Vísir - 30.01.1975, Side 6

Vísir - 30.01.1975, Side 6
6 Vísir. Fimmtudagur 30. janúar 1975. VISIR Útgefandi Framkvæmdastjóri Eitstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Askriftargjald 600 i lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúli G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 Slöumúla 14. Simi 86611. 7 iinur kr. á mánuöi innanlands. eintakiö. Biaöaprent hf. Hamlað gegn hættum Nýr skipakostur og ný veiðitækni ættu að geta gert lif sjómanna hættuminna en það var áður. Ekki sizt ætti tilkoma skuttogaranna að geta stuðlað að þessu. Vinnan um borð i þeim fer að töluverðu leyti fram undir þaki og skipin sjálf eru nógu stór til að vera fær i flestan sjó. En hingað til hafa skuttogararnir fremur orðið til að magna slysahættu sjómanna. Er skemmst að minnast slysaöldunnar, sem varð á miðju ári i fyrra og olli miklu umtali. Var þá bent á, að efla þyrfti að marki öryggisráðstafanir um borð i skuttogurum og benda sjómönnum á, að skortur á þjálfun i nýjum vinnubrögðum við nýjar að- stæður geti haft margvislegar hættur i för með sér. Rannsóknanefnd sjóslysa á skuttogurum hefur nú gefið út tillögur um ýmsar úrbætur. Þetta eru ekki endanlegar tillögur hennar, heldur aðeins miðaðar við að leysa brýnustu þarfir á þessu sviði, svo að unnt sé að hefjast handa sem allra fyrst. Sjóslysanefndin vill láta setja skutrennsluloka i alla skuttogara. Þetta eru stálþil, sem ganga nið- ur i dekkið við skutrennuna og er stjórnað með sérstökum vökvabúnaði. Slikir skutrennulokar eru þegar komnir i þrjá togara og þykja gefa góða raun. Nefndin vill, að þess sé jafnan gætt, að sami maður sinni aldrei samtimis stjórn skips og stjórn togvindu. Reynslan hefur sýnt, að hættu- legt getur verið, að einn skipstjórnarmaður gegni báðum þessum ábyrgðarmiklu störfum i senn, ekki sizt þar sem hinar nýju togvindur eru bæði öflugar og krefjast nákvæmni i meðferð. Einnig vill nefndin skylda sjómenn, sem vinna á afturþilfari skuttogara, til að nota öryggisbelti vi ð störf sin. Gerðar hafa verið tilraunir með slik belti og hafa þau þegar sannað gagnsemi sina. Jafnframt vill nefndin skylda sjómenn til að nota öryggishjálma við alla vinnu á þilfari. Á vestur-þýzkum togurum er þegar búið að fyrir- skipa slika hjálma. Þeir gefa mikla vernd, þegar virar slitna eða krókar losna. Þá vill nefndin, að unnið sé að útvegun búnað- ar, er hindrað geti myndun hálku á þilfári skut- togara. Hálkan er bæði algeng og hættuleg eins og dæmin sanna. Ennfremur vill nefndin láta koma upp bjarg- hringjum á rúllulinum aftast á skuttogurum beggja vegna skutrennunnar. Nefndin vill skylda sjómenn á skuttogurum til að bera létt og lipur björgunarvesti innan hlifðar- fata og bendir á sérstök vesti, sem henta i þessu skyni. Einnig bendir nefndin á, að nú séu fáanleg lipur hlifðarföt, er komið geti i stað sjóstakka, sem eru þunglamalegir og geta hindrað hreyfingar sjó- manna. Hinir þungu stakkar hafa verið bannaðir um borð i vestur-þýzkum togurum. Þá vill nefndin, að þess sé jafnan gætt, að kall- kerfið milli stjórnpalls og afturþilfars sé jafnan gott og öruggt, en þessu er viða ábótavant, eink- um vegna lélegs útbúnaðar. Loks vill nefndin, að reykköfunartæki séu um borð i öllum skuttogurum, ekki