Tíminn - 16.06.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.06.1966, Blaðsíða 2
2 Hilmar Helgason (t. v.) framkvæmdastjóri Agfa Ara Kárasyni verðlaunin - umboðsins afhejitlr (Tímamynd G.E.) Hlaut þrenn verölaun í Ijósmyndakeppni KJ—Reykjavík, miðvikudag. Fyrir réttu ári efndu Agfa-um- boðið og vikublaðið Fálkinn til Ijósmyndakeptpni, og voru úrslit hennar tilkynnt í gær, auk þess sem verðlaunaafhending fór þá fram. Keppni þessi var í þrem flokk- um og í fyrsta flokknum áttu að taka þátt, og höfðu reyndar lofað, noklcrir þekktir ljósimyndarar, bæði áhugamenn og atvinnuljós- mymdarar. Þáttaka í þessum flokki varð svo lítil, að fella varð hann niður. f 2. flokki máttu allir ta/ka þátt. Var hann fyrir svart- hvítar myndir og verkefnaval frjálst. Ari Kárason, ljósmyndari Þjóðviljans hlaut fyrstu og þriðju verðlaun í 2. flokki, þrjú þúsund krónur í peningum (1. verðlaun) og vöruúttekt fyrir kr. 1.000,00 hjá Týli í Austurstræti. Önnur verðlaun hlaut Jakob L. Kristins son, kr. 2.000,00. Þriðji flokkur- inn var fyrir litmyndir (geisla- myndir) og hlaut Ari einnig fyrstu verðlaun í þeim flokki. Önnur verðlaun hlaut Heiðar Marteins- son, Staðarsveit, Snæfellsnesi, og 3. verðlaun Ólafur Jónsson, sigl- ingafr., Kópavogi, sömu verðlaun í 3. og 2. fl. Sérstaka viðurkenn- ingu, eins konar fjórðu verðlaun hlaut Einar Vestmann, Akranesi. Notaðar voru Agfa litfilmur í keppninni. f dómnefnd voru þeir Björn Th. Björnsson. listfræðingur, Hjálm- Framhald a ois 15. MÁL VERZL. ÖRNÓLFS FYRIR HÆSTARÉTTI HZ—Reykjavík, miðvikudag. Eins og kunnugt er af fyrri skrifum Tímans var verzlunin Örn ólfur sýknuð í héraðsdómi fyrir kvöldsölu. Ákæruvaldið áfrýjaði dómnum og fór munnlegur mál- flutningur fram í Hæstarétti í dag. Saksóknari ríkisins flutti mál ið af hálfu ákæruvaldsins en Páll S. Pálsson, hrl., flutti málið fyr- ir verzlunina Örnólf. í varnarræðu sinni koon fram h.iá Páli, að hann hafði fyrir hönd kaupman'na með kvöldsöluleyfi rit að borgaryfirvöldunum bréf þess efnis að fá úr því skorið með gerð ardómi, skipuðum þrem hæstarétt urum, hvort þessir menn hefðu gilt leyfi undir höndum. Borgarstjóri, borgarstjórn og borgarráð tóku neikvæða afstöðu til þessa máls, og varð þá málið að ganga hinn langa gang dómsmála. Þá lýsti Páll bókunum lögreglu manna, sem innsiglað höfðu dyr á verzluninni Örnólfi í vetur og taldi þær innsiglanir engar stoðir hafa í lögum landsins. Þá skýrði hann frá því að verzl. örnólfur hefði nú fengið nýtt kvöldsöluleyfi frá og með 21. 2. 1966 til 1. marz 1967. Hefði leyfi þetta verið greitt á skrifstofu gjaldkera borgarinnar og gefin hefði verið kvittun fyrir greiðsl- unni. Starfsmaður gjaldkera, sem veitti greiðslunni móttöku, hafði flett upp í spjaldskrá og ekkert fundið athugavert við hana og því gefið út kvittun fyrir greiðslunni. Þessari móttöku fjárins og kvitt- unarútgáfu lýsti borgin sem mis tökum af hendi starfsmannsins! Hann hefði aflað sér allra hugs anlegra upplýsinga með því að fletta upp í spjaldskránni og því bæri hann enga ábyrgð á fjármót tökunni. Enda hafði hann enga skipun fengið um að innheimta ekfci leyfin. Borgaryfirvöldin hefðu reynt að afturkalla leyfið, svo og önnur sem eru í umferð, en það hefði verzl. Örnólfur ekki viljað gera. Saksóknari taldi verzl. Örnólf ekki hafa fengið kvöldsöluleyfi, þótt hún hefði greitt tilskilda fjár upphæð til rétts aðila og fengið kvittun fyrir! Málið var dómtekið í dag og dómsins er að vænta á morgun eða eftir helgina. TÍfVSINN FIMMTUDAGUR 16. júní 1966 ÓVENJULÍm AF RAUÐÁTU NV 0G N AF LANDINU Lokið er fundi rússneskra, norskra og íslenzkra haf- og fiski- fræðinga, sem haldinn var á Ak- ureyri dagana 12.