Vísir


Vísir - 21.12.1974, Qupperneq 3

Vísir - 21.12.1974, Qupperneq 3
Visir. Laugardagur 21. desember 1974. 3 Brœður tveir lentu í snjóskriðu ó Seyðisfirði: Annar skorðaðist undir hluta af fjárhúsþakinu — hinn bjargaðist úr skriðunni af eigin rammleik — um þriðjungur fjórins kramdist til bana „Þegar Eyjólfi tókst aö klóra sig upp úr snjóflóðinu, sem hafði hrifiðhann með sér, tók hann að kalla á bróður okkar, sem með honum hafði verið. Þegar hann heyrði svarað, hljóp hann eftir hjálp en tók svo að moka á hijóðið. Eftir svo sem hálftlma tókst að bjarga yngri bróðurn- um úr flóðinu.” Eitthvað á þessa leið skýrði Daði Kristjánsson á Selstöðum I Seyðisfirði frá þeim atburöi, er snjóflóð lenti þar á fjárhúsi, þar sem tveir bræður hans voru staddir. „Það var um hálf ellefuleytið I morgun að tveir bræður mínir, Eyjólfur, 23ja ára, og Ómar Bjarki, niu ára, voru að fara til gegninga. ómar var kominn inn I fjárhúsið, en Eyjólfur var að moka frá þvi. Þá heyrði Eyjólf- ur allt i einu dyn og sá snjóflóð koma á miklum hraða. Hann reyndi að hlaupa undan þvi, en komst ekki nema fáa metra, áð- ur en flóðið hreif hann með sér. Hann barst með þvi nokkurn spöl, en tókst siðan að rifa sig upp úr þvi. Þá sá hann ekki örla á húsunum. Hann byrjaði strax að kalla á ómar Bjarka, og var fljótlega svarað. Eftir svo sem hálftima varkomið niður á strákinn, sem lá undir hluta af fjárhúsþakinu, alveg skorðaður. Hann hafði staðiö upp við stoð I húsinu og skorðast þar. Hann var alheill og hinn hressasti. Björgunarsveitir frá Seyðis- fjarðarkaupstað komu fljótlega á vettvang með báti og komust á land á gúmmibáti. Það var ekki vogandi að fara á snjóbil vegna snjóflóðahættu. Núna undir kvöldið er verið að ljúka við að moka upp úr rústunum. 1 húsinu voru 130 ær og eru um 40 þar af dauðar. Þær höfðu kramizt og sumar þeirra, sem lifa, eru lim- lestar. Við getum þrengt þeim, sem eftir verða, i önnur hús hér heima. Við höfum tvö önnur fjárhús og hesthús. Fyrir ofan fjárhúsið, sem varð fyrir flóðinu, var litil hlaða. Hún og fjárhúsin færðust fram um þrjá til fjóra metra og lögðust svo fram yfir sig. Þetta var lítil hlaða og ekki með miklu heyi, en það sem i henni var er dreift um allt. Aðalheyið var i stórri hlöðu við annað fjárhús- anna, sem eftir standa. Annars munaði ekki nema hársbreidd, aðflóöið lenti lika á öðru þeirra. Þetta snjóflóð er um 60-70 metrar á breidd, og rann alla leið fram i sjó. Við höldum, að það hafi komið hátt ofan úr eggjum. Við höfum ekki séð upp eftir fjallinu, þvi að hér er glórulaus hrið, en það má ætla, aö fleiri flóð geti komið hér. Annars hefur ekki komið snjó- flóð á þessum stað fyrr. Fönnin er orðin býsna mikil hér, tekur manni i mjöðm.” Selstaðir standa um 10 km út með Seyðisfirði að norðanverðu. Bóndi þar er Kristján Eyjólfs- son, og heimilismenn eru sjö talsins. _ sh =ss~ 38 þúsund „vel boðlegt" Við höldum verðbólgujól. Hversu dýr eru þau fyrir meðal- fjölskyldu? Það er geysi mis- jafnt, úr hve miklu menn hafa að spila, og einnig er mikill munur á, hvernig menn taka hátlöirnar. Okkur telst þó til, að 38 þúsund krónur gætu veitt fimm manna fjölskyldu mjög „boðlegt” jólahald, I verald- legum gæðum reiknað. Margir munu ekki ráða við sllka eyðslu. Sumir fá vlxil. Hve mikið fer i hátiðamatinn? 2500 krónur á hverja máltið væri nokkuð gott fyrir þessa fjöl- skyldu. Sé ein hátiðamáltið á dag, aðfangadag, jóladag og annan i jólum, kosta þær alls 7500 krónur. Menn gefa mismikið, en tvö þúsund króna jólagjöf er boðleg hverjum sem er. Ef fimm manna fjölskyldan gefur „sjálfri sér” fimm gjafir, kostar það 10 þúsund. Viö hugsum okkur að tvær slikar gjafir séu gefnar öðru fólki. Þetta verða alls 14 þúsund. Þótt biskup sendi ekki jóla- kort, munu flestir halda þeim sið til streitu. Algengt virðist, að fólk sendi um 30 kort, þótt það sé mjög misjafnt. Kostnaður við kortin yrði þá um 1000 krónur. Svo má ekki gleyma fata- kaupunum Nú virðist talsvert i tizku, að telpur fái siða kjóla til að spóka sig i um jólin. Eftir viðtöl’við fjölskyldur höfum við sett 10 þúsund krónur til fata- kaupa fimm manna fjölskyldu fyrir jólin. Um þetta má auðvitað lengi deila. Vinföng kaupa mjög margir til jólanna, þvi er ekki að neita, og ætlum við tvö þúsund krónur til þess. Jólatré gæti kostað þúsund krónur. Rjómaisterta kostar ekki minna en 3-400, og allmörg hundruð munu fara i bakstur, öl og gos, skreytingar og fleira. Að öllu samanlögðu fáum við út úr þessu dæmi um 38 þúsund krónur. Margir komast af með minna, en margir eyða lika miklu meiru. —HH Nœr öll mannvirki sópuðust burtu Þetta er skipulagskort, sem almannavarnir höfðu I gærkvöldi á stjórnborði sínu, og sýnir það svæðið, sem snjófíóðið lagði undir sig og þau mannvirki, sem flest hver eyöilögðust I snjó- flóöinu. Útilokað er að gizka á hvert verðmætatjón hefur orðið i snjóflóðinu, en örugg- lega nemur það hundruðum milljóna eða jafnvel millj- örðum króna. Mest er þó manntjóniö, sem aldrei verður bætt. —JBP— %■- :v •v «• • ■ * Styttur Tékkneskar, þýzkar og Italsk- ar fjölbreyttar geröir. Bæheimskristall hand- skorinn og mótaður, i mjög miklu og fallegu úr- vali. Smlðajárna „skúlptúr” með og án kertastjaka. Sérstök gjafavara, aðeins örfáir hlutir. Kynnið ykkur okkar mikla og góða vöruúrval. Gjafavörur á verði fyrir alla. Við keppum að því að geta aðstoðað þig við gjafakaupin. Hvernig er með laxveiði- manninn i fjölskyldunni? Er ekki hægt að friða hann núna i skammdeginu og gefa hon- um styttu af Laxi? SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 13111

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.