Vísir - 23.12.1974, Page 14

Vísir - 23.12.1974, Page 14
38 Vísir. Mánudagur 23. desember 1974. SJÓNVARP UM JÓLIN Sjónv., annan jólad. kl. 20.35: Heimsókn: ^Mér var úthlutað einum degi til þess að taka mynd á islenzkum sveitabæ að vetrar- lagi”, sagði ómar Ragnarsson, sem er með Heimsókn á annan dag jóla. „Þaö þýddi, áð velja varð bæ, þar sem búast mætti við þvi með sæmilegum likindum að fá ekki auða jörð og rigningu. Þess vegna varð bærinn að standa sæmilega hátt og vera á réttum stað á landinu. Svo merkilega vildi til, að þegar búiö vár að yfirfara alla bæi, var það aðeins Staðarbakki i Hörgárdal, sem uppfyllti öll skilyrði. A Staðarbakka búa þrjár kyn- slöðir, þar er meðalbú, bærinn er hæfilega afskekktur, þar sem hann stendur i Hörgárdalnum beint bak við Hraundranga. Við vorum þarna einn dag frá morgni til kvölds og fylgdumst með venjulegu heimilisfólki á venjulegum degi. Það átti alls ekki aö sýna frægt fólk á þekktum stað, heldur aðeins hversdagsleikann eins og hann er. Ég efa stórlega, að al- menningur i þessu landi, sem að mestu leyti er þéttbýlisfólk og geysist fram hjá sveitabæjun- um I rykmekki á sumrin, hafi nokkurn tima dvalið daglangt á sveitabæ að vetri til, nema til- tölulega fáir”. VENJULEGUR DAGUR - VENJULEGT FÓLK A ifi ^ Þessi heimsókn var gerð snemma I desember og hefur þátturinn þvi verið fullgerður á tiltölulega mjög skömmum tima —SH Ómar Ragnarsson, þulur I myndinni um Hraundranga, hefur skipt um hlutverk við tæknimennina og brugöið sér á bak við myndavélina. A þessari mynd sem hann tóli, má sjá t.v. Haraid Friöriksson, Þránd Thoroddsen og Odd Gústafsson, hljóðupp- tökumann. SJÓNVARP • Mánudagur 23. desember 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Onedin skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 12. þáttur. Trúboðinn. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Efni 11, þáttar: Skip, sem James hefur á leigu, er i höfn I Frakklandi. Ahöfnin, meö stýrimann i broddi Tylking- ar, ris upp gegn skipstjóra slnum. James er kvaddur til. Hann trúir skipstjóran- um betur en hásetunum og er ákveðinn i að draga þá fyrir dóm. 21.35 tþróttir. 22.10 Stigðu ekki á skuggann þinn. Finnsk fræðslumynd úr flokki mynda um Tansaniu og þjóðfélags- og atvinnuhætti þar. í þessari mynd eru borin saman lifs- kjör smábænda i Tansaniu og Finnlandi. Þýðandi og þulur Hrafn Hallgrimsson. (Nordvision—Finnska sjón- varpið). 22.40 Dagskráriok. JpGudjónsson hf. \ Skulagötu 26 \ írMinao PLOTUPORTIÐ Laugavegi 17 Létt tóulist — millimúsik.... ottulega lát»t verft. Afteins kr. 710.00. Duke Klliiij’ton — Wt* love you madly. I’ats Doinino — Mv hliu* heaven. Nat King (’ole — l.ovt* is a many splendor thing. ('arpenters — Tlie youiij’ lover song book. I.iberace — Stranjfers tbe nigbt. l.iherace — |t> tbe time I get to Pboenix. Iloek n’Holl Kestival I, — Nill llaley, o.fl. Tbe Kingston Trio. Hurl Ives — Tbe big roek eandy mountain. Dustv Springfield — VYishin & Hoping i lie Kingston i’rio — VVbere bave a 11 tbe flowers gone Stars Sliine -- Nal King ('ole. Dean Marlin, (ilen ('ainp- bell. Judy (iarland. Tennesee Krnie Kord o.fl. I’ats Dontino — Hluberry bill. Klla l'it/.gerald — Misty Hlue IMatters — Super llits. I.ouis Armstrong — Naine Tbe Mills Hrotbers — I.a/.y Hiver. Kings of ing — Artie Sbaw, Henny (ioodinan. Duke Kllinglon o.fl. o Kountain — lligb Soeiety. I Pete i Hill llaley and tbe (’oininets — Hocking. / Hoger Miller — King of tbe Koad t Tennessee Krnie Kord — Sixleen Tons. g . SJÓNVARP • Þriðjudagur 24. desember Aðfangadagur jóla 14.00 Fréttir og veöur. 