Tíminn - 28.05.1966, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 28. maí 1966
TIMINN
Ir\
SKARTGRIPIRl
jí. HVERFtSGÖTU 16A — SIMl 21355. 1 J
Auglýsing
um lögtök
Samkvæmt beiðni Ríkisútvarpsins dags. 26. maí
1966 úrskurðast hér með, að lögtök fyrir ógreidd-
um afnotagjöldum útvarps fara fram að átta dög-
um liðnum frá birtingu úrskurðar þessa.
Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 27. maí 1966.
Kr. Kristjánsson.
NOTUÐ SKRIFSTOFU-
HðSGÖGN TIL SÖLU
Notuð en vel með farin skrifstofuhúsgögn (aðal-
lega skrifborð) eru til sölu. Þeir, sem áhuga kynnu
að hafa á kaupum, leggi nöfn sín í lokuðum um-
slögum inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 3. júní n.k.
merkt „Skrifstofuhúsgögn”.
Skólagarðar Kópavogs
taka til starfa í byrjun júní. Innritun fer fram í
görðunum við Fífuhvammsveg og Kópavogsbraut
dagagna 1. og 2. júní kl. 1—5. Þáttaka er miðuð
við böm á aldrinum 9—12 ára. Þátttökugjald er
kr. 300,00.
Forstöðumaður.
Konan mín
Guðfinna Andrésdóttir
andaðist aS heimili sínu MiSfelli, 'Hrunamannahreppi, fimmtudaginn
26. þ. m.
Jón ÞórSarson.
AlúSar þakktr færum vlS öllum, er sýndu samúS og vlnarhug viS
andlát og jarSarför,
Ingveldar Þóru Jónsdóttur
GuSmundur Elríksson,
börn, tengdabörn,
og barnabörn.
ElginmaSur minn, faSIr, fósfurfaSir og tengdafaSlr
Kristinn Grímssón
frá Horni
andaSlst aS morgni föstudagsins 7. maí, ( siúkrahúsi Hvítabandsins.
GuSný Halldórsdóttir,
bðrn, fósturbörn og tengdabörn.
Bændur
12 ára drengur, stór eftir
aldri, óskar eftir að kom-
ast á gott sveitaheimili í
sumar. Búinn að taka land-
búnaðarnámskeið.
Upplýsingar í síma 10372
eftir kl. 6 á kvöldin.
HÓTELIN
Framhald af bls. 1.
over“ gesti Loftleiða, sem stanza
í 1—3 daga. Þorvaldur sagði, að
miklu stærri hópur íslendinga
notfærðu sér hótelin en áður hefði
verið, ekki sízt núna um vertíðar-
•iokin.
Sömu sögu væri að segja um
Hótel Holt, nýtingin hefði verið
góð og mikið væri bókað fram í
september. Hvað þá tæki við, það
væri höfuðverkur allra hótelrek-
enda.
HVAÐ TEFUR
Framhald af bls. 1.
í daig 48 sttunda hungurverkfaU til
þess að mótmiæla stuðningi 3anda
ríkjamanna við stjóm Kys. í
kvöld var orðrómur á kreiki um,
að munkar myndu brenna sig til
dauða á torgum í Hue til þess
að mótmæla Ky-stjórninni og
Bandaríkjamönnum.
Um 2000 manns fóru í mófcmæla
göngu í Saigon í dag, og réðst
lögreglan að þeirn með táragas-
sprengjum og dreifði mannfjöldan
um.
Lítið var um bardaga í Víetnam
í dag, en nofckuð um sprengjuárás
ir Bandaríkjamanna.
Góðar heimildir segja, að Ho
Chi Mlnh, forseti Norður-Víetnam,
sé nú í Fefcing, eða á leið þangað,
og er talið, að tilgangurinn sé að
reyna að trygigja að deilan milli
Kína og Sovétríkjanna hafi etoki
áhrif á stuðning þessara rífcja
við Norður-Víetnam.
SÍLDARVERKSMIÐJA
Framhald af bls. 2
lagt hefði borizt í fyrra 17 þús.
mál til verksmiðjunnar.
í vetur sagði Magnús, að sótt
hefði verið um aðstoð til þess að
rekstur verksmiðjunnar gæti hald-
ið áfram. Hefði félagsmálaráðu-
neytið orðið við þessari beiðni,
en sett þau skilyrði, sem ókleift’
væri að uppfylla. Væru skilyrðin
á þá leið að semja yrði um allar
skuldir verksmiðjunnar og afla
aukins hlutafjár, sem næmi hálfri
annarri milljón króna í handbær-
um peningum. Þá yrði verksmiðj-
an og að tryggja sér hráefni.
Sagði Magnús, að bæði ríkisstjóm
in og aðrir vissu gjörla, að ger-
samlega útilokað væri að uppfylla
öll þessi skilyrði.
