Tíminn - 06.05.1966, Qupperneq 16
BÓLUSÓTT KGMIN
UPP í ENGLANDI
FB—Reykjavík, fimmtudag.
Fyrir nokkru varð vart við eitt
bólusóttartilfelll í bænum Walsall
í Staffordshire í Bretlandi. Vegna
þessa hefur landlæknir gefið út
skipun um, að allir þeir, sem hing
að til landsins koma, og hafa átt
leiðu m Walsall verði nú bólusettir
og haft eftirlit með þeim eftir korn
una hingað.
Walshall er bær í nánd við
Birmingham, og svo vill til, að
maður sá, sem bólusóttina fékk,
var ekki aðkomumaður, og hefur
enn ekki tekizt að finna þann,
sem talinn er hafa flutt sóttina til
landsins, að því er borgarlætair
tjáði blaðinu í dag. Hann sagði
ennfremur, að enn væri enginn
kominn hingað til landsins, sem
farið hefði um þetta svœði, eu
útlendingaeftirlitið hefur eftirlit
með öllum sem hingað koma, og
spyrst fyrir um það, hvar ieiðir
þeirra hafa legið.
Vatns- og skolp
lögnina vantar
FB—Reykjavík, fimmtudag.
Svo virðist nú, sem yfirvöld
borgarinnar hafi brugðið á það
ráð að leyfa byggingu á lóðum án
þess að hafa áður gengið frá vatns
og skólplögn, svo sem skylt er a3
gera. Hlýtur þetta að vera til mik
illa óþæginda, einkum þar sem
svo hagar til, að húsnæðið er not-
að undir umsvif, sem þarfnast
nokkurs starfsmannahóps. Dæmi
um þennan slóðaskap borgaryfir-
valda má finna við Svokallaða sól
arlagsbraut, þar sem byggð hefur
verið stór vöruskemma. í henni
vinna að jafnaði 5—6 menn og
.stundum fleiri. Drykkjarvatn hafa
þessir starfsmenn ekkert, og engin
skólplögn Iiggur að vinnustað
Blaðið sneri sér í dag til borg
arlæknis og staðfesti hann, að svo
væri ástatt, sem fyrr greinir í við
komandi vöruskemmu. Hefði hann
farið þess á leit, að nauðsynlegar
ráðstafanir yrðu gerðar þegar í
stað og fengið loforð um, að svo
yrði.
Skrifstofur Frams. fl.
Skrifstofur Framsótaarflokks-
ins Tjarnargötu 26 eru opnar frá
kl. 9—12 og 1 til 10 síðdejis. Sím
ar 1-60-66, 1-55-64, 1-29-42 og
2-37-57.
Kosningaskrifstofa: Vegna utan-
kjörstaðatasninganna er í Tjarn
argötu 26 símar sömu óg getið
er hér á undan, ennfremur sími
1-96-13.
Sjálfboðaliðar óskast til aðstoð
ar við kosninigaundii'búninginn, og
til starfa á kjördag. Vinsamlegast
hafið samband við skrifstofuna í
Tjarnargötu 26, eða hverfaskrif
stofnunnar.
RETTINDI UNGA FÓLKS-
INS TIL ENDURSKODUNAR
TK—Reykjavík, fimmtudag.
Á síðasta fundi sameinaðs AI-
þingis í dag fóru frarn kosningar
í nokkrar 7 manna nefndir og
ráð. M. a. voru kosnar nefndir t:‘l
að gera tillögur um með hverjum
hætti minnast skuli á árinu 1974
ellefu hundruð ára afmælis byggð
ar á íslandi og til að athuga lækk
un kosningaaldurs og endurskoða
aðrar aldurstakmarkanir laga á
réttindum unga fólksins.
Þessir voru kjörnir til að gera
tillögur um hátíðahöld í tilefni
af 1100 ára afmælis íslandsbyggð
ar: Matthías Johannesen, Gísli
Jónsson, Höskuldur Ólafssön,
Gunnar Eyjólfsson, Indriði G.
Þorsteinsson, Guðlaugur Rósen-
krans og Gils Guðmundsson.
f nefnd til að endurskoða aldurs
takmarkanir og réttindi unga
Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson
rithöf. látinn
FB—Reykjavík, fimmtudag.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, rit
höfundur, lézt á sjúkrahúsi í gær.
Vilhjálmur hafði fundið til las-
leika síðdegis í gærdag, og var
þá fluttur á sjúkrahús, þar sem
hann lézt í gærkvöldi. Hann var
fæddur á Eyrarbakka árig 1903.,
Lauk hann námi við Samvinnu-
íkólann 1925 og gerðist eftir það
Framhald á bls. 14.
