Vísir - 15.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 15.02.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Laugardagur 15. febrúar 1975 — 39. tbl. Erlendu gestirnir eru samtals um 450 talsins A þingi Norðurlandaráðs eiga 78 kjörnir fulltrúar sæti, en auk þeirra eiga svo ráðherrar Norðurlanda sæti á þinginu, og er búizt við að þeir verði 50-55. Slðan vcröa sérfræðingar þeirra ineð á þinginu, en þeir hafa ekki atkvæðisrétt né heldur munu þeir flytja ræður. Ráðherrarnir hafa algert málfrelsi, en greiöa ekki atkvæði. Margs konar fylgifólk er kom- iðhingað til lands i tengslum við þingið. Þar má nefna stóran hóp blaðamanna. Einnig eru margir embættismenn og hvers kyns sérfræðingar, fulltrúar ýmissa norrænna stofnana og fleiri. Þetta fólk er áheyrnarfulltrúar. Alls verða um 450 erlendir gestir i Reykjavik, i tengslum við þingið, og gista þeir að mestu á hótelum borgarinnar. — SH Tollverðir: Lögreglan of mikið inn ó þeirra svið? Þjónor; Vilja hreinsa sig af óburði Bokarar: Bakarar hengdir fyrir út- gerðar- menn! • Þrjár starfsstéttir kvarta — Baksíða „Við erum ekki mis- indismenn þótt við gerum ekki svo öllum líki" — viðtöl við tvo nýja „stjóra" hjá útvarpinu — Sjá bls. 16-17 ★ Kóngafólk þarf líka í sig og á — bls. 6 „Undirbúningurinn í fullum gangi heima" „Hjertelig velkommen igen,” sögðu þeir Konráö Guömundsson hótel- stjóri á Sögu, er hann heilsaöi Trygve Bratteli forsætisráöherra Norö- manna..... ...og Gunnar Óskarsson móttökustjóri Sögu, er hann tók i móti Olof Palme forsætisráöherra Svia. Ljósm. Bragi. — „þótt ég sé hér yfir helgina," segir Anker Jörgensen, forsœtisráðherra Dana „Dæmið stendur erfiðleika hefur okkur stjórn i Danmörku,” þannig, að eftir mikla nú heppnazt að mynda sagði Anker Jörgensen, sem var dagsgamall i starfi forsætisráðherra Dana, þegar hann kom til Reykjavikur i gær til að sitja þing Norður- landaráðs. „Flestir Danir gera sér grein fyrir, aö ekki má vikja norrænni samvinnu til hliöar.” Anker Jörgensen forsætisráðherra Dana ræöir viö blaöamann VIsis. Ljósm. Bragi. „Stjórnin stendur nú frammi fyrir miklum vanda, vegna þess að við eigum við mikil efnahags- leg vandamál að striða i Dan- mörku og vegna þess að hin flokkslega skipting þjóðþingsins er lika mjög erfiö. En við vonum og treystum, að unnt reynist að koma á stjórn- málalegri festu. Ég held, að öll þjóðin óski þess. Það er'ekki að- eins von okkar stjórnmálamann- anna. Þaö verður enginn timi til að hvilast hér á Islandi, þvi ég ætla aðeins að vera i tvo daga, laugar- dag og sunnudag, en fer aftur á mánudagsmorgun. Þegar heim kemur, stendur fyrir dyrum að undirbúa lagafrumvörp. Það mikilvægasta er að koma at- vinnumálunum i horf, þvi 150 þúsund Danir eru nú atvinnulaus- ir.” „Nú hafið þér verið gagnrýndur fyrirferðina hingað, meðan þess- ir erfiðleikar standa heima fyrir.” „Það eru ekki háværar radd- ir,” svaraði Anker Jörgensen. „Að visu gera það nokkrir, en flestir gera sér grein fyrir, aö ekki má vlkja norrænni samvinnu til hliðar. Þar að auki er undir- búningur ráðstafananna heima fyrir i fullum gangi, þótt ég sé hér yfir helgina.” „Að lokum: Hvert álitið þér mikilvægasta málið á þingi Norðurlandaráðs nú?” „Það virðist vera hið sama og I allri Evrópu: Orkumálið,” sagði Anker Jörgensen og sté inn i opna lyftuna á Hótel Sögu, enda trú- lega orðið mál á nokkurri hvild eftir erfiða daga. — SH GÓÐ INNKAUP, - FÁ BEINBROT — baksíða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.