Vísir - 21.01.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 21.01.1975, Blaðsíða 8
Aðeins Svíinn veitir heims- meistaranum keppni í svigi — Báðir hafa hlotið sjötíu stig í svigi í keppninni um heimsbikarinn heimsbikarsins/ KitzbUhel — Franz Klammer Handhafi Piero Gros/ ítalíu sigraði í Hahnenkamm svigkeppninni i Kitzbuhel í Austurríki á sunnudag og bætti því enn 25 stigum við stigasafn sitt í keppninni um heimsbikarinn. En hættulegustu keppinautar hans gerðu það einnig gott, þegar síðari hluti keppninnar um heimsbikarinn hófst í sigraði í brunkeppninni og Gustavo Thoeni varð þar ann- ar — og sigraði samanlagt, þó hann næði ekki nema 13. sæti í svigkeppninni. Klammer — með rásnúmer 64 í sviginu — //keyrði" brautina aðeins af öryggi og náði 29. sæti — en 3ja sæti samanlagt, sem einn- ig gefur stig í keppninni. Jók hann við það forskot sitt á Gros. Eftir keppnina i Kitzbiihel var stigatala efstu keppendanna þannig: — eftir 14 greinar. 1. FranzKlammer, Aust., 159 2. Piero Gros, ttaliu, 145 3. Gustavo Thoeni, ít. 135 4. Ingemar Stenmark, Sviþj. 90 5. W. Grissmann, Austurriki, 81 6. P. deChiesa, Italiu, 67 7. H. Plank, Italiu, 54 8. Erik Haaker, Noregi, 51 9. F.F. Ochoa, Spáni, 40 10. M. Veith, V-Þýzkalandi, 35 11. H. Hinterseer, Austurriki, 33 12. J. Walcher, Austurriki, 30 13. F. Radici, ttaliu, 30 14. W. Tresch, Sviss, 27 15. B. Russi, Sviss, 23 I svigkeppninni á sunnudag náði Gros beztum tima i fyrri umferðinni, 57.79 sek. og næstur honum var Neu- reuther, en hann féll i síðari umferð- inni. Geoff Bruce frá New York var með þriðja bezta timann — rétt á undan Ingimar Stenmark. I siðari umferðinni náði Sviinn ungi hins vegar beztum tima — var sex hundruðustu úr sekúndu betri en Gros, en við sigri hans tókst honum ekki að hrófla. Hins vegar var annað sætið hans. beir Ingimar og Gros eru nú stigahæstir i sviginu i heims- bikarnum — báðir með sjötiu stig. 1 þriðja sæti er de Chiesa með 58 stig og Thoeni er fjórði með 31 stig. Olympiumeistarinn spánski Ochoa varð áttundi i svigkeppninni — en annar á eftir Thoeni samanlagt. Eft- ir fyrri umferðina, þar sem miklar ismyndanir voru i brautinni, byrjaði að rigna og brautin varð meyr. Háði það þeim mjög, sem voru aftarlega með rásnúmer. Úrslit i sviginu urðu þessi: 1. Piero Gros, Italiu, 111.35 2. Ingemar Stenmark, Sv. 112.21 3. P. de Chiesa, ítaliu, 112.40 4. H. Hinterseer, Aust. 113.46 5. G. Bruce, USA, 113.66 6. J. Bachleda, Pólland, 114.11 7. H. Kniewasser, Aust. 114.13 8. F.F. Ochoa, Spáni, 114.47 9. R. Roche, Frakkland, 114.63 10. W. Junginger, V-Þýzk. 114.71 Thoeni varð 13. á 115.22. —hsim. Meiddur — en sigraði samt Þetta var óvænt — vegna meiðsla og mistaka bjóst ég alls ekki við sigri. Ég var slakur I lokin, sagði hinn tvitugi Austurrikismaður, Franz Klammer, eftir að hafa komið i mark einum hundraðasta úr sek- úndu á undan italanum fræga, Gust- avo Thoeni, I brunkeppninni I Kitz- buhel á laugardag og þar með jafnað met Jean Claude Killy, sem 1967 sigraði á fimm mótum I röð, i bruni. Klammer var mjög bólginn á hægri fæti eftir slæmt fall á æfingu daginn áður, en hann neitaði að taka inn verkjatöflur áður en keppnin hófst. Meðalhraði hans i brautinni var 102.5 km og þrátt fyrir meiðslin bætti hann brautarmet svissneska olympiumeistarans Roland Collom- bin um sjö hundruðustu úr sekúndu. Collombin var meðal 35 þúsund á- horfenda. Klammer var i stórhættu I Hausbergbrekkunni — sjá myndina að ofan, sem tekin var þar af honum á laugardag — erfiðasta hluta braut,- arinnar, sem er 3510 metrar að lengd, og urðu þar á mistök. En hon- um tókst að rétta sig af i brekkunni og hinum erfiðu beygjum hennar. Hann hafði rásnúmer eitt i keppn- inni — en Thoeni, sem varð annar, var með rásnúmer 22. ,,Ég bjóst alls ekki við þvi, að timamunur væri svo litill.