Tíminn - 28.05.1966, Side 7

Tíminn - 28.05.1966, Side 7
LAUGARRAGUR 28. maí 1966 TÍMINN Þungur áfellis- dómur Úrslit bæjar og sveitarstjóma kosninganna urðu hinn þyngsti áfeliisdómur um stefnu ríkis- stjómarinnar. Tapaði Sjálfstæð isflokkurinn fylgi, sem svarar til þess, að tíundi hver fylgismað ur flokksins hafi snúið við lion um baki. Alþýðuflokkurinn vann hins vegar fulltrúa í Reykjavík og bætti við sig 1713 atkvæðum miðað við borgarstórnarkosning amar 1962, en íylgi flokksins stóð sem næst í stað í kaupstóð unum utan Reykjavíkur. Ekki endurheimti Alþýðuflokkurinn þó allt það fylgi í Revkjavik, sem hann fékk í alþingiskosn ingunum 1963. Fékk nú 51 at- kvæði færra en þá og tapaði því hlutfallslega nokkru fylgi miðað við þær. Alþýðubandalagið hélt velli í kosningunum, jók nokkuð fylgi sitt í Reykjavík, en tapaði nokkru fylgi hlutfallslega í öðr um kaupstöðum. Framsóknarflokk- urinn sigraði Framsóknarflokkurinn varð sigurvegari kosninganna. Jók hann heildarfylgi sitt stórlega, bætti við sig rúmum tvö þúsund atkvæðum í Reykjavík og var eini flokkurinn, sem jók fylgi sitt hlutfallslega, þegar litið er í heild á kaupstaðina utan Reykjavikur — utan þá, þar sem ekki voru hrein flokkaframboð nú og í síðustu kosningum, en það er eina rétta leiðin til raun hæfs samanburðs á heildarfylgi flokkanna . og allt annað leiðir til rangra og furðulegra niður staðna eins og kom bezt í ljós í yfirliti Ríkisútvarpsins varð andi atkvæðaaukningu og full- trúafjölgun Alþýðuflokksins í (bæjunum. Framsóknarflokkur- inn er nú orðinn stærsti stjórn málaflokkurinn í fjórum af kaupstöðum landsins, Kcflavík, Akureyri, Sauðárkróki og Húsa vík. Glæsilegustu kosningasigr- ar flokksins voru í Keflavík og á Sauðárkróki og er um svo stór kostlegar breytingar á fylgi flokka þar að ræða, að nær einsdæmi er í sögu kosninga á íslandi. Bætti Framsóknarflokk urinn við sig tveimur fulltrúum á hvorum stað, en fylgi Sjálf- stæðisflokksins hrundi. f Vestmannaeyjum vann Fram sóknarflokkurinn fulltrúa með glæsibrag og felldi þar meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Á Seyðisfirði vann flokk urinn fulltrúa og á ísafirði einn ig. Hins vegar tapaði flokkurinn fulltrúa í Hafnarfirði naumlega — og öðrum í Neskaupstað. Framsóknarflokkurirm bætti því við sig 5 bæjarfulltrúum í kaupstöðunum, þegar á heildina er litið. Vann 7 fulltrúa en lap aði 2. Hafnarfjörður I Hafnarfirði urðu stjórnar- flokkarnir báðir fyrir stórfelldu áfalli. Þar vann listi óháðra borgara glæstan og eftirminni legan sigur og fékk 3 fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Fékk listi óháðra fylgi sitt bæði frá Sjálf stæðisflokknum og Alþýðu- Skaftafell í Öræfum. Menn oo málofni flokknum og einnig nokkuð frá Framsóknarflokknum. Einkum hljóta þessi úrslit að verða íhug lUnarefni fyrir Emil Jónsson, ,formann Alþýðuflokksins, sem ráðið hefur nær einn öllu í Alþýðuflokknum í Hafnarfirði í áratugi. Nú er svo komið fyr- ir Alþýðuflokknum í gamla höf- uðvíginu, Hafnarfirði, þar sem flokkurinn hafði um langt skeið hreinan og öruggan meirihluta, að hann fær aðeins kjörna 2 fulltrúa af 9 í bæjarstjórn! Hrun Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn galt víða algert afhroð í kosningun- um. í Reykjavík tapaði flokkur- inn verulegu fylgi og fékk nú meirihluta borgarfulltrúa kjörna á minnihluta atkvæða. Hrapaði fylgi flokksins úr 52% í 48% atkvæða. Lafir meirihlut- inn nú á þeirri hendingu og heppni Sjálfstæðisflokksins, að