Vísir - 21.12.1974, Side 7

Vísir - 21.12.1974, Side 7
Vísir. Laugardagur 21. desember 1974. 7 NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150-19192-27788 Jón Oddur og Jón Bjorni Jón Oddur og Jón Bjarni Höf.: Guðrún Helgadóttir. Myndir: Kolbrún S. Kjarval. Útg.: Iðunn, Reykjavík 1974. Þótt mikið komi út af barnabókum fyrir hver jól/ eru ekki margar nýj- ar barnabækur, sem að mínu mati geta talist góð- ar. Þessi bók er ein af þeim. Þetta er hressileg bók, full af kímni og skemmtilegum atvikum, sem bæði börn og full- orðnir hljóta að hafa gaman at. Þótt þetta sé fyrsta bók höf- undar eru ekki á henni að sjá nein missmiði né viðvanings- brag. Höfundur ætlar sér hvergi um of, hann setur sér i upphafi ákveðinn ramma og gerir efn- inu fullkomin skil innan hans. Hvergi er reynt að takast á við flókna persónusköpun né félagslega ádeilu. Söguþráður- inn rennur áfram snurðu- og áreynslulaust i gegnum lif bræðranna Jóns Odds og Jóns Bjarna og fjölskyldu þeirra. Frásagan verður skemmtileg af þvi að þetta eru fjörmiklir strákar, fullir af uppátækjum, sem höfundur hefur sýnilega heilmikinn smekk fyrir. Þótt sagan sé raunsæ mynd af venjulegri reykviskri ,,mið- stéttarfjölskyldu” eru efnistök höfundar nýjung i islenskri barnabókargerð. Efnið er sótt i hverdagsheim, sem við könn- umst ótrúlega vel við, en hann verður þó aldrei hverdagslegur eða leiðinlegur séður með aug- um höfundar. t bókinni er ekki að finna predikun af neinu tagi. Ekki gætir heldur óhóflegrar einföldunar. En það hefur lengi viljaö brenna við hér á íslandi sem og erlendis, að barnabækur væru með geysilegum einföldunum og alhæfingum, notaðar til aö innræta börnum ýktan móral samfélagsins, sem þau búa i. Barnabækur hafa þannig aö nokkru leyti verið heimur út af fyrir sig, þar sem einfaldar reglur gilda og eru i heiðri hafð- ar af öllu góðu fólki. Vonda fólkið i slikum bókum er alltaf mjög vont og oftast óforbetran- legt. Aðalpersónur þessarar bókar, tviburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni, finna að visu upp á öllu mögulegu og ómögulegu, sem ekki fellur I kramið hjá fullorðna fólkinu og kallast þvi i daglegu tali prakkaraskapur eða óþægð. Þeir voru þó á engan hátt óforbetranlegir. Eiginlega voru þeir ágætir báðir tveir. í fjölskyldunni eru auk bræðr- anna og foreldra þeirra, hálf- systirin Anna Jóna, sem er unglingur og litla systir Magga, sem enn þá pissar i kopp. Einnig kemur við sögu amma þeirra, sem þeir kalla ömmu dreka, af þvi að hún er kölluð erindreki legar hún flytur fyrirlestra i út- varpið, og hin ómissandi og lik- lega fágæta Soffia sem er nokk- urs konar ráðskona á heimilinu, þvi að báðir foreldrarnir vinna utan heimilis. Soffia og amma dreki eru best dregnu persónur sögunnar. Lýsingin á Onnu Jónu er lika ljómandi góð, þótt eigin- lega sé hún frekar lýsing á heil- um aldurshóp en á einni persónu. Um önnu Jónu segir á einum stað: „En Anna Jóna var ekki sem best. Hún var ungling- ur, og það vissu strákarnir að var einhver veiki. Að minnsta kosti sagði amma, að þeir yrðu að sýna henni þolinmæði, þegar hún lét eins og vitlaus, af þvi að hún var á þessum erfiöu unglingsárum. Hún grét oft, ef hún fékk ekki allt, sem hún vildi, og stundum bara út af engu. Svo voru alltaf með henni stelpur sem voru lika með þessa veiki, og þær létu alveg eins, nema þær grétu sjaldan, en hlógu hins vegar timunum sam- an, eins og einhver væri að kitla þær i iljarnar.” 