Vísir - 21.12.1974, Page 15

Vísir - 21.12.1974, Page 15
Vísir. Laugardagur 21. desember 1974. 15 Ford dregur saman seglin Ford-bilaverksmiðjurnar skýra frá þvi, að þær séu tilneyddar til að skera framleiðslu sina niður um fjórðung á fyrstu þrem mán- uðum ársins 1975. Af þvi leiðir, að 48.700 verkamenn á þeirra snær- um standa uppi atvinnulausir i sjö vikur. Ford ætlar að framleiða 170 þúsund færri fólksbila og 32 þús. færri vörubila. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir, að 610 þúsund fólksbilar væru komnir út úr verksmiðjunum i marz og 210 þúsund vörubilar. BÆKUR YswS. Næturhiminninn Bjöllubók, nýkomin út, heitir Næturhiminninn, og fjallar um stjörnur og stjarnkerfi. Þetta er bók miðuð einkum við hæfi barna og unglinga, en fólk á öllum aldri mun geta notið hennar engu sið- ur. 1 bókinni er fjöldi skýringar- mynda I litum, en þýðingu annað- ist Guörún Karlsdóttir, bókavörð- ur. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur, las handritiö yfir. Bókin er 52 blaðsiður að stærð og kostar kr. 475,-. Jón ósmann ferjumaður Kristmundur Bjarnason hefur skráð sögu Jóns Ösmanns, hins landskunna ferjumanns við Vest- urós Héraðsvatna i Skagafirði, en Jón var svo stórbrotinn og sérstæður á flesta lund ', að sög- urnar um hann eru þjóðsögum likastar. A kápusiöu segir að hann hafi vart átt sinn jafningja aö karlmennsku og llkamsburðum, ,,en eigi var síður rómuð mann- göfgi hans.” Sýslusjóður Skaga- fjarðarsýslu og Sögufélag Skag- firöinga gefa bókina út, hún er 232 blaðslður að stærð og kostar kr. 2230,- Snati og Snotra Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér fjórðu útgáfu barnabókar- innar Snati og Snotra, sem hefur yljað mörgu ungmenninu um hjartarætur bæði fyrr og siðar. Söguna skrifaöi Steingrimur Ara- son, sem samdi og þýddi fjölda barnabóka um dagana, og var einn virtasti . kennari landsins. Bókin er 75 bls. að stærð og kostar kr. 179,-. Billinn Blllinn heitir ný Bjöllubók, sem flestum unglingum mun þykja skemmtileg og fróðleg. Hún fjall- ar um og skýrir á einfaldan og greinilegan hátt helztu hluta blls- ins, eðli þeirra og tilgang. Marg- ar myndir eru til skýringar. Arni Sigurbergsson, flugmaður, þýddi bókina, en Guöni Karlsson, bif- reiðaeftirlitsmaður las handritið yfir. Bókin er 52 slöur og kostar kr. 475,- Ljós, speglar og linsur Ný Bjöllubók er Ljós, speglar og linsur, og segir hún á einfald- an hátt frá ýmsum tilraunum og gerðum tækja til að rannsaka ljósið og áhrif þess. Góöar skýringarmyndir eru i bókinni. Þýðendur eru Herdis Sveinsdóttir kennari og Ragnhildur Helga- dóttir, kennari og bókavörður, en Orn Helgason, eðlisfræðingur, las yfir. Bókin er 52 siöur og kostar kr. 475. FRÁ! FRÁ! Þessi frumlega Ijós- mynd var í fyrra kjörin fréttamynd ársins 1973 af íþróttal jósmyndurum í Þýzkalandi. — Hún var birt undir fyrirsögninni „ Endaspretturinn". Þeir í Þýzkalandi eru mjög áhugasamir um hjól- reiðar og eiga margar kempur í þeirri íþrótt. — Heldur minnkaði þó hróður þeirra eftir þessa mynd. Þar til Ijósmyndarinn upplýsti, að það hefðu ver- ið kapparnir, sem fóru fram úr konunni, en ekki öf ugt. Efst á vinsældalistanum Sem betur fer, eru mörg eða jafnvel flest þeirra tækja, sem við höfum á boðstólum, vinsæl, en þessi tvö slá þó öll met. Bæði eru þau framleidd af SUPERSCOPE verksmiðjunum amerísku, og er skýringin á vinsældum þeirra einfaldlega sú, að hvorttveggja eru þetta góð og ódýr tæki. Kassettu- segulbandstækið heitir C-101, og býður það upp á alla þá notkunarmöguleika, sem gerast í svona tæki, m.a. hefur það innbyggðan, sjálfstillandi hljóð- nema, úttak fyrir aukahátalara og gengur hvort heldur er fyrir rafhlöðum eða 220V húsarafmagni, þar sem i því er innbyggður spennubreytir. Sam- byggða útvarps- og segulbandstækið, sem heltir CR-1300, er mikið og veglegt tæki, og er útvarpið með FM-bylgju, langbylgju og miðbylgju. Segul- bandshluti CR-1300 tækisins hefur alla sömu eigin- leika og C-101 tækið. — Verðið á SUPERSCOPE C-101 er kr. 12.900,00 og á CR-1300 kr. 24.700,00. NESCO HF Lefaandi fyrírtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.