Tíminn - 10.05.1966, Síða 2

Tíminn - 10.05.1966, Síða 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 10. maí 1966 Frambjóðendur hafa orðlð Veitum þeim ráðningu Ríkisstjórnin hvatti þjóðina og launþega sérstaklega til þess að ganga áfram á þeirri heillahraut, sem júnísamkomu- lagið í fyrra hefði lagt. Það er rétt, að með júnísamkomu- laginu var með ýmsum haetti farið inn á nýja braut, og verkalýðsfélögin gengu þar með heilindum til samstarfs við ríkisstjómina um að reyna að hafa taumhald á dýrtíðinni. Síðan er senn liðið ár, og því er rétt að athuga, hver sú helllabraut er, sem við höfum gengið. Það er skemmst af að segja, að verkalýðsfélögin hafa haldið fullkomlega sinn þátt samkomulagsins, ekki hækkað grunnkaup á árinu og ekki tor- veldað ríkisvaldinu á neinn hátt að vinna gegn dýrtíðinni. En ríkisstjómin hefur gersam- lega brugðizt að sínum hluta. Hún hefur misst út um fálm- andi greipar sínar eitt vísitölu- stigið af öðru, dýrtíðin hefur hækkað jafnt og þétt, og laun- þegar aðeins fengið hluta af hækkuninni bættan í kaup- gjaldsvísitölu. Nú síðast hefur ríkisstjómin gersamlega gefizt upp og með síðustu stórhækk- unum á brýnum neyzluvörum almennings hefur hún innsigl- að svik sín við verkalýðsstétt- irnar. Og nú vill ríkisstjórnin um fram allt halda áfram á þessari braut, sem gengin hef- ur verið síðan júní-samkomu- lagið var gert. Það er eina heillabrautin, sem hún sér. Sú heillabraut er þannig, að ríkis stjórnin geri samning við verka lýðsfélögin og þau haldi hann alveg að sínum hluta, en ríkis- valdið sviki hann gersamlega að sínu leyti og fái óhindrað að láta dýrtíðina flæða yfir al- menning. Vilja launþegar ganga þessa heillabraut? Það er spurning dagsins, og henni er fljótsvar- að. Verkalýðsfélög og launþeg- ar almennt telja sig hrapa- lega svikin og hlunnfarin, og þau vita, að nú er hörð bar átta fram undan til þess að reyna að rétta hlut sinn, erfið- ari samningar en fyrr vegna brigða stjórnarinnar, og þau telja heillabraut ríkisstjómar- innar einmitt það, sem öðru fremur verði að varast í næstu samningum. Einmitt vegna þess hvemig stjómin hefur svikið júnísamkomulagið, neyð ist verkalýðsstéttin til þess að bera fram harðari kröfur en fyrr og krefjast haldbetri trygg inga en falsloforð klofinnar tungu. Krafa verkalýðsfélaganna sem jafnan fyrr verður stöðv- un dýrtíðarinnar, en nú munu þau krefjast miklu haldbetri trygginga en áður fyrir því, að samningar um það verði haldnir, og þau hljóta nú að smíða sér eitthvert sverð, er þau geti haft að staðaldri yfir höfði ríkisstjórnarinnar og neytt hana með því til þess að standa við samninga og gef- in heit. Þessum árangri verða launa- stéttirnar að ná í kjarabarátt- unni, sem fyrir dyrum er, en þær ná honum ekki, og engri stöðvun dýrtíðarinnar verður komið fram, ef stjórnarflokk- amir tapa ekki atkvæðum í borgarstjórnarkosningunum. Ef þeir koma jafnréttir úr þeim, munu þeir telja sér óhætt að halda áfram á heillabraut Óðinn Rögnvaldsson ríkisstjórnarinnar, standa ekki við samninga, láta dýrtíðar- ófreskjuna herja á almenning en neita launþegum um rétt- mæta hlutdeild í vexti þjóðar- tekna. Þá verða engar kjara- bætur í sumar. Þess vegna er launþegum það meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að láta þessi mál hafa áhrif á atkvæði sitt í þessum borgarstjómar kosningum. Að gera það ekki jafngildir því að leika af sér og gefa síðan taflið. Það meg- um við ekki gera, og allra sízt þeir, sem hafa fyrir börnum og fjölskyldum að sjá. Þeirra ábyrgð er mest. Óðinn Rögnvaldsson. Bílar á kjördag Þeir stuðningsmenn B-listans, sem geta lánað bíla á kjördag, eru vinsaimlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Frarn- sóknarflokksins, Tjamargötu 26, símum 16066, 15564, 12942 eða 23757 hið fyrsta. Hreppsnefndarkosn ingar á Reyðarfírði EJ-Reykjavík, mánudag. Mikil' aðsókn var að skemmtisiglingum um sund- in með björgunarskipinu Sæ björgu, sem Slysavamar- deildin Ingólfur efndi til á