aðeins þeim, sem eru stærri en 500 tonn. Vonandi verða þessar tillögur framkvæmdar sem fyrst, svo að sjómenn megi framvegis búa við meira öryggi en hingað til. — JK sinum til þess að þessi stöð fái nýja lögreglubifreið, vill á hinn bóginn enga morðrannsókn i málinu. Honum er umhugað um, að þau tengsl, sem eru milli fjölskyldu hans og stúlkunnar, sem fyrirfór sér, komist ekki upp. En sá fatlaði er ekki á þvi að draga játningu sina til baka. Hann vill ekki láta ræna sig glæpnum, sem á að hefja hann i augum kunningjanna. Þar kemur að lögreglan verð- ur að beita hann pyndingum til að játa, að upphafleg játning hans hafi komið til vegna áeggjunar lögreglumanna. Leikrit þetta hefur hlotið feikigóða aðsókn leikhúsgesta i Rio de Janeiro. bykir það vottur fyrstu efnda loforðs Geisels for- seta um aukið frjálslyndi her- foringjastjórnarinnar. Fyrir skömmu átti einn eindregnasti gagnrýnandi stjórnar Geisels, dagblaðið „Estado de Saou Paulo”, hundrað ára afmæli. Þess var minnzt með þvi að varpa á dyr ritskoðurum yfirvalda. Flest önnur brasilisk dagblöð höfðu játazt undir sjálfsritskoð- un, en Estado þverskallaðist ávallt við, og varð þvi daglega að senda trúnaðarmenn á rit- stjórnarskrifstofurnar til að fjarlægja af siðum blaðsins allt efni, sem þótti óæskilegt. Blaðið Altalað er I Braziliu, að lögreglan beitifanga sina pyndingum til að krefja þá til sagna. Skopast að pyndingum lögreglunnar Nýtt brasiliskt gaman- leikrit/ þar sem óspart er skopazt aö pyndingum lögreglunnar, og mont- hönum hersins/ er um þessar mundir til sýningar í Rio de Janeiro. Þykir sú staðreynd benda til þess aö heldur séu yfirvöld að draga úr ritskoðuninni/ sem verið hefur síðan Ernesto Geisel/ forseti/ settist í valdastól fyrir tíu mánuðum. Gamanleikur þessi, sem kallaöur er „Stolni glæpurinn”, fjallarum lögreglu, sem pyndar grunaðan mann til að játa á sig afbrot og þarf að pynda annan til að draga til baka játningu sina á morði. 1 leikritinu er hvergi vikið orði að pólitlskum föngum, en það eru einmitt pyndingar á slikum, sem vakið hafa upp gagnrýni viða er'lendis á brasilisk s.tjórn- völd. A hinn bóginn er mjög frjáls- lega farið orðum um spillingu lögreglunnar, en slikt hefði ver- ið óhugsandi, meðan forveri Geisels forseta, Emilio Garrstazu Medicci, hershöfð- ingi sat að völdum. Leikurinn hefst á þvi, að lög- reglufulltrúi — reyndar kona — er að yfirheyra vitni. Yfir- heyrslan er trufluð af veinum i einhverjum vesaling, sem lög- reglan er að pynda til sagna. Lögregluþjónn er sendur til að biðja þann sama að veina ekki svona hátt. — Þegar hann siðan lætur lifið i höndum lögreglunn- ar, er likið sent til nágrannalög- reglustöðvarinnar en fulltrúinn þar hefur oft verið hjálplegur við að koma undan likum lim- lestra fanga. Þetta atriði verður Brasiliu- mönnum þeim mun áhrifameira sem ótal sögur ganga meðal þeirra um einmitt slik vinnu- brögð lögreglunnar. Þarna kemur svo til sögunnar hershöfðingi nokkur, sem vill tilkynna, að hann hafi orðið vitni að sjálfsmorði rétt i þessu. Lögregluþjónninn, sem send- ur er af örkinni til að kanna málið, kemur frá þeirri rannsókn með „morðingja” sjálfsmorðingjans. Er það bæklaður happdrættismiðasali, sem fegins hendi gripur tæki- færið til að játa