Vísir - 03.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 03.01.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Föstudagur 3. janúar 1975 NU KLÆÐIR HUNfflQ LEIKKONURNAR "w — fyrrverandi eiginkona Presleys rekur fataverzlun í Beverly Hills ,,Hér eiga allir að geta verzlað, ekki að- eins þeir riku. Auðvitað koma hingað margar leikkonur, en lika margar aðrar en þær. Yfirleitt stara þær á mig til að byrja með, þegar þær koma inn i búðina, en svo gleyma þær þvi fljótt, að ég er fyrrverandi kona Elvis Presleys.” Þetta segir Priscilla Beaulieu fyrrverandi kona Presley, en hún hefur verið allmikið I fréttunum, og þá sérstaklega þegar hún gekk i það heilaga með þeim fræga Elvis Presley, og þegar svo hjónabandi þeirra lauk, ekki fyrir svo ýkja löngu. Nú rekur hún fataverzlun i Beverly Hills, og er sagt að fatnaðurinn þar sé fokdýr, og helzt ekki á allra færi að veröa sér úti um hann. Búð hennar er mjög vel þekkt, og selur hún eingöngu fatnað samkvæmt nýjustu tizku. „Að vera eingöngu þekkt sem fyrr- verandi eiginkona einhvers, er virkilega leiðinlegt”, segir Priscilla. „Ég vinn hér sjálf á hverjum degi, einsog hver önnur útivinn- andi manneskja”, segir hún „og mér likar það mjög vel.” „Áður en ég gekk I gegnum skilnaðinn var mig farið að langa til þess að vinna úti. Mér finnst það mjög mikilvægt að hver og einn geti átt kost á þvi að komast út fyrir veggi heimilisins. Við þurfum öll á þvi aö halda”. „Ég held, að þessi verzlun komi til með að bera sig mjög vel. Að visu koma hingað marg- ir aðeins til þess að sjá þessa fyrrverandi eiginkonu Elvis, en mér er svo sem sama á meðan þeir kaupa eitthvað áður en far- ið er út”, bætir hún við og hlær. „Nú er ég eins og svo margar aðrar konur, skilin og með barn fyriraðsjá. Einnig þörfina fyrir að ná árangri út á við. Að undanskilinni 6 ára gamalli dóttur minni, er nú mikilvægast i llfi minu að fá verzlun mina til þess aðganga vel. Ég þarf líka á viðurkenningu að halda fyrir það, sem ég geri.” „Margir koma aðeins I búðina til þess að sjá fyrrverandi konu Elvis”, segir Priscilla, en hún rekur nú tizkuverzlun I Beverly . Hills. ti W .. g W kWWh.W. HWW.WW ■ Oen hir laleha nakmbildm pi prlnmiwn Chrislina chhulerw jusl rw pá Hdnlnps- rud.iklioner pi honlinonlan B t)«l Kr en {Isliensk totogcút som niort ursprunps- lorlptshninpen Hen hsr kllppi Ihop Christinps huvud mod on noknn kvinnokropp 01 h siii,or bilden som hkla. B ksktyr avslöjer hur ullendsk* tidnlngir sysleme hskl lurlAlskar bildcr pá kkndlsarl VAHO nA EIDKMCBCCAM CHRISTINA! I m Selur nektarmynd af sœnsku — og neitar að viðurkenna prmsessunni að um fals sé að rœða að villast, það var prin- sessan. En þegar betur var aö gáð, kom I ljós, að myndin var vand- lega fölsuð. Italskur ljós- myndari átti sökina, en hann sver og sárt við leggur, að myndin sé ekki fölsuö, heldur hafi prinsessan setið fyrir hjá sér I engri spjör. Þau voru mörg blööin, sem slógu ekki hendinni á móti slikri mynd og sá ítalski græddi á tá og fingri. Fleiri hafa grætt á svipuöum myndum. Til dæmis var eitt sinn fölsuð mynd af Olof Palme. Höfuð hans var sett á líkama Ricky Bruchs. Þeir, sem séð hafa Palme vita þó, að hann er ekki eins mikið vöðvafjall og Bruch. Fleiri þekktar persónur hafa oröið fyrir svipuðu, svo sem Kissinger og Elisabeth Breta- drottning. Þeir, sem falsað hafa slikar myndir, hafa þó oftast gert það i gamni og ekki reynt að fela það, að um fals væri að ræða, heldur selt þær sem slik- ar. En um myndina af sænsku prinsessunni er ekki það sama að segja, ljósmyndarinn vill ekki kannast við að hafa falsað hana. Þeir, sem vel þykjast þó þekkja málavexti, segja að höfuð Christinu hafi verið klippt út og limt á nakinn likama franskrar fyrirsætu. Það er sannarlega óhætt að segja, að mikið hneyksli varð, þegar nektarmynd af sænsku prinsessunni Christinu birtist i itölsku blaði. Menn virtu myndina fyrir sér, jú, það var ekki um Hér má sjá nektarmyndina sem ftalskur Ijósmyndari kvebst hafa tekiö af Christinu, sænsku prinsess- unni. Þeir sem vel til þekkja, segja þó aö hér sé vissulega höfuö prinsessunnar, en likami franskrar fyrirsætu... REUTER AP/NTB I IV Lestar- slys Tvær farþegalestir rákust á i Bronxhverfi New York-borgar i gær. Sextán hundruð farþegar voru með lestunum og voru tvö hundruð þeirra fluttir slasaðir á sjúkrahús. Með vissu er þó ekki vitaö, hve margir slösuðust i árekstr- inum, þvi að margir komust til læknis af eiginn rammleik. Tiu farþeganna voru taldir alvarlega slasaðir. Um 30 þúsund New York-búar lentu af þessum sökum i mestu erfiöleikum við að komast i vinnu sina I morgun. Lœknar neita yfirtíð Læknar á brezkum sjúkrahúsum hafa grip- ið til mótmælaaðgerða gegn þvi opinbera og neita núna að vinna yfir- vinnu. Þetta er I fyrsta sinn sem brezkir sjúkrahúslæknar gripa til samræmdra mótmælaaðgerða frá þvi skömmu eftir lok heims- styrjaldarinnar siðari Vinnuvika sjúkrahúslækna er lögskipuð 38 klukkustundir, og hafa læknar nú tekið höndum saman um að halda sig fast við þann tima — Venjuleg vinnuvika þeirra flestra er að öllu jöfnu milli 50 og 60 klukkustundir. Læknar eru gramir heilbrigðis- ráðherranum, frú Barböru Castle, sem hafnaö hefur kröfum þeirra um nýja launasamninga, þar sem meira yrði tekið mið af þvi verki, sem hver læknir skilaði, auk þess að hverjum og einum leyfðist að taka gjald af sjúklingum, sem læknar stunda I einkapraxis. Aðgerðir þessar ná ekki til allra brezkra lækna og ekki nema til þeirra sjúkrahúslækna, sem starfað hafa nokkur ár við sjúkrahúsin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.