Vísir - 03.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 03.01.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Föstudagur 3. janúar 1975 — 2. tbl. Jkumenn áttu í Ikrir ökumenn lentu i fiBleikum meö akstur i /kjavik i morgun, og þurfti eglan að hjálpa mönnum, fest höföu bila sina. fckki stafaöi þetta þó af þvi, Ifannfergi væri tiltakanlegt, Jdur lentu menn út úr förunum af ýmsum ástæöum. Viöa var mjög blint, skafrenningurinn náöi strik, og varö þaö til menn sáu ekki gHj fóru. Einnig r hjólförum og unum milli og uta förin. Ekki ber verulega á þar sem sér vel á þess, aö ar þeir ar út úr itöfl- hjól- að bilar séu illa búnir til aksturs en sumar geröir bila eru hæfar til vetraraksturs komast helzt ekkert nem. keöjum. Einnig mun no bera á þvf, aö menn kunna aö aka i snjó og hálku, þrátt fyrir nábýlið viö heimskauta- svæöiö. —SH ....——.............-J Tveir struku af Hrauninu — annar hefur farmiða til Kaupmannahafnar upp ó vasann Tveir fangar struku af Litla-Hrauni i gærmorgun. Annar þeirra hafði undir höndum opinn farmiða til Kaupmannahafnar, sem gildir hvenær sem er. Fangarnir eru ungir piltar, annar 19 ára og hinn 21 árs. Þeir voru viö vinnu I fangelsis- garöinum i gærmorgun ásamt 18 öörum föngum. Fangarnir unnu viö gerö netasteina og hellugerö. Mikiö hriðarkóf var og dimmt úti. Um klukkan tiu varö þess vart, aö þessa tvo vantaði i hópinn. Leit var þegar hafin, bæði I nágrenni fangelsisins og á vegum i átt til Reykjavikur. Piltarnir fundust ekki. Ef flugvélar eru ekki fullar, mun auðvelt að komast með þeim án nokkurs fyrirvara á opnum farmiöa. Flugvél frá Flugleiðum átti að fara til Kaupmannahafnar um niuleytið I gærmorgun. Henni seinkaði hins vegar og fór ekki fyrr en um tólfleytið. Er þvi ekki loku fyrir þaö skotið, aö fanginn hafi náð þeirri flugvél, ef hann hefur haft snör handtök. Taliö er, aö fangarnir tveir hafi annaðhvort farið á puttanum til Reykjavlkur eöa bill hafi komið til aö sækja þá. Fangelsishliðið var opiö, og munu piltarnir hafa laumazt þar út, þegar snjóhryöjur gengu yfir. ' Piltarnir tveir komu samtimis á vinnuhæliö aö Litla-Hrauni I byrjun desember. Lögreglan á Keflavikurflug- velli var látin vita I morgun af þessu máli, og var flugvél til Kaupmannahafnar I morgun höfö undir eftirliti. Sú vél fór I loftiö klukkan tiu, án þess að fangarnir geröu tilraun til að komast um borö I hana. —ÓH Skelfing greip um sig í íbúðablokk — Baksíða Skemmdar- vörgum refsað — Baksíða Verkamenn í kulda og trekki — Baksíða Ofsarok á Eskifirði: Bílar fœrðust úr stað Fárviöri gekk yfir Eskifjörö snemma i gærmorgun. Geysi- hvöss vestan átt var, og er mest blés frá þvi um hálffimm um morguninn til hálfsjö, fuku þakplötur af nokkuö mörgum húsum. Þak á einu húsanna á Eski- firöi lyftist af stafni og hrundi klæðningin innan úr þvi. Algjörlega óstætt var úti viö og færöust jafnvel bilar úr stað. Þannig var það t.d. um sendiferöabil, sem stóð á bersvæði, að hann færðist um 6-8 metra, en alltaf á hjólunum samt. Ómögulegt var að komast að bilnum til að koma honum i skjól vegna þess, hve hvasst var. Veðrið lægði, er leið að hádegi, og I morgun var hið bezta veður á Eskifirði. —JB VÁ! - ER ÞAÐ NÚ KULDINN! Þær