—14. þ.m. Skip frá þessum þjóðum hafa í vor kannað svæðið norður og austur af íslandi og hafsvæðið milli Nor- egs og íslands frá Færeyjum norð ur að Jan Mayen. Helztu niðurstöður rannsókn- anna eru þessar: ísröndin nú í vor var fjær land- inu en oft áður, eða 75 sjómíl- ur norð-norðvestur af Kögri og um 15 sjómílur norðvestur af Jan Mayen. Fyrri hluta júnímánaðar var sjávarhiti á hinu kannaða svæði talsvert undir meðallagi. Yfirborðs lög norðanlands og austan voru nú hlýrri en í fyrra, en djúplög kaldari. Atlantiski hlýsærinn við Norðurland var kominn austur á móts við Skagatá, en austar var enn kalt í sjónum. Eins var hlý- særinn í Norggshafi kaldari nú en í meðalári. Sjórinn djúpt út af Norðausturlandi, þ.e. Austur-ís- landsstraumnum, var kaldari nú en athuganir eru til um, að und- anskyldu vorinu í fyrra Mörkin milli kalda sjávarins við Austur- land og hlýsævarins að sunnan voru á um 65 gráðum norður breiddar, en að austan voru þau á um 8 gráðum vestur lengdar eða 160 sjómílur austur af Langa- nesi. Ekki er sennilegt, að djúp- særinn norðanlands hlýni í sum- ar, en yfirborðslög munu að sjálfsögðu hlýna allt niður á a.m.k. 50 metra dýpi. Á hafsvæðinu norðan- og aust- anlands er þörungamagn yfirleitt mikið gagnstætt því, sem var á sama tíma í fyrra. Hið sama virð- ist gilda um svæðið austur í haf- inu milli Færeyja og Jan Mayen. Aftur á móti er óvenjulítið um rauðátu á hafsvæðinu norðvestur og norður af landinu, en í kalda sjónum norður og norðaustur af Langanesi er sæmilegt rauðátu- magn. Þó má gera ráð fyrir ein- hverri aukningu á þessum hafsvæð um á nœstunni, þar sem þörunga- gróður er mikill eins og áður er nefnt. f hlýsjónum austan og sunn an við köldu tunguna er mjög gott rauðátuhámark á svæði er nær allt frá Færeyjum norður til Jan Mayen. Á rannsóknartímabilinu var að- alsíldarmagnið austur í hlýja sjón um austan og norð-austan íslands og austan og suðaustan Jan May- en. Síldin er þarna dreifð yfir stórt svæði í 3—5° heitum sjó frá 64°30 norður að 68°00n.br. milli 4°00 og 10°00 v.l. og einnig á HEIDRADIR FYR- IR UPPGÖTVANIR FB-Reykjavik, miðvikudag. Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi heiðraði á fundi sínum nú um helgina tvo menn, sem fundið hafa upp tæki, sem ætluð eru til þess að auðvelda og létta síldarsöltun. Þessir menn eru Carl O. Tuliníus, sem árið 1935 hóf að nota síldarhringi þá, sem settir eru ofan á síldartunnur við uppsöltun og Hjörtur Hjartar, sem árið 1948 setti rennur undir haus- skurðarborðin á söltunarstöð Kaup félags Siglfirðinga í þeim tilgangi að færa hausa, slóg og úrgangs- síld í úrgangsþróna. Hringimir, sem Carl O. Tuli- nius fann upp voru fyrst notaðir á söltunarstöð Ottó Tuliniusar, föð ur hans, í Hrísey. Er hringunum ætlað það hlutverk, að varna síld- inni að falla út af tunnunni, þeg- ar henni er ekið frá söltunarstúlk- unum og þangað, sem henni er komið fyrir á meðan hún bíður eftir að vera slegin til. Rennur þær, sem Hjörtur Hjart ar lét setja upp á söltunarstöð- inni á Siglufirði flytja úrganginn frá hausskurðarborðinu, eins og fyrr