1 góðum bókum kynnumst við persónunpm I gegnum orð þeirra og athafnir, rétt eins og 1 inni, i peysu með dúskum og með barnahúfu. Amma sagði að hann hefði verið svo vel uppal- inn. Aumingja pabbi, hann var ægilega asnalegur á myndinni. En samt var amma dreki oft góð. Hún átti jeppa, sem hún ferðaðist i um landið. Og stund- um fóru mamma og pabbi og krakkarnir með henni i biltúr um helgar.” Að sumu leyti minnir þessi bók mig á bækur Anne Cath. Vestly, sem flestir kannast ef- laust við. Hvort það stafar af þvi að fjallað er um lik efni og að- stæður eru svipaðar eða að bæk- ur önnu Cath Vestley eru beinlinis farnar að hafa áhrif á barnabókargerð hér uppi á Is- landi, veit ég ekki, enda skiptir liklega ekki miklu máli hvort heldur er. Bókin er með skemmtilegum og nýstárlegum myndum, sem falla einkar vel að efni og stil bókarinnar. Af þessari bók gætu þeir sem lengur hafa starfað aö barna- bókagerð mikið lært. sjálfu lifinu. Þannig kynnumst við þeifn ömmu dreka og Soffiu og reyndar fleiri persónum, sem of iangt mál yrði upp að telja. Alla bókina eru að bætast við drættir i mynd þeirra, hún verð- ur fyllri og fyllri og i bókarlok finnst manni að maður þekki þessar konur allvel, jafn vel svo að maður myndi heilsa þeim á götu, ef maður rækist á þær. Um ömmu dreka segir i byrjun bókarinnar: „Amma dreki var á móti blokkum. Hún hafði hald- ið um það erindi i útvarpið. Hún sagðí að þær væru ómanneskju- legar, eða eitthvað svoleiðis. En það var ekkert nema vitleysa. Hún gat ekkert vitað um, að þaö var betra að búa i blokk. Aldrei þurfti hún að nota vegasölt eða rólur.” Og seinna segir um ömmu dreka: „Amma átti mynd af pabba, þegar hann var sex ára eins og þeir, og hann var alveg eins og aumingi á mynd- eftir Bergþóru Gísladóttur Hefuróu hey rt Svartaskóg nefndan? Svartiskógur er fremur lítið hérað i suðvestur hluta Vestur-Þýzkalands. Á þýzku heitir það Schwarz- wald. í þessu héraði þykja hafa búið einhverjir beztu handverks- og iðnaðarmenn Þýzkalands, og hafa þær iðnaðarvörur, sem frá Svartaskógi hafa komið, þótt vera í svo háum gæðaflokki, að smám saman hefur orðið til orðatiltækið „Schwarzwálder- Qualitát", eða Svartaskógar-gæði. — SABA verk- smiðjurnar víðkunnu eru einmitt í Svartaskógi, enda hafa þær átt sinn ríkulega þátt i að byggja upp það ágæta orðspor, sem af héraðinu fer. — Aðaltækið í þeirri hljómtækjasamstæðu, sem við bjóðum hér, er frá SABA, og ber það tegundarheitið Studio 8730. Studio 8730 er sambyggt úr eftirfarandi tækj- um: Útvarp með FM-stereo-bylgju með fimmskiptu forvali, langbylgju, miðbylgju og stuttbylgju + 2x9 sínus/RMS watta magnari, sem hefur innan við 0,1% bjögun við hámarksútgangsstyrk og er gerður fyrir stereo- eða fjórvíddarnotkun (SABA quadros- onic) + 3ja hraða plötuspilari, sem fullnægir vel öllum kröfum skv. DIN 45.500, eins og aðrir hlutar Studio 8730, og er með DMS-200 segulþreif. Há- talararnir eru af gerðinni SCANDYNA HT-35F, og er tónsvið þeirra 35—20.000 rið og flutningsgeta hvors þeirra allt að 80 wöttum. — Heildarverð þes- arar samstæðu, sem er óvanalega vönduð og traust, er kr. 126.700,00, og er hún fáanleg bæði i valhnotu og hvítu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.