Vísir - 25.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 25.02.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Þriðjudagur 25. febrúar 1975 5 REUTER AP/NTB í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND UmsjÓll: H.H. Hugðust endurtaka m'ivQr o n H i i rm byltinguna 1967 Liðsforingjar óttuðust brott- rekstur — og kommúnista Griska stjórnin virtist i dag hafa tögl og hagld- ir, eftir að hún hafði hindrað samsæri liðs- foringjaflokks. Tuttugu og átta liðsforingjar eru sagðir hafa verið teknir höndum. Sumir voru talsvert háttsettir i hernum. Samsærismenn munu hafa ætlaB að taka völdin i hersveitum víBs vegar um landiB og handtaka Karamanlis forsætisráBherra, ráBuneyti hans og æBstu her- foringja. LiBsforingjarnir munu hins vegar ekki hafa veriB búnir aB ákveBa, hvaBa dag þetta skyldi veröa. Rikisstjórnin hafnar i yfirlýs- ingu orörómi um mikla ókyrrö i hemum og segir, aö hér hafi veriö um fáa liösforingja aö ræöa, sem séu i tengslum viB foringja fyrr- verandi herforingjastjórnar á Grikklandi, sem nú sitja i fang- elsi. Stjórnin segist hafa fulla stjórn á málum, og sé herinn i Aþenu og Attiku reiöubúinn. Ein heimild segir, aö samsæris- menn hafi ráögert aö frelsa þá þrjá, sem stóöu fyrir samsæri herforingja,sem tóku völdin 1967. 1 tilkynningu grisku stjórn- arinnar i gærkvöldi var sagt, aö yfirmennhersins væru staöráönir i aö ganga milli bols og höfuðs á hverjum þeim, sem brygðist skyldum sinum. Einn hinna handteknu mun vera Perdikis höfuðsmaður, en þaö var hann, sem tók höndum núverandi yfirmann hersins, Ar- bouzis, hinn 21. april 1967, þann dag er herforingjar tóku völdin. Heimildir herma einnig, að liösforingjarnir hafi ekki verið sáttir við stefnu rikisstjórnarinn- ar gagnvart hernum. Þeim hafi veriö illa við, að ymsir yngri liðs- foringjar höfðu verið sendir til af- skekktra herbúða norður i landi i refsingarskyni fyrir tengsl þeirra viö fyrrverandi herforingja- stjórn. Liðsforingjar voru einnig óánægðir með, að griski komm- únistaflokkurinn fær að starfa, en hann haföi verið bannaður i fjórö- ung aldar. ABalstöðvar liðsforingjanna i Aþenu voru æfingarstöðvar skrið- drekaliða. 1 april á sérstakur dómur að kanna feril allra liðsforingja og ákveða, hverjir skuli látnir hætta i hernum. Er talið, að liðsforingj- arnir hafi óttazt uin hag sinn i þessari könnun og ætlaö að láta til skarar skriða fyrr. „Amin er Hitler Afríku ## Utanrfkisráöherra Sambiu segir, að heimsblööin ættu aö lýsa Idi Amin, forseta Úganda, sem Hitler Afriku. Vernon Mwaanga sagði blaðamönnum i gærkvöldi, að viða i Afriku litu menn á Amin sem „brandara”. ,,Það, sem gerist i úganda, er þó harmleikur, en ekki gaman,” sagði hann. ,,Ég vildi óska þess, að menn litu á Amin sem Hitler Afriku.” Mwaanga gagnrýndi einnig það, sem hann kallaði tilhneig- ingu til að tala um Amin, ekki sem leiðtoga Úganda, heldur sem leiðtoga i Afriku. ,,Ekki létu menn alla Evrópu gjalda Hitlers,” sagði hann. SÍ/dAMYND AP Í MORGUN Þótt kaldir vindar blási I London, brosti Bretadrottning blitt IMexikó I gær. Þar er hún i opinberri heim sókn. Mcö henni á myndinni eru Echeverria forseti, kona hans og sonur. FRELSIÐ GEKK ÚR GREIPUM MCINTOSH Brezka stjórnin sagöi i gær- kvöldi, aö landamæraliö Mósam- bik heföi afhent Ródesiustjórn Bretann Mcintosh, sem var á fiótta úr fangelsi i Ródesiu. Mcintosh hefur til þessa setið af sér tiu mánuði af fjórtán ára fangelsisdómi fyrir iönaðarnjósn- ir og gjaldeyrissvik. Manninum tókst að komast undan úr fangelsi i Salisbury höfuðborg Ródesiu, þótt þaö eigi að vera hið mann- heldasta. Það var 4. febrúar. Nú segir brezka stjórnin, að ræðismaður Breta i Beira, Mósambik, hafi verið á leiðinni til Snýr Leiötogi frelsishreyfingar Eri- treu segir, að frásögn Eþiópiu- stjórnar af manntjóni hreyfing- arinnar i bardögunum viö As- mara sé röng. Saleh Othman Sal- eh Sabeh, sem staddur