Ég fann þó að rennslið var gott og að vel gekk i beygjunum”, sagði Thoeni eftir keppnina. Hann bætti einnig braut- armetið — og árangur þeirra kom á óvart. Brautin var ekki talin góð vegna skyndibreytingar á veðurfari nóttina fyrir keppnina. Frostið jókst þá mjög. 1 þriðja sæti varð Werner Grissmann — rétt á eftir köppunum frægu — en hann er með 81 fyrir brunið. Klammer hefur 125 stig — og ítalinn Plank er þriðji með 54 stig. Úrslitin urðu þessi: 1. F. Klammer, Austurr., 2:03.22 2. G. Thoeni, ttaliu, 2:03.23 3. W. Grissmann, Aust. 2:03.30 4. R. Berthod, Sviss, 2:03.80 R. W. Vesti, Sviss, 2:04.13 6. H. Plank, ítaliu, 2:04.14 t dag verður keppt i stórsvigi i Fulpmes, tyrólskum smábæ i Austurriki, og kemur sú keppni i stað 12. mótsins, sem vera átti i Kran- jaska Gora i Júgóslaviu 20. desem- ber, en var frestað vegna snjóleysis þar. Það er fjórða stórsvigskeppnin — og Piero Gros hefur sigrað i þeim þremur fyrstu. Reikna má með að hann nái forustu i stigakeppninni eft- ir keppnina i dag, þar sem ólíklegt er, að Franz Klammer nái þar stig- um — einkum þar sem þetta mót telst til fyrri hluta keppninnar, og þá telja sjö beztu afrek hvers og eins. Klammer hefur þegar sigrað i fimm brunmótum — og á að auki fjórða og fimmta sæti úr öðrum mótum. Gros, með fjóra sigra og eitt annað sæti, nýtur allra þeirra stiga, sem hann hlýtur I dag. —hsim. Þegar keppní hefst þá vil ég ná sígrí! Þetta var auðveit — og snjórinn svo failegur. Engar áhyggjur, þar sem ég hef þegar náð hámarksstiga- fjöldanum úr fyrri hluta heims- bikarsins. En samt sem áður vil ég sigra, þegar ég stend i rásmarkinu. Gera eins vel og ég get — og gleðjast, sagði snillingurinn Anna-Maria Pröll Moser eftir að hafa sigrað með yfir- burðum i stórsviginu í Jahorina I Júgóslaviu á sunnudag. Allir undrast yfirburði hennar — er slikt hægt endalaust i keppni þeirra beztu. Hún er með 57 stigum meir, en sú, sem næst kemur henni i stiga- képpninni — og hefur þó hlotið 72 stig aö auki, sem ekki eru reiknuð með hjá henni. Engin stúlka virðist geta ógnað sigri hennar fimmta árið I röð I keppninni um heimsbikarinn. Stigatalan eftir keppnina I Júgó- slaviu var þannig: 1. Anna Maria 175 stig 2. Rosi Mittermaier 118 stig 3. Hanni Wenzel 97 stig 4. Fabienne Serrat 86 stig 5. Cindy Nelson 85 stig 6. Zechmeister 82 stig 7. Nadig 77 stig 8.-9. Drexel og Zurbriggen 76 stig og 10. Morerod 47 stig. Úrslitin á sunnudag. 1. Anna Maria, Austurriki, 1:14.79 2. Morerod, Sviss, 1:15.07 3. Mittermaier, V-Þýzkl. 1:15.13 4. M.T. Nadig, Sviss, 1:15.33 5. B. Zurbriggen, Sviss, 1:15.60 6.1. Epple, V-Þýzkalandi, 1:15.62 7. C. Nelson, USA, 1:15.82 8.1. Gfölner, Austurriki, 1:15.85 9. F. Serrat, Frakkland, 1:15.88 10. N. Spiess, Austurriki, 1:15.89 —hsim. Bernadette Zurbricken sigraði i brunkeppninni i Schruns 15. janúar Nýja skiðalyftan I Skálafelli var formlega tekin f notkun á sunnudaginn, og mörg hundruð manns fóru I lyftuna þennan fyrsta dag. Ljósmyndir Bj. Bj. Skókrfell - þar sem útverðir KR hafa byggt vetrorporadís A sunnudaginn tóku KR-ingar i