Vísir - 25.02.1975, Blaðsíða 16
vísir
Þribjudagur 25. febrúar 1975
The Settlers
hingað í dag
— þekkjum þau vel
úr sjónvarpinu
Flestir hafa liklega séð og heyrt
söngflokkinn The Settlers f sjón-
varpinu, en nú gefst okkur kostur
á að sjá hann ljóslifandi hér á
landi. Von var á flokknum til
iandsins i gær, en honum
seinkaði, þannig að hann kemur i
dag.
Söngflokkurinn mun koma
fram á dansleikjum á næstunni,
bæöi i Reykjavik og úti á landi.
Þessi söngflokkur hefur veriö
einn af eftirsóttustu skemmti-
kröftum i skemmtanaiðnaðinum.
Hann hefur komið fram á hljóm-
leikum og kabarettum um alla
Evrópu og allt England, þar á
meðal stööum eins og London
Palladium og London Savoys Ho-
tel. Þá hefur hann komiö fram i
óteljandi sjónvarps- og útvarps-
þáttum, og þaö er einmitt þannig,
sem viö þekkjum þau bezt.
—EA
Á VÉL-
SLEÐUM Á
HEKLU
TIND
Tveir menn úr flug-
björgunarsveitinni á Hellu
fóru á sunnudaginn upp á
Heklutind á vélsleðum, og
hafa aðrir vist ekki unnið
það afrek.
„Við ætluðum aö kanna leiöina
frá Rangárvöllum i Landmanna-
helli, milli Vatnafjalla og Heklu,”
sagöi annar þeirra, Rudolf Stolz-
enwald, i viötali viö Vlsi. „Þá
freistaði Hekla okkar. Þetta gekk
mjög vel, og við vorum aldrei i
lifshættu, þótt krappt hafi verið á
brúninni. Viö héldum oft tuttugu
milna hraða upp brekkurnar.”
„Viö höföum ekki fariö mjög
snemma af staö, en samt gafst
okkur góöur timi til aö halda ieiö-
ar okkar i Landmannahelli og
þaöan yfir Reykjadali yfir i
Rangárvallaafrétt. Við vorum
komnir heim um kvöldmat.”
„Ég hef sannarlega komið áöur
á Heklutind, alls gengið á Heklu
átján sinnum. Þvi miöur var nú
þoka á tindinum.”
„Þetta var um svipaö leyti og
sleöakeppnin stóö yfir, og viö fór-
um I eins konar torfærukeppni
meö þessu.”
Félagi Rudolfs var Kristþór
Breiðfjörö, einnig frá Hellu.
—HH
Hér rennir Magnús Gylfi Þor-
steinsson sér á Harley-Davidson-
vélsleða i keppninni á dögunum.
Fariö var á Hekiutind á nákvæm-
lega eins sleða.
(Ljósmynd R.Th.Sig.)
Fú hálfan mánuð tíl að
Verkalýðsfélögin i
Rangárvallasýslu hafa
nú farið þess á leit við
hinn júgóslavneska
verktaka i Sigöldu,
Energoprojekt, að
gerðar verði vissar
lagfæringar varðandi
aðbúnað og kjör verka-
manna i Sigöldu. Þetta
á fremur við um
öryggismál og aðbúnað
á staðnum en bein
launamál
Samkvæmt upplýsingum
Siguröar óskarssonar, for-
manns fulltrúaráðs verkalýös-
félaganna i Rangárvallasýslu,
var geröur samningur við
Energoprojekt á miðju siöast
liðnu sumri, sem Energoprojekt
hefur enn ekki staðiö viö að
fullu.
„Þetta er ýmislegt varðandi
aöbúnað og öryggi”, sagði
Siguröur. „Einkum er eld-
vamaöryggi i ólagi, og ýmislegt
fleira má til tina. Við höfum nú
sent Energoprojekt lista með 20
atriðum, sem þarf aö lagfæra
fyrir 7. marz næstkomandi.
