Vísir - 30.01.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 30.01.1975, Blaðsíða 16
visir Fimmtudagur 30. janúar 1975. Skátar við slysa- vðrzlu I Blá- fjöllum Akveðiö hefur nú verið, að menn frú Hjálparsveit skáta verði staðsettir i Bláfjöllum um hverja helgi. Þeir verða viðbúnir að flytja fólk i bæinn ef slys ber að höndum, og einnig verða þeir meö útbúnað og aðstöðu tii að búa um minni háttar sár. Thor Eggertsson formaöur Hjálparsveitarinnar sagði okkur I morgun, aö þessa hefði verið far- iö á leit af Bláfjallanefnd. Hjálparsveit gegndi sama hlut- verki i Bláfjöllum i hitteðfyrra, en Slysavarnafélagið i fyrra. „Það er ráðgert, að þarna verði fimm menn hverju sinni. Þeir koma þá um hádegi á laugardag og verða til kvölds. Slðan fara þeir aftur upp eftir á sunnudags- morgni og verða fram undir kvöldið.” Hjálparsveitin mun hafa bil, og einnig hefur hún aðstöðu i skúr, þar sem rafstöðin var áður til húsa. Þar verður hægt að gera að smá skeinum. Thor sagði, að strax yrði hafizt handa um næstu helgi, ef búið verður að ryðja; og siðan verða menn frá sveitinni um hverja helgi i allan vetur i Bláfjöllum. Hann kvaðst halda að full ástæða væri til þess að hafa ein- hverja til taks. Gat hann þess, að fyrir stuttu hefðu til dæmis tvö fótbrot átt sér stað um sömu helgi við Skiðaskálann i Hveradölum. Þar flutti lögreglan þá slösuðu i bæinn. —EA Leiðin úr skólanum lengist Reykvikingar gátu I gær notið hins fullkomna vetrarveðurs. t snjó og sól var fjöldi manna úti við sér til andiegrar og likamlegrar hressingar. Krakk- arnir, sem fóru i skólann I gær- morgun, voru heldur lengi á leiðinni heim á ný, þar sem snjórinn freistaði þeirra i sólinni. Ef veðurspáin fyrir Reykja- vik stenzt I dag má reikna meö svipuðu veðri og i gær. Það er þvi viðbúið, að leiðin heim úr skólanum lengist aftur i dag. Strákinn á myndinni rakst ljósmyndari Vísis á I Stakka- hliðinni og virtist hann vel kunna að meta góða veðrið. — JB/mynd. BG Þau eru geysimörg atriðin, sem þarf að athuga vlð skoðun á Boeing, en þessa mynd tók Henning Finn- bogason, þar sem veriðer aðskoöa Sólfaxa f Keflavik. Varð að dósa í 3-4 tíma undir snjóskafli — féll niður um snjóþak — óskemmtileg reynsla 7 ára gamals Dalvíkurstráks ,,Ég var að vinna i húsi rétt fyrir ofan bæ- inn, i nýja hverfinu hérna, þegar ég heyrði eitthvert væi. Ég rann á hljóðið og kom þá að piltinum, þar sem hann hafði fallið niður I snjó- inn, um það bil tvo metra”. Þetta sagði Haraldur Guð- mundsson rafvirki á Dalvik, þegar við höfðum samband við hann i morgun. Það er ekkert grin fyrir sjö ára gamlan dreng að dúsa I þrjá til fjóra klukkutima i holum snjóskafli, en það þurfti hann að gera i þessu tilfelli, eða þar til Haraldur heyrði til hans. Mikill snjór er nú á Dalvik og skaflar mannhæðarháir og meira. Haraldur var að vinna við hús sem er i byggingu I nýja hverfinu á Dalvik, rétt eftir há- degið i fyrradag. Hljótt var allt um kring og fátt á ferli. Þá heyrði hann grát i barni og átt- aði sig i fyrstu ekki á, hvaðan hann kom. Hann fór þá að leita, og kom að gati niður i stóran snjóskafl, sem var við einn vegg hússins. Tveimur metrum fyrir neðan var drengurinn. Heitt vatn I brunni hafði vald- ið þvi, að snjórinn bráðnaði næstum þvi við vegg hússins, þannig að ef gengið var þar á hrapaði sá hinn sami niður, þar sem sniórinn hélt ekki. Nokkrir slikir brunnar eru á staðnum, en yfir þeim öllum hlerar. Vatn- ið, sem rennur út i þá, kemur úr ofnum húsanna. Ekki hafði verið farið að leita að drengnum. Hann hafði þó farið út fyrir hádegi og ekki komið i mat. Þá hafði verið hringt og spurzt fyrir um hann. En þótt hann hafi orðið að dúsa allan þennan tima i skaflinum varð honum ekki meint af. Haraldur náði honum strax upp úr. — EA RÁÐHERRA FYRIR DÓM — boða rœkjumenn á Blönduósi „Við meöferð þess kærumáls, sem nú er hafiö, mun að sjálf- sögðu reyna á iögmæti aögeröa ráðuneytisins gegn m/b Nökkva HU 15 og rækjuverksmiðjunni á Blönduósi”, segir I fréttatilkynn- ingu frá Nökkva hf. og Særúnu hf. á Blönduósi. „Meðal annars á sjávarútvegs- ráðherra eftir að koma fyrir dóm við rannsókn málsins, til að upp- lýst verði um hinar raunverulegu ástæður til hamagangsins gegn rækjuvinnslunni á Blönduósi”, stendur þar ennfremur. Þá segir i tilkynningunni, að Nökkvi hafi haft fullgilt rækju- veiðileyfi i Húnaflóa frá 29. októ- ber 1974, og afturköllun ráðuneyt- isins á leyfinu vegna sölu skips- ins á rækju til annarrar vinnslu- stöðvar en ráðuneytinu þóknast sé „tvimælalaust ógild stjórnarat- höfn og marklaus. Einnig vekur það furðu for- ráðamanna þessara hlutafélaga, að einungis Nökkvi skuli kærður. en ekki Aðalbjörg, sem einnig gerði sig seka um sama athæfi: Að selja afla sinn annarri vinnslustöð en ráðuneytið hafði fyrirskipað. — SH Tafsamara en í heimahögum — en gengur þó allt eftir óœtlun „Flugvirkjar segja þetta vera tafsamara en I heimahögum, en þetta gengur samt alveg eftir áætlun”, sagði Sveinn Sæmundsson þegar við ræddum við hann, en nú er veriö að skoða Sólfaxa, Boeing vél Ft, á Kefla- vikurvclli. Byrjað var að skoða vélina á mánudaginn og búizt er við því að skoðun hér verði lokið á fimmtudag. Þá fer vélin til Belgiu, þar sem lögð veröur siðasta hönd á verkið. Varahlutir og verkfæri eru nú óðum aö koma og er allt tekið upp jafnóðum. Um 10 dögum eftir aö Sólfaxi fer út, verður seinni þotan tekin og skoðuð hérlendis, en trúlega verður skoðun lokið hjá Transair i Sviþjóð. Það er þó ekki fyllilega ákveðið. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.