Vísir - 11.12.1974, Page 20

Vísir - 11.12.1974, Page 20
vísm MiOvikudagur 11. desember 1974. Jólaljósin endanlega aflögð? Kirkjugarðarn- ir vilja ekki lýsa sjólfir Ekki er fyrirsjáanlegt, aö boöiö veröi upp á jólalýsingu i Foss- vogskirkjugaröinum á næstu ár- um. Eins og skýrt var frá i Visi i gær, hefur Guörún Runólfsson, sem séö hefur um jólalýsingu i Fossvogskirkjugaröi, nú lagt niöur þá þjónustu, þar sem henni hefur ekki veriö gert kleift aö endurnýja tækjabúnaö sinn meö lengri samningstima viö kirkju- garöana. Lengi hefur veriö á döfinni hjá kirkjugöröunum aö koma upp al mennri lýsingu I kirkjugöröun- um, og var þaö sögö vera ástæöan fyrir synjuninni. Hins vegar hafa kirkjugarðarnir ekki lagt á ráöin meö neins konar jóla- lýsingu i framhaldi af þessum framkvæmdum. Eru þvi ekki horfur á neinni slikri þjónustu næstu árin. Enda á jafnvel al- menn lýsing i göröunum ennþá langt i land. -jb. Þegar upp- selt á eitt nýársballið Ekki er ráö nema i tima sé tek- ið. Ferðaskrifstofan títsýn hefur þegar auglýst nýársfagnað sinn og með þeim árangri, að uppselt er með öllu á fagnaðinn og fjöl- margir komnir á biðiista. Og hvað kann veröið aö vera á svona skemmtun þessi áramótin? Þvi svaraöi stúlkan, sem annaðist miðasöluna: „Aðeins 3500krónur, en þá er innifalinn matur, happ- drætti og skemmtiatriði,” sagði hún. Fagnaöurinn verður I veitinga- húsinu I Glæsibæ og er trúlegt að þaö sem hefur haft einna mest að- dráttarafl fyrir ballið sé söngkon- an Wilma Reading, sem kemur til meö að skemmta gestum við undirleik John Hawkins og nokk- urra Islenzkra hljóðfæraleikara, sem koma sérstaklega saman af þessu tilefni. —ÞJM Ekki halli af þjóðháfíð „Það er verið að taka saman reikninga þjóöhátiðarnefndar, og ég er að semja skýrslu um störf, birgöir og fjárhag.sem verður lögð fyrir forsætisráðuneytið. Fyrr en ráöuneytið hefur fariö höndum um skýrsluna, get ég engar upplýsingar gefiö,” sagði Indriði G. Þorsteinsson, formað- ur Þjóðhátiðarnefndar, I samtali við Vísi. Eftir áreiöanlegum heimildum hefur Visir aflað sér þeirra upp- lýsinga, aö heildarkostnaöur viö hátiöahald Þjóöhátiöarnefndar sé um 90 milljónir króna, og er þá allt meöreiknað, svo sem inn- flutningur minjagripa, tollar og þvi um likt. Þetta hefur haft i för með sér yfirdrátthjá rlkisféhirði, þvi f jár- veiting til þjóöhátiöar var sama og engin. En þegar reikningar liggja fyrir mun ekki verða reikn- ingslegur halli af Þjóöhátiö 1974. Þaö veröur aö visu ekki hagnaöur peningalega séö, þvi að hluta til mun nefndin skila af sér birgðum og öörum verðmætum, sem ekki hafa skilaöaröi ennþá, þótt reikn- ingar sýni ekki beinan halla. Margvislegur hliðarágóði kem- ur svo til vegna þjóðhátiðarhalds- ins, svo sem myntslátta Seðla- bankans, útgáfa frimerkja og þess háttar. — SH Lýsir sig saklausan af níu millj. kr. tollsvikum — en það ó eftir að sannreyna — — Ómaklegt að bendla Casanova við málið, segja fyrrverandi eigendur verzlunarinnar Ásgeir H. Magnússon heild- sali, sem kærður er fyrir að hafa tekið vöruscndingar úr vöruaf- greiöslu Fiugieiða án þess aö greiða toll af þeim, heldur þvi fram, að hann hafi afhent öðrum manni réttinn til að taka út vörusendingarnar. Samtals voru 22 vöru- sendingar á nafni Asgeirs teknar út úr