Vísir - 21.11.1974, Qupperneq 1
VÍSIR
64. árg. — Fimmtudagur 21. nóvember 1974. — 233. tbl.
BARIZT UM
JÓLAKONFEKT
— baksíða
Dýrbítur herj-
ar ó fé bœnda
á Langanesi
— bls. 3
Minjagripirnir
komu mánuði
eftir að lands-
móti iauk
— bls. 3
r
Urgangs-
olía til
húshitunar
— Baksíða
•
STOLIÐ
HROSSA-
KJÖT í
FRYSTI-
KISTUR
REYK-
VÍSKRA
— Baksíða
LAUK
HAPPA-
FERLINUM
í MORGUN
Ingólfur Arnarson, fyrsti
nýsköpunartogari lslendinga,
sem nú ber nafniö Hjörleifur,
seldi sinn siðasta farm I
morgun I Cuxhaven, 133 tonn á
199 þús. mörk, eða rúmar 9
milljónir króna.
Lýkur þetta happaskip ferli
slnum því vel, skilar I þjóðar-
búið þrefalt fleiri krónum
fyrir þennan slöasta túr en
skipið kostaði allt, þegar það
kom til landsins fyrir meira
en áldarfjórðungi.
Skipstjóri á Hjörleifi/Ingólfi
Arnarsyni er Snorri Friðriks-
son. Siglir hann nú þessari
miklu happafleytu suður I
sólskinið á Spáni. Þar verður
togarinn höggvinn upp og
settur I bræðsluofna.
—JBP
Dauðaslys við Akureyri
Ok út í Eyjafjarðará
mmc.
fannst látinn i bílaleigu-
bil ofan i Eyjafjarðará i
gærkvöldi. Hann hafði
ekið bilnum út af veg-
inum við vestustu brúna
yfir ána.
Maðurinn var einn I blnum,
sem hann hafði tekið á leigu á
Akureyri. Hann var á leið frá
Grenivík inn til kaupstaðar.ins.
Hann var frá Isafirði.
Við vestustu brúna yfir ána er
beygja á veginum, áður en komið
er að brúnni. Virðist maðurinn
ekki hafa áttað sig á beygjunni,
og ekið beint áfram, út af
veginum, og út I ána.
Bíllinn var allur á kafi I ánni.
En ljós logaði á öðrum megin að
framan, og varð þannig vart við
bílinn. Hægri hliðin á bílnum
hafði lagzt inn ofantil, en blllinn
var á hjólunum á árbotninum.
Ekki er ljóst hver dánarorsök
mannsins er.
—ÓH
Benzínstöðin
á almennum
borgarafundi
Fullvfst má telja, að hið
svonefnda „benslnstöðvarmál
Ibúa I Breiðholti III komi tii um-
ræðu á almennum borgarafundi
Framfarafélags hverfisins, sem
haldinn verður I Fellahelli I
kvöld. Alyktun stjórnar félagsins
um málið, sem gerð var á stjórn-
arfundi á laugardaginn og send
Shell og fjölmiðlum, hefur valdið
talsvert hörðum deilum, svo sem
skýrt hefur verið frá I Visi.
oa lézt
— miðaldra maður ók ót af vegi við
Eyjafjarðará og lenti ofan í ánni
Miðaldra maður
A fundinum I kvöld verður
borgarverkfræðingur á meðal
gesta og mun hann tala um skipu-
lag hverfisins og svara spurning-
um þar að lútandi.
Hefur borgarverkfræðingur
upplýst, að hann áltti útgefin leyfi
til byggingaframkvæmda Skelj-
ungs vera óafturkallanleg.
Úr þvi svo var I pottini! búið,
taldi Framfarafélagið sér skylt
að reyna að koma á sáttum I mál-
inu og lagði fram málamiðlunar-
tillögu, þar sem m.a. var lagt til,
að inn- og útkeyrslum stöðvarinn-
ar yrði breytt. En óþægileg
umferð að og frá stööinni hafði
veriöandstæðingum stöðvarinnar
einna mestur þyrnir I augum.
Þessar málamiðlunartillögur
Framfarafélagsins gátu allflestir
ibúar Þórufells sætt sig við — en
þorri ibúanna við Æsufell hins-
vegar engan veginn. Vilja hinir
siðarnefndu ennþá að stöðinni
verði valinn annar staður.
Er ekki ósennilegt, að þessir
aöilar eigi eftir að skiptast
nokkuð á skoðunum á fundi
Framfarafélagsins i Fellahelli I
kvöld....
Þessir tveir eiga minnsta sök á öllum llnuslitunum I Kópavogi. Þeir voru að logsjóða saman
hitaveiturör við Kópavogsbrautina, þegar ljósmyndarann bar að. Það eru kollegar þeirra á skurðgröf-
unum, sem sllta llnurnar. Ljósm.: BG.
VIÐGERÐARFLOKKAR
KOMA í KJÖLFARIÐ
Lagning hitaveitu i
Kópavog hefur gengið
mjög hratt fyrir sig. Á
nokkrum mánuðum er
búið að leggja hitaveitu
um allan austurbæinn,
og þegar er hafizt
handa i vesturbænum.
En þessi hraða yfirferð hefur
gert það að verkum, að i kjölfar
vinnuflokkanna, sem grafa
skurðina fyrir leiðslurnar,
fylgja viðgerðaflokkar frá
simanum, rafveitunni og vatns-
veitunni.
í óðagotinu vill æði oft koma
fyrir, að linur og æðar eru
slitnar. Einnig má oft um kenna
gömlum og úreltum teikningum
af linulögnum neðanjarðar.
Yfirmenn virðgerðadeilda
simans og rafmagnsveitunnar,
sögðu i viðtölum við Visi, að
mjög mikill starfskraftur hefði
farið I þessar viðgerðir I
Kópavogi I sumar. —ÓH
—ÞJM