Tíminn - 06.07.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.07.1966, Blaðsíða 13
 ;ý -i ' ' - i MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR Hinir nýútskrifuðu iþróttakennarar ásamt skólastjóra, talið frá vinstri: Geir Hallsteinsson, Páll Ólafsson, Guðmundur Emilsson, Sveinfríður Jó- hannesdóttir, Hulda Gunnlaugsdóttir, Halldóra Helgadóttir, Guðrún Guðm undsdóttir, Árni Guðmundsson, skólastjóri, Sólveig Þorsteinsdóttir, Vigdís Guðmundsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Einar Gíslason, Haraldur Erlendsson og Hilmar Björnsson. • (Ljósm.: IH). Skólasiit íþróttakennaraskólans að Laugarvatni: Þrettán íþróttakennar- ar brautskráð Alf-Reykjavík, þriðjudag. íþróttakennaraskóla íslands var slitið 30. júní s.l. Brautskráðir voru 13 íþróttakennarar. Námsár- angm- var mjög góður. Tveir nem- endur hlutu ágætiseinkunn, Páll Ólafsson, Reykjaskóla, Hrútafirði, 9.14 og Geir Hallsteinsson, Hafnar- firði, 9.11. Níu nemendur hlutu fyrstu einkunn og tveir aðra eink- unn. Viðstaddir skólaslit var fjöldi gesta, meðal þeirra íþróttakennar- ar, sem brautskráðust fyrir 10 ár- um Reynir Karlsson æsikulýðsfuU- trúi hafði orð fyrir þeim og færði skólanum bækur að gjöf. >á voru viðstaddir íþróttakennarar, er brautskráðust fyrir 20 árum. A.ina Jónsdóttir hafði orð fyrir þeim og færði skólanum peningagjöf. Ávarp flutti íþróttafulltrúi, >or- steinn Einarsson, og færði nann skólanum joklaprik. Einnig talaði Þorkell Steinar Ellertsson skóla- stjóri að Eiðum. Nemendur sýndu gestum leik- fimi og dansa, er kennararnir Mínverva Jónsdóttir og Þórir Þor- geirsson stjórnuðu. Skólastjórinn, Árni Guðmunds- son, greindi frá því, að hægt yrði að taka á móti 14 nemendum að hausti. Umsækjendur væru hins^ vegar nálægt 70. 17 umsækjendur hafa lokið námi í Kennaraskóla íslands, 4 alm. kennaraprófi, 12 námi í undirbúningsdeild sérnánis og handavinnukennaraprófi. Auk þess eru í hópi umsækjenda stúd- entar og fólk, er lokið hefur nánii í verzlunarskóla, auk gagn- fræðinga. í skólaslitaræðu ræddi skóla- stjóri nokkuð um gildi íþrótta í nútíma þjóðfélagi. Benti hann á þá staðreynd, sem viðurkennd er um allan hinn menntaða heim, að manninum er nauðsynlegt að reyna á sig. Breyttir atvinnuhættir or- saka kyrrsetu og áreynsluleysi hjá stórum hópi manna, aðrir hafa einhliða vinnu. íþróttirnar hæfa öllum. Vegna fjölbreytninnar get- ur sérhver einstaklingur fundið íþrótt við sitt hæfi. Þetta þurfa forystumenn þjóðar innar í ríkisstjórn og á Alþingi að skilja. íþróttakennaraskóla - íslands vatnar fé til bygginga. Húsnæðis- skórtur háir starfsemi skólans svo til hreinna vandræða horfir. í sum ar verður unr/ð fyrir 1 milljón kr. við heimavistarhúsið og hrekk- ur sú upphæð skammt. Steypa á upp álmu þá, er íbúðir tveggja kennara verða í, en aðalhúsið verð ur enn að bíða. Kjallari þess var byggður sumarið 1964. Ekkert var unnið s.l. sumar. Þetta er sú stofnun, sem grund- valla á íþróttamennt landsmanna, henni verður að sýna meiri sóma og nýta alla þá aðstöðu til fulln- með auknum fjárveitingum. svo ustu er Laugarvatn, sem íþrótta- hægt verði að byggja skólann upp ! miðstöð hefur upp á að bjóða. Danska lands liðið á Akur- eyri í kvöid Alf-Reykjavík. — Danska lands- liðið átti að fara frá Reykjavík i morgun til Akureyrar, en í kvölr) á liðið að leika gegn Akureyring- um. Hefst leikurinn klukkan 20.30. í gær var dönsku landsliðsmönn- uniim boðið til Þingvalla, þar sem I þeir skoðuðu sig um. Utan halda þeir í fyrramálið. Ungverjar unnu 5:0 Ungverjar hafa undirbúið sig af mjklu kappi fyrir lokakeppni lieimsmeistarakeppninnar í knatt spyrnu. Um síðustu helgi voru þeir á ferð í Frakklandi og léku upphitunarleik gegn franska lið- inu Lens. Svo fóru leikar, að Ung- verjar unpu með 5 mörkum gegn 0. Þetta var einn af síðustu upp- liitunarleikjum Ungverja fyrir HM. Dregið 15 júlí Drætti í Happdrætti Fram hefur verið frestað um 10 daga og verður dregið þann 15. júlí. Drætti er frestað, þar sem full skjl hafa enn ekki borizt. Vinningsnúmer munu birtast í dagblöðunum 16. júlí. Arsenal hefur áhuga á að kaupa Þórólf Beck Alf — Iteykjavík, — Eins og kom fram í viðtalinu við Þórólf Beck í blaðiinu í gær, munu ensk knattspyrnulið hafa áhuga á því að kaupa hann frá Glasgow Rangers. Má í því sam bandi nefna það, að nýlega birt ist í skozkum blöðum frétt þess efnis, að hið hejmsfræga Lund úna-lið, Arsenal, hefði áhuga á Þórólfi og öðrum Rangers leik manni. Erfitt er að segja um það á þessu stigi, hvort Þórólfur fari til Arsenal, því að nýlega hafa verið gerðar breytingar á fram kvæmdastjórn félagsins. Billy Wright er farinn frá félaginu en Bert Nee skipaður í hans stað seitl framkvæmdastjóri. Mun því ýmislegt vera í lausu Iofti í herbúðum Arscnal. Til gamans má geta þess, að Albert Guðmundsson lék á sin um tíma með Arsenal og leið lians Iá frá Skotlandi — frá Glasgow Rangers! Hjónakeppni GR Sunnudaginn 19. júní fór fram leifsson, bókbandsmejstari og frú „Hjónakeppni G.R.“ Einungis 6 i Hildur Kristinsdóttir sigruðu glæsi kylfingar og frúr þeirra tólcu þátt | Iega á 65 liöggum. Viðar Þorsteins í keppninní nú. Leiknar voru 12 son bókbandsmeistarj og frú voru holur, án forgjafar að sjálfsögðu. ( öðru sæti - 69 höggum. Von. Skilyrði voru fremur slæm, gras! mjög sprottið og aðrir erfiðleikar, sem erfitt er að yfirstíga, nema meé góðri samvinnu. Gunnar Þor- andi sýna fleiri frúr velvilja sinn til golfleiksins að ári. Sjón er sögu ríkari. cngienuingnr unnu Dani í landsleik 2:0 á sunnudaginn. Myndin að ofan er frá leiknum og sést Manch. Utd. j leikmaðurinn Conolly sækja að danska markverðinum Leif Nielsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.