Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 18. janúar 1975. HVAÐ BÁRUM VIÐ ÚR BÝTUM? FRAMHALD 9. Sjúkra- eða slysa- bætur (dagpeningar) Hér skal telja til tekna sjúkra- og slysadagpeninga. Ef þeir eru frá almannatryggingum, sjUkrasamlögum eða úr sjúkra- sjóBum stéttarfélaga koma þeir einnig til frádráttar I tölulið 11, V, á framtali. 10. Fjölskyldubætur frá alm.trygg. Fjö1sky1dub æ t ur frá almannatryggingum skulu færöar til tekna í tölulið 10, III. Fjölskyldubætur á árinu 1974 voru 16.251 kr. fyrir hvert barn umfram eitti f jölskyldu á fram- færi allt árið. Fjölskyldubætur með fyrsta barni i fjölskyldu voru samtals 7.500 kr. frá 1. jan. til 30. júni 1974 en féllu þá niður, nema ef greitt var skv. sérstakri um- sókn. 1 þeim tilvikum voru fjöl- skyldubætur með fyrsta barni jafnháar og fyrir hvert barn þar umfram eða alls 16.251 kr. ef barniö var á framfæri allt árið. Fyrir börn, sem bætast við á árinu, þarf að reikna bætur sér- staklega. Fjölskyldubætur fyrir barn, sem fæðist á árinu, eru greiddar frá 1. næsta mánaðar eftir fæðingu. Fyrir barn, sem verður 16 ára á árinu, eru bætur greiddar fyrir afmælismánuð- inn. Fjölskyldubætur árið 1974 voru: Jan.—sept 1.250 kr. á mán. Okt.—des. 1.667 kr. á mán. Fjölskyldubætur með fyrsta barni í fjölskyldu féllu þó niður frá og með 1. júli, nema ef greitt var skv. sérstakri umsókn. 11. Tekjur barna. Hér skal færa i kr. dálk sam- tölu skattskyldra tekna barna, yngri en 16 ára, i E-lið, bls. 4 i samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. 12. Laun eiginkonu Hér skal færa launatekjur eiginkonu. 1 lesmálsdálk skal rita nafn launagreiðanda og launaupphæð i kr. dálk. Athuga skal þó að helmingur eða hluti af launatekjum giftrar konu sé frádráttarbær ber að telja allar tekjurnar hér. 13. Aðrar tekjur. Hér skal færa til tekna hverj- ar þær skattskyldar tekjur sem áöur eru ótaldar, svo sem: (1) Eftirlauna- eða lifeyris- greiðslur, þ.m.t. barnalif- eyri, úr eftirlauna- eða lif- eyrissjóðum eða frá öðrum aöilum. (2) Skattskyldar bætur frá al- mannatryggingum, aðrar en þær sem taldar eru i tölulið- um 8, 9 og 10, III, og skulu þær nafngreindar, svo sem ekkju- og ekklabætur, lifeyri til ekkju eða ekkils, lifeyri vegna maka og barna örorkulifeyrisþega, maka- bætur og örorkustyrk. Einnig skal færa hér barnalifeyri sem greiddur er frá al- mannatryggingum vegna ör- orku eða elli foreldra (fram- færanda) eða með barni manns sem sætir gæslu- eða refsivist. Barnalífeyrir, sem greiddur er frá almanna- tryggingum með börnum, yngri en 16 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað, færist hins vegar i dálkinn til hægri á bls. 1 svo sem áður er sagt. Hér skal enn fremur færa mæðralaun úr almanna- tryggingum, greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og frá- skildum konum sem hafa börn yngri en 16 ára, á fram- færi sinu, Sama gildir um sambærileg laun sem greidd hafa verið einstæðum feðrum eða einstæðu fósturforeldri. A árinu 1974 voru mæðralaun sem hér segir: Fyrir 1 barn 12.414 kr., 2 börn 67.362 kr. og fyrir 3 börn eða fleiri 134.718 kr. Ef barn bætist við á árinu eða börnum fækkar verður að reikna sjálfstætt hvert tima- bil, sem móðir nýtur bóta fyrir 1 barn, fyrir 2 börn o.s.frv., og leggja saman bætur hvers timabils og færa i einu lagi i kr. dálk. Mánaðargreiðslur á árinu 1974 voru sem hér segir: Fyrir 1 barn: Jan.—mars 858 kr. ámán. April—sept. 1.072 kr. á mán. Okt,—des. 1.136 kr. á mán. Fyrir 2 börn Jan.—mars April—sept. Okt.—des. 4.653 kr. á mán. 5.817 kr. á mán. 6.167 kr. á mán. Fyrir 3 börn og fleiri: Jan.-mars 9.307 kr. á mán. April—sept. 11.633 kr. á mán. Okt.