Vísir - 21.11.1974, Page 6

Vísir - 21.11.1974, Page 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 21. nóvember 1974. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfíilltrúi: Ilaukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasöiu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Rauð hætta Kommúnistar eiga nú betri tækifæri i Evrópu en lengi hefur verið. Þeir, sem nú eru á miðjum aldri, munu minnast timanna eftir striðið, þegar kommúnisminn átti miklu fylgi að fagna, allt frá Noregi suður til Italiu. Kommúnistar höfðu viða verið framarlega i neðanjarðarhreyfingu. Við striðslokin féllu Austur-Evrópurikin i hendur þeirra, flestöll fyrir tilkomu hers Sovét- rikjanna. Staðan breyttist við tilkomu Atlanthafsbanda- lagsins og miklu fremur við þá miklu velmegun, sem varð i Vestur-Evrópu. Framfarirnar og kjarabætur eyddu áhuga al- mennings á róttækum flokkum. Fylgi kommúnista hjaðnaði hratt. Þeir misstu sums staðar alla eða nærri alla þingmenn. Nú eiga kommúnistar ný tækifæri á Spáni og i Portúgal. Eftir fall einræðisins i Portúgal er kommúnistaflokkurinn sá bezt skipulagði af flokkunum, og hann á aðild að rikisstjórn. Bandarikjastjórn hefur haft miklar áhyggjur af viðgangi portúgalska kommúnistaflokksins, og menn hafa óttazt, að hún kunni að beita Portúgal einhverjum efnahagslegum þvingunum. Telja má vist, að Bandarikjastjórn hafi gengið nokkuð langt i sliku gagnvart stjórn Allendes i Chile. Til sliks mun vonandi ekki koma gagnvart Portúgal. Kommúnistum er spáð allt að tuttugu af hundraði fylgis i væntanlegum þingkosningum i Portúgal. Kommúnistaflokkur á mikið fylgi á Spáni. Hann er langbezt skipulagður af stjórnmála- flokkum þar i landi, þótt hann sé bannaður eins og aðrir flokkar stjórnarandstæðinga. Honum er spáð allt að fjórðungi atkvæða, ef einræðinu yrði aflétt og þingkosningar færu fram. Kommúnistafiokkurinn hefur þar tvimæíalaust orðið samnefnari stjórnarandstöðu. Mestur hluti þeirra andstæðinga Francostjórnarinnar, sem á annað borð hafa skipazt i flokk, styður kommún- istaflokkinn að svo stöddu. Á Italiu hefur endalaus upplausn i stjórn- málum, stjórnarkreppur og mistök skamvinnra rikisstjórna rennt stoðum undir kommúnista- flokkinn. ítalia hefur stritt við 36. stjórnarkrepp- una frá striðslokum. Kommúnistaflokkurinn stendur traustum fótum i Frakklandi. Við klofning sósialdemókratiskra flokka hefur kommúnistum vaxið fiskur um hrygg i Noregi og Danmörku. Efnahagskreppan veldur miklu um viðgang kommúnista i Vestur-Evrópu. Fólk fer að hugsa minna um frelsið, þegar herða þarf ólina. —HH Rússneskt móöurskip á miöunum. — 1 Barentshafier aö finna einhver auöugustu fiskimiö heims. Rann- sóknir benda tii þess, aö auk þess sé aö finna auöugar ollu-og gaslindir á hafsbotninum. vonm veríð Til þessa hefur Barentshafinu verið haldið nokkurn veginn utan við togstreitu kalda striðsins. Yfir það liggur þó stytzta fjarlægðin milli Rússlands og Ameriku. Þarna yfir leggja flugflotar beggja þessara stórvelda daglega leið sina og um Barentshaf sigla þvers og kruss kjarnorkuvopnað- ir kafbátar þeirra. — En það hef- ur til þessa ekki orðið þeim mis- kliðarefni. Þegar núna hins vegar ágóöa- vonin er komin i spilið er vá i lofti. Tilhugsunin um, að þarna kunni að finnast einhverjar auðugustu hráefnalindir, sem manninum hefur tekizt að hafa upp á siðustu árin, getur breytt mjög afstöð- unni. Sérfræöingar fullyrða, aö Sýni af hafsbotninum þarna lofi mjög góðu um oliu- og gaslindir, sem orkuhungraður heimurinn leitar nú að af meiri ákafa en gullgrafarar áður fyrr að gullna málminum. — Það kemur til við- bótar fyrri vitneskju manna um, að þarna eru mjög auðug fiski- mið, einhver þau auðugustu i heimi. Það verða þvi bæði hernaðarleg sjónarmið og