Tíminn - 06.05.1966, Síða 14
14
TÍMINN
FCjfiTUDAGUR 6. maí 1966
DÝRTÍÐIN
Framhald af bls. 1.
kostnaðar hefði hækkað um 149
stig eða 81% og vísitala vöru og
þjónustu hefði hækkað um
111,8% eða um 18,6% á ári.
Loks mætti minna á útsvörin,
sem hefðu hækkað úr 221 millj.
árið 1962 í 541 millj. 1966 og
væri hækkun á fjórum árum 320
millj. eða 140%.
Einar sagði, að það ætti ekki
að þurfa að valda neinum deilum
í borgarstjórn, þótt frá þessu
væri greint eða látin í ljós andúð
á því, að borgardýrtíðin væri
óheyrileg og það væri viðurkennt
af öllum. Hann minnti og á sam
þykkt verkalýðsfélaganna fyrsta
maí, en undir það rituðu jafnt
stjórnarandstæðingar sem stjórn
arsinnar, og borgarstjórn væri
engin vansæmd a ð því að lýsa
yfir vanþóknun sinni á
dýrtiðinni með sama hætti, oig
eðlilegt væri, að leitað væri eftir
því, hvort þar fengist ekki svipuð
samstaða gegn þessum vágesti sem
f verkalýðsfélögunum náðist. Ef
samhljóða ályktun allra borgarfuíl
trúa fengist um betta, í þá átt
sem þarna væri lagt til, jgæti það
ef til vill orðið að einhverju liði
í baráttu við dýrtíðina. Hér væri
ekki verið efna til karps um það,
hverjum dýrtíðin væri að kenna
eða hvemig á henni stæði, heldur
/eyna á það, hvort borgarstjórn
vildi leggja eitthvert lið til þess
að hamla gegn dýrtíðinni.
íhaldið bar fram dagskrártillogu
um að vísa tillögu Framsóknar-
manna frá á þeim forsendum, að
það væri ekki í verkáhring borgar
stjómar Reykjavíkur að fjalla um
dýrtíðar- eða verðbólgumál. Dýr-
tfðin, sem almenningur í borginni
stynur undir kemur sem sagt ekki
fhaldsmeirihlutanum við.
DÓMUR FALLINN
Framhald af bls. 1.
stjórna samkvæmt reglum stofn-
skrárinnar, verður afhending
hluta handritanna og hluta fjár
magns stofnunarinnar, gegn mót-
mælum stofnunarinnar, að teljast
nauðungarafhending.
Aftur á móti telur rétturinn,
Útgerðarmenn
Fiskvinnslustöðvai
Nú er rétti tímínn að at
huga um bátakaup fvTir
vorið Við höfum ti) sölu
meðferðar úrval af skipum
frá 40-180 lesta Hafið sam
band við okkur. ef þér
þurfið að kaupa eða selja
fiskiskip.
o
Uppi 1 símum 18105 og
16223. utan skrifstofutima j
36714.
FyrirgreiSsluskrifstofan,
HafnarstrætP 22.
Fasteignaviðskipti:
Biörgvin Jónsson.
að réttur stofnunarinnar yfir um
ræddum eignum sé að verulegu
leyti annar en eignarrétturinn, sem
samkvæmt 73. grein stjórnarskrár
innar, er greinilega verndaður
gegn eignarnámi. Rétturinn verð
ur hér einkum að leggja áherzlu
á þær verulegu takmarkanir, sem
í gildi eru um ráðstöfunarrétt
stofnunarinnar yfir fjármagninu,
vegna þess, að tilgangurinn með
stofnun Árnasafns var eingöngu
að geyma handritin með tilliti til
rannsóknar á þeim og birtingu
þeirra, en þeim tilgangi er þrátt
fyrir afhendinguna, hægt að ná.
