Tíminn - 06.07.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6, iúlí 1966
TðMJNN
9
Hið virta bandaríska blað,
New York Times, birti í vor
greinarflokk um starfsemi
bandarísku leyniþjónustunnar,
Central Intelligence Agency,
sem þekktast er undir skamm-
s'öfuninni CIA. Blaðið leitaði
víða fanga um upplýsingar. í
greinum þessum er rakin í.
stuttu máli saga leynistarfsem-
innar og mistækur árangur
hennar. Leyniþjónusta er ekki
ný af nálinni, og margt af því,
sem leyniþjónustur hinna ýmsu
ríkja taka sér fyrir hendur,
þætti ótrúlegt frásagnarefni i
reyfurum. Óhætt mun að full-
yrða, að engin leyniþjónusta
liggur undir eins harðri gagn-
rýni á opinberum vettvangi
heima fyrir og CIA. Af leyni-
þjónustu annarra ríkja heyrist
lítið, og aldrei kemur fyrir að
heildarstarf og stefna liggi
undir stöðugri gagnrýni, eins
og CIA má búa við í Bandaríkj
unum. Þetta verður skiljanlegt
þegar haft er í huga að hinn
almenni borgari í Bandaríkjun-
um kærir sig ekki um laumu-
spil á æðstu stöðum. Banda-
ríska leyniþjónustan spratt upp
úr óförunum í Pearl Harbour.
CIA var stofnsett með lögum
um þjóðaröryggi árið 1947.
• Stofnunin fékk strax í upphafi
mikið sjálfsforræði, og sumt í
Iögum, sem varða hana, brýt-
ur í bága við almenn lög lands
ins. Þetta hefur m. a. valdið
sívaxandi tortryggni. En á hinn
bóginn er á það að Iíta, að erf-
itt verður um nauðsynlega
leynd, ef svona starfsemi á að
játast undir opinberar rann-
sóknir. Þá hafa ýms mistök
hent CIA, sem Bandaríkja-
mönnum hefur reynzt erfitt að
kyngja, bæði stórvægileg og
smá. Leyniþjónustan hefur ver
ið kölluð hin „ósýnilega ríkis-
stjórn“ Bandaríkjanna. Þar
geldur hún leynilegra afskipta
sinna af stjórnmálum, hvernig
hún hefur komið af stað bylt-
ingum og jafnvel lagt á ráðin
um strandhögg. Verksvið henn
ar hefur því ekki einvörðungu
bundizt við söfnun upplýsinga.
Eðlilegt er að skrif um leyni-
þjónustuna þyki forvitnileg. ■
Svo mundi vera um leyniþjón-
ustu hvaða lands sem væri.
TÍMINN birtir hér upphaf úr-
dráttar úr greinum New York
Times um CIA. Þær eru skrif-
aðar fyrir bandaríska lesendur.
En Bandaríkin eru voldugur
bandamaður okkar Evrópubúa
og m. a. þess vegna þykir
ástæðu til að birta þennan úr-
drátt hér í dag og á næstunni. i
Sendibréf til Singapore
Það var dag nokkurn árið
1960 að njósnari frá Leyni-
þjónustunni kam á flugvöll í
tæka tíð tiil að taka á móti
gesti. Njósnarinn setti lyga-
mæli i samband við ofhlaðið
rafmagnskerfi hótelsins og öll
ljósin slökknuðu.
Rannsókn var gerð, og var
njósnarinn og féilagi hans í
C.I.A. handteknir og settir í
fangelsi sem amerískir njósn-
arar.
Þetta atvik hafði alþjóðleg
áhrif, það olli mikilli gremju
í London, ekki í þetta eina
sinn, heldur aftur. Það kom am
erískum sendiherra í vandræði.
Það olli því að amerískur ut-
anríkisráðherra skrifaði fágætt
afsökunafibréf til erlends for-
seta. A
Fimm árum síðar fékk áður-
nefndur þjóðarleiðtogi tæki-
færi til að ákæra bandarísku
þjóðina og einkum C.I.A. fyr-
ir svik, og auka þar með skiln-
ing nágranna sinna í Austur-
löndum á Leyniþjónustunni og
bæta stjórnmálaaðstöðu sina
heima fyrir.
Endalok þessa atburðar urðu
þau að stjórn Bandaríkjanna
laug opinberlega en játaði síð-
an lygina og vakti þá atburð-
urinn enn meiri athygli.