Vegna þessa tilboðs sagði Magn
ús, að sveitarstjóm Skeggjastaðar-
hrepps hefði sent félagsmálaráð-
herra Eggert Þorsteinssyni eftir-
farandi skeyti:
„Hrepi>snefnd Skeggjastaða-
hrepps harmar að ráðuneyti yðar
sá sér ekki fært að veita þá að-
stoð, er Sandvík h.f. þurfti til að
halda áfram rekstri síldarverk-
smiðju á Bakkafirði. Framundan
er uppboð og gjaldþrotaskipti.
Með því er kollvarpað eina at-
vinnufyrirtæki byggðarlagsins.
Fjöldi einstaklinga auk hreppsfé-
lags tapa stórfé. Við blasir atvinnu
leyisi og upplausn byggðarlagsins."
Sagði Magnús að lokum, að
sárt væri að horfa á verksmiðj-
una fara undir hamarinn á með-
an aðrir væru að vinna síldina,
því að sínum dómi hefði verk-
smiðjan aldrei verið nær því að
bera sig fjárhagslega, en nú ug að-
eins hefði þurft aðstoð ríkisstjórn-
arinnar til þess að koma undir
hana fótunum.
SJÓNVARP
Framhald af bls. 6.
Fölsuð mótmæli.
Framangreindir reikningar eru
miðaðir við, að undirskriftirnar
séu allar ósviknar og söfnunar-
menn hafi haldið þær reglur, sem
þeir sjálfir settu Sér, enda gerir
enginn ráð fyrir öðru að óreyndu.
Svo undarlega vill þó til, að ekki
þarf að skoða nema lítið brot und-
irskriftalistanna til að komast að
hinu gagnstæða.
Fjölmörg dæmi má finna þess,
að sama rithönd er á fjölda undir-
skrifta, jafnvel heilum listum. Ekki
er að efa, að margir þeirra, sem
ritað hafa nöfn annarra, hafa gert
það með vitnund þeirra og vilja.
En ögerlegt er að fullyrða þar
um hvert einstakt tilfelli, og und-
arlegir eru þeir menn, sem taka
við slíkum undirskriftum og senda
þær áfram til alþingis.
Ekki þarf lengi að leita í list-
anum til að finna nöfn fólks inn-
an 18 ára aldurs. Þannig rita þar
undir Halldór Egilsson, Banka-
stræti 11, Garðar Ó. Gíslason,
Skaftahlíð 29, Hanna Sigurðardótt-
ir, Háteigsvegi 2, og Erna Ágústs-
dóttir, Hólmgarði 13, en þau eru
öll fædd árið 1952 og verða því
14 ára í ár. Getur hver og einn
sannreynt þetta með því einu að
fletta upp í íbúaskrá Reykjavíkur.
Einnig er þarna átta ára.drengur,
Valtýr Grétar Einarsson, Berg-
staðastræti 65 (f. 26. jan. 1958)
og skorar á alþingi, hvergi smeyk-
ur. Þetta eru aðeins örfá dæmi
tínd til af nokkrum listum úr einu
hinna 14 hefta, sem listarnir eru
bundnir í. Margt fleira mætti
telja, og aldursflokkarnir 16—17
ára virðast litlu fátíðari á listan-
um en 18—19 ára.
Brögð eru einnig að því, að
fólk hafi skrifað sig oftar en einu
sinni á listana. Stundum heyrast
menn jafnvel hrósa sér af því,
að þeim hafi tekizt að koma nafni
sínu á marga lista. Erfitt er að
sannprófa þetta, en þó má nefna
sem dæmi Enok Guðmundsson,
Arnarhrauni 16, Hafnarfirði, en
nafn hans kemur fyrir á tveim
listum með skömmu millibili í
einu heftanna.
Margt fleira mætti finna að und-
irskriftalistunum, sem gerir þá
marklitla sem viljayfirlýsingu. Er-
lendum ríkisborgurum virðist hafa
leyfzt að skrifa undir, og er það
næsta hæpin ráðstöfun. Þá eru
sums staðar heilir listar Idipptir
út úr dagblöðum, þar sem ekki er
tilgreint eitt einasta heimilisfang.
Má geta, hvert tækifæri stjórn fé-
lagsins hefur haft til að prófa
gildi slíkra undirskrifa, aldur þess
fólks eða tilvist yfirleitt.
Við þetta breytist að sjálfsögðu
talsvert hlutfallstala þeirra, sem
mótmæla lokun hermannasjón-
varpsins, og verður þá enn lægri
prósenttala þeirra, sem vilja hafa
sjónvarpið áfram. Það skiptir þó
ekki mestu máli. Sú tala er þegar
nógu lág til að segja sína sögu,
þótt ekki sé reiknað með neinum
blekkingum. Meira máli skiptir
það, sem falsanir undirskriftanna
segja um það hugarfar. sem ráðið
hefur söfnuninni. Þeir menn, sem
þykjast berjast í nafni frelsisins
fyrir áframhaldandj sendingum
Keflavíkursjónvarpsins, hafa sýnt
sig í því að senda alþingi fölsuð
og blekkjandi skjöl til framdráttar
máli sínu. Engum þurfti að koma
á óvart, þótt einhverjir þeirra, sem
sáu listana. hafi ekki gert sér ljóst
hvað hér var á ferðinni, og, sízt
verða börnin ásökuð, þótt þau létu
blekkjast til að skrifa undir. En
það er óafsakanlegt af stjórn Fé-
lags sjónvarpsáhugamanna að af-
henda alþingi slík plögg undir því
yfirskyni. að þau væru eingöngu
áskoranir borgara, sem komnir
^yæru til vits og ára.
