Tíminn - 26.06.1966, Page 16

Tíminn - 26.06.1966, Page 16
Gistihúsin orðin fímm ni Húsafelli Hestar og veiðileyfi til boða á staðnum, K,I—Reykjavík, laugarriag. Merkilegt nýmæli var bað í ferðamálum vorum, er reist voru í iandi Húsafells í Borgarfirði gistihús sem leigð hafa verið út til ferðalanga, og reyndar iíka rjúpnaskytta á vctrum. Tíminn hafði tal af Kristleifi Þorsteinssyni bónda að Húsafclli í dag, og spurði hann um rekstur þessora vinsælu húsa í sumar. Sagði hann að í sumar myndu þeir leigja út fimm gistihús, og hefur þá eitt bætzt við síðan í fyrrasumar. Þrjú þessara húsa eru með 5 svefnbálkum, en tvö þeirra með tveim, en öllum fylgja eldun aráhöld og borðbúnaður, auk bess sem rafljós eru í öllum húsunum. Sérstakt hús er svo með snyrtiað- stöðu, vatni og tilheyrandi. Kristleifur sagði að ætldnin væri að taka upp þá nýbre.vtni í sumar að hafa þæga hesta við húsin handa börnum til að vera á og ennfremur hefðu þeir tryggf sér veiðiréttindi í Norðlingafl.ióti þar sem dvalargestir gistihúsanna Sigruðu bandarísku piltana í fyrrakvöld lék ísl. unglinga- landsliðið í körfuknattleik gegn bandarísku úrvalsliði frá Rhode Island. Leikurinn fór fram í Laug ardalshöllinni og lyktaði með eins stigs sigri ísl. liðsins, 62:61, en í hálfleik var staðan 30:29 ísl liðinu i vil. geta unað sér við silungsveiðar. Auk þessarar þjónustu við ferða menn mun verða starfrækt greiða sala að Húsafelli í sumar þar sem, verður til sölu, kaffi, mjólk, brauð og kökur, en í söluskúrnum við túnfótinn er hægt að fá benzín og olíur auk matvara og smávara handa ferðamönnum. Kristleifur sagði að mikið væri búið að panta pláss í gistihúsunum í sumar, en leigan er 3-600 krónur fyrir húsið á sólarhring, og væri naúðsynlegt að panta fyrirfram með nokikrum fyrirvara. í kring um Húsafell eru margir fagrir staðir og skemmtilegir svo sem Surtsihellir, og þá má ekki gleyma fjallinu Strút sem hæigt er að aka upp á, en þaðan er mjög gott útsýni. ÞYRLAN TOK HUMARBÁTA KJ-Reykjavík, Iaugardag. Þyrlan TF-EIR var á eftirlits- ferð með humarbátum í gær- kveldi og kom þá að tveim sem voru að veiðum á 20—40 faðma dýpi á Sandvík rétt norðan við Reykjanestána. Þetta voru bát- arnir Smári RE 59 og Hrönn HU 15. Hurparbátarnir mega ekki stunda veiðar á grynnra vatni en 60 föðmum, og má því búast við að þessir tveir bátar missí hum- arleyfi sín, sannist sök þeirra fyrir dómstólunum. Björn Jónsson flaug þyrlunni, en skipherra var Þröstur Sigtryggsson. Þetta munu vera fyrstu humarbátarnir, sem þyrlan stendur að ólöglegum veið um. SUMARBÚÐIR VÍGÐ- AR I SKÁLHOLTI í gær, laugardaginn 25. júlí voru sumarbúðir í Skálholti vígðar af biskupi íslands, herra Sigurbirni Einarssyni. Sú athöfn hófst kl. 17. Að henni lokinni var gengið til dómkirkjunnar nýju í Skál- holti. þar sem afhjúpuð var ný aitarismynd eftir frú Nínu Tryggva dóttur listakonu. Sumarbúðirnar verða teknar í notkun n. k. þriðju dag. Þrjú ár eru nú liðin síðan bygg ingarframikvæmdir sumarbúðanna r Skáltoolti hófust. Sumarið 1963 starfaði þar alþjóðlegur kirkjuleg ur