sunnudaginn. Farnar voru sex ferðir og var uppselt í þær allar. Munu því á sjötta hundrað manns hafa farið í skemmtisiglingamar. Jón Alfreðsson hjá Slysa- yarnarfélaginu tjáði blaðinu í dag, að reynt yrði að halda þessum skemmtisigl- ingum áfram á kvöldin í þessari viku, ef veður leyf- ir. Verðið er 50 krónur fyr- ir manninn. Allur hagnaður af ferðum þessum rennur til greiðslu á hinni nýju og full- komnu fjalla- og sjúkrabif- reið, er björgunarsveit Ing ólfs er að fá. (Bj. Bj. tók myndina j samb. við sigl Framsóknarfélagið á Reyðarfirði ákvað að standa að lista framfara sinnaðra kjósenda (M lista). Á honum eru: 1. Marinó Sigurbjörnsson, verzl- unarstjóri. 2. Hjalti Gunnarsson, útgm. 3. Egill Jónsson, verkstjóri 4. Aðalsteinn J. Eiríksson, bif- vélav. 5. Valtýr Sæmundsson, kennari. 6. Steingrímur Bjarnason, bifstj. 7. Björn Egilsson, bifvélavirki 8. Bjarni Garðarsson, sjómaður. 9. Hans Jakob Beck, bóndi. 10. Björn Stefánsson, bryggjuv. 12. Gunnar Hjaltason, vélstj. 13. Erlendur Friðjónsson, bóndi. 14. Bóas Jónsson, skipstjóri. Ýmsir Framsóknarmenn á Reyð arfirði bera fram lista (B-lista) og á honum eru: 1. Björn Eysteinsson, skrifstofus. 2. Guðjón Þórarinsson, rafv.m. 3. Baldur Einarsson, bóndi 4. Einar Sigurðsson, trésmiður. 5. Hermann Ágústsson, gjaldk. 6. Sigurður M. Sveinsson, bif- reiðaeftirlitsm. 7. Pétur V. Jóhannsson, bóndi. 8. Guðgeir Einarsson, verkam. 9. Jóhann Björgvinsson, bóndi. 10. Hörður Hermóðsson, bifr.stj. 11. Jón G júlíusson, bifr.stj. 12 Hörður Bermann, verzlunarm. 13. Ólafur Sigurjónsson, verzlm. 14. Þorsteinn Jónsson, fyrrv. kaup félagsstjóri. VERÐBRÉFALÁN Framhald af bls. 1. verið hentugt, þegar eigandi vill selja eða fá innleystan hluta af skírteinaeign sinni. Hins vegar getur eigandinn haldið bréfunum allan lánstímann, sem er 12 ár, og nýtur hann þá fullra vaxta og verðtryggingar allt það tímabil. 3) Verðmæti skírteinanna tvö- faldast á tólf árum. Vextir og vaxtavextir af skírteinunum leggj last við höfuðstól, þar til innlausn fer fram. Sé skírteinunum haldið ! í 12 ár tvöfaldast höfuðstóll þeirra, en það þýðir 6% meðalvexti allt lánstímabilið. Ofan á innlausnar upphæðina bætast síðan, eins og áður segir, fullar verðbætur sam- kvæmt vísitölu byggingarkostnað- ar. 4) Skattfrelsi. Skírteinin njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við banika og sparisjóði, og eru þann ig undanþegin öllum tekju- og eignarsköttum, svo og framtals- skyldu. 5) Hagstæðar bréfastærðir. Lögð er áherzla á, að þessi bréf verði að stærð hagsitæð öllum almenn- ingi. Verða bréfin í tveimur stærð um 1.000 og 10.000 krónu bréf. KOSNINGASKRIFSTOFUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Sauðárkrókur — Suðurgata 3, sími 204. Kópavogur — Neðstatröð 4, sími 4-15-90. Hanarf jörður — Norðurbraut 19, sími 5-18-19 — og Strandgötu 33, sími 5-21-19. Keflavík — Framnesvegur 12, sími 1740. Akureyri — Hafnarstræti’ 95, sími 1-14-43 og 2-11-80. Vestmannaeyjar — Strandvegur 42, síini 1080. Garðahreppur — Goðatún 2, sími 52261, 52262 og 52263. i Hverfaskrifstofur B-listans / Rvík Hverfaskrifstofur B-listans í Reykjavík eru á eftirtöldum stöðum: Fyrir Melaskólann: Hringbraut 30. sími 1-29-42. Fyrir Miðbæjarskólann: Tjarnargata 26, sími 1-55-64. Fyrir Austurbæjarskólann: Laugavegur 168, sími 2.35-19. Fyrir Sjómannaskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-18. Fyrir Laugarnesskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-17. Fyrir Álftamýrarskólann: Álftamýri 54, sími 3-85-48 Fyrir Breiðagerðisskólann: Búðargerði 7, sími 3-85-47. Fyrir Langholtsskólann: Langholtsvegur 91, símar 3-85-49 og 3-85-50. Allar skrifstofurnar verða opnar frá kl. 2—10 nema hverfamiðstöðin að Laugavegi 168 sem verður opin frá kl.'lO—10, simi 2-34-99. Stuðningsfólk B-listans' Hafið samband við hverfaskrif- stofurnar á viðkomandi stað Veitið þeim allar þær upp- lýsingar, sem að gagni mega koma við kosningaundir- búninginn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.