Við úrskurð um, hvort stofnun
in eigi að þola afhendingu hluta
handritanna, 't'elur rétturinn sig
einnig verða að leggja áherzlu á,
að Árni Magnússon, sem ríkis-
skjalavörður og prófessor við
Kaupmannahafnarháskóla, og sem
útsendur konunglegur umboðsmað
ur var í stöðu, sem gaf honum
mikla möguleika til þess að kom
ast í samband við fólk, sem var
reiðubúið til þess að láta hann
fá handrit sín, og að stofnskráin
hefur að geyma m. a. ákvarðanir
um að íslenzkir námsmenn og
skrifarar skuli rannsaka og endur
rita handritin. Þetta bendir til
þess, að stofnendurnir hafi, svo
sem mögulegt var, óskað að
trýggja íslenzka hagsmuni.
Með tilliti til þessara mjög
sérstöku aðstæðna, telur réttur
inn að umrædd breyting lag-
anna á stofnuninni falli ekki
undir 73. grein stjórnarskrárinn-
ar. Samkvæmt því ber að sýkna
stefnda. Því telst rétt vera:
Istefndi, menntamálaráðuneyáið,
skal af ákæru stefnanda, legati
Árna Magnússonar, í máli þessu
sýkn vera. Hvor aðilinn greiði
málskostnað sinn.“
Eftir að dómsorð hafði verið
lesið upp, umkringdu blaðamenn
Christrup hæstaréttarlögmann, er
sagði m. a. að tveir dómsmála-
ráðherrar hefðu, er málið var
til umræðu , þinginu, sagt, að
ekki væri um ‘'nauðungarafhend
ingu að ræða. En nú segi rétt-
urinn, að það sé sannarlega um
nauðungarafhendingu að ræða í
máli þessu. Hæstiréttur verður
nú að hafa síðasta orðið, —
sagði Christrup.
Mikil mannþröng var fyrir fram
an réttarsalinn löngu áður en rétt
ur var settur. Meðal mannfjöld-
ans voru margir íslendingar,
þeirra á meðal Gunnar Thorodd
sen, ambassador, Benedikt G.
Waage, Gunnar Þorsteinsson og
Stefán Karlsson. Er dómsorð
hafði verið lesið upp, tókust ís-
lendingarnir í hendur og óskuðu
hver öðrum til hamingju með
niðurstöðuna.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála
ráðherra, sagði í dag um úr-
skurð Eystra landsréttar í hand-
ritamálinu, — „það gleður mig
mikið, að landsrétturinn skyldi
sýkna danska menntamálaráðu-
neytið, og þar með staðfest gildi
handritalaganna. Ég átti að vísu
alltaf von á því, að dómsniðurstað
an yrði þessi. Ég hafði haft tæki
færi til að fylgjast ítarlega með
lögfræðilegum undirbúningi frum
varpsins í Danmörku og taldi
hann vera sérlega traustan. Hins
vegar getur auðvitað enginn vit
að fyrirfram með fullri vissu
hvernig dómsstólar kunna að líta
á réttaratriði. En nú er niður
staðan í landsréttinum fengin,
Þakkir færum viS öllum þeim, sem vottuSu okkur samúS vlS andlát
og jarSarför mannsins mlns,
Þorkels Péturssonar
frá Litla-Botni.
Kristln Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
og hún mun áreiðanlega gleðja
alla íslendinga".
K.B. Andersen, menntamálaráð
herra Dana, sagði um úrskurðinn:
„Ég vil ekki leyna því, að þessi
^dómur gleður mig stórlega. Nú
höfum við mat landsréttarins varð
andi þau lögfræðilegu vafaatriði
sem uppi hafa verið höfð í sam
bandi við lagasetninguna. Stjórn
málahlið málsins var endanlega
! afgreidd þegar þjóðþingið sam-
þykkti lögin öðru sinni með mikl
um meirihluta.“ ,
Erik Eriksen, fyrrverandi for-
sætisráðherra, kvaðst geta sagt
það eitt, að dómurinn hefði orðið
sá, sem hann hefði vonað, og bú
ist við. Hann sagði, að sér væri
þetta mikil ánægja, og að hann
óskaði bæði Dönum og íslending
um til hamingju.
