Vísir - 21.12.1974, Side 5

Vísir - 21.12.1974, Side 5
Vlsir. Laugardagur 21. desember 1974 5 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: G.P. ÍRAfár í London Það gengur ekkert lit- ið á, þegar hryðjuverka- menn IRA fara á stúf- ana. Heilu hverfin i Lon- don leika á reiðiskjálfi, þegar sprengjur þeirra springa. Uppáhaldsfelustaðir þeirra eru bflar, sem lagt er fyrir utan ein- hverjar opinberar stofnanir, verzlanir eða samkomustaði á borð við krár og kvikmyndahús. Það var ekki mikið eftir af bif- reiðinni, sem þeir notuðu i New Comptonstræti núna I vikunni. Leifarnareru uppi á Volkswagen- bilnum, sem liggur á hliðinni. Metfangavist Johnson Van Dyke Grigsby (89 ára) hrosti breitt, þegar hann sté út úr Indianarikis- fangelsinu, og hafði lika ástæðu til. Hann var loks að losna úr prisundinni eftir met- fangavist — 66 ár. Hann var dæmdur 1908 i lifstiðarfangelsi fyrir inorð, sem hann framdi yfir pókerspili, en var nú loks náðaður á dögunum. Rausnarvinur Dick Nixons „Bebe” Rebozo, bankastjór- inn og kaupahéðinninn, sem fyrst komst i fréttir fyrir rausn- arleg framiög I kosningasjóð Nixons vinar sins, sést hér á myndinni fyrir neðan i banka sinum. Bankinn var rændur á dögunum. Á meðan ránið var framið, var „Bebe” staddur I bæjarþingi að tala fyrir umsókn sinni og Nixons um að gatan fyrir framan heimili þeirra verði gerð að einkavegi og lokuð almennri umferö. Horfinn Myndin hér við hliðina er af John Stonehouse, fyrrum póst- málaráðherra Breta, sem hvarf með dularfullum hætti fyrir nokkru. Tékkneskur njósnari segir, að hann hafi njósnað fyrir Tékka, en Wilson forsætisráö- herra hefur borið allar fréttir | um slikt til baka. Villt'á'ann! „Fæ ég bara bronzpening?” sagði Ali, þegar borgarstjóri New York, Abe Beam, sæmdi hann æðsta heiðursvott borgar innar á dögunum. — Borgar- stjórinn lézt sármóðgaður og spurði boxarann „hvort ’ann væri að snapa sér einn á lúður- inn?”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.