Vísir - 21.12.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 21.12.1974, Blaðsíða 20
20 Visir. Laugardagur 21. desember 1974. q □AG | D KVÖLD | Q □AG | D KVÖLD | Q □AG | | * Sjónvarp laugardag kl. 21.05: Almenningur kaupir „rammagerðamyndir" — ný kvikmynd Ólafs Hauks Símonarsonar og Þorsteins Jónssonar um listneyzlu almennings „Ég á ekki von á sliku fjaðrafoki kring um þessa mynd og varð um „Fisk undir steini”. Ég býst við, að fólk hafi að mestu blásið úr nösunum um þá mynd. ,,Gagn og gaman” kemur heldur ekki beint við hagsmuni manna, likt og hin myndin gerði”. Þetta sagði Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur, er Vísir ræddi við hann. A dagskrá sjónvarpsins i kvöld, laugar- dagskvöld, verður sýnd kvik- mynd, sem Ólafur og Þorsteinn Jónsson hafa gert fyrir sjón- varpið. Hún nefnist „Gagn og gaman”, og fjallar um, eins og segir i dagskránni, stöðu lista- manna og samband þeirra við almenning. ,,t þessari mynd ræðum við við þessa tvo hópa, listamenn og almenning. Listamennirnir eru eingöngu myndlistarmenn. Þeir gera grein fyrir hverjir séu kaupend- ur að myndum þeirra. Það kem- ur m.a. fram, að það er yfirleitt sama fólkið, sem kaupir myndirnar. OLLUM OFAR JpGudíónsson hf. Shulagötu 26 • 0rb dagöinö# •á ^íkureprij • öími 2 18 40* J-^ringiíi ogj • fjluótib!.....• ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hin umdeilda Er komin út á íslenzku Ognirnar hófust svo hægt, aö þau heföu getaö gleymt þeim. Hávaöi í herbergi Regan, undarleg lykt, húsgögn á röngum staö, fskuldi. Smávægis óþægindi, sem leik- konan Chris MacNeil, móöir Regan, gat auö- veldlega skýrt á eölilegan hátt. Breytingarnar á hinni ellefu ára Regan voru svo hægfara, aö Chris, sem var önnum kafin viö nýja kvikmynd, tók um tíma ekki eftir því, hversu mjög hegöun dóttur hennar haföi breytzt. Og þegar hún geröi þaö loks- ins, leiddu endalausar læknisfræöilegar rannsóknir ekki til neinnar niöurstööu. Sjúk- dómseinkenni stúlkunnar uröu slfellt haröari og hræöilegri. Þaö var eins og nýr persónuleiki heföi tekiö bólfestu I líkama hennar. Andrúmsioftiö á heimilinu var þrungiö illsku. 1 örvæntingu sinni sneri Chris sér til Damien Karras, jesúltaprests, sem jafn- framt var geölæknir og fróöur um djöfla- dýrkun og djöfulæöi. Voru einhver djöfulleg öfl aö verki? Var hægt aö særa sjúkdóminn á , brott, þegar geölækningarnar brugöust? Damien Karras streittist gegn hugmynd- inni. Kirkjan hefur um langan aldur veriö vantrúuö á djöfulæöi. En loks var um líf og dauöa Regan aö tefla. Og þá féllst kirkjan á, aö tími væri kominn til aö beita særingum í hættulegri baráttu prests og hins illa anda. Frásagan af særingunni mun snerta alla lesendur þessarar óvenjulegu og trúarlegu bókar. Hún mun llka hafa áhrif á efahyggju þeirra, sem telja öll fyrirbæri heimsins skýr- anleg á nátturlegan hátt. Regan var haldin illum anda HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK Ólafur Haukur Slmonarson rit- höfundur. Þorsteinn Jónsson kvikmynda- gerðarmaður. Við förum á stóra vinnustaði, og spyrjum fólk þar um lista- verkakaup þess. Svör fólksins leiða ýmislegt i ljós. Margir telja sig ekki hafa efni á þvi að kaupa svona verk, og aðrir hafa ekki áhuga fyrir þeim”, sagði Ólafur Haukur. Hann sagði ennfremur, að