Poul Möller, þingmaður íhalds
manna: — „Við verðum að bíða
hæstaréttardómsins. Það, sem
hér er um að ræða, er erfitt lög
fræðilegt atriði. Æðsti dómstóll
landsins verður að ganga frá loka
úrskurði. Forsendur landsréttarins
benda mjög í þá átt, að rétturinn
hafi ekki viljað vanmeta meiri-
hluta þjóðþingsins en gefa þó í
skyn lögfræðilegar ástæður til
þess, að svo gæti orðið. í dómin
um er hæstirétti sýnilega ætlað
að úrskurða í málinu."
Aksel Larsen, þingmaður SF:
— „Þetta er aðeins sá dómsúr-
skurður, sem ég hafði búizt við.
Það væri algjörlega óhugsandi að
danskur dómstóll gæti dregið í
efa rétt þjóðþingsins til að taka
ákvörðun í slíku máli. Það er
ileiðinlegt, að þessi málaferli
urðu, en nú verður vonandi hljótt
um málið.“
ÍHALDIÐ NEITAR
Framhald af bls. 1.
fæðutegund fóliks. í vetur hefði
t. d. langtímum saman verið mikíll
hörgull á flski, og fiskkaupmenn
hefðu jafnvel gripið til þess að
reyna að gera út báta. Efcki væri
ráð nema í tíma væri tekið, og
vel gæti svo farið, yrði iiörgull
á fiski í sumar og næsta vetur,
að borgin yrði að gera út báta til
þess að sjá um að einhver fiskur
kæmi í búðirnar, en fyrst ætti
þó að reyna að leysa málið með
nánari samvinnu þeirra aðila, s©m
útgerð og fisksölu stunda í Reykja
vík. Hér yrði borgin augsýniiega
að hafa forustu, og henni bæri að
gera það. Málið væri ofur ljóst.
Hér væri aðeins um að ræða að
leysa eðlilega þörf borgaranna og
það væri hægt og sjálfsagt.
Birglr ísleifur Gunnarsson
greindi nokkuð frá því sem borgin
hefði gert í fisköflunarmáluin, og
kvað vandræðin efcki sízt s(>fa
af óeðlilegum verðlag.shöinlum,
sem væru á fisifcsölunni. Hann
lagði til'að tillögunni yrði vísað til
útgérðarráðs.
Kristján mótmœlti því að tillag
an ætti erindi til útgerðarráðs,
enda væri það ekki beinlínis í
þess verkahring að leysa þessí
mál. Þetta væri aðeins gert til
þess að drepa málinu á dreif.
Málinu var svo vísað frá með
þeim hætti, sem íhaldið lagði til.
SVEITAVIST
Framhald af bls. 1.
nauðsynlegar fjárgreiðslur úr
borgarsjóði."
Þessa tillögu fluttu borgar-
fulltrúar Framsóknarflokksins
í borgarstjórn Reykjavíkur í
gær. Kristján Benediktsson
mælti fyrir henni og benti á
þá þróun, sem væri í þessum
málum. Borgin stækkaði ört
og hlutfallslega færri börn
kæmust í sveit en áður og færu
á mis við hollt sveitalíf og
góð uppeldisáhrif. Nauðsyn-
legt væri að borgin stuðlaði að
því, að sem allra fæst börn
i er foreldrar vildu koma í
I sveitadvöl, færu á mis við
þetta.
Auður Auðuns rakti nokkuð
hvað borgin hefur gert í þess
um efnum og taldi, að eftir-
spurninni hefði verið sem
næst fullnægt síðustu ár, að-
allega með sumarbúðastarfi
líknarstofnana, og því væri
ekki þörf á tillögunni. Flutti
hún alllanga tillögu um þetta,
og var hún um leið fráv.sunar
tilllaga.
