Vísir - 14.02.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 14. febrúar 1975
cýWenningarmál
Það nýjasta í franskrí kvikmyndalist
— kvikmyndavika i Hóskólabíói —
elzta myndin fró '73 sú yngsta
frumsýnd fyrir tveim vikum
Þriöja franska kvikmynda-
vikan veröur haldin I Háskóla-
biói dagana 18. til 25. febrúar.
Fyrsta vikan af þessu tagi var
haldin fyrir um fjórum árum i
Nýja biói, en aösóknin var
fremur siæm. Samt var aftur
ráöizt I aö halda siika kvik-
myndaviku i fyrra og var þá
mjög vandað tií vals myndanna,
jafnframt þvi sem þær voru a 11-
ar útbúnar meö enskum texta,
sem geröi efniö fleirum skiijan-
legt.
Aðsókn að hátiðinni i fyrra
var eftir beztu vonum og þvi
ræðst franska sendiráðið i það
að halda aðra slika viku I ár og
verður liklega framhald á með-
an áhugi áhorfenda er nægur.
1 fyrra kynntust gestir hátið-
arinnar verkum þekktra
franskra kvikmyndahöfunda
þeirra Truffaut, Garnier,
Deferre og Reichbach. betta
eru leikstjórar, sem komu fram
á sjónarsviðið um og upp úr 1960
og tilheyra stefnu, sem á
frönsku nefnist ,,la nouvelle
vague” eða nýja hreyfingin.
A kvikmyndavikunni i ár fá-
um við aftur á móti að kynnast
verkum mun yngri höfunda. Er
þetta þvi tækifæri til að sjá það
nýjasta, sem er að gerast i kvik-
myndagerð Frakka I dag.
Hinir nýju leikstjórar mynda
ekki samstilltan hóp að öðru
leyti en þvi, að þeir tilheyra ekki
,,la nouvelle vague”. Eins er
þeim það sameiginlegt að þeir
leggja minna upp úr stilnum,
innihaldiö og efnið er i fyrir-
rúmi.
Leikstjórarnir, sem nú eiga
myndir á kvikmyndavikunni,
eru þeir Bertrant Tavernier,
Yves Robert, Francois
Leterrier, Pierre Jallaud,
Jacques Deray, Pinoteau og
Molinaro. En snúum okkur þá
að kvikmyndunum, sem boðið
verður upp á.
úrsmiðurinn i St. Paul
(L'Horloger de St. Paul)
Leikstjóri þessarar myndar,
Bertrand Tavernier, hóf feril
sinn sem kvikmyndagagnrýn-
andi, eins og nú virðist nokkuð
algengt meöal ungra franskra
leikstjóra. Tavernier starfaði
lengi sem blaðafulltrúi, en
skrifaöi siðan kvikmyndagagn-
rýni fyrir kvikmyndahandritið
„Cinéma”.
Myndin um úrsmiöinn i St.
Paul er fyrsta verk Tavernier.
Myndin er byggð á sögu eftir
Georges Simenon, en umhverfið
er fært fram til ársins 1973.
Mynd þessi var frumsýnd árið
1973 og er elzta mynd kvik-
myndavikunnar. Leiicararnir i
aðalhlutverkum myndarinnar
eru báðir þekktir, en það eru
þeir Philippe Noiret og Jean
Rochefort. Philippe Noiret sá-
um við siðast i hlutverki lög-
fræðingsins i hinni ágætu mynd
„ Atveizlunni” (Le Grande
Bouffe).
Myndin greinir frá úrsmið
nokkrum. Michel Descombes,
er býr i Saint-Paul hverfinu i
Lyon I Frakklandi. Dag einn
færir lögreglustjórinn Guibod
honum þær fréttir, að sonur
hans hafi framið hinn viðbjóðs-
legasta glæp kvöldið áður.
Asamt fylgistúlku sinni hafði
sonur úrsmiðsins myrt verk-
stjóra i verksmiðju nokkurri og
ekki nóg með það heldur rænt
látið fórnarlambið og kveikt i bil
þess.
Lögreglan er nú á höttunum
eftir skötuhjúunum og vega-
tálmanir eru settar upp viða i
borginni til aö hefta brottför
þeirra. (Jrsmiðurinn Michel
verður steini lostinn. Bernard
sonur hans hafði aldrei gert
neitt af sér, og þvl getur hann
ekki skilið hvernig hann hefði
getað framið slikt ódæði nú.
Michel reynir þvi að rannsaka
málið sjálfur, en lendir þá i deil-
um við félaga verkstjórans
myrta. Þeir brjótast inn i ibúð
Michel og þar upphefst gifurlegt
rifrildi.
