Vísir - 15.02.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 15.02.1975, Blaðsíða 20
vísm Laugardagur 15. febrúar 1975 Þjónar vilja undir smásjána — til að hreinsa sig af áburði Félag framreiöslumanna hefur fariö þess á leit viö saksóknara rikisins, aö hann kanni, hvort sá áburöur aö smyglaö vin sé selt i gegnum þjóna, hafi viö rök aö styöjast. 1 viötali, sem Visir birti fyrir nokkru viö sjómann, sem mikiö hefur fengizt viö smygl var eftir honum haft, aö I landi heföu þeir vissa menn, sem keyptu af þeim vinið. Siðan stóð orörétt: ,,Mikið er þannig selt i gegnum þjóna og bilstjóra og eins einkaaðila. Þeir sem kaupa eru ekkert að bera út sögurnar um smygliö. beir vita að ef þeir kjafta, eru þeir búnir aö missa samböndin”. 1 bréfi sinu fer Félag fram- reiðslumanna þess á leit, að fram komi, hvort athuganir eftirlits- manna þeirra er fylgjast með vinveitingahúsunum gefi tilefni til grunsemda um þess háttar at- ferli. Enn fremur telur Félag fram- reiðslumanna rétt af þessu tilefni að gera sérstakar athuganir á vinbirgðum framreiðslumanna. Að sögn rikissaksóknara verður afstaða ekki tekin til þessa máls fyrr en skýrslur sakadóms Reykjavikur um smyglmáliö mikla eru komnar til embættis- ins. —JB LOÐNU NÓTIN LÖGUÐ Þaö fer aö færast lif I loönu- veiöarnar viö Eyjar. Mikiö er um aö vera hjá netageröar- mönnum, og þessir starfsmenn frá Netagerðinni Ingólfi voru aö gera viö loðnunót, þegar Ijós- myndarinn smellti þessari mynd af þeim. ' Þeir áttu lika von á þvi að nóg yrði að gera i gærkvöldi, þvi þá var von á Asberg RE með rifnar nætur. — EA/ ljósm: Guömundur Sigfússon TOLLVÖRÐUM ÞYKIR LÖGREGLAN KOMIN INN Á SITT STARFSSVIÐ „Þegar farmaöur lýsir þvi yfir i blaöaviötali, að tollverðir á Islandi séu „viðvaningar" samanborið viö stéttarbræöur erlendis og sjálfur tollgæzlustjóri segir i sjónvarpsþætti 17. jan. sl„ aö „búiö sé aö þétta tollgæzlunetiö umhverfis landiö” meö þvi aö fá lögreglunni tollgæzlu i hendur i staö tollvarða, finnst Tollvaröa- félagi tslands aö heldur sé vegiö þungt aö þessari fámennu stétt,” segir i fréttatilkynningu frá Tollvaröafélagi tslands. Ennfremur segir, að tollverðir hafi um árabil lagt áherzlu á breytingar á skipulagi tollgæzlunnar. Ér samningar stóðu fyrir dyrum við fjármála- ráöuneytið vorið 1974 krafðist Tollvarðafélagið þess meðal annars, að i Reykjavik yrði skipaður deildarstjóri, sem hefði með höndum skipulag og yfirumsjón tollferða úti um land, og yfirtollverðir á öllum aðaltollhöfnum. Þá vildu þeir auðvelda tollvörðum kynningar- og starfsferðir til starfsbræöra sinna i nálægum löndum og að félagið fengi aö hafa hönd i bagga um, hverjir færu slikar ferðir. Lika vildu þeir, að tollgæzla yrði stóraukin og aðstaða bætt úti um land og breytt um stefnu varðandi samruna tollgæzlu og lögreglu, þar sem slikt heföi dregið úr æskilegri tollgæzlu úti á landi. Þeir bentu á nauðsyn þess, að fenginn yrði stærri og hraðgengari tollbátur til gæzlu- starfa við strendur landsins og að tollgæzlan drægist ekki aftur úr varðandi tækjabúnað við tollleit. Loks kröfðust tollverðir að rannsóknardeild tollmála yröi stofnuð, bæði i smyglmál- um og I sambandi við vöru- innflutning, og tollverðir þjálfaðir til slikra starfa. Þetta er aðeins brot af kröfun- um, og eru sumar gamlar, svo sem krafan um nýjan tollbát, sem er frá árinu 1962. Krafan um rannsóknardeild er árs- gömul, og vék tollgæzlustjóri að henni i sjónvarpsþætti á dögun um. Fram hefur komið, að „til reynslu er ráðgert að setja á stofn slika deild innan tollgæzlunnar.” Tollverðir varpa fram þeirri spurningu, hvort trú stofnunar- innar á tilveru slikrar deildar sé ekki meiri en fram kemur i þessum orðum — „hér á ekki að vera um neina tilraunastarf- semi að ræða,” segja tollverðir. í lok yfirlýsingar