Tíminn - 26.06.1966, Page 3
SUNNUDAGUR 26. júní 1966
TÍMINN
ISPEGLITÍMANS
Hér sjáum við Lyndu Bird
Johnson og leikarann Glenn
Ford þar sem þau eru að hlusta
á gítarhljómlist eftir Harry
Dean leikar.a. Myndin er tekin
í smáhléi, sem varð á töku kvik-
myndar, sem vinur Lyndu, Ge-
orge Hamilton leikur í um
þessar mundir.
Forseti Kenya hefur keypt
sér bifreið af gerðinni Merced-
es 600. Er bifreiðin útbúin
góðri loftræstingu og barskáp
og kostuðu kaup Kenya-ríki
rúmar 700 þúsund krónur.
★
Frú Guadalupe Garcia býr í
Boston og á tíu dætur og fjóra
syni á aldrinum 18 mánaða
upp í 23 ára og auk þess fjög-
ur barnabörn. Þetta er nú tal-
ið allt nokkuð — þótt horft
sé fram hjá því að frúin vinnur
fyrir sér sem magadansmær á
næturklúbb.
★
ítalska leikkonan Virna Lisi
hefur nú bæði misst bifreiða-
stjóra sinn og eldabuskuna
sína. Ástæðan til þess er sú,
að þessi skapheita leikkona
hafði svo oft gefið þeim ut-
anundir að einn daginn fannst
þeim komið nóg og löbbuðu sig
í burtu. Virna Lisi afsakar sig
með því, að þau hafi verið svo
frek að hún hafi ekk; getað
varið sig á annan hátt.
★
Ættfræðilegar rannsóknir
hafa leitt í Ijós, að Elísabet
Englandsdrottning er í 34. lið
komin út af hinni frægu Lady
Godova, sem um 1000 reið nak-
in um torg Coventryborgar til
þess að fá eiginmann sinn til
þess að leysa íbúa borgarinnar
úr skattaánauð þeirri, sem
hann hafði hneppt þá í.
★
Li Tehchuan heitir heilbrigð
ismálaráðherra Kína. Hann tók
fyrir skemmstu bílpróf og var
þá 69 ára. — En ég gerði það
bara til þess að geta sjálfur ek-
ið sjúkrabíl, sagði ráðherrann.
★
★
Hér sjáum við einkabarn
Gary Grant ásamt foreldrunum
en þetta er fyrsta myndin, sem
tekin er af frökeninni, sem
nefnist Jenniver, og virðist hún
ætla að geta látið taka af sér
myndir. því að hún hefur sett
upp svolítið bros af tilefninu.
Fjölskyldan er nú á leið frá
Bandaríkjunum til Englands til
þess að heimsækja tengdamóð
ur Garys.
Þessi 7 ára snáði, Jonny Sör- hann verið að leik með nokkr-
ensen var fyrir skemmstu með Um grisum og villzt með þeim
foreldrum sínum í Noregi í fríi En Jonny var eftirtektarsam-
og einn sunnudagsmorguninn ur og hann hafði veitt þvi at-
hvarf hann frá fjallakofanum, hygli, að grísirnir komu alltaf
sem fjölskyldan dvaldist í. Var að fjallakofanum á morgnana,
hafin mikil leit að honum, en sv'o að hann fylgdist með grís
án árangurs, en um áttaleytið unum þar til þeir fóru heim að
næsta morgun kom Jonny heill kofanum.
á húfi heim í kofann. Hafði
★
Elizabet Taylor varð talsvert
undrandi, þegar hún las dag-
blöðin í Róm fyrir skemmstu.
Við henni blasti mynd af leik-
aranum Rick van Nutter, eig-
inmaður Anitu Ekberg) og þar
sem hann hélt utan um fallega
brúnhærða stúlku, sem líktist
Elizabeth ískyggilega mikið.
Fyrir ofan myndina stóð: Hef-
ur Elizabeth yfirgefið Burton
vegna eiginmanns Anitu Ek-
berg. Anita varð heldur ekkert
ýkja glöð. Þetta leiðréttist svo
smátt og smátt og það kom
á daginn að stúlkan heitir
Marilu Tolo og er 25 ára gömul
og upprennandi kvikmynda-
stjarna á Ítalíu og þykir sér-
staklega lík Elizabeth Taylor.
Myndiri sem birtist í blöðunum
var úr síðustu kvikmynd henn-
ar og í henni leikur van Nutt-
er aðalhlutverkið.
★
Lögreglustjórinn í Frankfurt
am Main er nú farinn að und-
irbúa lögregluna undir það að
mæta götuóeirðum. Hann hef-
ur nú bætt við 500
manns, miklum og þungum mót
orhjólum og lögregluhundum.
Ástæðan: The Beatles eru vænt
anlegir í heimsókn til borgar-
innar 26. júní.
★
Gríski skipamiðlarinn Strat-
is Andreadis hefur nýlega
keypt eyjuna Psili. En það
voru fleiri en Andreadis, sem
áhuga höfðu á að kaupa eyj-
una og voru það þau Soraya,
Jacqueline Kennedy, Karim
Aga Khan og Peter Ustinov.
★
Joe Louis, fyrrvera /H heims-
meistari í þungavigt gengur
nú í iðnskóla í Cleverland.
Hefur hann í hyggju að veiða
rennismiður,
*
Það hefur komið upp úr kaf-
inu að Karl prins hinn 17 ára
gamli ríkisarfi Bretlands hef-
ur staðið í bréfaskiptum 1 þrjú
ár við jafnöldru sína, Bagge,
sem býr á bóndabæ rétt við
konungshöllin*. Sandringham.
Rosaleen segir um þessi bréfa-
skipti: Charles skrifar helzt
ekki bréf, en þegar hann ger-
ir það skrifar hann síðu eftir
síðu. Núna skuldar hann mér
einmitt bréf.
X1
I