Úr myndinni „Úrsmiöurinn I
Saint-Paul”. Til vinstri er úr-
smiöurinn leikinn af Philippe
Noiret. Munið þið eftir honum
úr „Átveizlunni”. Þar lék hann
einn átvarganna, nánar tiltekið
lögfræöinginn hógværa.
Úrsmiðurinn Michel hefur
verið rifinn upp frá sinu hvers-
dagslega og þægilega lifi og með
þjáningum og kvölum er hann
neyddur til að vakna til meðvit-
undar um raunveruleikann.
Leikarinn
(Salut I 'Artiste)
Myndin „Leikarinn” er gerð
af leikstjóranum Yves Robert
sem er sennilega einn af kunn-
ustu leikstjórunum á þessari
kvikmyndaviku.. Hann hóf feril
sinn sem grinkarl, leikari og rit-
höfundur, auk þess sem hann
starfaði við kabarettleiki i
Saint-Germain-der Prés.
Yves Robert þekkir vel, hvaö
gengur bezt i kvikmyndagestinn
og myndir hans hafa reynzt góð
söluvara. Má af fyrri myndum
hans nefna „Le Grand Blond”.
1 aðalhlutverki myndarinnar
„Leikarinn” fáum við að sjá hið
kunna andlit Marcello Mastroi-
anni, en með honum leikur
Francoise Fabian, sem einnig
fer með stórt hlutverk i mynd-
inni „Einkasýning”, sem einn-
ig er boðið upp á á kvikmynda-
vikunni.
Mastroianni (við sáum hann
meðal annars sem flugstjórann
i „Atveizlunni”) fer með hlut-
verk Nicolas, fjörutiu og fimm
ára gamals manns, sem lifir i
stórborginni Paris árið 1973. í
stórborginni ráða hávaöi og
hraði lögum og lofum og timinn
fer auöveldlega til spillis.
Nicolas er leikari, en þó engin
stórstjarna. Andlit hans kemur
mönnum kunnuglega fyrir sjón-
ir, en nafn hans muna færri.
Nicolas fæst við verkefni I kvik-
myndum, sjónvarpi, i leikhúsi
og á skemmtistööum og hann
hugsar meira um peningalega
uppskeru en erfiðið, sem hann
leggur i vinnuna.
Vinnuvikan er löng og hann
hefur ekki tima til að njóta
þeirrar tilveru, sem fjárráð
hans bjóöa upp á. Lifi sinu ver
hann að mestu I hlaup á milli
staöa og alltaf er hann á siöustu
stundu.
Þessi tilvera er meira en kon-
urnar tvær i lifi Nicolas fá skil-
ið. Þessar konur eru hinar bráð-
fallegu Peggy og Elisabeth sem
hann elskar báðar og á sitt
heimilið með hvorri. Nicolas er
ekki ólánsamur og samskipti
hans við aðra eru góð. Honum
gengur þó erfiðlega að velja á
milli einkalifsins og starfsins,
og um þessa ringulreið fjallar
myndin.
Einkasýning
(Projection Privée)
„Einkasýningin” er að vissu
leyti af sama toga spunnin og
„Leikarinn”. Myndin fjallar um
rugling i timaskynjun leikstjóra
nokkurs, er verður er hann set-
ur á svið liðinn atburð i lífi sinu.
Francis Leterrier kom fyrst
fram sem leikstjóri fyrir 10 ár-
um, en þetta er þó aðeins önnur
mynd hans. Með aðalhlutverk
fara Francois Fabian, sem áður
er minnzt á, og Jane Birkin,
sem vakti mikla athygli um all-
an heim, er hún andaði inn á
litla plötu sem þekkt varð um
allan heim og meðal annars
bönnuð i islenzka rikisútvarp-
inu.
Kvikmyndin greinir frá leik-
stjóranum Denis Mallet, sem er
að undirbúa kvikmynd byggða á
atburðum úr hans eigin lifi.
Myndina á aö byggja á þeirri
reynslu er hann hlaut fyrir tiu
árum, er hann yfirgaf ástmey
sina Mörtu og tók saman við
unga tízkuteiknarann Camillu.
Þessi vinslit leiddu til dauða
Mörtu en framdi hún sjálfsmorð
eða var um slys að ræða?
Denis Mallet hittir nú væntan-
lega leikara i kvikmyndinni að
máli og skýrir fyrir þeim efnis-
þráðinn. Myndin á að segja frá
þvi er stúlkan Marta heyrir
óvart simtal elskhuga sins,
Philippe, og ungrar stúlku,
Helenu. Hún er þá ekki lengur i
efa um, að Philippe á sér
ástmey og hefur hann þvi
ákveðið að yfirgefa Mörtu.