er i Ku- wait, snýr að heita má við þeim tölum, sem Eþiópíustjórn hefur að hitta Mcintosh, sem hafði lent i höndum landamæravarða. Þá var hann skyndilega framseldur Ródesiumönnum. Talsmaður brezka utanrikis- ráðuneytisins segir, að brezka stjórnin muni krefjast skýringa af portúgölskum stjórnvöldum á þessu tiltæki manna i Mósambik. Og i Lissabon segir talsmaður utanrikisráöuneytis Portúgala, aö ókunnugt sé um slfk tilmæli Breta, en portúgalska stjórnin sé að reyna að afla frekari upplýsinga um mál þetta. við hirt uin mannfall. Hann segir, aö færri en þrjú hundruö hafi falliö af uppreisnarmönnum, en Eþiópíustjórn hafði sagt 2521 upp- reisnarmann fallinn. Sabch segir hins vegar, að 2500 eþiópskir her- menn hafi fallið. en Eþiópiustjórn segir k:i fallna af sinum mönnum. Tíð hryðjuverk bóðum megin víglínunnar Sextán embættismenn stjórn- arinnar voru háishöggnir og höfuð þeirra fest á staura og höfð almenningi til sýnis. Þetta gerðist I bæ I norðvesturhluta Kambódíu og er dæmi um hörk- una, sem báöir aöiiar Kam- bódiustríösins beita. Þessir 16 voru i sveit embættismanna, sem átti að sjá um hrísgrjónadreifingu. Þeir féllu uppreisnarmönnum hendur. Hinir kommúnisku upp- reisnarmenn sögðu, að afdrif þeirra sýndu, hversu hættulegt væri að styðja rikisstjórn Lon Nols. Fréttamenn segja, að upp- reisnarmenn hyggist vinna sig- ur i átökunum fljótlega og án andstöðu almennings. Til þess skjóti þeir fólki skelk I bringu, að það sýni þeim ekki mótþróa. Liklega var versta hermdar- verkið i striðinu framið, skömmu eftir að þaö hófst 18. marz 1970, þegar menn Kambó- diustjórnar myrtu marga af Vietnömum i höfuðborginni Phnom Penh,. og var þá ekki hlift konum eöa börnum. Þá átt- ust við í Kambódiu litt þjálfaðir stjórnarliöar og kommúnistar frá grannrikinu Vietnam, sem notuðu austurhluta Kambódiu sem hæli, er þeir flýðu yfir landamæri Suður-VIetnams undan stjórnarliðum þar. Þá var sagt, að þúsundir Viet- nama hefðu verið myrtir I Phnom Penh. Hundruðum lika karla, kvenna og barna var fleygt i Mekongfljótið. Þangað var einnig fleygt nokkrum lifandi Vietnömum, sem drukknuðu. Litill vinskapur var þá milli þeirra, sem áttu að heita banda- menn i baráttu við kommúnista, stjórna I Kambódiu og Suður-Vietnam. Þegar her Suður-Vietnams réöst inn i Austur-Kambódiu til að vinna bug á kommúnistum, bárust fréttir um nauðganir og önnur ofbeldisverk. Margar þessar frásagnir voru réttar, segir i skeyti Reuter. Siðar fór að bera meira á inn- fæddum skæruliðum i Kambó- diu, og þeir létu fljótt á sér skilj- ast, að engin miskunn yrði sýnd borgurum, sem yrðu fyrir þeim. Munkar og nunnur myrt Munkar hafa samkvæmt hefð mikil völd i sveitahéruðum Kambódiu. Þessu hugðust upp- reisnarmenn breyta, og I einu tilviki voru 40 munkar liflátnir i héraði I norðvesturhluta lands- ins. 1 öðru tilviki voru allir munkar drepnir, utan einn, i héraði einu. Þegar uppreisnar- menn tóku þorp, gáfu þeir ibú- um yfirleitt þá kosti að fylgja sér eða fara yfir viglinuna til stjórnarliða. t siöara tilviki voru hús manna brennd og þeir iðulega drepnir. Þá hafa upp- reisnarmenn tiðkað að háls- höggva stjórnarhermenn, sem hafa fallið þeim i hendur. I fyrstu voru liðsforingjar drepn- ir, en siöan óbreyttir hermenn einnig oft á tiðum. Þegar hin forna höfuðborg Dong féll i hendur uppreisnar- manna, voru tiu stjórnarher- menn barðir til bana. Fyrstu daga sóknar uppreisnarmanna, sem nú stendur yfir, voru 52 myrtir á stöð einni um 80 kilo- metrum suðvestan Phnom Penh. Aöeinseinn maður komst lifs þaöan. Hann faldist undir likum ættingja sinna. Stjórnar- herinn náði musteri skammt frá Phnom Penh úr höndum Lon Nol leiötogi stjórnarliöa uppreisnarmanna i janúar og fann lik 16 búddanunna, sem hafði verið nauðgað og þær siðan myrtar. Skammt þar frá voru lik þorpsleiðtoga og ætt- ingja þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.