vinnuflokkur á vegum íslenzku Þjóðkirkjunnar og World Coneil of Churches undir foryztu séra Ingólfs Guðmundssonar og Vil- hjálms Einarssonar skólastjóra. Það sumar voru steyptir steinar og hlaðnir veggir fyrsta svefn skálans. Næsta sumar voru þar að | verki guðfræðistúdentar og skóla menn undir forystu Ingimundar Ólafssonar, og reistu nú tvo skála til viðbótar og gerðu þá alla þrjá fok'helda og fegruðu einnig urn- hverfið þar og prýddu. Sumariö 1965 var haldið áfram framkvæmd um og voru þar enn að verki skóla menn og guðfræðistúdentar, þá undir stjórn Guðmundar Indriða sonar. Undanfarnar vikur hefur svo verið unnið kappsamlega að því að allt verði reiðubúið fyrir sumarstarfið. í sumarbúðunum í Skáltoolti munu dvelja 128 dreng ir í fjórum flokkum í sumar. Sum arbúðarstjórar verða Valgeir Ást- ráðsson, stud. theol. og Kristján Guðmundsson, stud. theol. Skálarn ir þrír, sem þarna eru risnir voru teiknaðir af Jóhannesi Ingibjarts syni, byggingarfulltrúa á Akra i nesi. Valaskjúlf færðar hinar ______ rausnarlegustu gjafir í gær, föstudag var nýtt fé- lagsheimili vígt á Egilsstöðum með glæsilegum hátíðahöldum. Þessi stofnun á sér enga hlið- stæðu í landinu, því hún er sameign 10 hreppa á Fljótsdals- héraði, sem sameinast liafa um þetta mikla átak. Félagsheim- ilið lekur um 600 manns í sæti og leiksviðið er eitt hið mesta utan höfuðstaðarins. Síð- ar á*að bmí'ýlð Tiym álmu og verður þar Héraðsbókasafn, byggðasafn o. fl. Menningarsamlök Héraðs- búa höfðu fyrstu forgöngu um þetta mál og hafa gengizt fyrir samtökum hreppanna. Mesta forgang í þessu hafði Þórarinn Þórarinsson, þáverandi skóla- stjóri á Eiðum. M.a. ferðað- ist hann um byggðir Héraðs- ins og hélt. fundi til þess að koma samtökum á — að allir. dæðu saman um voldugt fé- i'agsheimili sem yrði menn- ingarmiðstöð alls Héraðsins. Samvinnusamningur oddvit- anna var undirritaður 3. apríi 1959. Vígsla hússins hófst með guðsþjónustu. Séra Marinó Kristinsson predikaði, en sam- einaðir kirkjukórar af Fljóts- dalshéraði sungu. Þórarinn Þórarinsson fyrrv. skólastjóri stjórnaði vígslunni Dg gaf yfirlit um sögu málsins Dg framkvæmd húsbyggingar- tnnar, en hann var formaður bygginganefndar. Sigurður Gunnarsson byggingameistari Egilsstöðum lýsti húsinu. Þor- steinn Jónsson fyrrv. kaupfé- lagsstjóri gaf yfirlit um kostn- að og fjármál, en hann hefur verið gjaldkeri bygginganefnd- ar. Frímann Halldórsson kenn- ari á Eiðum gaf yfirlit um störf þeirrar nefndar sem valdi húsinu nafn. Höfðu 52 tillög- un borist um nafn og gat hann þeirra, en niðurstaðan varð að húsinu var gefið nafnið — Valaskjálf —. Stefán Pétursson bifreiðastj. Egilsstöðum lýsti merkjum hússins og eru þau tvenn. Á borðbúnaði er Lagarfljóts- ormurinn og má á því sjá, að hann er með fullu lífi, en fána- merki hússins er táknmynd af Snæfelli og Lagarfljóti. Þeir Sveinn Jónsson á Egilsstöðum og Halldór Sigurðsson kennari Miðhúsum tóku við húsinu í hendur nefndar þeirra, sem nú mun sjá um reksturinn og er Halldór Sigurðsson formaður hennar. Gerði hann grein fyrir áformum nefndarinnar. Má