segir, en áður en þær voru teknar í notkun þurftu síldarstúlk- urnar að standa mitt í hrúgunni, þar til hægt var að fjarlægja hana, og olli það miklum óþægindum. Fundur Síldarsaltenda á Norð- ur- og Austurlandi samþykkti eft- irfarandi tillögu í sambandi við þessar uppfinningar, og viðurkenn ingu, þá sem uppfinningamennirn ir hlutu: „f tilefni af 10 ára afmæli Fé- lags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi samþykkir aðalfund- ur félagsins að heiðra þá Hjört Hjartar, Reykjavík, sem fann upp einfalt flutningakerfi á síldarúr- gangi, hausum og slógi, með renn- andi vatni, og Carl O. Tulinius, Akureyri, sem fann upp síldar- hringi til notkunar við síldarsölt- un til þess að koma í veg fyrir að óeðlilega mikið af síld færi forgörðum við söltunina — með því að veita þeim sem heiðurs- gjöf kr. 30.000.00 hvorum fyrir hug kvæmni sína, sem sparað hefur síldarútveginum mikið fé.“ allstóru svæði um 100 sjómílur austur og suðaustur frá Jan May- en. Síldin á suðursvæðinu var fremur dreifð og varð ekki vart við verulegt magn af stórum torf- um nema um 200 sjómilur austur af Langanesi 25. maí. Á norður- svæðinu var síldin hins vegar í góðum torfum. Megin uppistaðan í þessari göngu hefur verið 5—7 ára gömul síld og virðist yngri hluti hennar hafa leitað norður á Jan Mayen svæðið en eldri ár- gangarnir halda sig austur af ís- landi. Tvær ástæður eru taldar fyrir því að síldin hefur ekki svo neinu nemi leitað inn í kalda sjóinn nær austurströndinni. Mjög átu- snautt hefur verið á þessum slóð- um fram að þessu og mjög lítið ber nú á eldri hluta stofnsins en venjulega leitar sá hluti hans fyrr á þessar slóðir. Hegðun síldarganganna á næst- unni munu einkum verða háðar Framhald á bls. 15. Kvikmynd frá Assuan Haraldur Ómar Vilhelmsson, kennari, sem verið hefur á fyrir- lestrarferð um Egyptaland og sýnt þar kvikmyndir frá íslandi, m.a. við háskólann í Kairó og í arabíska sjónvarpinu, sýridi blaða- mönnum fagra litkvikmynd með enskum skýringum um smíði Assú- an-stífiunnar miklu. Haraldur sýn- ir þessa mynd og heldur fyrirlest- ur n.k. laugardag, 18. júní, kl. 3 síðdegis, í Háskólabíó, og rennur ágóðinn til „Herferðar gegn hungri.“ 17. júní hátíðarhöld í Kópavogi. Eins og undanfarin ár verða hátíðarhöld í Kópavogskaupstað 15. júní. Kl. 1.30 hefst hátíðin við Félagsheimilið. Þaðari verður gengið í Hliðar- garð. Formaður þjóðhátíðarnefnd- ar Sigurjón Ingi Hilaríusson, æsku lýðsfulltrúi setur hátíðina. í Hlíðargarði verður margt til ekemmtunar, .Hjálmar Ólafsson bæj arstjóri flytur ræðu, Helga Harð- ardóttir flytur ávarp fjallkonunn- ar, leikararnir Árni Klemenz og Bessi skemmta og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Kl. 4.30 verður dans yngri bæj- arbúa í Æskulýðsheimilinu að Álfhólsveg 32. Um kvöldið hefst hátiðin aftur við Kópavogsskóla k]. 8,30. Þar flytja leikarar gamanþætti, Ríó- tríó leikur og syngur þjóðlög, og tvöfaldur kvartett syngur undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Síðan verður dansað úti við Kópavogsskóla og einnig í Félags- heimilinu til kl. 1. e.m. „5 pens“ og Stuðlatríó leika fyr- ir dansi. Carl Tuliníus LEIÐRFTTING Hinn nýi hótelstjóri á Bifröst er frú Jónína Pétursdóttir en ekki Jónína Geirsdóttir, eins og mis- ritaðist í frétt í gær. Er frúin beðin velvirðingar á þessum mis- tökum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.