Tíminn - 26.06.1966, Side 8

Tíminn - 26.06.1966, Side 8
SUNNUDAGUR 26. júní 1966 8 TÍMINN Síðlokið vorönnum Komið er fram í tíundu viku j sumars og undanfarna daga hef ur veðrátta verið sæmileg og iafnvel góðir sumarhitar með nægri vætu svo að sprettutíð hefur verið góð. Sláttur fer senn að hefjast þar sem bezt er og má jafnvel sjá slegin tún hér í nánd við Reykjavík. Sláttur almennt mun hefjast með seinna móti þrátt fyrir góð viðri siðustu daga, því að sum arið var seint á ferð eftir kald an vetur. Það var t.d. óvenju legt að fara um beztu ræktar héruð landsins um siðustu helgi í miðri níundu viku sumars og sjá fólk vera að setja niður kar töflur. Uppskera af þeirri sán ingu mun verða seint á ferð í haust, og ekki mega koma margar frostnætur í ágúst, ef hún á að verða nokkur. Þetta er þó aðeins sýnishorn af því, hvernig vorannir hafa gengið á þessu vori. Þær eru allar mjög seint á ferðinni, vegna mikilla frosta í jörð og kulda fram á sumar. Vinnsla nýrækta og sáning í þær hefur dregizt lengur en vant er. T.d. hafa bændur ekki getað sáð í kálakra fyrr en nýlega og þeir, sem ætla þá til þess að beita á dilkum fyrir slátrun í haust, munu ef til vill verða fyrir skakkaföllum og afurðatapi af þeim sökum. Slík haustbeit dilka annað hvort á kálakra eða tún svo sem hálfan máuuð eftir að þeir koma af fjalli áður en þeim er slátrað, fer nú mjög í vöxt og eykur fall- þunga töluvert. Hin síð- loknu vorstörf geta hæglega orðið bændum til nokkurrar af urðarýmunar á komandi hausti jafnvel þótt sumarið verði gott og heyfengur nokkur. Sumarferðirnar Sumarferðir fólks eru í al- gleymingi. Sumarfríin eru byrj- uð, hver hópurinn af öðrum, heldur til útlanda, og híla straumurinn um þjóðvegi lands ins sýnir, að þangað liggja ekki síður leiðir manna. Sumargisti- húsin hafa verið opnuð um allt land. Þeim fjölgar með hverju ári, og þau verða betri og betri. Þessi mál eru sem betur fer, sífellt að færast í betra horf. Hingað til hefur verið tilfinn- anlegur skortur á leiðbeininga- Á hinu stórmyndarlega tilraunabúi Búnaðarsambands Suðurlands að Laugardælum fara margs konar fóð- ur- og eldistllraunir fram, og þar er margt gripa. Nautgriparæktin er í fyrlrrúmi, en þar er einnig töluverð svínarækt. Myndin var tekin þar fyrir nokkrum dögum og sýnir þriflegan grísahóp þar. (Ljósm.: Bj. Bj.) Menn og málofni bókum um ferðaleiðir á ís- landi og jafnframt ferðahand- bókum, sem hafa að geyma haf nýta vitneskju og áminningar, sem í hag koma á ferðalögum. Undanfarin ár háfa tveir ungir menn gefið út slíka bók og nú er hún nýkomin út á þessu sumri. Sést þá, að þarna er lögð mikil alúð við að gera góða ferðahandbók. Ferðahandbók- in er orðin um 300 blaðsíður, og sé henni flett, kemur í ljós, að hún býr yfir ótrúlega fjöl breyttu efni, sem allt snertir ferðalög, og henni fylgja bæði einfaldir og skýrir uppdrættir með hverri leiðarlýsingu, og einnig stór vegakort fyrir land ið allt. Bókin hefst meira að segja á að minna menn á það, sem helzt þarf að gera áður en lagt er í ferðalag. Hún birtir áætlanir, hvers konar fyrir sérleyfisbfla, skip og flugvélar, upplýsingar um benzínsölustaði, gistihús, bifreiðaleigur og bifreiða- Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688 stöðvar. Þá eru kaflar um Reykjavík, kauptún og kaup- staði landsins, þar sem getið er embættismanna og þeirra staða og stofnana, sem ferðamenn varðar helzt um. Þá eru nú komnar í bókina greinargóðar upplýsingar um meginhluta landsins, flestar gerðar af landskunnum leiðsögumanni, Gísla Guðmyndssyni. Penna- teikningar af sérkennileg- um stöðum eru og í bókinni til mikillar prýði. Einn skemmtilegasti viðauk- inni nú er grein Eysteins Jóns sonar, alþingismanns, um göngu ferðir í nánd við Reykjavík. Ey steinn eyðir sem kunnugt er, frístundum sínum mjög í göngu ferðir, og hann flutti fyrir þremur árum athyglisvert og óvenjulega skemmtilegt erindi í útvarpið um þetta efni. Grein þessari fylgja ágætar göngu- leiðateikningar. Eysteinn hefur einnig samið ágæta grein um gönguleiðir og náttúruskoðun umhverfis Bifrastar í Borgar- firði 1 upplýsingariti, sem ný- komið er út um þann fagra stað. Gönguferðir. Hæfilegar gönguferðir eru nú af mörgum taldar einhver bezta hressing og heilsubót, sem völ er á, og jafnvel áhrifa- mikið læknisráð. Eitt mesta mein nútímalífs er sagt vera hreyfingarleysið og áreynslu- leysi manna.. Og víst er um það, að mönnum hættir um of til að gefa sig á vald hinum þægilegu og hraðfæru ferða tækjum nútímans eða iðka kyrrsetur í góðum stofum eða veitingahúsum við þá skemmtan sem þar er Óefað