vöruafgreiðslunni. Hann segir, að 18 sendinganna hafi verið teknar út á ólöglegan hátt án sinnar vitundar. Fjórar sendingar tók hann út sjálfur, þannig að tollskjöl lágu i tolli. Þær sendingar hefur hann nú greitt, samtals 200 þúsund krón- ur. En heildarupphæð hinna sendinganna er rúmlega 9 milljón krónur. „Ég var með meira af vörum heldur en ég haföi bolmagn til þess að leysa út. Ég afhenti þvi þessum manni réttinn til þess að taka þær út. Slikt er ekki óeðli- legt i viðskiptum. En ég hafði ekki hugmynd um að þær hefðu veriö teknar út á þennan hátt, fyrr en á mánudag i fyrri viku. Ég geröi þá ráöstafanir til þess aö máliö yrði tekiö fyrir hjá sakadómi og tollstjóra- embættinu. En mig furðar hvaö þaö gekk seinlega aö málið yrði tekiö fyrir. T.d. var starfs- maöur Flugleiöa ekki yfir- heyröur fyrr en I gærdag,” sagöi Asgeir, er Visir ræddi við hann I morgun. Þessar fullyrðingar Ásgeirs á eftir aö sannreyna i yfirheyrsl- um yfir manninum, sem hann kveöur hafa fengið vöru- sendingarnar. Hann var tekinn fyrir hjá rannsóknarlögreglunni i morgun. Casanova litið viðriðin málið. 1 fréttatilkynningu frá 'tollstjóra segir að Asgeir H. Magnússon og verzlunin Casa- nova hafi verið kærð vegna tollsvika sem nemi rúmlega 9,7 milljónum. Hér mun þáttur verzlunar- innar vera sáralitill. Flugfylgi- bréf einnar vörusendingarinnar var stilað á verzlunina, en reikningur sömu sendingar á Ásgeir. Fyrrverandi eigendur verzlunarinnar, þeir Finnbjörn Finnbjörnsson og Stefán Magnússon, sem seldu hana 10. nóvember sögðu i viðtali viö Visi, aö þessi tollsvik kæmu þeim á engan hátt við. „Við mótmælum þvi að nafn verzlunarinnar skuli bendlað viö þetta mál, aöeins vegna þess að eitt flugfylgibréf var stilað á hana,” sögðu þeir. „Viö höfum i höndum sannanir fyrir þvi, að þetta flug- fylgibréf var greitt af öðrum aöila. Það var einungis fyrir misskilning aö nafn Casanova var sett á það.” Tveir aðrir aöilar en Ásgeir H. Magnússon eru kæröir vegna þessa máls. Þeir eru Garðar Ólafsson heildsali, fyrir 8 ótoll- greiddar vörusendingar, þar sem tollurinn er talinn nema 2,1 milljón, og Matthias Einarsson, heildsali, fyrir 2 vörusendingar, þar sem tollgjöld nema tæpum 2,6 milljónum. Þessir tveir aöilar hafa þegar greitt megin- hluta tollsins, eöa tæpar 3 milljónir. Þess má geta aö Asgeir og Garöar Ólafsson eiga nú Casa- nova ásamtþriöja aðila. -ÓH. Þeir Ijónheppnu leyna á sér Verður velta Happdrœttis Háskólans 2 milljarðar nœsta ár? Þeir ljónheppnu hafa að svo stöddu ekki viljað koma fram i dagsljósið. Þetta eru þeir tveir karimenn, sem i gær hrepptu sinar fjórar milljónirnar hvor hjá Happdrætti Háskólans. 1 gær var dregiö I 12. flokki og komu f jórir tveggja milljón króna vinningar á miöa númer 10409. Allir miðarnir fjórir vdru seldir hjá Aðalumboðinu i Reykjavik. Tvo af miðunum átti maður, sem einnig átti tvennur beggja megin við númerið. 