Tíminn - 22.05.1966, Side 9

Tíminn - 22.05.1966, Side 9
I TÍMINN SCNNTDAGUR 22. maf 1966 ,-irjjir-. i' i ii MMHlá'!; 5,i i i i : i:. li: 11.111 illl : V::!'!'::'í iHHHjlni ii:i:iii(i|.. - n Íi li i Jí 1S II Vald Reylvíkinga í þeim sveitir- og bæjar- stjórnarkosningun, sem fara fram í dag, mun athygli manna beinast mest að borgarstjórnar- 1 kosningunum í Reykjavík. Úr- slit borgarstjómarkosninganna skera ekki aðe.hs úr um það, hvernig stjórn höfuðborgarinn- ar verði háttzð næstu fjögur árin, heldur iafa þau megin- áhrif á stjórnmálin í landinu. Reykjavík er höfuðvígi þeirra flokka, sem jú fara með ríkis- stjórnina, og því taka þeir meira tillit til úrslita þar en nokkurs staðar annars staðar. Það má því segja, að Reyk- víkingar hafi tvennt í hendi sinni í dag, stjórn Reykjavíkur og stjórn landsins. Þótt hið fyrra sé þýðingarmikið, er það síðara þó enn mikilvægara. Glundroðagrýlan í borgarmálum Reykjavíkur hefur af hálfu Sjálfstæðisflokks ins, sem farið hefur með stjórn borgarmálanna, verið lögð nú sem fyrr megináherzla á þann áróður, að andstæðingar hans séu sundurlyndir og myndu ekki koma sér saman um stjórn borgarinnar, ef þeir fengju meirihluta. Þvi sé fólgið mest öryggi í þvi að fela Sjálfstæðis- flokknum völdin áfram. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafa hins vegar bent á, að í fjölmörgum bæjar- og sveitarfélögum hafi enginn einn flokkur meirihluta, en samt ríki á@æt samvinnu um stjórn viðkomandi kaupstaða eða kauptúna. Víða hafa alíir flokkarnir unnið meira og minna saman, t.d. á Akureyri. Fyrir flokkana er miklu auð- veldara að vinna saman um borgarmál en landsmál. Þar eru ágreiningsefnin svo miklu fleiri. Því hefur Sjálfstæðis- flokknum tekizt að gera sund- urlyndisgrýluna alltof stóra í sambandi við borgarstjórnar- kosningarnar. Breytingar Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins hafa í máíflutningi sínum lagt á það höfuðáherzlu, að ekki sé gott að sami flokkurinn fari of- lengi með völd. Stjórn hans verði íhaldssöm, spillt og kæru- laus. Þessu til sönnunar er gömul og ný reynsla. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins væru meira en hreinir englar, ef hin lang- varandi stjórn þeirra á Reykja- víkurbæ væri ekki meira og minna orðin þessu marki brennd. Það hefur líka verið bent á fjölmörg dæmi um það. Næstum hvarvetna annars staðar f lýðræðisrikjum þykir það höfuðnauðsyn að skipta um stjórn öðru hverju. Þannig var 13 ára gamalli stjórn íhalds- flokksins vikið frá völdum í Bretlandi fyrir tæpum tveimur árum Verkamannaflokkurinn í Noregi missti þingmeirihluta sinn í kosningunum á seinasta hausti eftr langa stjórn. Demo- kratar í New York töpuðu í borgarstjórnarkosningunum á seinasta hausti, þótt fylgi þeirra sé yfirgnæfandi í borginni. Breytingar öðru hverju reyn- ast undantekningarlaust til bóta. Nýir menn koma alltaf með eitthvað nýtt og hreinsa alltaf eitthvað til. Krafa Bjarna Það hefur gerzt einna sögu- legaSt í kosningabaráttunni að þessu sinni, að forsætisráðherra hefur gengið fram og krafizt þess, að ekki yrði aðeins kosið um borgarmálin, heldur einnig um stjórnarstefnuna. Þetta er ekki óeðlileg krafa. Það er skilj- anlegt, að forsætisráðherrann vilji gjarnan fá vitneskju um, hvort menn vilja að áfram verði fylgt núverandi, dýrtíðar- og lánsfjárhaftastefnu. eða hvort þeir kjósa heldur. að vikið verði frá henni. Af þessu er ljóst, að ríkis- stjórnin mun túlka sigur stjórn- arflokkanna í kosningum í dag, einkum þó í Reykjavík, sem traustsyfirlýsingu ríkisstjórn- inni til handa. Þá mun engin stefnubreyting verða. Stjórnin mun á sama hátt telja það jafn- gilda vantraustsyfirlýsingu, ef flokkar hans tapa. Því hafa menn hér ákjósanlegt tækifæri til að tjá hug sinri til dýrtíðar- inngr, lánsfjárhaftanna og ann- ars þess, sem þeir telja miður fara og bæta þurfi úr. Samstaða Áður er vikið að því, að Sjálfstæðisflokkurinn hampi mjög þeim áróðri, að andstæð- ingarnir séu sundraðir. Þetta er alltof satt. Þetta er meira vatn á myllu íhaldsins en nokk- uð annað. Fleira og fleira víð- sýnt og frjálslynt umbótafólk gerir sér þetta ljóst. Gegn þessu sundurlyndi verður bezt unnið með því að efla einn sterkan þjóðlegan umbóta flokk gegn íhaldinu. Þess vegna efldist Framsóknarflokk urinn mest allra flokka i sein- ustu sveitar- og bæjarstjórnar- kosningum og varð stærri í kaupstöðunum og kauptúnun- um en bæði Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn. Fullvíst má telja, að þessi þróun haldi áfram í kosningunum í dag. Það er þessi vaxandi samstaða íhaldsandstæðinga, sem gefur mest fyrirheit í íslenzkum stjórnmálum um þessar mund- ir. Sigríður og Óðinn Borgarstjórnrrkosningarnar í Reykjavík snúast m.a. um það, hvort Framsóknarflokknum tekst að vinna sæti af Sjálf- stæðisflokknum og fá þrjá borg arfulltrúa kosna. Það er flokkn um mikill styrkur, að þriðja sæti listann skipar Sigríður Thor lacius, sem nýtur mikils álits og getið hefur sér gott orð í kosningabaráttunni. Hún er eina konan, sem hefur mögu- leika til að ná kosningu, auk Auðar Auðuns. Það væri vissu- lega mikill fengur að fá Sigr- íði Thorlacius í borgarstjórn- ina og jafnt til sóma fyrir karl- menn og konur að stuðla að því. Af þeim nýliðum, sem kom- ið hafa fram í þessari kosninga- baráttu, hefur enginn vakið meiri athygli en Óðinn Rögn- valdsson. Útvarpsræða hans sýndi, að þar eiga launastétt- irnar ötulan og vaxandi forustu- mann. Þótt svo fari, að hann nái ekki kosningu að þessu isinni, tryggir það honum góða aðstöðu til að láta meira til sín taka, ef hann verður fyrsti vara maður Framsóknarflokksins í borgarstjórn. IJm þetta er kosið Að lokum þykir rétt að rifja það tvennt upp, sem borgar- stjórnarkosningarnar í Reykja- vík snúast um, en það er þetta: Á sama gamla valdaklíkan, sem búin er að stjórna Reykja- vík áratugum saman og orðin er stöðnuð, þreytt og spillt, að halda því áfram og það jafnvel án aukins aðhalds? Á að veita ríkisstjóminni traustsyfirlýsingu og tryggja þannig að hún haldi áfram óbreyttri stefnu dýrtíðar, skatta Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.