Vísir - 14.02.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Föstudagur 14. febrúar 1975 — 38. tbl.
HVAÐ KOSTA
DANSKA
SKINKAN OG
OSTARNIR
— sjá frétt og töflu
— bls. 3
Gömlu góðu
stjörnurnar
— ókeypis
í Nýja biói
— baksiða
POLA NEGRI, -- niyndin frá
þvi snemma á öldinni, en er
tizkan ekki búin aft fara hring-
inn?
™rr j Skip fyrir farþega og bíla
Ma"' milli íslands og Norðurlanda
—— Norrœn íþróttaverðlaun — söguleg sýning um stöðu norrœnna kvenna — jafnrétti kynja
Tillaga um farþega-
skip, sem flytji jafnt
farþega og bila milli ís-
lands, Færeyja og ann-
arra Norðurlanda verð-
ur til umræðu á þingi
Norðurlandaráðs. Lagt
er til, að slikt skip verði
tekið sem fyrst i notkun,
þvi að ferðamenn geti
ekki með góðu móti
tekið bila sina með sér
til íslands og Færeyja.
Bent er á, að ekkert farþega-
skip sé á þessari leið og fargjöld
með flugvélum séu svo dýr, að
mikill fjöldi norrænna ferða-
manna hafi ekki efni á að greiða
þau.
Flutningsmenn tillögunnar eru
þrir sænskir þingfulltrúar, þrir
danskir, þrir norskir, einn Is-
lenzkur, Gils Guðmundsson, og
þrir Finnar.
Þá verður til umræðu tillaga
um, að Norðurlandaráð efni til
sögulegrar sýningar um þröun á
stöðu konunnar á Norðurlöndum.
Unnt verði að flytja sýninguna
milli landanna, og hún verði
einnig haldin utan Norðurlanda.
Tillagan er flutt af Ragnhildi
Helgadöttur og tveimur Finnum
og tveimur Svium. Tvær tillögur
um jafnrétti kynjanna koma
einnig fyrir ráðið. önnur miðar
aö þvi, að komið verði á fót nor-
rænni nefnd til að fjalla um
málefni, sem snerta jafnrétti
kynja. Flutningsmenn eru einn
fuíltrúi frá Finnlandi, Sviþjóð og
Danmörku og Ragnhildur Helga-
dóttir. Hin tillagan fjallar um
könnun á samræmdu norrænu
samstarfi til að tryggja með lög-
um jafnrétti karla og kvenna.
Hana flytja fjórir Norðmenn,
fimm Finnar, Gylfi Þ. Gislason,
einn Dani og einn Svii. Tillaga um
norræn Iþróttaverðlaun verður
tekin fyrir á þinginu. Þar er lagt
til, að Norðurlandaráð sýni
jákvæða afstöðu til iþrótta með
sérstökum norrænum Iþrótta-
verðlaunum, sem úthlutað verði
árlega til afburðafólks á sviði
Iþrótta og þau nái einnig til
Iþróttaleiðtoga. Lagt er til, að
verðlaunafénu verði varið til
eflingar á þvi sviði íþróttta, sem
verðlaunahafinn hafi mestan
áhuga á, en jafnframt hljóti hann
persónulega verðlaun, til dæmis
„Við lögðum af stað meö
leiguvéi klukkan fimm i morgun
frá Sviþjóö, sögðu tveir sænskir
þingmenn, þeir Allan Hernelius
og Ingemar Mundebo, sem
Visismenn hittu i anddyri Hótel
Sögu, er þeir komu þangað um
tiuleytið i morgun. Þeir voru i
hópi þeirra fyrstu sem mættu á
Norðurlandaþingið.
„O nei, það er nú ekki mikið
tóm til að hvila sig, þótt sjálft
þingið hefjist ekki fyrr en á
morgun”, sagði Hernelius.
listaverk, eins og segir i til-
lögunni. Flutningsmenn eru tveir
Norðmenn, tveir Finnar,
Matthias A. Mathiesen og Jón
„Umræðuhópar taka til starfa
þegar i eftirmiðdaginn”.
„Jú, ég er i einum umræðu-
hópanna”, sagði starfsbróðir
hans, Ingemar Mundebo. „Þaö
er hópurinn, sem fjallar um
menntamál, þar á meðal aukið
samstarf sjónvarpsstöðvanna á
Norðurlöndum. Ég held, að það
verði mjög athyglisverðar um-
ræður”, sagði Mundebo.
„Það er svo heppilegt, að
þingið okkar tekur sér fri, á
meðan Norðurlandaþingið
Skaftason, einn Dani og einn Svii.
Þing Norðurlandaráðs hefst hér
á morgun. Fyrstu fulltrúarnir
komu fyrir hádegið, og voru það
stendur, og þvi getum við snúið
okkur að málefnum þess af full-
um kraíti”, sagði Allan
Hernelius.
