Vísir - 16.11.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 16.11.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 16. nóvember 1974. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Haukur Helgason 12 óra stúlka myrt í Noregi Aðalmáliö í Noregi i vikunni var hvarf tólf ára stúlku/ Bodil Brungot/ og leitin að henni. Stúlkunni var nauðgað og hún myrt. Tveir bræður viður- kenndu morðið og vísaði annar þeirra lögreglunni á staðinn, í sandnámu, þar sem hann hafði grafið líkið (efst til vinstri á myndinni). Strjúka kvið sinn.... Þarna sitja vestur-þýzki landbúnaðarráðherrann Josef Ertl (til hægri) og annar fulltrúi á matvælaráðstefnunni i Róm. Menn hafa borið saman rikulegan matseðil fulltrúanna og viðfangsefnið, hungrið i heiminum. TIL HÖFUÐS ARAFAT Félagi i öfgasamtökum bandariskra Gyðinga, veif- andi fána ísraels, er hér fjarlægður frá húsi Sam- einuðu þjóðanna i New York. Samtökunum hafði ekki tekizt að koma fram hótun sinni um morð á Arafat og hans mönnum, þegar siðast fréttist. ÞEIR HERÐA ÓLINA Denis Healey, fjármálaráöherra Breta, veifar hinni frægu fjár- lagatösku. Niöurskuröur er á dagskrá hjá Bretum og heröing jnittisólarinnar. Sykurleysi í gnœgð 17 þúsund tonn af sykri söfnuðust fyrir i Tate and Lyle sykurverksmiðjunum í Silvertown, Bretlandi, en hús- mæður fengu engan sykurinn. Verkamenn lögðu tveggja vikna bann á keyrslu sykurs frá verksmiðjunum/ af þvf að þeir óttuðust, að 9000 verkamönnum yrði sagt upp, þegar sykurinnflutningur vex frá löndum Efnahags- bandalagsins. i l r 1 i (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.