efnahagsleg, sem setja munu væntanlegum viðræð- um Norðmanna og Sovétmanna skorður. Þær eiga að hefjast i Moskvu strax á mánudaginn kemur. Þótt jarðir allar á þessum slóð- um séu fyrir löngu komnar á bak við skýrt afmörkuð landamæri, hefur vakin sem engumvafaerundirorpið um, hvað sé hvers, þá hefur ávallt verið óljóst, hverjir ráði yfir landgrunninu. Þar hafa engin skýr mörk verið sett, og verður það hlutverk viðsemjendanna að draga einhvers konar linu yfir Barentshaf, frá ströndum og norður úr. Hagsmunirnir eru gifurlegir, eins og af ofanrituðu má gera sér grein fyrir. Auk efnahagslegra ávinninga hvors um sig, landa- mærasjónarmiða gagnvart hvor- um öðrum, þá spinnastinn i málið hagsmunir þeirra hernaðar- bandalaga, sem þeir eru aöilar að. Annars vegar nefnilega Var- sjárbandalagsins og hins vegar Atlantshafsbandalagsins. Barentshaf er útgöngudyr sovézka flotans I norðurhöfum og sem slikt afar mikilvægt hernaðarlega séð. Kremlherrar munu þvi ekki verða sérdeilis ginnkeyptir fyrir mannvirkja- gerð erlendra rikja á landgrunn- inu þar. Oliuborturnar t.d. eru hið ágætasta dulargervi fyrir njósna- stöðvar. Norðmenn eru fúsir til að selja oliuvinnsluréttindi erlend- um oliufélögum, eins og t.d. bandariskum. Þetta verður fyrir- sjáanlega ásteytingarsteinn. Inn I þetta spinnst svo spurn- ingin um Spitzbergen, eyjaklas- ann i Ishafinu og landhelgi hans. Það gæti skapað vanda, ef á al- þjóölegum vettvangi yrði gerð krafa til þess að Spitzbergen lög- helgaði sér sinn hluta land- grunnsins. Norðmenn vilja lita svo á, að Barentshaf milli Spitzbergen og Ishafsins sé hluti af norska land- grunninu. Bretar hafa orðið fyrst- ir til að bera brigður á þetta. Þeir tilkynntu Norðmönnum fyrir ekki svo löngu, að þeir hefðu ekki sam- þykkt þetta, en þeir vefengdu það ekki heldur að svo komnu máli. Glöggt mátti þó skilja, hvar þeir vildu halda atriði á reiki fyrst um sinn, og létu skina i, að þetta þyrfti samþykkis fleiri aðila við en bara Norðmanna sjálfra. Hefur þetta eðlilega valdið Norðmönnum nokkrum áhyggj- um, þvi að fleiri gætu tekið upp svipaða afstöðu og Bretar. Auk þess eru svo alltaf möguleikar á þvi, að krafizt yrði ákveðins hluta af landgrunninu fyrir Spitzberg- en. — Er ómögulegt að sjá fyrir endann eða afleiðingarnar af deilum, sem gætu sprottið upp um, hver ætti réttinn á nýtingu oliulinda á þessum slóðum. — Einn aðili mundi þó græða stór- kostlega á þvi, ef grunnið i kring- mmmm UMSJÓN: G. P. um Spitzbergen væri list einskis manns land, og það væru oliu- félögin. Norðmenn gætu i mesta lagi krafizt 20% ágóðahlutar af oliuvinnslunni samkvæmt þeim samningum, sem þeir hafa gert I staðinn fyrir 80% sem þeir fá af oliunni, sem unnin er á viður- kenndu landgrunni þeirra. Parisarsáttmálinn frá 1920 gerir ráö fyrir, að Norðmenn hafi yfir- ráð yfir Spitzbergen, en með þvi skilyrði, að allir skuli hafa frjáls- an aðganga að þvi, og allir jafn- an rétt til að nýta eyjarnar. — En þar er hvergi vikið orði að land- grunninu. Ef Bretar gerðu kröfu til þess, að til Spitzbergen heyrði hluti landgrunnsins, þá gætu 40 þjóðir' aörar sem undirrituðu á sinum tima Parisarsamninginn, tekið i sama streng. Noregur og Sovétrikin hefja i næstu viku viðræður um hvernig þau eigi að skipta á milli sin Barents- hafi, sem smám saman hefur vaxið úr þvi að vera smáblettur efst á landabréfi, umluktur íshafinu að norðanverðu og snævi þöktum auðnum norður- héraða Noregs og Sovétrikjanna að sunnanverðu, i það að vera eitthvert mikilvægasta svæði þar norð- ur frá. Mikiivægið liggur einmitt i hnattlegu þess frá hernaðarlegu sjónarmiði, en til viðbótar bætist svo tiltölulega nýfengin vitneskja um feikileg auðæfi, sem leynast i Barentshafi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.