Vísir - 30.01.1975, Side 7

Vísir - 30.01.1975, Side 7
Vlsir. Fimmtudagur 30. janúar 1975. 7 skil Sjálfsævisaga Henri Charri- ére hlýtur aft teljast einstæö i sinai röh. Það er þvi ekki aö undra, aö saga hans hafi selzl i yfir 20 milljónum eintaka á yfir 30 (ungumálum. Henri Charriére var smáglæpamaður i undirheim- um Parisarborgar og iðinn mjög við smásvindl og þjófnaði. Vegna fiðrildis, sem tattóverað var á bringu hans, gekk hann jafnan undir nafninu Papillon (Fiðrildið). I marzmánuði 1931 var Papillon sekur fundinn um morð á melludólgi einum i Paris, þótt alla tið hafi hann haldið fram sakleysi sinu. Papillon var sendur til frönsku Guiana, þar sem ævi- löng fangavist beið hans. Vegna ótrúlegs þreks hélt þessi mikli ævintýramaður heilsu sinni i allri þeirri vesöld, sem þarna réð rikjum. Hann var strax staðráðinn i að flýja og miðaði allar sinar gerðir við það. Margoft tókst honum að flýja hina illræmdu fanganýlendu og jafnoft var hann gripinn og færður inn fyrir múrana á ný. Að lokum var hann fluttur út i Djöflaeyjuna og þaðan tókst honum loks að flýja fyrir fullt og allt, þótt slikt hefði þangað til verið talið óframkvæmanlegt. Papillon öðlaðist þar með frelsi sitt, settist að i Venezuela og kvæntist. Arið 1962 hóf hann að skrifa einstæða ævisögu sina, sem átii eftir að færa honum mikinn auð. Þessi merkilegi maður lézt árið 1973 og hafði þá fylgzt með gerð kvikmyndar- innar, sem verið var að gera um ævi hans. Og hvernig á svo að gera slik- um manni viðhlitandi skil i tveggja og hálfs tima mynd? Slikt er ekki heiglum hent. Að- eins er hægt að leggja áherzlu á stutta kafla úr ævi hans og i myndinni Papillon er f jallað um þrjár af fióttatiiraunum hans og tveggja ára vist i einangrunar- klefa. Þótt úr þessu verði hið stórkostlegasta ævintýri, er efn- ið ennþá of viðfeðmt til að myndin verði einlæg persónu- lýsing og spennandi að horfa á. Kvikmyndina hefði átt að lita með nærgætni á styttra timabil af ævintýrum Papillon, vist hans á Djöflaeynni og flóttann þaðan eða fyrstu árin i fanga- nýlendunni. En saga Papillon er það merkileg, að kaflaval er auðveldara sagt en gert. Hvað um það þá er Papillon mynd,semenginn má missa af. 1 það minnsta ýtir hún við fólki. að lesa hina merkilegu ævisögu Henri Charriére. — JB. Hafnarbió: Papillon Leikstjóri: Franklin J. Schaffn- er. Handrit byggt á metsölubók Henri Charriere. Aðalhlutverk: Steve McQueen og Ilustin Hoffman. Þótt hún sé ekki eins spcnn- andi og af er látið, myndatakan og tónlistin ekkert afbragð og sviðsmynd og förðun ekki alltaf sem bezt, er kvikmyndin hrein- asta perla. Astæðan: Stórkost- legur leikur þeirra Steve McQueen og Dustin Hoffmans. Hlutverk Papillon er erfitt en McQueen skeikar hvergi og tekst jafnvelbezt upp i erfiðustu atriðunum. Þar á ég við dvöl Papillons i einangrunarklefan- um, fyrst i tvö ár og siðan i fimm ár við ömurlegt fæði og þrengsli. En Papillon ætlar ekki að láta yfirbuga sig og stundar likams- rækt og nælir sér i „aukabita” með þvi að leggja sér til munns skorkvikindi, er nálgast hann. Leikur McQueen er mjög sannfærandi og maður