Philippe notar sér þetta tæki-
færi og flyzt til Helenu. En sam-
vizkan nagar hann og hann leit-
ar Mörtu uppi á ný. Það tekst
ekki og morguninn eftir finnst
Marta örend. Var þaö sjálfs-
morð eða slys?
kunni söngvari Maxime Le
Forestier.
Myndin greinir frá hinni tutt-
ugu og tveggja ára önnu, sem
býr ein meö syni sinum Samúel.
Anna er bundin fjötrum
hversdagsleikans og lif hennar
er mjög reglubundið. Allir dag-
ar eru svipaðir nema sunnudag-
arnir, sem hún helgar syni sin-
um.
Ekkert hefur spurzt til Marcs,
föður Samúels, I langan tima, en
hann sækir fast á hug önnu. Hún
kynntistMarc, erhún var 17 ára
gömul, og þau hrifust mjög
hvort af öðru. Marc, sem var
ljósmyndari, fór viða og á för
einni, er hann hugðist fylgjast
með skæruliðum, hverfur hann
sporlaust.
Anna kynnist siðan Maxime
af tilviljun. Hann er tónlistar-
maður, dulur og hrifandi
persónuleiki. Er kynni þeirra
aukast hverfur minningin um
Marc i móðu, og þegar Maxime
tjáir önnu ást sina er hún reiðu-
búin að veita henni móttöku.
En samt hafnar hún ást
Maxime fyrst og fremst vegna
vonarinnar um endurkomu
Marcs. En samband önnu og
Maximes hefur þó endurvakið
lifslöngun hennar og frelsað
hana úr fjötrum minninganna.
Borsalino & Co
Myndin „Borsalino” var sýnd
hér á landi fyrir nokkrum árum.
Leikstjóri hennar var Jacques
Deray og með eitt aðalhlutverk-
anna fór Alain Delon. Nú er
komið á sjónarsviðið framhald
af þeirri mynd og verður hún
sýnd hér á kvikmyndavikunni.
Jacques Deray er mjög af-
kastamikill leikstjóri og sér-
grein hans eru glæpamyndir. 1
fyrri Borsalino-myndinni
Leikkonan Jane Birkin I hlutverki sinu I „Einkasýningin” eftir
Francois Leterrier. Flestir muna eftir Jane Birkin frá þvi er hún
stundi við miklar vinsæidir inn á litla plötu.
Denis hefur valiö Kate, enska
sýningarstúlku, til að fara meö
hlutverk Helenar i myndinni.
Hann telur að hún sé hin eina
rétta Helena. Denis finnst
Karen það hæf I hlutverk Helenu
að Camillu fer að gruna, að sag-
an sé að endurtaka sig. Þannig
blandast saman i myndinni
raunveruleikinn sjálfur og leik-
ur.
Camilla reynir nú að ráða sér
bana. Henni veröur bjargað og
hún játar þá hvað fram hafi far-
ið aðfangadagskvöld nokkurt
fyrir tiu árum, er Marta komst
að samvistum hennar oe Denis.
Hún skýrir jafnframt frá þvi
hvern hlut hún átti i þvi og hvers
vegna Marta ákvað að stytta sér
aldur.
Jafnskjótt og sannleikurinn
blasir við hefur Denis töku
myndarinnar.
Autt sæti
(La Chaise Vide)
Myndin „Autt sæti” er önnur
mynd leikstjórans Pierre
Jallaud. Mynd þessi er glæný af
nálinni og var hún frumsýnd 29.
janúar siöastliðinn i Paris.
Þetta er fyrsta sýning myndar-
innar utan Frakklands.
Meö aðalhlutverk i myndinni
fara Martine Chevalier og hinn
kynntumst við tveim glæpa-
mönnum, þeim Roch Siffredi og
Francois Capella, sem bundnir
voru órjúfanlegum vináttu-
böndum. Capella liföi þá mynd
ekki af, og undir lokin var hann
myrtur.
Nú erum við aftur stödd i
Marseille árið 1934. Eftirlifandi
skúrkurinn, Siffredi (Alain
Delon), er staðráðinn i að hefna
vinar sins. Með þvi að hrinda
morðingja Capella út úr járn-
brautarlest á fleygiferð er hann
búinn að gera upp reikningana.
