Vísir - 14.02.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur 14. febrúar 1975
5
RGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: G.P.
Kýpur-Grikkir
leita til örygg-
■ A 2 ^ | M En Kýpur-Tyrkir staðráðnir
I) Í |IU w III w ■ myndun sjálfstœðs ríkis
Kýpurstjórn ætlar að
skjóta til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna á-
kvörðun Kýpur-Tyrkja
um að stofna sjálfstætt
ríki á norðurhluta Kýpur>
sem er á valdi Tyrkja.
John Christofides/ ut-
anríkisráðherra, og Glaf-
kos Clerides, aðalsamn-
ingamaður Kýpur-
Grikkja í viðræðum við
tyrkneska hluta Kýpur,
fljúga í dag til Aþenu.
Munu þeir ræða við stjórn
Grikklands, áður en þeir
halda áfram til aðal-
stöðva S.Þ, í New York.
Makarios erkibiskup og for-
seti Kýpur sagði i Nicosiu i gær:
„Forystumenn Kýpur-Tyrkja
hafa með einhliða ákvöröun
sinni spillt fyrir árangri af við-
ræðum heimamanna til lausnar
Kýpurvandamálinu”.
Rauf Denktash, leiðtogi Kýp-
ur-Tyrkja, sagði i gær, að til-
kynningin um stofnun sérstaks
rikis væri ekki meint sem ein-
hliða yfirlýsing um sjálfstæði
norðurhluta eyjarinnar. Heldur
væru Kýpur-Tyrkir einungis að
koma skipulagi á sin mál, með-
an þeir biðu þess, að stofnað
yröi I framtiöinni sjálfstætt lýð-
veldi á Kýpur með sambands-
stjórn beggja ibúahlutanna.
Denktash sagði, að forystu-
menn Kýpur-Grikkja heföu
Grikkir spáöu þvi, að innrás Tyrkja á Kýpur væri til þess að kljúfa
eyjuna og ibúa hennar.
gengizt inn á hugmyndina um
sambandsstjórn, en hins vegar
væru skilmálar þeirra Tyrkjum
óaðgengilegir. — Kýpur-Grikkir
munu hafa gert að skilyrði, að
þær 200 þúsundir Kýpur-
Grikkja, sem flúðu heimili sin á
hernámssvæðum Tyrkja, fengju
að snúa aftur heim.
1 ályktun bráðabirgðastjórnar
Kýpur-Tyrkja i gær sagði, að
þeir hefðu komizt að þeirri
niðurstöðu, ,,að ekki væri hægt
að búa með Kýpur-Grikkjum”.
Eina leiðin til aö koma á ró, ör-
yggi og varanlegum friði á eyj-
unni væri sú, að þessi tvö sam-
félög byggju hlið við hlið á af-
mörkuðum svæðum og þróuðu
hvort i sinu lagi innbyrðis þjóð-
félagsuppbyggingu”.
Konstantin Karamanlis, for-
sætisráðherra Grikklands sagði
i gærkvöldi að loknum rikis-
ráðsfundi, að þessi ákvörðun
Kýpur-Tyrkja stofnaði friöi þar
á austurhluta Miðjarðarhafsins
i hættu. Hann kvað nú sannast
spár Grikkja um að innrás
Tyrkja á Kýpur i fyrra væri lið-
ur i áætlun um að kljúfa Kýpur
með vopnavaldi.
Veittu fanganum
hinztu smurningu
„Hvað er að frétta af
liðan þeirra?” — Naum-
ast hittir svo maður
mann á írlandi, að hann
spyrji ekki þessarar
spurningar.
Það er heilsufar hung-
urfanganna i fangelsum
írska lýðveldisins, sem
menn láta sér svona
annt um, en einum
þeirra er nú naumast
hugað lif.
Patricke Ward, sem dæmdur
var I þriggja ára fangelsi fyrir
aðild að irska lýðveldishernum
(IRA) og fyrir að hafa með ólög-
legum hætti skotvopn undir hönd-
um, hefur nú dregið fram lifið á
saltvatni i 42 daga.
Þessi 27 ára fiskimannssonur er
mjög aðframkominn. Hefur
kaþólskur prestur þegar veitt
honum hinztu þjónustu þeirrar
trúar manna. Yfirvöld hafa gert
foreldrum hans viðvart um að
vera við þvi búnir að kveðja hann
hinzta sinni.
