Tíminn - 22.05.1966, Page 8

Tíminn - 22.05.1966, Page 8
8 TÍMINN SUNNUDAGT7R 22. maí 1966 wRBtUBÍBBwHmUtÁ ooe hafa NYJAN ANDVARAIBORGARMAUN Sú saga er sögS um William uokkum Ullathorne, biskup í Birmingham á Englandi, að ung ur prestur hafi einu sinni spurt hann að því, hver hefði skrifað bezta bók um lítillætið, og hafi biskup þá svarað: Það hefi ég gert. Þetta rif jaðist upp fyrir mér á þriðjudagskvöldið, þegar ég hlýddi á útvarpsræðu Birgis ís- leifs Gunnarssonar. Eftir að borgarstjóri og allir hinir ræðu menn Sjálfstæðisflokksins höfðu keppzt um að lýsa fram- úrskarandi dugnaði meiri hlut- ans í borgarstjórn og Birgir sjálfur fékk tæpast vatni hald- ið fyrir hrifningu af sjálfum sér og hinum íhaldsmönnunum, sagði hann þessa hógværu setn- ingu: En við Sjálfstæðismenn ofmetntunst ekki. Fyrr má nú vera hógværðin og lítillætið. Nú vita Keykvíkingar það, að íhaldið ofmetnast ekki af því að Hitaveitan hefur brugðizt í heilum hverfum, skipulagið er á þannig grunni reist, að jafnvel stóra skrautfjöðrin, sjálf Miklabrautin er orðin vandamál áður en hún er full- byggð, þrísett er í margar kennslustofur og tvísett í allar hinar, enn standa uppi herskál ar 20 árum eftir lok styrjaldar- innar, dagheimili og leikskólar eru helmingi of fá, lóðahneyksl ið verra en nokkru sinni fyrr, ekkert byrjað á nýrri höfn og aðeins örlítið brot af sjúkra- húsinu tekið í notkun svo ég nefni eitthvað af afrekum þeirra. Finnst mönnum ekki lítil- lætið alveg einstakt? Getur hóg- værðin verið öllu meiri? Vanrækslusyndir undanfar- inna áratuga verða ekki bættar upp, með því hitasóttarkennda vígsluæði, sem einkennt hefur athafnir borgarstjóra að und- anförnu. Dómgreind Reykvík- inga er misboðið með því að gera því skóna að þeir sjái ekki I gegnum þennan loddara leik. Jafnvel sauðtryggustu Sjálfstæðismenn eru farnir að blygðast sín gagnvart þessu framferði. Þeir vita sem aðrir að þeim áföngum, sem vígðir hafa verið að undanfömu hef- ur verið náð með stórfelldu bruðli á fjármunum borgar- anna og fyrirlíta í hjarta sínu þá sýndarmennsku sem lýsir sér í þessu. Andvaraleysið er hættuleg- ast hefur Morgunblaðið eftir forsætisráðherra í gær. Enginn vafi er á því, að andrúmsloftið er orðið bæði fúlt og rakt í ýmsum skúmaskotum borgar- innar eftir áratuga langa inni setu Sjálfstæðismanna. Mér finnst fjálfsagt að gera það fyrir forsætisráðherrann að hleypa nýjum andvarj, inn í málefni borgarinnar, og það skulum við Framsóknarmenn líka gera í þessum kosningum, ekki mun af því veita. Nú eru aðeins tveir dagar þangað til kosið verður. Hafi menn fram að þessu verið í einhverjum vafa um það, milli hverra höfuðorustan stendur að þessu sinni, eru allar slíkar efa semdir nú úr sögunni. Undanfarna daga hafa and- stæðingablöð okkar varið því sem næst öllu sínu rúmi til að skamma Framsóknarflokk- inn. Ihaldið og kommúnistar hafa fallizt í faðma vegna þess- ara sameiginlegu hagsmuna. Einar Ágústsson Þegar íhaldið er loksins upp- gefið á því að kalla Fram- sóknarfólkið óvini Reykjavík- ur, taka kommúnistar við þess- ari gatslitnu dulu. En við mun- um sýna þeim, að svona mál- flutningur á ekki hljómgrunn meðal Reykvíkinga. Fyrir fjór- um árum svöruðum við þess- um rógi íhaldsins með því að bæta við okkur einum borgar- fulltrúa. Við skulum svara þessu á sama hátt nú. Látum brigzlyrði andstæðinganna verða okkur hvatningu til enn betri starfa fyrir B-Iistann, fyr- ir Reykjavíkurborg og íbúa hennar. Einar Ágústsson. Atriöi úr steftiuskrá Eftirfarandi atriði eru m.a. í. stefnuskrá þeirri, sem Fram- sóknarmenn lögðu fram í borgarmálum Reykjavíkur; Stuðningur við listir. Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á, að listastarfsemi í borginni verði veittur öflugur stuðningur, svo sem með því: að reistir verði hið allra fyrsta sýningarsalir fyrir myndlist í samstarfi við samtök listamanna, eða þeim veittur nauðsyn- legur stuðningur til þess að standast stofn- og reksturskostnað. að styrkja leikstarfsemi í borginni. að styrkja tónlistarstarfsemi almennt og beita sér fyrir því, að í Reykjavík skapist sem fyrst grundvöllur til rekstrar söng- leikhúss. að skreyta borgina sjálfa og byggingar hennar listaverkum. að veita árlega ein myndarleg listaverðlaun. Fegrun borgarinnar. Framsóknarflokkurinn leggur á það áherzlu: að þess sé gætt í sambandi við skipulag og byggingar að spilla ekki fögru umhverfi og sérkennilegu og fallegu borgarstæði Reykjavíkur. að nægilegt sé af opnum svæðum í borginni, þar sem fólk geti eytt frístundum sínum og notið heilnæmrar útivistar. að Elliðaárnar verði verndaðar og landssvæðið meðfram þeim friðað og fegrað með aukinni ræktun. Þess verði sérstaklega gætt, að framkvæmdir í nágrenni ánna, svo og væntanleg hafn- armannvirki skaði ekki laxgengd í árnar. Framkvæmdaáætlun. Framsóknarflokurinn telur nauðsynlegt, að jafnan séu samd- ar framkvæmdaáætlanir fyrÍT ákveðin tímabil til að tryggja sem bezt samræmdar framkvæmdir stofnana og fyrirtækja borgarinnar. Muníð x-B Svur til kjósanda í Njarivíkum Kratar í Njarðvíkum hafa ný- lega hleypt af stokknum blaði er þeir nefna „Sjónarhóll." Er blað- ið vandað að frágangi, enda út- gáfan að öllum líkindum kostuð af Keflavíkurverktökum. Efni blaðsins er aftur á móti með þynnra móti, ef undan er skil- in ágæt grein Guðmundar Snorra- sonar um íþróttamál. Meginefni blaðsins er upptugga á hinni hvítu bók, er hreppsnefnd- armeirihlutinn hefur nýlega gef- ið út um ágæti sitt, á kostnað útsvarsgreiðenda (léleg eftir- herma á bláu bók íhaldsfeðranna í Reykjavík), en ein grein er þó í því blaði, sem orsakar það, að ég get ekki látið hjá líða að senda þetta svar. Greinin ber fyrirsögn- ina „Kjósum öll Alþýðuflokkinn" og er undirrituð „Kjósandi." Þar sem greinin er uppfull af heimsku- legum mótsögnum og nálgast það að vera háð um Alþýðuflokkinn, er það grunur minn, að hún sé samin af 6. manni listans í Njarð- víkum, sem frægur er fyrir slíkar greinar. Hann talar meðal annars um, að Alþýðuflokkurinn hafi átt því láni að fagna að hafa í framboði duglega og heiðarlega menn, á sama tíma og vitað er, að fyrir tilverknað þessa manns (6. manns á lista Alþ.fl.) gengur Alþýðu- flokkurinn til þessara kosninga án sinna duglegustu og beztu manna og mun fyrir vikið tapa a.m.k. 25% af fylgi sínu, ef ekki meir. Þá deilir hann á Framsóknarflokk- inn fyrir að hafa í tveim efstu sætum lista síns, menn, sem áð- ur hafa verið kenndir við aðra flokka, og er það aðal ástæðan fyrir því, að ég tel þessa greinar- skömm svaraverða. Það er viður- kennt af öllum andstæðinguim Framsóknarflokksins í Njarðvík- um, að flokkurinn muni að minnsta kosti tvöfalda fylgi sitt, og spá mín, að hann muni þre- falda það. Það hlýtur því að liggja í augum uppi, að mestur hluti þessarar fylgisaukningar er feng- inn frá öðrum flokkum þar sem kjósenda aukning er aðeins um 13%. og er því augljóst og eðli- legt að flokkurinn nýti starfs- krafta hæfra manna úr þeim hópi. Þetta skilur hinn „vísi“ krati auð- vitað ekki, því að hans eðli er að taka blóð, en ekki gefa. Ég lít aftur á móti svo á, að hin nýju andlit á lista Framsókn- arfiokksins, sýni hina réttu mynd og hlutfall kjósendaaukningarinn- ar, og það munu Njarðvikingar sanna í dag með því að krossa víð B-listann. Fyrrverandi Alþýðuflokksmaður. KOSNINGASKRIFSTOFUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Sauðárkrókur — Suðurgata 3, sími 204. Kópavogur — Neðstatröð 4, sími 4-15-90. HafnarfiörSur — Norðurbraut 19, sími 5-18-19 — og Strandgötu 33, sími 5-21-19.. Keflavík — Framnesvegur 12, sími 1740. Akureyri — Hafnarstræti 95, simi 1-14-43 og 2-11-80 Vestmannaeyjar — Strandvegur 42, simi 1080. Garðahreppur — Goðatún 2, sími 52261, 52262 og 52263. Seltjarnarnes — Miðbraut 24, 3. hæð, sími 24210. Siglufjörður — Túngata 8, sími 716-53. Reykjavík — Tjarnargata 26, símar 1-29-42, 1-96-13. 2-38-32 og 1-55-64. Njarðvíkur — Grundarvegur 15 (jarðhæð)) sími 2125. Hveragerði — Breiðumörk 26, sími 122. mmm^mmmmtmmmmmmmmmmmmmm.....i ■■ ■mm t

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.