RETTINDI
Framhald af bls. 16.
Örlygur Hálfdánarson og Ragnar
Arnalds.
í útvarpsráð voru kjörnir: Sig
urður Bjamason, Þorvaldur Garð
ar Kristjánsson, Kristján Gunnars
son, Benedikt Gröndal, Þórarinn
Þórarinsson, Þorsteinn Hannesson,
og Björn Th. Björnsson.
Varamenn í útvarpsráð: Gunnar
G. Schram, Valdimar Kristinsson,
Ragnar Kjartansson, Stefán Júlíus
son, Rannveig Þorsteinsdóttir, Jón
as Jónasson og Magnús Torfi Ól-
afsson.
f Framkvæimdasjóð voru kjörn-
ir: Jóhann Hafstein, Davíð Ólafs
son, Jón G. Sólnes, Gylfi Þ. Gísla
son, Eysteinn Jópsson, Tómas Árna
son og Lúðvík Jósefsson. Til vara:
Gunnlaugur Pétursson, Guðmund
ur H. Garðarsson, Sigfús Johnsen,
Eggert G. Þorsteinsson, Eiríkur
Þorsteinsson, Jón A. Ólafsson og
Ingi R. Helgason.
í Atvinnujöfnunarsjóð voru
kjörnir: Magnús Jónsson, Sigurður
Bjarnason, Jónas Pétursson, Emil
Jónsson, Halldór E. Sigurðsson,
Ingvar Gíslason og Björn Jónsson.
Til vara: Jón Árnason, Gunnar
Gíslason, Sverrir Hermannsson,
Birgir Finmsson, Þráinn Vaidimars
son, Örlygur Hálfdánarson og
Hannibal Valdimarsson.
Til að endurskoða þingisköp Ai-
þingis voru kjörnir: Sigurður
Bjarnason, Sigurður Ó. Ólafsison,
Jónas G. Rafnar, Benedikt Gröndal
Þórarinn Þórarinsson, Jón Skafta
son og Lúðvík Jósefsson.
í stjórn Landsihafnar í Þorláks
höfn voru kjörnir: Grímur Jósa-
fatsson, Friðrik Friðriksson,
Gunnar Sigurðssom, Magnús
Bjarnason, Matthías Ingibergsson,
Ólafur Ólafsson og Rögnvaldur
Guðjónsson. Til vara: Jón Þorgils
son, Karl Karlsson, Gísli Bjarna
som .Gunnar Markússon, Hjörtur
Jóhannsson, Ketill Kristjánsson
og Hjalti Þorvarðarson.
vsv
Framhald af 16. síðu.
ritstjóri í Vestmannaeyjum, en
árið 1926 var hann ráðinn að Al-
þýðublaðinu sem blaðamaður, og
starfaði hann við blaðið um fjöru-
tíu ára skeið, eða til dauðadags.
Fyrstu tuttugu árin var hann fast
ur starfsmaður blaðsins, en fór
síðan að skrifa dálkana Hannes
á horninu. Viihjálmur S. Vil-
hjáimsson, eða VSV eins og hann
var oft kallaður, skrifaði mikið
um ævina. Hann skrifaði skáld-
sögiur, simásögur, ævi- og endur-
minningabækur, og var auk þess
virkur þátttakandi í félagsmálum
og starfaði mikið fyrir Alþýðu-
flokkinn. Vilhjáimur lætur eftir
sig konu, Bergþóru Guðmunds-
dóttur og fjögur uppkomin börn.
SUMARBUÐIR
Framhald af bls. 2
þess að kaupa merkin og styðja
með því gott málefni.
Þess má geta, að fyrir löngu |
er farið að spyrja um þessi náms-
skeið að Jaðri.