á sig verknað, sem hann vonar,-að fjölskyldu hans, stúlkunni sem hann ann og úrþvættunum i nágrenninu, muni þykja karlmannsbragð að. Hershöfðinginn, sem hefur fallið fyrir kvenlögreglufulltrú- anum og lofað að beita áhrifum fyllti þessa auðu dálka með löngum tilvitnunum i verk portúgalska skáldsins, Luis de Camois. Systurblað þess, kvöld- blaðið „Jornal da Tarde”, not- aði hins vegar mataruppskriftir I þessu skyni. Eitthvert sinn hótaði Estado þvi að birta allar útstrikuðu greinarnar, þegar ritskoðuninni yrði aflétt. Það hefur þó ekki látið af þvi verða, og er það sennilega vegna skilnings við- leitni Geisels forseta til aukins frjálslyndis á tímum, sem harð- jaxlar hersins vilja engar tilslakanir. Menn kvíða því, að verði gengið á lagið, eftir þvi sem Geisel léttir á, þá gætu harð- linuöflin innan hersins kippt aftur stigvaxandi tilslökunum hans. Enda varaði hann nýlega við þvi, að hugsanlega yrði grip- ið til strangra gagnráðstafana, ef stjórninni þætti of langt geng- ið. Það fer ekki leynt, að innan hersins eru til áhrifarikir menn, sem lita á sérhverja tilslökun sem svik við byltingu hersins 1964, þegar hinum vinstrisinn- aða forseta Brasiliu, Joao Goulart, var bylt frá völdum. Eitt dæmið um vægari tök ritskoðunar speglast i þvi, að leyfð var útgáfa bókar eftir bandariska hagfræðinginn, Paul Ehrlich, þar sem hann hafnar algjörlega þeirri stefnu, sem Brasiliustjórn einmitt hef- ur I efnahagsmálum. Hann seg- ir i þeirri bók, að Brasilia stefni til sjálfsmorðs i iðnvæðingu sinni, fólksfjölgunarstefnu sinni o.fl. Stjórnin hefur margsinnis lýst sig andviga takmörkun barn- eigna og bindur traust sitt á út- rýmingu frumskóga Amazons til aukins landrýmis, svo að ekki verði þröngt um tvöföldum ibúa landsins, eins og spáð er, að verði fyrir næstu aldamót. Ibúar Brasiliu eru núna um 100 milljónir. Þrátt fyrir þessar og fleiri til- slakanir, hefur ritskoðuninni ekki verið með öllu aflétt. Þó er ekki gott að glöggva sig á þvi hvaða efni aldrei fær að koma fyrir almenningssjónir. Vitað er samt, að það sem þykir skaðlegt siðgæði almenn- ings, er miskunnarlaust skorið niður af Armando Falcao, dómsmálaráðherra. Er það oft brosleg lesning, þegar birtur er i blöðum listi yfir það efni, sem þykir skaðlegur i þessu tilliti. Slikir listar birtast reglulega. Nýlega var t.d. gert kunnugt, að ráðherrann ásamt 60 völdum mönnum (allt vinir hans og kunningjar reyndar) hefðu fyrir luktum dyrum séð myndina „Siðasti tango i Paris”, en sið- an bannað sýningu hennar. I annan stað greindi eitt blað- ið frá þvi, að Falcao hefði bann- að sölu og dreifingu á bók, sem honum þótti vera klám. Efaðist enginn um, að ráðherrann kunni vel um það að dæma eftir að hann hafði verið fimm daga að lesa hana sjálfur. En á hinn bóginn er svo kom- ið, að fréttir af pólitiskum hand- tökum eða pyndingum, sem ekki hefðu liðizt fyrir nokkrum mánuðum, fá nú óáreittar að skjóta upp kollinum á siðum blaðanna. Umlir stjórn Medicci hcrshöfðingja, sem hér sést t.v.,heffti ver - ift óhugsandi, aft leikritift „Stolni glæpurinn" hcffti verift sýnt i Rio S dc Janciro. Kltirmaftur Mcdicci, Gciscl forscti, hefur iign slakaft til. I llllllllllll UMSJÖN: G. P.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.