m. a. nefna að veitingarekstur hefst nú^ þegar í húsinu og verður Ásdís Sveinsdóttur á Egilsstöðum framkvæmdastjóri hússins og veitingasölunnar. Fyrirhugað er margbreytt fé- lagsmálastarf í húsinu m.a. sér stök starfsemi fyrif unglinga. Jón Sigfússon símastjóri á Eiðum flutti vígsluorð, er hann hafði ort, en síðan söng Karlakór Fljótshéraðs ljóðið við lag, sem Jón Þórarinsson tónskáld hafði gert. Stjórnaði tónskáldið kórnum. Þegar hér var komið var veizluhlé. Að því loknu héldu hátíðahöldin áfram. Sýndur var stuttur þáttur úr Skugga-Sveini sem leikinn verður næstu kvöld. Fjórir kirkjukórar sungu. Kirkjukór Eiðasóknar, stj. Kristján Erlingssonn, Kirkju- kór Egilsstaðasóknar, stjórn- andi Stefán Pétursson, Kirlíju- kór Ássóknar, stjórnandi Helga Þórhallsdóttir, Kirkjukór Valla nessóknar stjórnandi séra Mari nó Kristinsson. Hófust þá ávörp, en þau fluttu: Menntamálaráðherra Gylfi Þ.1 Gíslason, Axel Tuli- nius sýslumaður Suður-Múla- sýslu, sem tilkynnti gjöf frá Múlasýslum báðum sameigin- lega, þ.e. fé til hljóðfærakaupa, þá Eysteinn Jónsson alþm. Jón as Pétursson alþm., Þorsteinn Einarsson íþr.fulltr., Björn Stef- ánsson kaupfélagsstjóri, sem tilkynnti 100 þús. kr. gjöf frá Kaupfélagi Héraðsbúa. Hall- dór Ásgrímsson alþm, sem færði 10 þús. kr. gjöf frá þeim hjónum til listaverkakaupa ásamt málverki af Birni Halls- syni á Rangá eftir Kjarval. Sveinn Jónsson Egilsstöðum af- henti 10 þús. kr. gjöf frá þeim hjónum til hljóðfærakaupa og Iíelgi Gíslason verkstjóri og kona hans 10 þús. kr. gjöf í sama skyni. Örn Þorleifsson afhenti 20 þús. kr. gjöf frá Ungmennafélaginu Höttur og Kvenfélagi Egilsstaða og af- hent var 10 þús. kr. gjöf frá Óla Sigurjónssyni og börnum hans Reyðarfirði. Sigurður Gunnarsson bygg- ingameistari og kona hans gáfu forkunnarfagran fundahamar, skorinn af Ríkharði Jónssyni og gerður úr fílabeini og hrein dýrshorni.. Þórarinn Þórarinsson stjórn- aði almennum söng á milli ávarpanna. Frú Stefanía Ósk Jónsdóttir á Eiðum söng einsöng við und- irleik Kristjáns Gissurarsonar Eiðum. Að þessu loknu var kvöld- verðarhlé, en síðan haldið áfram hátíðahaldinu. Gísli Hallgrímsson Hrafns- björgum las ljóð. Leikflokkur úr Fellahreppi sýndi gamanleikinn AllUr er varinn góður. ^ Ármann Halldórsson kenn- ari Eiðum flutti frásagnarþátt. Loks var stiginn dans langt á nétt fram. Er það allra manna mál, sem til þekkja að öll þessi hátíða- höld hafi verið með miklum glæsibrag og ógleymanleg þeim sem þeirra nutu. Eins og áður getur hafa Hér- aðsbúar æft Skugga-Svein og byrjar rekstur hússins með sýn ingu hans í kvöld. Á morgun verður Skugga-Sveinn sýndur og hátíðadansleikur um kvöldið. Héraðsbúar fagna því þess- um áfanga í menningarmálum sínum með hátfðahaldi í þrjá daga. Eins og skýrt var frá í blaðinu I gær varð banaslys á föstudaginn I Eyrarhlið vlð (safjörð, er veghefill valt þar út af veginum. og stjornandl hans Njáll Kristinsson beið bana. Myndin hér að ofan er af heflinum þar sem hann liggur í hlíðinni. (Tímamynd GS)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.