FVrirspurnum um þat5 verður |
eftirleiðis svarað í síma 1-57-32 j
kl. 9—10 árdegis dag hvern. I
FUNDUR
Framhald af bls. 2 k
stjóra Neytendasamtakanna í Bret
landi, Björn Gulbrandsen, for-
stöðumanni norska Neytendaráðs-
ins, en þeir skipa ásamt Colston
E. Warne, aðalstjórn alþjóðasara-
bandsins, og J.H. van Véen, en
hann er framkvæmdastjóri Al-
þjóðasambands Neytendasamtaka,
sem hafa aðalstöðvar í Haag.
---------------------- " 'T---
SKORA Á ÍSÍ
Framhald af bls. 13.
araskóli KSÍ, sem yrði stað-
settur í Reykjavík til að byrja
með, en flyttist að Laugar-
vatni, þegar viðunamdi aðstaða
væri fyrir hendi þar.
Miklar umræður urðu um
íþróttakennaraskólann að Laug
arvatni. Kom £reinilega fram
í umræðum að aðbúnaður skól
ans væri fyrir neðan allar hell
ur og ekki mætti dragast mik
ið lengur að gert yrði stórá
tak til að efla skólann. Ljóst
er, að sameiginlegt átak ríkis
valdsins og hinnar frjálsu
íþróttahreyfingar þarf að koma
til, og í því sambandi skoraði
fundurinn á ÍSÍ að reisa íþrótta
miðstöð að Laugarvatni í tengsl
um við skólann. Áskorunin var
á þessa leið:
Fulltrúaráðsfundur KSÍ hald
inn 23. aprfl skorar á stjórn
ÍSÍ að hagnýta hina glæsilegu
íþróttaaðstöðu að Laugarvatni
með því að koma upp íþrótta
miðstöð í sambandi við fþrótta
kennaraskólann.
Það var einnig samþykkt, á
^skorun til stjórnar KSÍ á þá
leið, að stjórnin kæmí tíllögiim
þjálfaranefndar í framkvæmd.
Þessi fyrsti fulltrúaráðsfund
ur KSÍ tókst í alla staði vel,
þótt segja megi, að verksvið
hans sé ekki nægilega fas*-
mótað enn þá. Þeim Árn»
Guðmundssyni og Karli Gu3
mundssyni var sérstakieg*
þakkað fyrir hin fróðlegu er-
indi þeirra. Guðmundur Svein
björnsson, varaformaður KSÍ,
annaðist fundarstjórn.
RVÍKURMÓT
Framhald af bls. 13.
og Þróttarar hafa verið frískir
í æfingaleikjum að undanförnu
og sömu sögu er að segja um
2. deildar lið Fraip. Víkings-lið-
inu hefur ekki gengið sem bezt í
æfingaleikjum að undanförnu, en
Víkingar koma oft á óvart í byrj
un móts.
SEKTAÐIR
Framhald af bls. 13.
inni. Framkvæmdastjórinn
Harry Catterick hélt því
fram, að allir leikmenn
hefðu verið meiddir á einn
eða annan liátt, en tiltæk
læknisvottorð og vitni
dugðu ekki til.
Burnley var sektað árið
1961 fyrir að leika með 9
varamönnum í deildarleik
og spara þannig leikmenn
fyrir átökin í bikarkeppn-
inni. Burnley fékk 125 þús.
króna sekt.
Á VÍOAVANG
Framhald af bls. 3.
í íslcnzkum málum. Þetta er
„viðreisnln“ I augum íhaldsins.
Það var þetta, sem stjórnin var
að fást við en ekki stjórna land
inu. Hennar hluverk var að
sitja hverju 'sem fram yndi í
dýrtíðarmálum og atvinnumálum
Iandsmanna og beiía öllum ráð-
um til þess að koma íhaldsvið
reisninni fram. Og nú telja þeir
lienni lokið. En skyldu þcir
ekki hæiast um heldur
snemma? Mun ekki bjóðin
svara fyri rsig í næstu kosn-
ingum.