Hvatamaðurinn að moröi
Capella var Giovanni Volpone
og nú hyggur hann einnig á
hefndir. Hann fer ránshendi um
næturklúbba og vændishús i
eigu Siffredi i Marseille. Siffredi
stefnir nú til átaka við Volpone
og er jafnframt að eiga við
lævisan fulltrúa Hitlers og
Mussolinis.
Veitið mjög góðri sviðsetn-
ingu Francois de Lamothe I svo-
nefndum skreytistil athygli,
Kinnhestur
(La Gifle)
Myndin „Kinnhesturinn” hef-
ur notiö mikilla vinsælda I
Frakklandi og íengið verölaun
þar. Myndin er gerð af leik-
stjóranum Pinoteau, sem starf-
aði sem kvikmyndatökumaður i
KVIKMYNDIR
eftir Jón
Björgvinsson
15 ár áður en hann tók aö leik-
stýra myndum. Sem leikstjóri
er ferill hans aðeins nokkurra
ára.
„Kinnhesturinn” fjallar um
lifið sjálft, um föður og dóttur,
sem bæöi eiga við sin persónu-
legu vandamál að striða.
Dótturina leikur hin 18 ára
Isabelle Adjani, sem hlotið hef-
ur mjög verðskuldaða athygli
fyrir leik sinn. Lino Ventura er i
hlutverk föðurins, en Ventura
hefur unnið mikiö með leik-
stjóranum Pinoteau og gert
honum fjárhagslega kleift að
fást við þau verkefni, er hann
hafa heillað.
Sagan segir frá fimmtugum
prófessor, Jean aö nafni, sem
þegar er fráskilinn einu sinni,
en hefur nú i huga að slita sam-
vistunum við seinni konuna lika.
Isabelle dóttir hans vill lifa og
elska og ekkert annað kemst að
i huga hennar. I rifrildi þeirra
feðgina stenzt dóttirin fööur sín-
um fyllilega snúning og rekur
honum eitt sinn eftirminnilegan
kinnhest. En dóttirin á ekki að-
eins i útistöðum við föður sinn.
Meðal annars vegna peninga á
hún i striöi i vinnunni, semur
ekki við strákana og rifst ef þörf
krefur einnig við móður sina.
Móðirin lifir eftir skilnaðinn við
Jean með aðlaðandi Englend-
ingi i Astraliu. I hringiðu hvers-
dagslifsins eltast persónurnar
hver viö aðra, skiljast, elskast
og rifast i ástríðufullum grinleik
i hringiðu hversdagslifsins.
Mynd þessi vekur sérstaka at-
hygli vegna góðs leiks.
Kaldhæðni
örlaganna
(L' Ironie du
Sort)
Leikstjóri „Kaldhæðni örlag-
anna” er Molinaro, i senn ung-
ur og gamall kvikmyndahöf-
undur. Sem maður er hann ung-
ur, en sem leikstjóri á hann um
20 mynda feril að baki, enda hóf
hann kvikmyndagerð mjög ung-
ur.
1 þessari mynd fáum við að
sjá mjög athyglisverðar
tilraunir með byggingu sögu-
þráðar. Annars vegar lýsir
myndin þvi, hvernig atburðirnir
spinnast hver af öðrum og hins
vegar hvernig ferlið breytist ef
ákveðnar forsendur hefðu ekki
verið fyrir hendi.
Myndin er tekin bæöi i svart-
hvitu og litum. Liturinn sýnir
okkur, hvað raunverulega gerð-
ist en svart-hvitu kaflarnir hvað
gerzt hefði ef öðruvisi hefði
staðiö á i upphafi.
Sagan gerist i siðari heims-
styrjöldinni, nánar tiltekið áriö
1943, og fjallar um frönsku and-
spyrnuhreyfinguna. Antone,
ungum meðlimi hreyfingar-
innar hefur verið falið að drepa
þýzkan herforingja, sem hefur
undir höndum nöfn félaga i and-
spyrnuhreyfingunni. Ef honum
tekst það bjargar hann félögum
sinum og yfirmanninum Jean,
sem er jafnframt æskuvinur
hans. Aftur á móti tapar hann
sjálfur lifinu. En ef' Antoine
mistekst verður Jean skotinn.
Framgangur málsins veltur
meðal annars á þvi, hvort
Antoine tekst að koma bil sinum
i gang i upphafi myndarinnar.
Smáatriði að visu, en atriði,
sem getur breytt örlögum fjölda
manna.
Við fáum að fylgjast með báð-
um möguleikunum, annars veg-
ar hvað verður ef Antoine tekst
að ræsa bilinn og hins vegar ef
honum tekst það ekki.
Aðalleikendur i þessari mynd
eru Claude Rich, Jean Dessailly
og Pierre Clémenti.