„Fyrir okkur Sviana eru
orkumálin eitt þýðingarmesta
viðfangsefni þingsins, og eins
munum við fylgjast vel með
umræðum um sameiginlegan
Norðurlandabanka”, sagöi
Hernelius.
„Jú, ég býst fastlega við, að
þetta verði afkastamikið þing”,
sagði Hernelius að lokum. _jb
nokkrir þingmenn og ráðherrar
frá Sviþjóö.
—HH
Á þriðja
hundrað
norrœnir
gestir
á hótelum
borgarinnar
„Við erum búnir
að flagga fyrir
þá/# sagði
hótelstjóri Loftleiða
Það verður fjörugt á
hótelum borgarinnar nú næstu
daga og margt góðra gesta.
öll hótelin sex veröa með
meira eða minna af norrænum
gestum, ýmist þingfuiitrúum
á þingi Noröurlandaráðs eða
fréttamönnum og öörum, sem
ástæðu hafa til að fylgjast meö
störfum þingsins.
„Þeir koma i dag og á morg-
un,” sagði Erling Aspelund,
hótelstjóri Hótel Loftleiða og
Esju. „Við erum búnir að
hengja upp fána fyrir þá hér
fyrir utan meira að segja.
Fyrsti fundur i sambandi viö
Noröurlandaráð er hér i
Kristalsalnum klukkan þrjú i
dag.”
Á Hótel Esju verða 130-140
manns, sem sagt alveg sneisa-
fullt hús. Mikið verður þar af
Norðmönnum, meðal annarra
Eyvind Bolle, fiskimálaráð-
herra, Inger Louise Walle,
dómsmálaráðherra, Odd
Sagör, „administrations”
ráðherra, Anne Marie
Laurentsen, samgönguráð-
herra, Leif Aune, atvinnu-
málaráðherra, Brunt Land,
umhverfisverndarráðherra,
Thor Halvorsen, félagsmála-
ráðherra, svo nokkrir séu
nefndir.
A Hótel Sögu verða um 87
manns, þeirra á meðal allir
forsætisráðherrarnir, Olov
Palme, Anker Jörgensen,
Kalevi Sorsa, Trygve Bratteli.
Hótel Loftleiðir verða með
116 gesti, en ekki var kominn
öruggur nafnalisti yfir þá,
sem þar verða. A Hótel Holti
verða 42 gestir, 23 Finnar og 19
Danir. A Hótel Borg verða 35
manns, aðallega fylgifólk svo
sem fréttamenn, og á City
Hótel verða tæpir 20.
Sumir hótelstjóranna létu I
ljósi áhyggjur um, hvað
yröi um þá Islendinga, sem
gjarnan dvelja á hótelum
borgarinnar, einkum um
helgar — en það er gamall og
gróinn siður á Islandi að vikja
úr rúmi fyrir langt aö reknum
gestum. — SH
Gjaldeyrisdeildir bankanna opnaðar eftir hódegi:
VERD KANARÍEYJAFERDARINNAR
FER YFIR 100 ÞÚSUND KRÓNUR
Kanarieyjaferðin, sem kost-
aði hjón 83 þúsund meö öllu,
kostar eftir gengisbreytinguna
tæpar 102 þúsund krónur, sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
Vfsir aflaöi sér i morgun.
Er hér reiknað með þriggja
vikna ferð og er innifalið i verð-
inu ibúð sem dvalarstaður, en
fæöi er ekki meö I dæminu.
Þá er einnig gert ráö fyrir i
þessu dæmi, að hjónin leysi út
allan gjaldeyri, sem þeim er
heimilt aö fá til ferðarinnar.
Voru þaö samtals 20 þúsund
pesetar, sem kostuðu fyrir
gengisbreytinguna 42 þúsund
krónur. Má búast við, aö Spán-
arfarar fái með sér sama pe-
setafjölda suöur.
Það er Flugfélagiö, sem hefur
gertmestaf þvi að flytja íslend-
inga til Kanarieyja. Næsta ferö
þangað verður farin i lok þessa
mánaöar og þá á hinu nýja
veröi, sem tilkynnt var I gær.
Höfðu slikar ferðir kostað hjón
41 þúsund krónur siðan i haust,
en kosta núna krónur 51.250.
Gengisskráningu var ekki
lokið áður en blaöiö fór I prent-
un, en búizt var við, að hún yrði
lögðfram um klukkan eitt i dag.
Attu gjaldeyrisdeildir bankanna
aö geta opnað þá aö nýju.
—ÞJM
A myndinni er Ingemar Mundebo þingmaður til vinstri og Allan Herneiius þingmaður til h. Ljósm. BG.
Jökum til starfa strax eftir hádegið'
sögðu fyrstu fulltrúarnir á Norðurlandaþingi við komuna til Reykjavíkur