BAZAR
Á sunnudaginn kemur
8. maí, klukkan tvö eft-
ir hádegi, efnir Félag
Framsóknarkvenna til
bazars að Tjarnargötu
26. Margt eigulegra
muna verður á bazarn-
um, barnafatnaður, púð-
ar, bastvörur, prjónles,
uppstoppuð dýr og
fleira og fleira, sem of
langt yrði upp að telja.
En sjón er sögu ríkari,
allir, sem leggja leið
sína á bazarinn, munu
finna eitthvað við sitt
hæfi.
BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST
Tíminn óskar eftir blaðburðarfólki í eftír-
talin hverfi:
Bogahlíð — Grænuhlíð
Rauðalæk — Kleppsveg
Fornhaga — Kvisthaga
Snorrabraut —Vífilsgötu
Skjólin
Upplýsingar á afgreiðslu Tímans, Banka-
stræti 7, sími 1-23-23.
fólksins voru I/jörin: Hákon Guð-
mundsson, Ragnhildur Helgadótt
ir, Óli Þ. Guðbjörnsson, Björn
Friðfinnsson, Bjöm Fr. Björnsson,
Framhald á bls. 14.
Niðurstöður sjó-
réttar væntan-
legar á laugardag
GÞE—Reykj avík, fimmtudag.
Sjópróf í máli finnska olíuskips
ins, er skýrt var frá í Tímanum í
dag standa enn yfir. Hefnr dóm-
kvöddum mönnum verið falin
rannsókn á sldpinu, og að öllum
líkindum munu niðurstöður þeirra
ekki liggja fyrir fyrr en á laugar-
dag, að því er Bjöm Friðfinnsson
forseti sjóréttar tjáði blaðinu í
dag.
Farmurinn er sameign íslenzta
olíufélaganna, en þau hafa neifað
að taka vig 12.000 lítrum af benz
im og 2 millj. lítrum af olíu.
Tryggjendur farmsins eru Sam-
vinnutryggingar og Sjóvátrygging
ar, en ólíklegt þykir, að skaðinn
lendi á iþeim. þar sem hér er ekki
nm sjótjón að ræða, en hins veg-
ar er ekM bægt að segja neitt um
málið fyrr en niðurstöður sérfræð
inganna tiggja fyrir.
AfiAliUNDUR HUSMÆfiRAFELAGS REYKJAVIKUR
ÓSKA EFTIR HEIM-
SENDINGU MJÓLKUR
J
GÞE—Reykjavík, fimmtudag.
Fjölmennur aðalfundur Hús-
mæðrafélags Reykjavíkur haldinn
í Breiðfirðingabúð í gærkveldi,
samþykkti að gera áskorun til
Mjólkursamsölunnar í Rcykjavík,
þar sem farið er fram á, að hún
tæki að selja mjólk í svokölluffum
mjólkurkössum, hliffstæðum þeim,
er hafa veriff notaffir á Akureyri
og víffar um nokkurt skeið og gef
ið góða raun.
Kassar þeir, sem hér um ræðir,
eru framleiddir hjá Kassagerð
Reykjavíkur. Innan í þeim eru tvö
faldir plastbelgir, og í þeim get-
ur mjólk geymzt óskemmd allt að
þrem vikum. Húsmæðrafélag
Reykjavíkur telur þá miklu hand
hægari í notkun heldur en mjólk
urhymurnar, og hafa ýmsa kosti
fram jrfir þær. f áskorun þeirri,
sem Húsmæðrafélagið hyggst
senda til Mjólkursamsölunnar, er
þess einnig farið á leit, að tekinn
verði upp sá háttur að selja mjólk
í nýlenduvöruverzlunum, og eins
að hægt verði að fá mjólk senda
heim sé þess óskað. Til gamans
má geta þess, að fyrir rúmum
þremur áratugum var lögð niður
sú þjónusta við reykvískar hús-
mæður að senda mjólk til heimil-
anna. Mætti það mikilli mót-
spyrnu af hálfu húsmæðra og um
þær mundir var Húsmæðrafélag
Reykjavíkur stofnað með það fyr
ir augum að berjast fyrir hags-
munum húsmæðra. Þótt Hús-
mæðrafélaginu hafi lítið orðið á-
gengt í því, hvað snertir heim-
sendingu mjólkur, hefur það oft
orðið til þess að hrinda í fram-
kvæmd málum, sem varðað hafa
hagsmuni reykvískra húsmæðra
en þær eru áreiðanlega langfjöl-
mennasta stétt borgarinnar. í Hús
mæðrafélagi Reykjavíkur eru hátt
á 6. hundrað konur. Formaður fé
lagsins, frú Jónína Guðmundsd.,
hefur verið það í rösk 30 ár.