—des. 12.333 kr. á mán. (3) Styrktarfé, þ.m.t. náms- styrkirfrá öðrum aðilum en rikissjóði eða öðrum opinber- um sjóöum, innlendum elleg- ar erlendum, gjafir (aðrar en tækifærisgjafir), happdrætt- isvinninga (sem ekki eru skattfrjálsir) og aðra vinn- inga svipaðs eðlis. (4) Skattskyldan söluhagnað af eignum, afföll af keyptum verðbréfum og arð af hluta- bréfum vegna félagsslita eöa skattskyldrar útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. (5) Eigin vinnu við eigiö hús eða ibúð að þvi leyti sem hún er skattskyld. (6) Bifreiðastyrki fyrir afnot bifreiðar framteljanda. Skiptir þar eigi máli i hvaða formi bifreiðastyrkur er greiddur, hvort heldur t.d. sem föst árleg eða tímavið- miðuð greiðsla, sem kiló- metragjald fyrir ekna km eða sem greiðsla á eða endurgreiðsla fyrir rekstrar- kostnaði bifreiðarinnar að fullu eða hluta. Enn fremur risnufé og endurgreiddan feröakostnað, þar með talda dagpeninga. Um rétt til breytinga til lækkunar vegna þessara framtöldu tekna vis- ast til leiðbeininga um útfyll- ingu töluliða 3, 4 og 5 i IV. kafla. Ýmislegt má drai Frádrátturinn gamli er nú í tveir skattskýrslunni, IV. hluta, sem k til lœkkunar á framtöldum tekji sem kallast „frádráttur" A. Breytingar til lœkkunar á framtöldum tekjum 1. Skyldusparnaður. Hér skal færa þá upphæð sem framteljanda á aldrin- um 16-25 ára var skylt að spara og innfærð er i spari- merkjabók árið 1974. Skyldusparnaður er 15% af launatekjum eöa sambæri- legum atvinnutekjum sem unnið er fyrir á árinu. Sparimerkjakaup umfram skyldu eru ekki frádráttar- bær. 2. Frádráttur frá tekj- um barna skv. F-lið á bls. 4. Hér skal færa i kr. dálk sam- tölu frádráttar i F-lið bls. 4, i samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. 3. Rekstrarkostnaður bifreiðar, sbr. bif- reiðastyrk. Hér skal færa sannanlegan kostnað vegna rekstrar bif- reiðar i þágu vinnuveitenda enda hafi bifreiðastyrkurinn verið talinn til tekna i tölulið 13, III. Útfylla skal þar til gert eyðu- blað „Bifreiðastyrkur og bif- reiðarekstur á árinu 1974” eins og form þess og skýring- ar segja til um. Enn fremur skal fylgja greinargerð frá vinnuveitanda um ástæður fyrir greiðslu bifreiðastyrks- ins. Til frádráttar kemur sá hluti heildarrekstrarkostn- aðar bifreiðarinnar er svarar til afnota hennar I þágu vinnuveitanda, þó eigi hærri upphæð, en nemur bifreiða- styrk til tekna i tölulið 13, III. Frá kröfunni um útfyllingu og skil greinds eyðublaðs er þó falliö I eftirtöldum tilvikum: a. hafi framteljandi i einstök- um tilvikum notað bifreið sina I þágu vinnuveitanda sins að beiðni hans og fengið endurgreiðslu (sem talin er tl tekna eins og hver annar bif- reiðastyrkur) fyrir hverja einstaka ferð. I slikum tilvik- um skal framteljandi leggja fram akstursdagbókaryfirlit eða reikninga sem sýna til- gang aksturs, hvert ekið og vegalengd I km ásamt stað- festingu vinnuveitanda. Sé þessum skilyrðum fullnægt og talið að hér sé um raun- verulega endurgreiðslu af- nota að ræða I þágu vinnu- veitenda, enda fari þau ekki I heild sinni yfir 1.500 km á ári, má leyfa til frádráttar fjárhæð sem svarar til km notkunar margfaldaðrar með: 13,00 kr. fyrir timab. jan.—júni 16,30 kr. fyrir timab. júli—ágúst 18,50 kr. fyrir timab. sept.—des. þó aldrei hærri fjárhæð en tal- in var til tekna. b. hafi framteljandi fengið greiðslu frá rikinu á árinu 1974 fyrir akstur (eigin) bif- reiðar sinnar I þess þágu og greiðslan verið greidd skv. samningi samþykktum af fjármálaráðney tinu er framteljand^heimilt að færa hér sömu upphæð og talin var til tekna vegna þessarar greiðslu i tekjulið 13, III, án sérstakrar greinargerðar, enda 1 iggi fyrir eða framteljandi láti i té eftir á- skorun ótviræða sönnun þess að samningur, samþykktur af fjármálaráðuneytinu, hafi verið i gildi á árinu 1974. Samningur samþykktur af öörum ráðuneytum eða rfkis- stofnunum og ekki staðfestur af fjármálaráðuneytinu hef- ur ekkert gildi I þessu sam- bandi. Hér skal færa sannanlegan risnukostnað þó eigi hærri upp- hæð en nemur risnufé sem talið hefur verið til tekna i tekjulið 13, III. Greinargerð um risnukostn- að skal fylgja framtali ásamt skýringum vinnuveitanda á risnuþörf. 5. Ferðakostnaður, sbr. endurgreiddan ferðakostnað, þ.m.t. dagpeningar. Hér skal færa: a. Sömu upphæð og talin hefur verið til tekna i tekjulið 13, III, sé um að ræða ferða- kostnað og annan kostnað sem framteljandi hefur feng- ið endurgreiddan vegna fjar- veru frá heimili sinu um stundarsakir vegna Starfa i 4. Risnukostnaður, sbr. risnufé. Þú getur fengið frádrátt fyrir bókakaup, ef þú sannar, að þau hafi veriö tii að styrkja þig sem fræði- mann. Almenningur fær ekkert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.