honum en hinir þrír hásetar. Þeim var sagt að heima- höfn skipsins yrði Tangier og þaðan yrði siglt í leigu til Spánar, Frakklands og Ítalíu. Skömmu eftir komuna til Tangier v*r tilkvnnt að Esmé ætti að fara til aðstoðar skipi í sjávarháska. Skipverjar hugðu gott til glóðarinnar að græða á björgunarstarfinu, og skeyttu því engu að sex ókunnir menn gengu um borð skömmu áður en lagt var úr höfn og gáfu sig fram við skipstjórann. Hann skýrði komu þeirra svo að þeir ættu að aðstoða við að skipa á milli farmi úr hinu nauðstadda skipi. Skipverjar veittu því athygli að einn komumanna virtist ráða yfir þeim og hinir kölluðu hann alltaf „Kanann.“ Hann talaði með áberandi bandarískum hreim, en hinir töluðu frönsku sín í miUi. Fyrstu nóttina um borð héldu komumenn hópinn og gáfu sig ekki að skipverjum, sem voru hinir rólegustu. Næsta morgun fengu þeir ástæðu til að skipta um skoðun. „Kaninn“ fór niður í lest, opnaði þar nokkur kvartel og dró upp úr þeim sex handvélbyssur og jafn margar skammbyssur. Komumenn voru ekki hlé- J að mýkja sig upp eða hvað sem þú nú kallar það. Sandra gretti sig. — Þú ert til- finningalaus kona. En ég skal fyr- irgefa þér allt þar sem þú komst í heimsókn. Ég hélt að þú ætl- aðir ekki að koma aftur fyrr en í næstu viku. — París var full af ferðamönn um og mér leiddist, sagði lafði Amanda. — Segðu mér fréttimar, Sandra — ef það er eitthvað í nú að ávarpa Söndru. — Segðu skurðlækninum þínum, að ég hafi þegar eytt á hann þremur síma- hringingum og ég búist við ,a8 hann hringi í mig. Jill óskaði skyndilega, að þetta væri hluti af skilaboðunum sera henni hafði verið falið að skila, og hugsaði með sér, að hún hefði gjarnan viljað skila nákvæmlega þessum orðum. Lafði Amanda var e.t.v. aðdá- andi hans. en það var augljóst, að hún a.m.k. var ekki hrædd við hann. Gott á hann, hugsaði Jill meS dálítilli gremju, að finna einhvern sem er jafn hrokafullur og hann sjálfur .... Vere kom stundvíslega næsta morgun. Hann var fremur snögg- ur upp á lagið og kuldalegur, nið- ursokkinn í starfið og auðsjáan- lega ekki í neinu skaði til að masa. Hann var alvarlegur og ef hún hefði ekki verið fullkomlega viss um, að hugur hans vék aldrei frá því sem hann var að fást við, hefði hún talið hann vera dálítið annars hugar. Sandra var mjög þögul. Jill vissi að hún var taugaóstyrk og vorkenndi henni, hún gat ekki gert að sér að hugsa. að' sjúkl- ingnum hefði liðið betur ef hr. Carrington hefði ekki verið alveg svona ópersónulegur. E.t.v. var orsök kulda hans nú, að með honum voru Falvonby staðskurðlæknir að Fagurvöllum og Pearson geislalæknir. Jill kom, aldrei til hugsar að hann kynni einnig að vera taugaóstyrkur. Hvað framkomu hr. Carrington við hjúkrunarkonuna viðvék, þá var hann kuldalega nákvæmur, en hún gat ekki annað en hugsað, að hann hefði ekki enn gleymt atburðinum á stigapallinum og væri enn hneykslaður. Ojæja! látum hann hneykslast! Jill hafði ekki áhygsjur af' þvi, þessa stundina fannst henni Sandra vera það mikilvægasta — Vere Carrington hefði a.m.k. getað verið dálítið vingiarnlegur við hana, það var það minnsta sem hann gat gert. Gat hann ekki séð, að þrátt fyrir glaðlegt viðmót hennar þegar hún heilsaði hon- um, var hún miður sín af tauga- óstyrk. vesalings stúlkan? Sandra hafði verið flutt úr rúm- inu yfir á háan rannsóknarbekk sem hafði verið fluttur inn og settur við gluggann Hún var klædd mjúkum náttslopp úr ljós- rauðu satíni og fagurt hár henn- 15 lafði Amanda Skeybel var hvatlegt svar hennar. Jill hafði þegar getið sér til um hver gesturinn væri. — Góðan daginn, lafði Amanda, sagði hún. — Hún verður glöð að sjá yður. Hún átti ekki von á yður, er það? — Nei. Opnið ekki hurðina al- veg strax, ef þér vilduð gjöra svo vel, bað lnfði Amanda. — Mig langar að tala við yður fyrst. Þér eruð aðalhjúkrunarkona hennar? — Já. Ég er Systir Forster, ját- aði Jill. — Gott. Komið hingað yfir um. Gamla lafðin færði sig yfir að glugganum, og Jill. sem hugsaði með dálítilli kímni að hér væri einhver annar sem vildi hafa sitt fram og fengi það yfirleitt, fylgdi henni. — Gott. Komið hingað yfir um. Gamla lafðin færði sig yfir að glugganum, og Jill, sem hugsaði með dálítilli kímni að hér væri