Tollvarða- félagsins segir: „Stjórn TFÍ hefur setið marga viðræðufundi með tollgæzlustjóra um ýmis mál, er varða dagleg störf tollvarða i Reykjavik. Arangur af þessum fundum hefur enginn orðiö. Þá hefur stjórn Tollvarðafélags tslands ákveðið að leita eftir beinum viðræðum við fjármálaráðherra um mál- efni félagsins.” -SH I . .g §fÍ| .... Við kaupum góða skíðavöru ...og fœrri brjóta sig fyrir bragðið Þaö er nú komiö á daginn, að mestur fjöldi sænskra skiðaiðk- enda, sem slasazt hafa á skiöum, hafa notaö japanskar skiöabind- ingar. Hefur athugun leitt i ljós, aö sex japanskar tegundir eru öörum fremur hættulegar. Þær tegundir, sem varað er viö, heita Safecom, Dash, Niseco, Puma og Thunder. Sú sjötta heitir svo einfaldlega „Made in Japan”. Það eru helzt ódýrustu gerðirnar, sem hafa beinbrotið skiðamenn, en það eru bindingar, sem opnuð- ust ekki þegar mest á reyndi. Visir hafði tal af afgreiðslu- mönnum þeirra verzlana i Reykjavik, sem selja skiðaútbún- að. Leiddi sú athugun i ljós, að engin hinna sex hættulegu bind- inga er fáanleg i verzlunum hér- lendis. Sannaðist það rétt einu sinni enn, hversu Islendingar eru vandlátir: óvönduð vara sem- bindingarnar frá ofantöldum framleiðendum þykja ekki boð- legar i verzlunum hérlendis þó ó- dýrar séu. Sviarnir vilja hins veg- ar kaupa ódýrt og þvi hafa jap- önsku bindingarnar átt greiðan aðgang að markaðinum þar i landi. En nú vara sænsku blöðin hins vegar við þessari framleiðslu „DESSA BINDNINGAR ÁR FARLIGA!” segir dagblaðiö Expressen i frétt sinni um þessar bindingar og nefnir fjölda dæma þvi til sönnunar. —ÞJM „BAKARAR HENGDIR FYRIR ÚTGERÐARMENN" — Neyðast þeir til að loka? Nú er ekki lengur hægt aö segja aö bakari sé hengdur fyrir smiö, heldur aö bakarar séu hengdir fyrir útgeröarmenn. Þetta vilja bakarar meina i dag. Mikil óánægja er nú rikj- andihjá þeim vegna seinagangs verðlagsyfirvalda, og er nú svo komiö að þeir velta þvi fyrir sér hvort það borgi sig aö halda á- fram aö baka og hvort það sé ekki réttara að loka bakaríum. Þegar bakarar fá sykur þessa dagana fá þeir hann verölausan, og vita þvi ekkerthvað þeim ber aö borga fyrir hann. Þeir veröa þó að halda áfram aö baka kök- ur og brauð og selja það alltaf á sama verði en hafa ekki hug- mynd um hversu mikiö þeir koma til með að þurfa að borga fyrir hráefnið. Þeir segja sykurpokann hafa kostað 10.570 krónur i byrjun febrúar en búast við að hann verði kominn upp i 14.000 krónur bráðlega. Bakarar segjast þvi I raun og veru borga með vörum sinum og ef ekki fáist leið- rétting á þeirra málum sé grundvöllurinn fyrir rekstrinum algjörlega brostinn. „Við erum mjög óánægðir meö hversu seint málin ganga hjá verðlagsyfirvöldum. Þá er það samdóma álit bakara að ef til væru alltaf 3ja mánaða birgðir af kornvöru I landinu, þá væri verðið tryggt. Þaö væri auðveldara að ákveöa það og það væri byggt á traustari grundvelli”, sögðu þeir, sem við ræddum við. „Skoðun okkar er sú að verö- lagseftirlit, eins og það er rekið i dag, stuðli að lélegri vöru. Með þvi að pina bakara er hætt við að einhverjir svfkist undan. Þeir gætu notaö minna af eggj- um, minna af hveiti og mjólk, meira af vatni o.s.frv. Ef tannkrem hækkar i dag er strax látið vita af þvi. Ef það hækkar aftur á morgun, þá lika. En við fáum ekkert að vita. Ef við hækkum, þá erum við hrein- lega kærðir. Það vantar lika skilning hjá almenningi á þvi sem er að gerast”. Að hengja bakara fyrir smið, segir máltækið. Og nú snúa bak- arar þessu upp á útgerðarmenn, mest I grini að visu. Þeir segja gengisfellinguna gerða fyrir út- gerðina, hveiti, sykur og fleira hækkar I verði, en brauðgerðin fær ekki að hækka sina vöru aö sama skapi. Þannig hafa þeir snúið máltækinu kunna við. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.