notkun fimmtu skiðalyftu sina I Skálafelli. Buðu þeir nokkrum gestum að vera viðstaddir þá at- höfn og jafnframt skíðaáhuga- fólki ókeypis aðgang að öllum lyftunum. Það boð var vel þegið, enda veðrið ákjósanlegt i alla staði. Komu mörg hundruð manns i Skálafellið þennan dag, og voru langar biðraðir i öllum lyftunum, sem voru i gangi frá þvi snemma um morguninn og langt fram á kvöld, en þá var hópur fólks að renna sér i upplýstri brekkunni. Nýja lyftan var vigð með þvi, að formaður skiðadeildar KR, Einar Þorkelsson, fór fyrstur i hana og þar á eftir nafni hans Sæ- mundsson, formaður ICR. Siðan kom hver af öðrum, og var stanz- laus röð upp með lyftunni — og niður aftur á skiðunum — það sem eftir var dagsins. Með tilkomu nýju lyftunnar er Skálafell orðið hrein paradis fyrir allt skiðafólk. Nú getur fólk valið um erfiðar eða léttar brekkur — allt eftir þvi hvað það kann og getur á skiðum. Er nýja lyftan t.d. þannig staðsett, að hún hent- Reykjavíkur- mót í frjálsum Reykjavikurmótið i frjálsum iþróttum innanhúss fer fram dagana 25.-26. janúar n.k. Fyrri daginn verður keppt i Laugardalshöllinni og hefst keppnin kl. 12.30. Keppt verður i eftirtöldum greinum: Stangar- stökki, 1500 metra hlaupi og kúlu- varpi karla og i kúluvarpi og 800 metra hlaupi kvenna. A sunnudag verður keppt i Baldurshaga og hefst keppnin þar kl. 14.00. Þar verður keppt i þess- um greinum: Langstökki, þri- stökki, hástökki, 50 metra grinda- hlaupi og 50 metra hlaupi karla, og i sömu greinum kvenna nema þristökki. Þátttökutilkynningar berist til Stefáns Jóhannessonar fyrir miðvikudaginn 22. janúar. ar sérlega vel fyrir þá, sem eru stutt á veg komnir i göldrum skiðaiþróttarinnar. Einar Þorkelsson sagði okkur, að nýja lyftan gæti flutt um 400 manns á klukkustund, en þegar allar lyfturnar væru i gangi, væri hægt að flytja yfir 2000 manns. Á Einar Þorkelsson, formaöur skiðadeildar KR, flytur setningarræðuna, þegar fimmta skíðalyftan i Skálafelli var opnuð. degi eins og þessum væri það samt ekki nóg, og þó gengi allt á fullu. t Skálafelli eru feiki mikil mannvirki, og er ótrúlegt, þegar maður horfir á þau, að nær allt hafi verið byggt i sjálfboðavinnu af félagsmönnum. En þannig er það nú samt, enda eru KR-ingar ekki neinum öðrum likir, þegar að sameiginlegu átaki kemur. Einar sagði okkur að nýja lyft- an hefði — eins og hinar — verið reist i sjálfboðavinnu og þar margir lagt hönd á plóginn, og ekki alltaf i bliðskaparveðri. Þá hefðu félagar fjármagnað kaupin að mestu leyti — hver þeirra hefði ábyrgzt 20 þúsund króna greiðslu — og siðan unnið við uppsetning- una. Þannig hefðu þeir getað klof- Handbolti í kvöld Tveir leikir verða leiknir I 1. deild karia i tslandsmótinu i handknattieik i Laugardals- höllinni i kvöld, og einn leikur fer fram I 1. deild kvenna á sama stað. Kvennaieikurinn verður á milli Fram og Armanns, sem eru I 3ja sæti í deildinni, en karlaleikirnir á milli ÍR og FH og Vikings og Ar- manns. Fyrsti leikurinn hefst kl. 19.15, en karlaleikurinn kl. 20.15. -klp- ið þetta, og allir verið ánægðir, enda metnaður þeirra að hafa allt sem bezt i Skálafelli — ekki að- eins fyrir þá heldur og alla skiða- unnendur. óhugsandi er að meta alla þá vinnu, sem unnin hefur verið I Skálafelli. Þeir einu, sem gera sér grein fyrir þvi, eru þeir mörgu, sem hafa unnið verk- in og fylgzt með frá upphafi. Ef öll mannvirki KR-inganna yrðu boðin til sölu, yrðu þau aldrei seld á minna