burfa mann að gæta sín mjög i þessum efn um og kappkosta að finna mót vægi eeen óskostum tækninnar Þannie oe bví aðeins banmg. nýtist hún mönnum til ham- ingju og farsældar. í hinni ágætu grein Eysteins Jónssonar um gönguferðir í ná grenni Reykjavíkur, segir hann m.a. í greinarlok: „í mínum augum er það mik ilvægt að vita nokkur deili á umhverfi sínu. Allt landslag fær annan svip, ef menn kunna skil á þvi. Það vekur ánægju, sem erfitt er að lýsa, að geta litið á fjöll og ása, dali, ár og læki sem kunningja sina. Og kunningjana þekkir maður með nafni. Það hefur jafnvel sifct gildi að geta sent kveðju og tillit á hraðri ferð, þegar ekki gefst tóm til annars og meira. Örnefni færa fólkið nær land inu, og kynslóðina, sem lifir og notar þau, nær þeim, sem horfnir eru. Þau minna mjög mörg á liðna atburði, og rifja upp söguna, — en tengslin við fortíðina eru hverri þjóð lífs- nauðsyn — rótin, sem vöxtur inn byggist á öðrum þræði. Að lokum örfá orð um útivist fyrst ég er farinn að tala um þessi efni á annað borð“, segir Eysteinn í greininni. „Sumir segja máske eða hugsa: Hvaða vit er að þenja sig upp um fjöll og firnindi eða fara langar gönguferðir um dal og hól? Þetta er líka svo erfitt, og mér veitir ekki af að hvíla mig. En hér er ekkert einskorðað við fjöll og firnindi, síður en svo, né langar gönguferðir. Og eng inn þarf að þenja sig né þreyta. Ekkert er meiri misskilning- ur en að þetta sé erfitt. Það liggur sem sé ekkert á. Vand- inn er sá einn að rölta eins og mönnum er þægilegast, greikka sporið því aðeins, að menn langi til þess, setja sér ekkj nf «=>rfií*> markmið og hafa því sína hentisemi. Þá langar menn ákaft í næstu ferð og enn aðra Oe> i eöneuferðum í nátt úru«knðtin =err> af sjálfu sér fvlgir með. hafa menn eígnazt tómstundagaman sem að sumra dómi tekur flestu, ef ekki öllu öðru fram, að öðru ólöstuðu. Ég held þetta stafi af því, að manninum er áskapað að unr- gangast landið og innst inni vilja menn hafu samband við náttúruna og sakna þess, marg ir, að svo verður ekki að ráði í auknu þéttbýli og inniverkum. En hér á landi — og það jafn vel í sjálfri höfuðborginni, er ennþá fjarska auðvelt að verja tómstundum sínum í skemmti legu umhverfi úti við. Og ef rétt er að farið og dálitlu lagi beitt, þá er það á allra færi, sem sæmilega fótavist hafa, yngri sem eldri, fátækra sem ríkra.“ Þessi orð eru í tíma töluð þessa dagana, þegar sumar- blíðan ríkir, sumarleyfin standa yfir og ferðahugur í mörgum. Það er auðvitað gaman að fara langt í bíl eða flugvél, en hætt ir fslendingum ekki til með hin nýfengnu ferðatæki, að þjóna þeirri skemmtan um of? Er ekki unnt að sækja sér nýja gleði, hreysti og lífsánægju í tíðari gönguferðir og náttúru- skoðun í næsta umhverfi? Fækkun prestakalla Prestastefna íslands stendur yfir þessa dagana. Aðalmál hennar er brýnt úrlausnarefni, til samræmis við breytt þjóð- líf og breytta byggðarhætti skipan prestakalla og prests- þjónustu í framtíðinni hér á landi. Ýtarleg athugun mun hafa farið fram á því undan- farin misseri, hvaða breytingar væru líklegastar til þess að koma málinu 1 höfn. Presta vantar nú víða um land. Blöð- in skýra frá því, að í tillögum þeim sem nú liggja fyrir prestastefnunni, sé gert ráð fyr ir þvi að fækka prestaköll um á landinu töluvert, eða um 14, og þá stækka ýmis þeirra að sama skapi. Einnig er rætt um að greiða prestum staðar uppbót þar, sem prestaköll eru sérstaklega víðlend og erfitt að fá presta til þjónustu. Þess ar tillögur eru vafalaust spor í rétta átt og vonandi tekst prestastéttinni að sameinast um haldkvæmar tillögur, sem þjóð in, löggjafinn og stjórnar- völd geta gert að sínum. En þetta minnir á, að margt fleira í samfélagsskipun þjóðar innar og þjónustu þarf gagn- gerðrar endurskipunar við. Læknaleysi út um land er eitt mesta vandamálið. Mörg héruð eru læknislaus tímum saman, og læknar allt of lausir í sessi víða. Vafalaust má leysa þetta vandamál að einhverju leyti með breyttri skipan og tilhög- un við læknisþjónustuna og heil brigðiseftirlit. Eitthvað mun hafa bryddað á tillögum i þessa átt, en að því verður að vinda bráðan bug, að þeir aðilar. sem hér kunna á bezt skil, leggi saman ráð sín. Hið opinbera og ekki sízt landlæknir eiga að beita sér fyrir þessari endur- skoðun og tillögugerð. Margt er einnig vafalaust orð ið úrelt i annarri skipan, svo sem hreppaskipan og sú þjón usta, sem við þau er bundin, sýsluskipanin sömuleiðis og starfskerfi kaupstaðann." .em alls ekki virðist iengur hæfa aðstæðum líðandi stunáar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.