Verði það ekki gert, eru
verkalýösfélögin tilneydd til aö
gripa til einhverra aðgeröa.”
Eitt af þvi, sem gerð hefur
veriö krafa um, er að Energo-
projekt láti þegar reisa félags-
heimili það, sem Landsvirkjun
gaf starfsmönnum i Sigöldu, en
Energoprojekt hefur ekki enn
komiö upp. Þá þykir misbrestur
á, aö fullkomin aðstaöa sé fyrir
sjúkrabil og aö hann sé tiltækur
meö ökumanni, þegar á liggur.
—SH
TVÖ VÍNVEITINGAHÚS í
Svo kann að fara, aö vinveit-
ingahús verði opnað f Keflavik á
næstunni — og þá frekar tvö en
eitt.
Tveir aðilar hafa sótt um leyfi
til að reka veitingahús i bænum
og voru umsóknir þeirra teknar
til umræöu á fundi bæjarstjórn-
ar fyrir réttri viku siöan. Uröu
nokkuö miklar umræöur um
málið og voru menn ekki á eitt
sáttir. Karl G. Sigurbergsson
var á móti þvi, að leyfin yrðu
samþykkt, en aörir, sem til
máls tóku, voru þeim heldur
fylgjandi og visuðu til þess, aö
ekki væri vinlaust á samkom-
um, t.d. I Stapa, sem ýmis fé-
lagssamtök héldu, þó ekki væri
það hús meö vinveitingaleyfi.
Að sögn Suðurnesjatlöinda, sem
flytur fréttina, var það álit
KEFLAVÍK?
þessara bæjarstjórnarmanna,
aö tilfinnanlega vantaði sam-
komustað I Keflavik og ekki
væri rétt aö sporna viö komu
hans meö þvl aö neita leyfinu.
Aö lokum var umræöum lokiö
að sinni, meö þvi aö samþykkt
var sú tillaga Karls, aö leitað
væri umsagnar áfengisnefndar
um máliö. Aö fenginni þeirri
umsögn veröur svo fjallað um
málið á ný I bæjarstjórn og
dómsmálaráöuneytinu slðan
skilað áliti bæjaryfirvalda.
Þeir, sem sótt hafa um leyfi til
veitingahússreksturs i Keflavik,
eru þeir Arni Samúellsson, sem
rekur Nýja bió og verzlunina
Vikurbæ. Og hinn er Jón
Kristinsson, veitingamaður,
sem rekiö hefur mötuneyti
hraðfrystihússins þar suðurfrá.
Báöir hafa þeir Arni og Jón
augastaö á húsum við Hafnar-
götuna fyrir veitingareksturinn.
—ÞJM
„Forréttindi að fá að sjá handritin"
— sagði Howard Lang, sem þótti líka rokið hér í meira lagi
Howard Lang — Baines skip- Onedin skipafélagið I sjónvarp- huga, heldur það, sem fyrir
stjóri — sat heima hjá Alan inu. hann hafði boriö i lslands-
Boucher, prófessor, og horfði á Ekki var það honum þó efst i ferðinni.
Howard Lang horfir á Baines skipstjóra i sjónvarpinu í gærkvöldi. Ljósm. VIsis JIM
„I gær fór ég með Alan
Boucher i Hveragerði og sá
hverinn gjósa, þegar við höfðum
sett dálitla sápu i hann. Ég varð
svo hissa á, að hægt væri aö láta
hverinn gjósa viljandi. Það var
likast þvi að jörðinni væri sett
stólpipa.
Ég hef lika sé handritin i
Arnagarði. Þau voru óviöjafn-
anleg, sérstaklega Flateyjar-
bók. Mér finnst eins og mér hafi
verið veitt forréttindi með þvi
aö lofa mér aö sjá handritin.
Viö fórum lika i Þjóöminja-
safnið i dag, en það var þvi
miöur ekki timi til að sjá allt,
sem þar var.”
En hvernig likaöi leikaranum
rokið, sem var i gær?