Stjórnmálamenn á Suður-lr-
landi kviða þvi, að deyi einhverjir
þeirra tuttugu fanga, sem nú eru i
hungurverkfalli i fangelsum, þá
verði hrundið af stað hryðju-
verkaöldu I Irska lýðveldinu. Sú
Sturlungaöld, sem rikt hefur hjá
írum siðustu fimm árin, hefur að
mjög litlu leyti komið niður á
Eire.
trski lýðveldisherinn, sem
aðallega hefur staðið fyrir
hryðjuverkunum, hefur á stefnu-
skrá sinni, að Norður-trland verði
sameinað Irska lýðveldinu, þar
sem kaþólskir menn eru I meiri-
hluta. — Á fyrstu árum gátu hinir
kaþólsku flugumenn IRA átt vist
hæli i Eire, þar til stjórnvöld þar
bönnuðu starfsemi írska lýð-
veldishersins og fangelsuðu þá,
sem uppvisir voru að þvi að
standa i tengslum við hann.
r angarnir fóru i hungurverk-
fall til áréttingar kröfum sin-
um um.að með þá yrði farið sem
pólitiska fanga, sem njóta ýmissa
hlunninda umfram það, sem
venjulegir afbrotamenn búa við i
fangelsum. — Stjórnvöld hafa
neitað að láta kúga sig til þess að
verða við þessum kröfum.
Að undanförnu hafa fulltrúar
stjórnvalda átt viðræður við
fulltrúa IRA til lausnar þessari
deilu vegna fanganna, en ekkert
hefur gengið saman með þeim.
A Norður-lrlandi uggir menn,
að dauði einhvers fanganna muni
taka á sig pislarvættisblæ og
verða til þess, að almenningsálit
snúist aftur á sveif með IRA.
Gróska í koppaframleiðslu
Brezkir hlandkoppar frá
Viktoriu-timabilinu hafa haf-
izt upp úr gleymsku og niður-
lægingu og renna nú út eins og
heitar lummur. Framleiðsla
þeirra er einn af fáu ljósdilun-
um, sem glitta má i útflutn-
ingsiðnaði Breta, er á annars
við mikla erfiðleika að etja.
Einn næturgagnaframleiö-
andi skýrði nýlega frá þvi, að
verksmiðja hans, sem hefur
um 230 manns i vinnu, hefði
orðiö að taka upp sjö daga
vinnuviku aftur til þess að
reyna aö anna eftirspurninni.
Stærstu kaupendurnir eru
Sviar, sem hleyptu skriðunni
af stað. Hjá þeim eru þessir
koppar mjög vinsælir sem
púnsskálar.
Búa sig undir sölubann ó kaffi
tslendingar eiga kaffibirgöir til júniloka.
Skaut
dómara
Myndin hér að ofan var
tekin eftir blóösútheliingar,
sem uröu i dómhúsi i Louisa i
Bandarikjunum I gærkvöldi,
þegar dómari var skotinn til
bana og sýslumaðurinn særö-
ur.
Lögreglan handsamaöi einn
mannanna, sem þar var aö
verki. Hann haföi laumazt
meö byssu inn I réttarsalinn
og hóf skothriöina, þegar setja
átti réttinn.
Stærstu kaffiframieið-
endur heims koma sam-
an i dag tii fundar i San
Salvador, og er búizt við
þvi, að þeir ráðgeri al-
gert sölubann á kaffi á
heimsmarkaðnum til að
sporna gegn áframhald-
andi verðfalli á kaffi. —
Kaffi féll 20% i verði á
siöasta ári.
Meðal smærri kaffiframleiö-
enda er andstaða gegn þessari
hugmynd, þvi að þeir hafa illa
bolmagn til svo róttækra aðgerða.
En stærstu framleiðendurnir eru
sagðir mjög hlynntir sölubanni
yfir eitthvert takmarkað timabil.
Einkanlega munu kaffirækt-
endur I Mið-Ameriku fylgjandi
sölubanninu, þvi að þeir hafa
fengiö loforð um efnahagsaðstoð
hinna oliuauðugu Venezu-
ela-manna, sem gerir þeim kleift
aö sitja uppi með miklar óseldar
birgðir, án þess aö lenda i fjár-
þröng.
Kaffiframleiðendur
Suöur-Ameriku hafa samþykkt að
halda eftir 10% af uppskeru sið-
asta árs, og eins munu þeir ekki
senda á markaðinn 20% af upp-
skeru þessa árs. — Þó hefur Ni-
caragua rofið þetta samkomulag.
Forseti alþjóðasamtaka kaffi-
framleiðenda hefur boðað, að
vænta megi róttækra aðgerða að
loknum þessum fundi.
Hjá O. Johnson og Kaaber fékk
Visir þær upplýsingar, að kaffi-
birgðir væru til hér i landinu, sem
endast munu aö öllum likindum
til júniloka. Mikið magn af kaffi
liggur hér og þar i vöruskemmum
i Evrópu og biður sölu, svo að
hætta á kaffiþurrð er sáralitil eða
engin.
Veröþróunar á heimsmarkaön-
um hefur gætt i kaffiverðinu hér
heima á þann hátt, að meðan allir
hlutir hafa margfaldazt i veröi á
þessum veröbólgutimum, hefur
kaffi ekkert hækkaö i þrjú eða
fjögur ár (nema af völdum
gengisbreytinga, eins og mun
verða lika núna).