Tíminn - 26.06.1966, Síða 9

Tíminn - 26.06.1966, Síða 9
SUNNUDAGUR 26. júní 1966 f TÍMINN_______ 1 . SPJALLAÐ VIÐ PÉTUR GUÐJÓNSSON, NÝSTÚDENT: Stúdentsprófin eru nýafstað- in, og nýstúdentar hafa áreið- anlega fengið sig fullsadda af böllum, samkvæmum, skemmt- unum og öðru slíku, sem til- heyrir því að vera nýstúdent. Flestir hafa þeif fengið sér eitthvað að gera yfir sumar- mánuðina og njóta þess að vera lausár við lærdóimsskræður þar tiJ haustar og alvaran byrjar á nýjan leik. Þótt margir séu vafalaust óráðnir í því, hvað þeir ætli að leggja stund á í framtíðinni, eru þeir þó fleiri, sem þegar hafa ákveðið framhaldsnám sitt annað hvort hér heima ellegar á erlendri grund. Við höfum náð tali af einum nýstúdentanna, er ákveðið hefur að ráðast ekki á garðinn, þar sem hann er lægst ur, heldur hefur í hyggju að ríkjunum á vegum American Field Service og stundaði þar nám við mjög góðan mennta- skóla og þaðan fékk ég fyrir- taks meðmæli. Það var nú ann ars mefta vafstrið í sambandi við þessa umsókn. Ég þurfti að senda með henni kynstrin öll af einkunnum og meðmælum, og ekki nóg með það, heldur þurfti ég að senda ævisöguna, ekki bara ævisöguna, eins og hún liggur fyrir, heldur líka 25 ár fram í tímann. Ég hugsaði sem svo, að það hlyti að vera þreytandi fyrir prófessorana að lesa 30 þúsund hátíðlegar og gáfulegar ævisögur, svo að ég sneri minni alveg upp í grín. Þegar óg hafði fengið lof orð um sikólavist, sótti ég um styrk frá Harvard og með þeirri umsókn þurfti ég að senda yfirlit uim tekjur mínar og föður míns og gera grein fyrir sköttum hér á landi: Það er tiltölulega auðvelt að fá styrk frá skólanum, eftir að maður hefur komizt að og 400 af hverjum 1200, sem hefja þar nám árlega eru á styrk það- an. Styrkirnir eru mjög mis- jafnlega háir, og mér skilst, að við veitinguna séu fjárhags ástaéður umsækjenda talsvert lagðar til grundvallar en það hefur vitaskuld mest að segja hvernig prófessorunum lízt á hvern og einn. Við vorum tveir, sem hlutum hæsta styrk inn, og þar af leiðandi hljóta Hlaut hæsta styrk, sem Harvard veitir tii náms stunda nám við hinn margróm aða Harvardháskóla vestur í Bandaríkjunum. Hann heitir Pétur Guðjónsson, stúdent úr stærðfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík, og sú fræði- grein, sem hann ætlar að taka nefnist á ensku cultural an- tropology, en í beinni íslenzkri þýðingu er það „menningarleg ■nannfræði". Snemma í vetur, fékk Pétur tilkynningu um, að hann hefði hlotið hæsta styrk sem Harvard veitir til náms og dvalar þar ytra. og er þetta óneitanlega mjög mikil viður kenning fyrir Pétur, því að það er ekki á allra færi að fá skóla vist við Harvard, hvað þá að hljóta svona háan styrk. kneri þessu öllu upp i grín. — Er ekki ákaflega mikil að sókn eftir að komast í Har- vard? — Jú, millli 20 og 30 þús- und sækja um árlega þar af um það bil 6 þúsund, sem svara þeim kröfum, er skólinn gerir og af þessum fjölda er það einungis tólf hundruð. æm komast að Ég var svo neppinn að vera einn af þeim útvöldu í ár og get að miklu íeyti þakkað það því, að fyrir hálfu öðru ári var ég í Banda prófessornarnir að halda, að ég sé eitthvert séní. Aumingj- arnir, hvað þeir verða fyrir miklum vonbrigðum, þegar til kastanna kemur. Þessi styrkur nemur um það bil 140 þúsund ísl. krónum, og svo hef ég feng ið loforð um einhvers konar styrkvinnu við skólann. Ég þarf víst að taka „honours- program.“ — Þú hefur að sjálfsögðu haft talsverðar spurnir af Har- vard, áður en þú sóttir um? — Jú, skólinn, sem ég var á þar vestra á sínum tíma var mjög skammt frá Harvard, og þá var þar við nám einn úr fjölskyldunni, sem ég dvaldist hjá. Einn íslendingur Þor- steinn Gylfason var þá líka við Harvard. og ég kom þangað stundum tii að heimsækja þá, og hlýddi stöku sinnum á fyr- irlestra. Þetta er alveg sérstak- lega góður háskóli og þar er hægt að leggja stund á allar hugsanlegar greinar, jafnt í raunvísindum sem hugvísind- um, en skólinn er einkum fræg ur fyrir sínar frábæru deildir i hagfræði. lögum og læknis- fræði. Að jafnaðj þurfa stúd- entar að taka sérstakar skyldu- námsgreinar á fyrsta ári. bví að þeir verða að uppfylla sér- stök skilyrði, áður en lengra er haldið. Við íslendingar höf- um hins vegar uppfyllt þessi skilyrði með okkar mennta- skólanámi, sem er miklu meira og betra en í hliðstæðum skól- um í Bandartkjunum, og þess vegna komum _við yfirleitt inn á annað ár. Á öðru ári taka menn til við sína sérgrein, en auk hennar er hægt að leggja stund