„Ég varö alveg undrandi á
þvi, hve hvasst var. Ég fauk frá
einum bil til annars og á milli
húsa.”
Hefur hann keypt eitthvaö til
minningar um lslandsheim-
sóknina?
„Já, reyndar. Ég keypti mér
mokkapels. Það er alveg stór-
kostlega fin flik.”
Howard Lang heldur aftur
heimleiðis i dag, en við höldum
áfram aö fá hann i heimsókn á
hverjum mánudegi i Onedin
skipafélaginu.
—JHP/SH
NÚ Á MAÐURINN AÐ FÁ JAFN
GOTT VATN OG FISKURINN
— ráðstefna um vatn hófst í morgun
Er það rétt, að nú eigi að fara
að gera gangskör að þvi, að
maöurinn fái jafngott vatn og
fiskurinn I frystihúsunum ?
Þessi spurning var lögð fyrir
Unnar Stefánsson, hjá Sam-
bandi islenzkra sveitarfélaga,
en ráðstefna sambandsins um
vatn hófst I morgun á Hótel
Esju.
„Segja má, aö vissar aögerðir
i vatnsveitumálum margra
sjávarkauptúna undanfarin ár
hafi verið gerðar til þess að
veröa við kröfum fiskiðnaðarins
um vatn,” svaraði Unnar.
„Fiskiðnaðurinn hefur haft
mjög strangt eftirlit með þvi, að
hann fengi nógu gott vatn. Þetta
hefur oröið til að opna augu
manna fyrir þvi, að timabært sé
að hlutast til um, að mann-
skepnan fái ekki verra vatn en
fiskurinn. Þetta sjónarmið
hefur verið haft i huga i sam-
bandi við þær miklu vatnsveit-
ur, sem nú standa yfir.
Þess hefur verið krafizt, að
engir kóligerlar séu i fiskinum,
sem fer til Ameriku, og þá er
náttúrlega augljóst, að ekki má
bjóða mannfólkinu vatn með
þvilikum bakterium i.”
Dr. Sigurður Pétursson,
gerlafræðingur, mun koma inn
á þessi mál i erindi, sem hann
flytur i dag og sömuleiðis dr.
Baldur Johnsen, yfirlæknir. Þá
segir i dagskrá ráðstefnunnar,
að Sverrir Þórhallsson, efna-
verkfræðingur, muni fjalla um
siun neyzluvatns.
„Kisiliðjumenn hafa látið það
berast til okkar,” sagöi Unnar,
„að ástæðulaust sé að vera að
leggja vatnsleiðslur yfir fjöll og
daii, þvi næstbezta vatnið má
oft finna i næsta nágrenni og sia
það með islenzkum kisilgúr og
ekki mjög dýrum búnaði.
Sverrir Þórhallsson vinnur nú
hjá orkustofnun, en var áður hjá
Kisiliðjunni og hefur kynnt sér
þá möguleika, sem eru i þvi
fólgnir að nota kisilgúrinn til si-
unar á neyzluvatni, en það er
gert viða um heim.”
Enhverju svarar dr. Sigurður
Pétursson þvi, hvort maðurinn
eigi að fá jafn gott vatn og
vinnslufiskurinn? „Ja, ég get
bent á þaö, að það hefur verið
fyrirskipað að klórera vatn i
frystihúsum um allt land, en
þaö hefur ekki verið fyrirskipað
að klórera vatn, sem fólkið á að
drekka.”
Myndi fólk þá samþykkja að
drekka vatn iblandað klóri?
„Þaö yrði óánægt, það veit ég,”
svaraði dr. Sigurður. „Þvi likar
það illa. En þetta má til að gera,
þvi það yfirborðsvatn, sem
notað er viða um landið, er svo
slæmt á köflum, að það er ekki
forsvaranlegt að .láta fólk
drekka það, með vaxandi smiti
og umferð. En inn á þetta mun
ég koma i erindi minu, sagði dr.
Sigurður Pétursson. —SH