Vísir - 15.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 15.02.1975, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 15. febrúar 1975 3 „LELEG SÖLU- AÐFERÐ, VÆGAST SAGT" — mikið magn af óumbeðnum bókum fró forlagi í Danmörku „Mér finnst þetta vægast sagt léleg söluaðferö. Ég fæ tilkynn- ingu um, að ég eigi bókasendingu frá Danmörku, sem ég kannaðist alls ekki við og ég hef aldrei beðið um. Og mér skiist, að þeir séu miklu fleiri sem lent hafa i þvi sama”. Þetta sagði Sigurður Sigurðs- son, sem hafði samband við okkur vegna fyrrnefnds atviks, en Sig- urði var tilkynnt það nú fyrir stuttu, að hann ætti bókasendingu frá forlagi i Danmörku, og komst hann að raun um það, að bókin ætti að kosta 115 krónur danskar. Sigurður hafði ekki pantað neina bók frá forlaginu. Hann var ekki einn um það að fá tilkynn- ingu, þvi að á Tollpóststofunni gizkuðu þeir á, að um tonn af bók- um hefði verið endursent frá fólki vfðs vegar, sem ekki hafði óskað eftir þeim. Sigurður sagði, að hann hefði pantað 3 bækur frá forlaginu fyrir nokkrum árum, þegar umboðs- maður frá þvi gekk i hús og seldi bækur. Bækur þessar hafa að geyma helztu atburði liðins árs i myndum og hafði Sigurður áhuga á 3 bókum frá striðsárunum. Hann fékk þær bækur, sem hann pantaði, og siðasta bókin kom 1967. Siðan heyrði hann ekkert frá fyrirtækinu, sem eðlilegt var, fyrr en nú, er hann fær senda þessa bók. Sigurði kvaðst leiðast mest þessi lélega söluaðferð og eins, að þeir skyldu vera að senda þetta nú á þessum erfiðu „gjaldeyris- timum”. —EA Hver ók utan í? Um eða laust fyrir hádegið i gær var ekið utan i kyrrstæðan bil sem stóð á bifreiðastæði Fram- kvæmdastofnunar rikisins við Rauðarárstig 31. Hér var um aö ræða bláan Fiat 132. ökumaður biisins sem varð þess valdur gaf sig ekki fram, en hann eða sjónarvottar eru hér með vinsamlegast beðnir að hafa samband viö sima 25133 eöa 13312. —EA VERÐMUNUR A FLUGVELA- BENSÍNI ALLT AÐ SEX KRÓNUR EFTIR LANDS- HLUTUM Verðjöfnunargjald er aðeins lögboðið á bensini, disiloliu og svartoliu. Ýmsar aðrar oliuvör- ur eru þó seldar á sama verði um land allt, svo sem smuroli- ur, en flugvélabensin er kapituli út af fyrir sig, með mismunandi verði á hinum ýmsu stöðum. Það verð, sem gildir á flug- vélabensini til innanlandsflugs þar til verðlagsráð hefur tekið afstöðu til verðhækkana i kjöl- far gengisfellingar, er sem hér segir: Reykjavik: kr. 20,10hver litri. Isafjörður: kr. 25.65. Akureyri kr. 21,95. Egilsstaðir: kr. 25.05. Hornafjörður: kr. 25.90. Þegar verðhækkunin gengur i gildi, hækkar þetta verðum sem næst tiu krónur hver litri, og stafar hækkunin bæði af gengis breytingunni og verðhækkun erlendis. Astæðan til þess, að bensinið er ódyrast utan Reykjavikur á Akureyri, er sú, að þangað er hægt að flytja það á skipum, en sú aöstaða er ekki fyrir hendi á öðrum stöðum. Þaðan er það flutt á bilum til Egilsstaða, og til ísafjarðar og Hornafjarðar er þaö flutt á bilum. Gunnlaugur Helgason, deildarstjóri hjá oliufélaginu Skeljungi, sagði Visi, að raun- verulega væri bensinið dýrara en þetta verð segir til um, á þeim stöðum, þar sem land- flutningar eru notaðir, vegna þess að gefinn væri riflegur af- sláttur, allt að 50%, á akstrin- um, en leyfilegt er aö bæta sannanlegum flutningskostnaði við grunnverðið. Ekki er unnt að gefa nýju verðin upp nákvæmlega, þar sem þau hafa ekki verið sam- þykkt, en búizt er við, að það muni verða á þriðjudaginn. -SH GÍSL í HAMRA- HLÍÐ Það er mikið um að vera i leiklistinni i Menntaskólanum við llamrahlið þessa dagana. Þar er nú verið að æfa Gisl öll kvöld og helgar, og hefur