þegar fólk var spurt, hvað það notaði af myndlist, þá hefði komið I ljós, að meirihlutinn hallaðist að svokallaðri „rammagerðamyndlist”. Rætt er við sex myndlistar- menn i þessari mynd. Meðal þeirra má nefna Hring Jó- hannesson, Veturliða Gunnars- son, og Jónas Guðmundsson. Auk þess að fjalla um kaup- endur að verkum sinum, skýra listamennirnir i fáum orðum ætlunarverk sin og tilganginn með þessari iðju sinni. „Það sem kom mér mest á óvart i samtölum okkar við fólk á vinnustöðum, var það hversu ákveðnar skoðanir það hafði á myndlist. Það átti mjög auðvelt með að tjá sig um viðfangsefn- ið”, hélt Ólafur Haukur áfram máli sinu. „Þvi hefur oft verið haldið fram hjá sjónvarpinu, að það sé ekki hægt að ræða við almenn- ing um þessi mál, þvi að fólk hafi engar fastmótaðar skoðan- ir um þau. Hér reyndist annað koma i ljós”. „Gagn og gaman”, sem er önnur mynd þeirra félaga ólafs og Þorsteins um listneyzlu, hefst kl. 21.05 laugardagskvöld. —ÓH Bókakynning í útvarpi Sinna jóla- bókaflóðinu t jólabókaflóðinu mega fjöl- miðla*nir hafa sig alla við að kynna hinar nýútkomnu bækur. Liklega stendur útvarpið sig einna bezt hvað þetta snertir, þótt reyndar sé litið gert af þvl að fjalla sérstakiega um bæk- urnar. Mest er gert af þvi að lesa kafla upp úr þeim. Um helgina verða þrir bóka- kynningaþættir. A laugardag kl. 17.30 verður lesið úr nýjum barnabókum. Gunnvör Braga Sigurðardóttir sér um þáttinn, en Sigrún Sigurðardóttir kynnir. Um kvöldið sér Andrés Björnsson útvarpsstjóri um kfM; Það má hafa sig allan við ab kynna sér hinar nýju bækur, ef hafa á undan flóðinu, likt og þessi — ja, strákur eða stelpa, það er ekki gott að segja — er að gera. þáttinn „A bókamarkaðnum”. Dóra Ingvadóttir kynnir. Við fáum svo aftur að heyra i Dóru i sama þætti á sunnudags- kvöld. ÓH Útvarp sunnudag kl. 11.00: Guðsþjónusta í útvarpssal Tœknimaður ekki síður mikilvœgur en prestur Ctvarpshlustendur fá að heyra óvenjulega messu á sunnudagsmorgun. Messan er nefniiega hijóð- rituð í útvarpssal, og tónlistin leikin af piötum. Það eru æskulýðsfulltrúar Þjóðkirkjunnar, þeir séra Guðjón Guðjónsson og Guð- mundur Einarsson, sem eiga heiðurinn af undirbúningi þess- arar messu. Guðjón sagði i viðtali við Visi, aö á Þorláksn essu i fyrra hefðu þeir séð um messu svipaðs eðlis. Hefðu margir hringt og lýst yfir ánægju sinni vegna hennar. „Messan er byggð nákvæm- lega eins upp og aðrar messur, og þannig berst hún hlustand- anum til eyrna. Við gefum tónlistinni stóran þátt i messunni. 1 stað þess að heyra i einum kór eins og venjulega, fá útvarpshlustendur að heyra það sem jafnvel má kalla það bezta, sem völ er á i kirkjulegri tónlist. Kaflar úr h-moll messu og jólaoratoriu Bachs verða fluttir, og prédikunin verður flutt á milli kaflanna. Og eins og i öllum messum verður pistill og guðspjall”, sagði Guðjón. Auk þeirrar tónlistar, sem hann nefndi, má geta sálma- söngs þriggja kóra, Kirkjukórs Akureyrar, Skálholtskórsins og Ljóðakórsins. Einnig leikur dr. Páll tsólfsson niðurlag Caconnu sinnar við stef úr Þorlákstiðum. „Við erum aðeins þrir, sem sjáum um þessa messugjörð, þ.e. ég og Guðmundur, og svo tæknimaður útvarpsins. Hans hlutur er ekki svo lítill,” sagði Guðjón að lokum. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.