einhver annar sem vildi hafa sitt fram og fengi það yfirleitt, fylgdi henni. — Jæja! Lafði Amanda sneri sér að henni. — Hvernig hefur hún það? Hagar sér vel? — Hún hefur það alveg prýði- legt, sagði Jill. — Hr. Carrington ætlar að fjarlægja gipsið á morg- un, og þá getum við hafizt handa við æfingarnar. — Hm! Tekur það langan tíma? — Nokkrar vikur, er ég hrædd um. — Jæja, ég öfunda yður ekki af þvi starfi. Fyrir stúlku sem hefur — af meiri eða minni þol- inmæði — þolað þann árafjölda af þrotlausu erfiði sem þarf til að verða ballettdansari, er Sandra óþolinmóðasti og erfiðasti sjúkl- ingur sem hægt er að hugsa sér. Ef ekki er hægt að lækna hana á augabragði, örvæntir hún og heldur að hún muni aldrei lækn- azt! En auðvitað hafið þér þegar komizt að raun um þetta. Skyndi- legt bros lafði Amöndu var hlýtt og glettnislegt. — Hún skrifar, að þér séuð „draumur" hvað svo sem það kann að þýða. Jill hló. —' Það er betra en að vera harðstjóri — eins og hún mundi kalla mig ef ég — — Kunnið ekki á henni lagið, gamla lafðin hló lágt. — En hvaða skoðun hefur Vere Carrington raunverulega á árangr inum af uppskurðinum? Ég kom heim frá Frakklandi f gær og hef ekki getað haft samband við hann — það er auðveldara að klófesta ál, en að ná í þann mann, hann er alltaf einhvers staðar annars staðar. — Ég held að hr. Carrington sé bara ánægður með árangurinn, sagði Jill. Lafði Amanda leit snöggt á hana. — Ó, hann er svo sem nógu viss um sína eigin leikni, sagði hún þurrlega. — En ég býst við að honum mistakist stundum. Við skulum fara inn. Hún þrammaði að dyrunum, barði fjörlega á þær og var komin inn áður en Jill gat náð henni. Sandra lá og starði út um glugg- ann og leit ekki við fyrr en guð- móðir hennar sagði: — Jæja — bam — hvernig líð- ur þér? Hún sneri sér snöggt við og kall aði síðaö glöð upp yfir sig: — Lafði Mandy! Elskan! En dá- samlegt! — En sá fjöldi af upphrópunar- merkjum! gamla lafðin beygði sig niður og kyssti hana á vangann. — Þú ert alls ekkert föl. En það er ekki við því að búast. Ég heyri að þú verðir ko'min á fætur bráð- um. — Það segir þú, sagði Sandra ólundarlega. — Ég held, að pynd- ingarnar byrji fyrst eftir morgun- daginn. — Það verður engu verra en fréttum. Sandra yppti öxlum. — Elsku litla vinan. Gestir hafa ekki verið uppörvaðir, og hún sendi Jill bros, — Systirin fer illa með mig. — Ef þú hefur verið dyntótt, furðar mig á að hún hafi ekki barið þig, sagði lafði Mandy ákveð in, en augu hennar voru hlýleg, og það var augljóst að hún hélt mikið upp á hina frægu og ynd- islegu guðdóttur sína. - Ég vona, að við höfum ekki farið of illa með hana, sagði Jill kyrrlátlega, meðan hún safnaði saman blöðunum, sem lágu á víð og dreif um rúmið. Þegar hún hafði lokið þvi, skildi hún hina stúlkuna eftir til að ræða við gest sinn. — Ég get ekki stanzað lengur en hálftíma, sagði lafði Mandy þeg ar Jill ætlaði að fara út. — Ég verð að komast aftur í bæinn. Hve lengi haldið þér að þetta bam eigi að vem hérna, Systir? — Ég gæti ekki sagt yður það, er ég hrædd um, svaraði Jill. — En þér getið kannski beðið hr. Carrington að hringja í mig þegar hann er búinn að líta á hana á morgun. — Já, lafði Amánda. Jill gekk út úr herberginu. Um leið og hún lokaði dyrunum heyrði hún rödd lafði Amöndu, þó svo lafðin vææri ÚTVARPIÐ Laugardagur 7. maí 7.00 Morgunúvarp 12.00 iládeg isútvarp 13.00 Óskalög sjúkl- inga Kristín Anna Þórarinsdótt ir kynnir lögin. 14.30 í vikulok- in þáttur undir stjóm Jónasar Jónassonar. 16 00 Á nótmn æsfc unnar Jón Þór Hannesson og Pétur Steingríoisson kynna létt lög 16.30 Veöurfregnir. Þetta vil ég heyra Gunnlaugur Þörð arson dr. juris velur sér hljóm plötur. 17.35 Tómistundaþáttur barna og unglinga Jón Pálsson flytur 18.00 Söngvar I íéttum tón: Comedian Harmonists syngja lagasyrpu eftir Jane Fro man og aðra. 18.45 Tilkynning ar 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 ftölsk þjóðlög: Licia Albanese syngur. 20.20 20.20 „Hví brjóta menn mynd ir“, smásaga eftir Karel Caoefc Karl Guðmundsson les. 20 45 Franska tónskáldið Auber Hild ur Kalman stj. 21.30 Leikrit: „Sá á kvölina, sem á völina' Leikstjórl: Lárus Pálsson 22. 00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.