fyllist meðaumkun með hinum vesæla Papillon. Tvær flóttatilraunir mistak- ast og þótt hann hætti höfði sinu með þriðja flóttanum flýr Papillon enn á ný og nú frá sjálfri Djöflaeynni. Dega (Dustin Hoffman), sem fylgt hefur Papillon i gegnum súrt og sætt, verður hins vegar eftir á eynni. Hann er orðinn þreyttur og örlitið skrýtinn og bara farið að liða bærilega þarna á eynni innan um púturn- ar sinar og matjurtirnar. Þessi mynd er sigur þeirra Dustin Hoffmans og Steve McQueen. Án afbragðs góðrar túlkunar þeirra á Papillon og Dega væri myndin ekki það, sem hún er. — ÞJM. ★ ★ Austurbœjarbíó: „Hver myrti Sheilu?" EINN HINNA SJÖ ER MORÐINGI Austurbæjarbió: „Hver myrti Sheilu?” (The Last of Sheila) Leikstjóri og framleiðandi: Herbert Ross. Handrit: Stephen Sondheim og Anthony Perkins. Leikendur: Richard Benjamin, Dyan Cannon, James Mason, James Coburn, Joan Hackett, Ian McChane, Raquel Welch. ,,Sú eigingjarnasta, verst siðaða og tillitslausasta leik- kona, sem ég hef nokkru sinni haft þá óánægju af að starfa með,” sagði hinn ágæti leikari James Mason um sápu- auglýsandann Raquel VVelch, sem leikur með honum i myndinni „Hver myrti Sheilu?” Og vist er það, að á ýmsu gekk á meðan á töku myndarinnar stóð, enda engrar sælu von, þegar slikum fjölda stórstjarna er att saman eins og i „Hver myrti Sheilu?” Myndatakan tók fjóra mánuði i Bel Air i Hollywood og við Suður Frakkland. Leikendunum kom illa saman og timinn hefur vafalaust virzt mun lengri en fjórir mánuðir. Eitt sinn, er fé- lagsskapurinn i Suður-Frakk- landi var orðinn gjörsamlega óþolandi fyrir Raquel Welch flaug hún háskælandi til London. En smáskærur að tjaldabaki skipta þó litlu máli, þegar árangurinn á tjaldinu er með ágætum eins og i „Hver myrti Sheilu?” Söguþráðurinn i myndinni er morðgáta af gamla skólanum, ekki bara mannaveiðar eins og i lögreglumyndum nútimans, heldur leit að morðingja i hópi sjö manna. Höfundar hand- ritsins, sem er meginuppistaða myndarinnar, eru textahöfund- urinn Stephen Sondheim og leikarinn Anthony Perkins. Kvikmyndaframleiðandinn Clinton, leikinn af James Coburn, missir konu sina Sheilu I bilslysi við heimili þeirra i Hollywood. Drukkinn ökumaður _ er valdur að dauða hennar, en hann flýr af vettvangi. Kvöldið er Sheila dó stóð yfir samkvæmi á heimili Clintons og ári siðar býður hann sömu gestunum og kvöldið forðum til dvalar á lystisnekkju sinni við suöurströnd Frakklands. Gestimir taka þátt i leik á hverju kvöldi, þar sem þeir eiga að komast að einhverri gamalli synd hver annars. Brátt fer leikurinn að verða heldur harkalegur og tveir þátttak- endanna finnast myrtir. Nú hefjast langar röks.emda- færslur um, hver hinna eftirlif- andi geti verið morðinginn, og eins og i góðum morðgátum kemur endirinn á óvart. Það ber ekki alltaf sama árangur og ætla mætti að safna mörgum stjörnum saman i eina kvikmynd. En i myndum sem þessari, þar sem hlutverkin eru nær öll jafnstór, tekst þetta þó bærilega. Það er samt maður að nafni James Mason i hlutverki kvikmyndaleikstjórans Philip, sem á mestan þátt i ágætu kvöldi ásamt Dyan Cannon, sem