á margs konar auka- greinar. Kennslan fer að miklu leyti fram í fyrirlestraformi, en svo er einnig kennt i smá- hópum. Hver stúdent hefur sinn einkakennara eða tutor, sem hann hittir undir fjögur augu einu sinni í viku. Þetta er prófessor í þeirri sérgrein, sem viðkomandi hefur valið sér, og hjálpar hann til við samningu á ritgerðum og fleira. Á þriðja ári er lögð meiri áherzla á sérgreinina en árið á undan og á fjórða ári er venjulega öllu öðru sleppt. BA próf tekur maður í lok fjórða árs og þar er um tvennt að ræða, annars vegar venju- iegt program og hins vegar honoursprogram. Ég verð vís* að taka honoursprogram, þvi að ég er á þessum styrk. MA próf tekur tvö ár til viðbótar. os doktorspróf oitthvað álíka Ég ætla að taka menningar- lega mannfræði, sem sérgrein, og tek líklega frönsku og lista- sögu að auki. Nauðsynlegt að þekkja menningu fortíðar til að skilja menninguna í dag. — Þú ættir að skýra dálítið fyrir okkur í hverju menning- arleg mannfræði er fólgin — Hún skiptlst í þrjár grein ar, fornleifafræði, þjóðfélags- lega mannfæði og ethnologíu. í stuttu máli er hægt að segja að hún fjalli um menningar- ástand manna allt frá upphafi vega og greini þá í flokka sam- kvæmt því. Samkvæmt henni er þrjú aðalmenningarstig, apolon ísk menning, dyonysíks og pana noisk. Apolonísk menning er hreinræktaður sósíalismi og allt sem hugsast getur er nýtt í þágu þjóðfélagsins Dyonysiks menning er heitin eftir vín- guðinum gríska. og menning Bandaríkjanna er dæmigerð slík, þar sem einstaklingahyggj an er aðalatriðið. Paronoiísk er menning ef um algert ein- veldi er að ræða. og til dæm- is um hana má taka menningu Indíána, sem búa á vestur- strönd Norður-Ameriku. Þar títur ættfaðirinn á sig sem guð og allir meðlimir ættarinnar verða að lúta boði hans og banni. Menning þjóða getur verið sambland af þessum greinum, til að mynda er menn ing okkar íslendinga í dag, sambland af dýonísískri og apo- lonískri. Þessa vitneskju hef ég úr bókinni Patterns of Culture eftir Ruth Benedikt. Hún var fyrst gefin út eitthvað í kring- um 1920, og segja má að fræði- greinin grundvallaðist með henni. í henni kemst höfund- ur að þeirri niðurstöðu, að öll menningarkerfi heims séu af sömu rót runnin, þótt þau virð ist mjög breytileg í fljótu bragði. Einnig er kveðið svo á um, að menningin sé eingöngu staðbundin en ekki arfgeng, en það er gagnstætt þvi, sem margir sálfræðingar hafa viljað halda fram. Menningarleg mannfræði fjall- ar um menningu allra tíma, eins og ég sagði áðan, en til þess að við skiljum menning- una eins og hún er í dag, og getum gert okkur grein fyrir, hvernig hún breytist og þróast í framtíðinni, er nauðsynlegt fyrir okkur að vita hvernig hún var og hefur verið á öll- um tímum og hver var staða einstaklingsins í sérhverju þjóð félagi hér áður fyrr og hvernig hún hefur þróazt. Menn mega ekki binda sig um of við afkomu. — Er nokkur þörf fyrir „menningarlega mannfræð- inga“ hér á landi? — Það eru að minnsta kosti ótæmandi verkefni fyrir hendi, en enginn núlifandi íslendig- ur hefur lagt stud á þessa grein, svo að hún er næstum óþekkt hér á landi. Ef mér heppnast að Ijúka þessu námi, verð ég fyrsti maður á þessu sviði hér á landi og hver mað- ur í nýrri grein skapar þörf- ina fyrir hana. Það væri til dæmis ekki óskemmtilegt verk efni að rekja menningu ís- lendinga og finna upptök henn ar ef til vill austur á steppum Síberíu. Mannfræðingar vinna oft i samvinnu við sálfræð- inga og jafnvel hagfræðinga, að verkefnum, sem snerta daglega lífið. Annars hef ég ekki kynnt mér fyllilega, hvernig menn- ingarleg mannfræði er í ,praxis‘ en ég hef lesið mikið um hana sem fræðigrein, og finnst hún mjög skemmtileg og heillandi. Ég vel þessa grein ekki með gróðahorfur fyrir augum, en það er alltof algengt því mið- ur, að ábatavonin sé helzta hugsjón ungra manna og ráði vali þeirra um framtíðarstörf. Það er sjálfsagt að fara út í greinar, sem maður hef- ur áhuga á þó að maður verði ekki margfaldur milljón- eri, þegar út í starfið er kom- ið. Og þó, það er ef til vill allt í lagi að tala svona meðan maður hefur efni á því, en líklega verð ég ekki eins boru- brattur, ef ég hef enga atvinnu- möguleika að námi loknu. — Hvenær ferðu svo utan? — Einhvern tíma i ágúst, er skólinn byrjar. Ég ætta að verða mér úti um einhverja vinnu, þangað til ég fer. Eg er ekki í vafa um, að mér líki námið vel, og vona bara að ég verði mér ekki til skammar. gþe. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.