en 50 milljónir — og er það lágt reiknað. En að- staðan verður aldrei metin til fjár, það viðurkenna jafnvel þeir, sem horfa öfundaraugum á Skálafellið og stórveldið, sem þar býr bezta skiðabúi sunnan heiða. —klp— Miller slœr öll golfmet! og er nú sagdur bezti golflelkari heims Johnny Miller, sem i fyrra sló met Jack Nicklaus i peningaverð- launum I atvinnumannakeppn- inni i golfi, byrjaði keppnistima- bilið i ár með þvi að ná sér i 60.000 dollara fyrir fyrsta sætið i Phoenix Open golfkeppninni I Arizona, sem lauk i siðustu viku. Var hann 14 höggum á undan næsta manni —- Jerry Heard — og 16 höggum á undan Tommy Aaron, sem varð þriðji á 276 höggum. Miller fór á samtals 260 höggum 72 holurnar, sem er 24 undir pari og annar bezti árang- ur i 72 holu golfkeppni i heimin- um til þessa. Bezti árangurinn i 72 holu keppni náðist árið 1955, er Milce Souchock lék á 257 höggum i stórmóti atvinnumanna. Miller lék frábærlega alla fjóra hringina og var með 67:61:68:64, sem þykir stórkostlegt á hinum erfiða Phoenix Country Club golf- velli, sem er par 71. Setti Miller nýtt vallarmet á honum er hann lék á 61höggi — 10 undir pari — annan dag mótsins. . í fyrra sló Miller met Jack Nicklaus i peningaverðlaunum með þvi að ná sér i rúmlega 350 þúsund dollara — 23 þúsund dollurum meir en Nicklaus náði sér i 1972. Þeir, sem hafa séð Johnny Miller leika að undan- fömu, segja að hann sé bezti golf- maður I heimi — jafnvel betri en Jack Nicklaus, er hann var upp á sitt bezta fyrir tveim til þrem ár- um. 1 gær lauk Dean Martin golf- mótinu og þar hafði Johnny Mill- er sömu yfirburði. Hann fór á 263 höggum, sem er nýtt met i þess- ari keppni — varð niu höggum á undan næsta manni. t lokaum- ferðinni, 18 holum, iék hann á 61 höggi og er það i 3ja skipti, sem slikt á sér stað á átta dögum — Tveim um of lítið Okkur vantaði 2 mörk til að fara með alveg nákvæmlega réttar tölur i stuttri frásögn okkar af leik Þróttar og Breiðabliks I 2. deild karla i blaðinui gær. Við sögum, að Þróttur hefði sigrað i leiknum 28:18, enrétt var það 28:20. Við biöjum hina ungu leikmenn Breiðabliks afsökunar á þessum mistökum, sem eru okkar, en ekki hins þjáða prent- villupúka. -klp- Miller tvlvegis og Alan Henning á móti I Suður-Afriku. Næsta keppni atvinnumannanna i Bandarikjunum verður Bing Crosby-keppnin og ef MiIIer sigr- ar þar verður hann fyrsti maður- inn til þess, að sigra á þremur fyrstu mótum atvinnumanna tvö ár I röð. George Best fór frá New York I gærkvöldi til Manchester án þess að ná samningum við Cosmos, knattspyrnuliðið I New York. Eft- ir 3ja daga samningaviðræður gáfu Best og formaður Cosmos, Clive Toye, út þá yfirlýsingu, að á sumum sviðum hefði samkomu- lag náðst — en á öðrum ekkert gengið. Best vill fá 100 þúsund dollara á leiktimabili. Formaður- inn mun fljúga til Manchester sið- ar i þessari viku og ræða nánar við Best. Myndin að ofan var tek- in af Best I New York um helgina. DLTINN ER KOMINN Lesið um Stoke City — Enska einvaldinn Don Revie. Sorgarsögu Manchester United. Ásgeir Elíasson — Laun atvinnumanns o.fl. Litmynd af Stoke City. Fœst á nœsta blaðsölustað Mundi lætur handtaka Helenu og kaffisalann... Hinn viðsjáli „bróðir” þinn er j ------7 næstur... 1 ' — Þú nærð honum aldrei, hann er of snjall! Páll Mörður eða öllu heldur Cesar Vargur þykist vinna að ljósmyndun i búningsherbergjunum--------J 8-13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.