14.10 Hreindýriö. Rúdolf rauð- nefur. Bandarisk teikni- mynd um litinn kálf, sem. ekki á góöu atlæti að fagna heima hjá sér. Hann slæst þvi I fylgd með Sankti- Kláusi og lendir i mörgum ævintýrum. Sögumaður er Burl Ives, og syngur hann jafnframt nokkur lög. Þýð- andi Heba .Júliusdóttir. 15.00 Juiie Andrews Breskur þáttur með söngvum og ýmiss konar skemmtiefni i sambandi við jólin. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 15.50 Biáa teppið. Tékknesk ævintýramynd um prins, sem lærir vefnaö og hefur af margvislegt gagn i lifinu. Þýðandi Þorsteinn Jónsson. 16.35 Hlé. 22.00 islensk tónlist. Sjón- varpsupptaka frá setningar- athöfn Listahátiðar 1974. Sinfóniuhljómsveit íslands flytur Passacagliu eftir dr. Pál isólfsson. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Sinfóniu- hljómsveit íslands og kór Félags islenskra ein- söngvara flytja ísland eftir Sigfús Einarsson. Stjórn- andi Garðar Cortes. 22.20 Jólaguðsþjónusta i sjón- varpssal. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einars- son, predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór og drengjakór Akraness syngja. Organleikari og söngstjóri Haukur Guð- laugsson. Guðsþjónusta er flutt samtimis I sjónvarpi og hljóövarpi. 23.10 Gömul guðshús I Skaga- f irði. Mynd um tvær skagfirskar torfkirkjur, i Gröf og aö Viöimýri. Litast er um i kirkjunum og rifjuð upp at- riði úr sögu þeirra. Umsjónarmaður Olafur Ragnarsson. Fyrst á dag- skrá 29. mars 1970. 23.30 Dagskrárlok. Þjónninn Scanarelle og húsbóndi hans Don Juan ræðast viö. Don Juan tekur lifinu létt, en það er þungt yfir Scanarelle, sem of- býður kæruieysi húsbóndans. Sjónv. annan í jólum kl. 21.15: „Don Juan": Kvennabósinn og lygarinn Don Juan (frb. Don Sjúan) sá frægi kvennabósi og iyga- laupur trónar á skerminum annan i jóium. Þaö er uppfærsla Leikfélags Akureyrar á þessu leikriti Moliéres, sem þá verður sýnd. Upptakan var gerö i sjón- varpssal, og stjórnaði Egill Eövarösson henni, en Magnús Jónsson er leikstjóri. Leikritið fjallar um Don Juan og þjón hans Scanarelle. Arnar Jónsson leikur Don Juan, en Þráinn Karlsson þjóninn. Rauði þráðurinn I leikritinu er sú óheillaþróun hjá Don Juan, að hann gerir sifellt meira af þvi að svikja og ljúga, og sér Scanarelle, aö hannerað ánetjast djöflinum. Þegar mest gengur á, lætur hinn annars dyggi og hlýðni þjónn til sln heyra, likt og hann væri samvizka Don Juan. Ein þeirra kvenna, sem Don Juan svikur og hleypst á brott frá, er Donna Elivira, sem Þórhildur Þorleifsdóttir (kona Arnars) leikur. Eftir brotthlaupið frá Donnu Eliviru lendir Don Juan á öörum kvenmanni. Meðan hann hallar sér aö henni, hittir hann Donnu Eliviru aftur. Hann lýgur aö henni til að bliöka hana, en hún sér i gegnum hann. Að venju svikur Don Juan þennan slöasta kvenmann og lendir næst I ástarævintýrum með tveimur sveitastúlkum. Af tilviljun hittast öll þrjú I einu, en á meistaralegan hátt lýgur Don Juan sig út úr vandræðunum. Þannig heldur leikurinn áfram, og óheillaferill Don Juan lengist i sifellu, þrátt fyrir ábendingar þjónsins, M.a. lýgur Don Juan pabba sinn fullan og segist vera að bæta ráð sitt. En honum hefnist að lokum fyrir lygina. Fæstir leikaranna, sem leika I Don Juan, hafa sézt áður i sjónvarpi. —OH Donna Eiivira, leikin af Þórhildi Þorieifsdóttur. Hún reynir allt hvað af tekur til þess að næla I Don Juan, en það tekst ekki.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.