Ekki lætur stjórn Félags sjón-
______________________________n
varpsáhugamanna sér þó nægja
að gefa alþingi villandi upplýsing-
ar um aldur þeirra og raunveru-
legan fjölda þeirra, sem undir
skrifa. Hún tekux sér einnig fyrir
'hendur að upplýsa þingið um
skoðanir undirskrifenda langt
fram yfir það, sem þeir hafa sett
nöfn sín undir á undirskriftalist-
anum. f bréfi stjórnarinnar til al-
þingis er tekið upp nær óbreytt
ávarp hennar frá upphafi söfnun-
arinnar með öllum þess firrum
og því bætt við, að þetta séu einh-
ig skoðanir þeirra, sem undir hafi
ritað. Síðan heldur stjórnin áfram
um hríð að gera undirskrifendum
UPP þær skoðanir, sem henni sýn-
ist, að sjálfsögðu gersamlega heim
ildalaust.
Upplýsingar undirskriftanna.
Þótt undirskriftasöfnun þessi sé
svo hraklega úr garði gerð, er
hún þess virði, að henni sé veitt
full athygli. Að sumu leyti veitir
hún talsvert merkar upplýsingar.
Hún gefur að vísu ekki tilefni
til neinna fullyrðinga um tengsl
Félags sjónvarpsáhugamanna við
þá, sem hagnast af sölu sjónvarps-
tækja. En hún bendir mönnum
á að veita samskiptum þessara að-
ila fulla athygli. Er ástæða til að
ætlast til þess af stjórn félags-
ins, að hún skýri frá, hvernig
skiptum þeirra er háttað, t.d. bvað
sjónvarpsverzlanir 'hafa áskilið sér
í endurgjald fyrir að taka við söfn-
unarlistum.
Söfnunin sýnir, svo ekki verður
um villzt, að almannavilji er ekki
með því, að Keflavíkursjónvarpið
haldi áfram sendingum sínum til
íslendinga, eftir að íslenzkt sjón-
varp tekur til starfa. Hlutfallstala
á&korenda ér svo lág, að ekki
getur stafað af neinu öðru en þvi,
að yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna vilji láta loka hermanna-
sjónvarpinu.
Loks sýnir undirskriftasöfnun-
in, að ekki er ástæða til að taka
alvarlega nokkuð það, sem frá Fé-
lagi sjónvarpsáhugamanna kemur.
Því hefur stundum verið haldið
fram í sambandi við áskoranir
sextíumenninga og háskóla-
stúdenta, að það væri á einhvern
hátt móðgun við alþingismenn að
senda þeim áskoranir um þessi
mál eða önnur. Að sjálfsögðu er
þetta mesta fjarstæða, hver maður
hlýtur að hafa fullan rétt til að
láta í Ijós vilja sinn við fulltrúa
sína á alþingi. En það hlýtur að
teljast alvarleg móðgun við al-
þingi að senda því slíkan ómark-
ing, sem áskorun sjónvarpsáhuga-
manna er.
Gunnar Karlsson.
MENN OG MÁLEFNI
Framhald af bls. 7.
verndarinnar, því að af honum
og stafar mesta hættan. Ferða
mennirnir verða einnig að leggja
fram sinn skerf til verndarinn
ar, svo og ríkið. Vafasamt er, að
náttúruverndarráð hafi þarna
öll verndarráð, þótt þvl beri að
hafa forystu um tryggingu og
skipun þessara mála, en hitt
er líklegra til árangurs að nátt
úruverndarráð ríkisins og sveit
arfélagið sjálft, eða sérstök
verndarsamtök sveitarbúa
sjálfra, er stofnuð yrðu til þess
að standa á þessum verði, mynd
uðu síðan verndarráð sveitarinn
ar. Aðgerðirnar yrðu síðan við
það miðaðar að koma í veg fyrir
náttúruspjöll af völdum kísil
vinnslunnar, ferðamanna og vax
andi fólksfjölda i sveitinni, en
um leið tryggt að búskapur sveit
arinnar geti notið sín sem fyrr.
Setja mætti ákveðna staði undir
sérstaka vörslu en hafa eftirlit
með öðrum og vera viðbúinn að
grípa í tauma, ef illa horfir.
Mikil náttúruspjöll í Mývatns
sveit væru óbætanlegur skaði.
1 Slíkt má ekki gerast.