1 kaupbæti fær hann þvi 400 þúsund. Hinn vinningshafinn átti einnig tvennu og fær þvi fjórar miiljónir sléttar. Hálf milljón kom á númer 9227. Tveir af þeim miöum voru seldir á Siglufiröi, sá þriöji á Akureyri og sá fjórði á Egilsstöðum. Miöar númer 1579 fengu 200 þúsund. Þeir miðar voru seldir I Reykja- vlk og I Hafnarfirði. „Það kemur alltaf fyrir, aö menn biöji okkur um að skýra ekki frá þvi opinberlega, að þeir hafi hlotið þann stóra,” sagði Páll H. Pálsson, forstjóri happdrættis- ins. „Þaö fer þó yfirieitt svo aö lok- um, aö þetta spyrst úr um bæinn. Þó man ég eftir þvi fyrir allnokkrum árum, aö maöur einn hreppti vinninginn, og hélt þvi mjög leyndu. Hann fékk meira að segja umboösmanninn til að sækja fyrir sig vinninginn og fór fram á, aö hann yröi inntur af hendi i reiðufé en ekki ávlsun stilaöri á sig,” sagöi Páll. ,,Þaö fréttist aldrei, hver þessi maöur var, en aö sjálfsögöu gengu þær sögur um bæinn, aö 1 gær voru dregnir út 14 þúsund vinningar hjá Háskólanum. ór tromlunni eru dregin út númerin og úr kassa upphæö vinnings. Dráttur hófst kiukkan 11 gærdag og stóö fram eftir kvöldi. t nótt var svo unniö aö þvl aö lesa saman tölur. Ljósm. Bragi. hér væri um aö ræöa þennan og hinn stórlaxinn. Svo var það nokkru siöar aö ég hitti i samkvæmi mann, sem var nokkuð stórt nafn i viöskiptalif- inu. Hann kom að máli við mig og sagði, aö hann heföi aö visu ekki hreppt stóra vinninginn, en hann hefði veriö einn afþeim,sem sög- ur gengu um að heföi fengiö þann stóra. En það heföi komiö aö sömu notum og sjálfur vinningurinn þvi nú stæöu állir bankar og lána- stofnanir honum opnar,” sagði Páll. 1 gær voru dregnir út samtals 14 þúsund vinningar aö verömæti 176 milljónir króna. A þessu ári seldust miðar fyrir 240 milljónum meira en i fyrra. Nú liggur fyrir alþingi frumvarp um að Happ- drætti Háskólans veröi heimilaö að selja nýjan flokk miöa meö fimm miðagildum. Hæsti vinningur samkvæmt þvi yröi þvi 18 milljónir. Ef alþingi samþykk- ir þetta frumvarp kæmi velta Happdrættis Háskólans til meö aö vera nær tveir milljarðar næsta ár. — JB. Innanríkismól róðuneytisins ## ## — segir ríkisstjórnin um brottvikningu dr. Braga Jósepssonar Ofstjórnun, vanstjórnun, skipu- lagsieysi og óviðunandi starfsaö- staöa eru þeir helztu þættir, sem dr. Bragi Jósepsson, fyrrverandi deildarstjóri i menntamálaráöu- neytinu, gagnrýndi i þvi bréfi sinu til menntamálaráöherra, sem ásamt timaritsgrein og dreifingu ákveöinnar skýrslu ieiddi til fyrirvaralausrar uppsagnar hans. Kæruefni dr. Braga er i 28 liö- um og beinist meðal annars að óljósri verkaskiptingu innan ráöuneytisins, að gengið sé fram hjá deildarstjórum, skýrslusöfn- un i lágmarki og ekki unnt að nýta þær að gagni, mannaráðning sé stundum vafasöm og stundum ekki i samræmi við þarfir, og hús- næöi ráðuneytisins sé hið óhentugasta i alla staði. Dr. Bragi gekk I gærmorgun á fund forsætisráðherra vegna þessa máls, en rikisstjórnin haföi þá fjallað um máliö og komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri „innanrikismál” menntamála- ráöuneytisins. Forsætisráöherra haföi undir höndum greinargerð ráöuneytisstjóra um ástæður til brottvikningar dr. Braga, en taldi sig ekki hafa heimild til að sýna hana. Hins vegar kvaðst hann myndu beina þeim tilmælum til menntamálaráðuneytisins, aö greinargerðin yröi birt. „Nú er það stóra spurningin,” sagði dr. Bragi i morgun. „Verð- ur greinargeröin birt, eða á hún aö veröa leyniskjal ráöuneytis- ins? Ég fyrir mitt leyti geri kröfu til þess, að allir fletir þessa máls veröi gerðir almenningi kunnir.” - SH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.