atkvæði skiptust þannig milli andstöðuflokkanna, að hundruð atkvæða féllu „dauð“. Hefðu 386 þeirra andstæðinga íhaldsins, sem kusu Alþýðubandalagið, kosið Framsóknarilokkinn, væri íhaldið í Reykjavík fallið. Úrslit in í Reykjavík sýndu mönnum því, að það er rangt, sem þeir voru margir farnir að trúa, að Sjálfstæðisflokkurinn væri ósigr andi í Reykjavík. Hinar „staðbundnu ástæður* Forsætisráðherrann lætur Mbl. segja, að fráleitt sé að „túlka úrslit kosninganna sem mótmæli kjósenda á stjórnar- stefnunni". „Atkvæðatap flokks ins á einstökum stöðurn" sé jvegna „staðbundinna ástæðna". |Sýnist mönnum þessi viðbrögð jhin vesaldarlegasta tilraun for- sætisráðherrans til að koma ósigrinum af sér yfir á Geir borg arstjóra. Um langt skeið hefur Sjálf- stæðisflokkurinn ætíð komið sterkari út úr bæjarstjórnar- kosningum en alþingiskosning- um. Sjálfstæðisflokkurinn tap- aði nú mjög verulegu atkvæða- magni, meira atkvæðamagni í hlutfallstölum en íhaldsflokk- urinn í Bretlandi í þingkosning- unum þar í vor og kallaði Morg unblaðið þau úrslit eins og aðr- ir stórsigur Verkamannaflokks- ins. Það er á almanna vitorði, að fylgishrun Sjálfstæðisflokksins hefði orðið mun meira ef kosið hefði verið til Alþingis síðast liðinn sunnudag. Þess vegna er miklu nær að segja, að „stað- bundnar ástæður“ hafi valdið því, að fylgishrun Sjálfstæðis- flokksins varð ekki miklu meira en raun varð á. í kosningunum lýstu menn andúð sinni á stjórn arstefnunni og „staðbundnar ástæður“ gátu ekki bjargað fylg ishruni flokksins í Reykjavík. Allir vita, að Geir Hallgrímsson er vinsælli en Bjami Benedikts son, samanber allar útsrikanim- ar á manninum í neðsta sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins, en algert einsdæmi er, að menn séu strikaðir út af neðstu sæt- um framboðslista. Alþýðublaðið segir í yfirliti um atkvæðafylgi og fulltrúatölu flokkanna í kaupstöðunum eftir kosningarnar, að Alþýðuflokkur inn hafi verið sá flokkur, sem mestu fylgi hafi bætt við sig og aukið við sig 4 bæjarfulltrúum umfram þá, sem flokkurinn tap aði. Vitnar Alþýðubl. til óskeik- ulleika Ríkisútvarpsins í þessu sambandi. ísafiörður Þessi útkoma er fengin með því að telja Alþýðuflokkinn hafa unnið tvo nýja fulltrúa á ísa- firði og einn nýjan á Sauðár- króki og allt fylgið á bak við þá nýtt fylgi Alþýðuflokksins vegna þess að í síðustu Kosn- ingum hefðu fulltrúar Alþýðu flokksins verið kjömir af sam bræðslulistum. Það rétta er, að Alþýðuflokkurinn hafði einn fulltrúa á Sauðárkróki og stend ur þar í stað og á ísafirði hafði flokkurinn 3 fulltrúa en fékk aðeins 2 kjörna nú og tapaði þvi einum til Framsóknarflokksins. Á ísafirði hénda menn gaman að þessum útreikningum og finnst að vonum skrítið, að Alþýðu- flokkurinn vilji .ekki kannast við að hafa átt neina bæjar- fulltrúa og ekkert fylgi á ísa- firði síðasta kjörtímabil og nokk uð langt gengið, þegar sá flokk urinn, sem tapar vemlega seg- ist hafa unnið hvorki meira né minna en tvo fulltrúa! Það er óskiljanlegt, hvers vegna Alþýðuflokkurinn vill minna menn á fylgishrun sitt á ísafirði á undanförnum ánun með þessum hætti. Síðast þeg- ar Alþýðuflokkurinn bauð fram sér lista á ísafirði fékk flokk- urinn 520 atkvæði og 4 full- trúa í bæjarstjóm, en nú aðeins 323 atkvæði og tvo menn •kjöma. Sé litið á kaupstaðina í heild stendur fulltrúaauknig Alþýðu flokksins á núlli. Flokkurinn vann fulltrúa í Reykjavík, á Ak- ureyri og Ólafsfirði, en tapaði jafnmörgum