hlær svo unaðslega skemmti- lega. —jb Þö?n.! Mós! 0g vélin Sengur- Þetta atriði útheimtir ekki mikið erfiöi hjá Dyan Cannonx I myndinni „Hver myrti Sheilu?” cTVIenningarmál ★ ★ ★ Hafnarbió: Papillon Stórkostleg mynd — þótt ýmsu sé ábótavant Dega (Dustin Hoffman) fagnar félaga sínum Papillon (Steve McQueen), er hann heimtir hann úr tveggja ára einangrun. ★ ★ ★ Hafnarbíó: Papillon Erfitt að gera einstœðri œvi Papillon (Steve McQueen) gripur pott af sjóöandi vatni, sem vopn gegn vörðunum, sem eru að lumbra á félaga hans Dega. Kvikmyndahúsin i dag: + + + + Laugarásbíó: „Gildran” + + + + Stjörnubió: „The Last Picture Show” + + + + Tónabió: „Siðasti tangó I Paris” + + + Hafnarbió: „Papillon” + + Austurbæjarbió: „Hver myrti Sheilu?’ + + Háskólabió: „Farþegi I rigningu” ★ ★ Hóskólabíó: Farþegi í rigningu Rigningarhrollvekja Háskólabió: Farþegi i rigningu („Rider in the Rain”). Leikstjóri: René Clement. Handrit: Sebastian Japrisot. Leikendur: Marlene Jobert og Charles Bronson. Þaö rignir í námunda við Marseille i Frakklandi, er far- þegi stigur þar út úr áætlunarbil I litlu þorpi. Þetta er hrollvekja frekar en sakamálamyiid og þvi er rigningin sjálfsagður hlutur. Það er fróðlegt að fylgjast með því, hvernig veður er notað I þeim kvikmyndum er hingað berast. Ef það er hrollvekja þá rignir, að ekki sé nú talað um er þvi fylgja þrumur og eldingar (Dæmi upphafið i „Don’t look now”). Ef það snjóar, þá er um ástarsögu að ræða (Love Story, Heartbreak kid). Aðrar sögur gerast í bliðskaparveðri, nema þá sérstaklega sé fjallað um hrakfarir af völdum óveðurs (Airport til dæmis). Hvað um það, það rignir sem sagt þegar gest ber að garði hjá húsmóðurinni Mellie, sem er ein i húsi sinu. Aðkomumaðurinn brýzt inn og nauðgar húsmóður- inni á meðan rigningin fellur til jarðar utan dyra. Mellie, leikin af frönsku leik- konunni Marlene Jobert, kemur fram hefndum skömmu siðar, er hún sendir haglaskot i kvið- inn á aðkomumanninum. Hún þorir ekki að láta eigin- mann sinn Tony, (Gabriele Tinti), sem er fjarverandi, komast að hinu sanna og felur þvi lik aðkomumannsins. En daginn eftir kemur á vettvang dularfullur maður, Harry Dobbs að nafni (Charles Bronson) er spyr Mellie, hvi hún hafi myrt aðkomumanninn KVIKMYNDIR Mellie neitar að kannast nokkuð við málið og við tekur langt taugastrið milli músar- innar og kattarins, Mellie og Dobbs. Ahorfandinn fær ekki að vita, hver hinn eiginlegi tilgang- ur Harry Dobbs er, en á meðan Mellie neitar stöðugt sakargift- um hans reynir hún að komast að hinu sanna um tilgang hans. Bronson er sem skapaður i hlutverk i ætt við hlutverk Dobbs i þessari mynd, en Mar- lene Jobert virðist i leik sinum vera langt frá þvi að óttast að- komumennina, sem að garði ber. Sem hrollvekja vekur þvi mynd þessi litinn hroll. Sem sakamálamynd gerir hún held- ur betur, jafnvel þótt i leikslok sé hluti gátanna enn óleystur. Tóniistin úr myndinni er þekkt orðin, enda er þar sá þekkti Francis Lai að verki. Tónlistin geymist þér sennilega lengur i minni en myndin sjálf. —JB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.