höföu búizt viö þvi, aö hér væri kalt, en ekki svona svaka- lega, sögöu bandarisku hand- knattleikskonurnar, sem i kvöld, leika sinn fyrsta lands- leik um ævina I Laugardals- höllinni. Þær komu til landsins í gær eftir mikiö og strangt feröa- lag frá Bandarikjunum til Luxemborgar og svo til tslands, þar sem ekki var hægt aö lenda hér. Og loks, þegar þær komu hingaö, tók ósvikin is- lenzk vetrarveörátta á móti þeim. Sjá nánar um komu þess- arar kvennasveitar i opnunni. Ljósmynd Bj.Bj. André Previn út- keyrður — aflýsir forinm til íslands Ráðgert var, að sá frægi tónlistarmaöur André Previn léki einleik með sinfóniu- hljómsveitinni á hljómleik- unum 9. janúar. Miklar annir hafa veriö hjá Previn aö undanförnu og hann þvi orðinn útkeyrður. Hefur Previn af þeim sökum aflýst för sinni til Islands. Vonazt var til þess i lengstu lög, að Previn næði sér eftir veikindin, i tima og kæmist þvi á tónleikana hjá sinfóniu- hljómsveitinni. Nú er ljóst, aö af tónleikum Previn getur ekki orðið. Umboðsmaöurinn erlendis hefur i hans stað útvegað pianósnillinginn brasiliska, Christinu Ortiz, til að leika á hljómleikunum þann 9. janúar. Efnisskráin er óbreytt. Leikin veröa verk eftir Musorgski, Rachmaninov og Sjostakovitz. —JB Versta veðrið á Faxaflóasvœðinu Versta veðrið á landinu virðist i nótt og morgun hafa verið um- hverfis Stór-Reykja- vikursvæðið, aldrei þessu vant. Vindhraðinn komst hér upp i 40 hnúta, klukkan sex i morgun, samkvæmt upplýsingum Markúsar Á. Einarssonar, veður- fræðings. Við Vestfirði er lægð, sem er þó aðeins að grynnast, en hún veldur hvassviðri og miklum éljum, einkum vestan- og suðvestan- lands. Mest er hvassviðrið á Faxaflóasvæðinu, en dregur úr, þegar lengra kemur. Élin ná vestur um land til Eyjafjarðar og suöur um land til Suðaustur- lands, en á austanveröu Norður- landi og Austfjörðum er skaplegt veður. Ekki er búizt við stórvægi- legum breytingum á veörinu i dag, en þó gæti lægt eitthvaö og dregið úr éljunum, þegar dregur að kvöldi. Drjúgmikill snjór hefur komið úr þessum éljum, en þó mun fært alla leið austur i Berufjörð um Suðurland. Þæfingur er fyrir litla bila á Hellisheiði og versta veður, en þar voru ruðningstæki að störfum strax i morgun til að- stoðar. Smábilar eiga einnig erfitt viða I Arnessýslu og vafa- samt að leggja upp á þeim þar og yfir Hellisheiði. Nokkrar vega- skemmdir urðu af leysingum i Skaftafellssýslu, einnig á Lóns- heiöi og austan hennar, en þar mun orðið sæmilegt yfirferðar. A leiðinni yfir Hvalfjörð og I Borgarfirði var vonzkuveður, en ekki tiltakanlega mikill snjór. Fært var um Heydali og Snæfells- nes norðanvert i morgun, en meðan Visir var að ræöa viö Hjörleif ólafsson, vegaeftirlits- Þœfingsfœrð víðaó Vestur og Suðurlandi og sums staðar ófœrt mann, komu fréttir um, að vit- laust veður væri komið I Stykkis- hólmi og grennd og óvist um alla færð. Holtavörðuheiði var gersam- lega ófær. Þar var áætlunarbil og einhverjum fleiri hjálpað yfir I gærkvöldí og stóð til að reyna slikt aftur i dag, ef viðlit yrði. öxnádalsheiði var opnuð i gær, en lokaðist aftur I nótt. Þar átti að reyna að opna aftur I dag. —SH 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.