vcrið æft stift frá þvi um áramótin. Verkið verður frumsýnt i skólanum á mánudagskvöldið, en fjórar sýningar verða á leikritinu og eru þær opnar öll- um almenningi. Sautján leikarar koma fram og fimm manna hljómsveit. Margir nemendur aðrir úr skólanum hafa einnig lagt hönd á verkið, til dæmis hafa þeir gert leikmynd sjálfir. GIsl var sýndur i Þjóðleik- húsinu eins og menn sjálfsagt muna.en höfundurinn er irska skáldið Brendan Behan, og er þetta eitt frægasta verk skáldsins. Með helztu hlutverkin fara Karl Úlfsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Björn Logi Björnsson, Sigriður Þorgeirs- dóttir, Stefán Tryggvason og Jakob S. Jónsson. Leikstjóri er Stefán Baldursson. —EA Nemendur MH æfa nú Gisl og sýna hann á mánudagskvöldið. Bjarnleifur tók myndina á æfingu i skólanum. „Umdeiídasta listsýmngin" opnuð: NÚ FÁ MENN AÐ DÆMA SJÁLFIR „Ég tek þessi skrif ekki neitt persónulega,” sagði Jakob Haf- stein við blaðamann Visis I gær, en i dag opnar hann hina um- deildu listsýningu i vestursal Kjarvalsstaða. Er ekki laust við að margir séu orðnir langeygir eftir sýningunni til að geta dæmt sjálfir um það sem þar er að sjá. „Mér finnst að hver málari beri ábyrgð á sínum verkum, standi og falli með þeim dómi sem gestir hans kveða upp eftir að hafa skoðað verkin,” sagði Jakob. „Ég hef aldrei getað sagt að þessi eða hinn málarinn sé góður eða slæmur, ég get að- eins dæmt fyrir mig einan, en ekki fyrir allan almenning. Mér finnst lika að þeir sem fást við listsköpun eigiað sýnaafsér um- burðarlyndi og kærleika til kollega sinna og hætta að hafa vit fyrir fólki, eins og stöðugt er reynt að gera.” Jakob sýnir alls 150 verk á Kjarvalsstöðum, mest oliumál- verk og vatnslitamyndir. „Það hafa margir undrazt hverju ég hef komið i verk meðfram brauðstritinu,” sagði Jakob i gærdag. „En sannleikurinn er sá að ég hef varið öllum sumar- leyfum undanfarinna ára til að mála og veiða lax, ekki sizt til að mála. Þá hef ég notað lausar stundir til að fullvinna málverk- in, og oft hef ég farið snemma á fætur til að sinha máluninni.” Jakob kvað það alrangt, sem fram hefur komið, að hann hafi sótt um Kjarvalssal. Hann hefði aðeins sótt um að fá inni á Kjarvalsstöðum, en þar hefur vestursalurinn staðið auður og ónotaður frá áramótum. Kjar- valssýningin verður opin áfram eins og áður, hún er I austur- salnum og verður opin á sömu tlmum og sýning Jakobs Haf- stein, frá 4-10 daglega, nema mánudaga, en þá er lokað, og sunnudaga frá 2-10. Lýkur sýn- ingunni sunnudagskvöldið 23. febrúar. Jakob kvaðst vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem um mál hans hafa fjallað i fjölmiðlum, slfk skrif mundu ef- laust aðeins örva áhuga manna á að skoða sýninguna. Kvað Jakob þetta minna sig á 40 ára gamla sögu. Það var þegar MA- kvartettinn kom fyrst fram i Reykjavik. Skólameistari vildi að dómari reyndi piltana áður en konsertinn yrði, vildi ekki að MA yrði sér til skammar. Dómarinn taldi piltana eiga að æfa betur áður en þeir legðu út i konsert, einkum væri bassinn veikur. „Við hreinlega gátum ekki annað en haldið okkar striki,” sagði Jakob, „við vor- um búnir áð fá vixillán fyrir smókingfötum, og Nýja bió var bókað fyrir konsertinn.” Atta uröu konsertarnir i þeim sal og fjölmargir viöa um land, alltaf fullt hús. „Það er eins með þessa sýningu. Eg var kominn af stað, og ekkert gat stöövað mig,” sagði Jakob að lokum og bætti við að bassinn i MA hefði einmitt veriö talinn bezta rödd kvartettsins, þannig bæri ekki alltaf saman almennings- álitinu og sérfræðingunam. - JBP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.