fulltrúum í Hafnar firði, Seyðisfirði og ísafirði. Skaftafell Þau gleðOegu tíðindi hafa nú gerzt, að gengið hefur verið frá samningum um það, að Skafta- fell í Öræfum og Bæjarstaða- skógur verði þjóðgarður. Skafta fell er til þess kjörið. Það er 1 afskekktustu sveit landsins, þar sem íslenzk náttúrufegurð birt ist jafnt í hrikaleik sem smá- gervi, og þar er einnig að finna merkilegar minjar og lifandi brot hverfandi sveitamenningar. Vegleysur og stórfljót hafa girt þangað leið, svo að Öræfingar hafa löngum verið einir um und ur sveitar sinnar. Nú er sú ein- angrun endanlega rofin, og hin ar viðkvæmustu dásemdir Ör- æfa í yfirvofandi hættu af á- troðningi. Þess vegna er ákvörð unin um þjóðgarð að Skaftafelli tekin á réttum tíma. En þess ber um leið að minnast, að ákvörð- unin er ekki nóg. Á eftir verður að fylgja myndarleg framkvæmd verndarin'nar og umhyggjunnar, sem slíkur þjóðgarður þarf. Mývatnssveif En þeir eru fleiri staðirnir á landinu, sem þurfa að verða að þjóðgörðum, eða að minnsta kosti hálfgildings-þjóðgörðum, þar sem landeigendur, einstakl- ingar eða hreppar, og ríkið gerir með sér samkomulag um vernd un samfara hæfilegri nýtingu. Aðra staði er réttmætt að gera að algerum þjóðgörðum með fullkominni vernd. Skógrækt ríkisins gerir suma staði að eins konar þjóðgörðum, eða veitir þeim hliðstæða vemd. Má t. d. nefna Hallormsstaða- skóg, Vaglaskóg, hluta af Skorra dal og fleiri staði. Við Geysi er og þjóðgarðsvísir. En fjöldi ann arra staða bíður vemdar. Jökuls árgljúfrið neðan Dettifoss ætti t. d. að verða verndarsvæði, þar sem viðkvæmur en yndisfagnr gróður blómstrar í hrikaskjóli gljúfranna, og með þurfa að fylgja Hólmatungur og Hljóða klettar. En efst í huga hlýtur þó Mý vatnssveit að vera, einkum með hliðsjón af þeirri atvinnubylt- ingu, sem þar er nú að gerast með tilkomu kisilvinnslunnar. Mývatnssveit er reitur, sem ekki á sinn líka í norðanverðri Evrópu. Þessi vin í eldhraun inu býr yfir gróðurmætti, sem er fjölskruðugri að lífi jurta, skordýra og fugla en nokkur annar reitur á svo norðlægum slóðum. Gróðurinn á bökkum vatnsins er einstæður, fiski- sældin í vatninu sömuleiðis, og vatnið og umhverfi þess fugla paradís, einkum að fjölbreytni andategunda, sem á sér engan líka. Við bætast svo merkilegar og ægifagrar hraun- og eldfjalla myndanir og brennisteinshverir. Allt þetta, jafnt hin lifandi sem dauða náttúra er mjög viðkvæm og þolir illa átroðning úr hófi fram. Meðan Mývetningar bjuggu þar einir, nýttu sveit sína og vernduðu var þar engu hætt. Með hinum gífurlega ferðamannastraumi þangað síð ustu ár börðu hætíurnar á dyr, og vafalaust hefur ýmislegt spillzt á síðustu árum þar. En þó er enginn skaði skeður enn. Það er fyrst riú með röskun vatnsbotnsins og stórauknum á- troðningi, byggingum og fólks- fjölgun, sem hættan vofir yfir. Þó er ekki rétt að ætlast til þess, að þessu sé vikið brott. Skyldan er aðeins sú að sam- ræma hið hagnýta og náttúru- verndina. Mývatnssveit verður ekki gerð að þjóðgarði í þeim skilningi, að ríkið taki þar alla ráðsmennsku af sveitarbúum, sem þurfa að nýta þar lönd og hlunnindi sér tií framfæris. I því liggur vandinn, að hér þarf sérstaka tilhögun og mikla og vandasama samvinnu þriggja að ila. Þeirri samvinnu hefur ekki verið stakkur skorinn enn svo að hæfi, en það má ekki dragast. Réttmætt er, að hinn aðvíf- andi kísiliðjuaðili leggi fram verulega fjármuni til náttúru Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.