Efcki hafði fyrr verið flett
ofan af ósannindunum en al-
menningur, sem var reiðubú-
inn til að gruna C.I.A. um
græsku oig vissi ekiki hvað
hafði raunverulega skeð í Singa
pore fimm árum áður, tók að
endurtaka spurningar, sem hafa
ekki látið Leyniþjónustuna og
stjórn Bandaríkjanna í friði um
árábil:
Lee Kuan Yew
Var Leyniþjónustan, sem vit
að var að hafði felilt ríkisstjórn
ir og komið öðrum til valda,
myndað heri, staðið fyrir árás
á Kúbu, njósnum og gagn-
n'jósnum, komið á flugsamgöng
um, reist útvarpsstöðvar og
skóla, stutt fjárhagslega bóka-
útgáfu, tímarit og kaupsýslu,
voldugri en ríkisstjórnin?
Var Leyniþjónustan í raun-
inni skaðleg, þegar hún reyndi
að koma á framfæri hagsmuna
málum bandarísku þjóðarinn-
Dean Rusk
ar? Notaði hún geysilegar upp
hæðir í lausnargjöld, mútur og
byltingar án þess að ráðfæra
sig við stjórnina eða taka til-
lit til afleiðinga.
Laug hún eða hafi hún svo
mikil áhrif á stjórnmálaleið-
toga Bandaríkjanna að hún var
í rauninni „ósýnileg stjórn“,
jafnvel valdameiri en sjálfur
forsetinn?
Þetta eru spurningar, sem al
menningur ber fram alls stað-
ar í heiiminum. Sumar þeirra
komu aftur fram, þegar ný-
lega kom í ljós að Miohigan
State háskólinn var bækistöð
nokkurra njósnara Leyniþjón
ustunnar í Suður Vietnam, þeg-
ar háskólinn sá um framkvæmd
á margra milljóna dollara tækni
legri hjálp fyrir stjórn hins
látna forseta Ngo Dinh Diem.
Fyrir nokkru fréttist einnig
að flóttamaður frá Eistlanrii,
sem hafði verið lögsióttur fyrir
rógburð í réttarsal í Baltímore,
hefði aðeins verið að gera
skyldu sína sem njósnari C.I.A.
í opinberri greinargerð til
réttarins sagði C.I.A., að hún
hefði fyrirskipað njósnaranum,
Juri Raus, að greina ekki nán
ar frá málinu til þess að halda
hlífiskildi yfir starfsemi Leyni-
þjónustunnar erlendis Juri
Raus krefst undanþágu frá
ákærunni á þeim forsendum,
að hann hefði unnið starf sitt
sem opinber njósnari ríkis-
stjórnarinnar.
Atvik eins og þessi, sem í
augum almennings gera starf-
semi C.I.A. óljósa og grunsam-
lega hafa valdið því, að banda-
ríska þjóðþingið og bandarísku
blöðin hafa óskað eftir nán-
ari upplýsingum um hlutverk
og réttmæti umdeildustu og
torskildustu stofnunar i Wash-
ington. Að minnsta kosti tveir
forsetar Bandaríkjanna, Harr.v
S. Truman og John F. Kenne-
dy hafa grunað C.I.A. um
græsku.
Víðtæk rannsókn.
New York Times hefur safn-
að upplýsingum og skoðunum
kunnugra Ameríkumanna um
hekn allan til að fá áreiðan-
leg svör við þessum spurning-
um, til að greina, þar sem það
er mögulegt, staðreyndir frá
skáldskap og kenningu frá
raunveruleika, til að finna
hvaða gildi starfsemi C.I.A. hef
ur fyrir almenningsheill í Banda
ríkjunum og alþjóðleg sam-
bönd.
Það hefur safnað skýrslum
frá tuttugu enlendum fréttarit-
urum og ritstjórum, sem hafa
nýlega starfað í yfir þrjátíu og
fimrn löndum og frá blaða-
mönnum í Washington, sem
höfðu viðtal við meir en fimm-
tíu núverandi og fyrrverandi
embættismenn stjórnarinnar,
þingmenn og liðsforingja.
Þessi rannsókn, sem tók
nokkra mánuði, leiddi meðal
annars í ljós, að „Singapore
málið“ var ekki afleiðing ónógr
ar pólitískrar stjórnar heldur
mistök ríkisstarfsmanna.
Það ko mfram, að þrátt fyrir
alræmdan orðstír er CI..A. und-
ir harðari stjórn, stjórnmála-
lega og fjárhagslega, en flestir
gagnrýnendur hennar vita eða
viðurkenna, og eftir slysið í
Svínaflóa við Kúbu árið 1961
þá hefur stjórn hennar orðið
mun strangari.
Þeir, sem haft var viðtal við
sögðu, að uppástunga gagn-
rýnenda til að hafa betra taum
hald á Leyniþjónustunni —
þingmannanefnd sem hefði yf-
irsýn yfir starfsemi C.I.A. —
mundi líklega ekki veita meiri
stjórn en nú væri en gæti jafn-
vel , takmarkað framkvæmdir
hennar.
Að vilja eða vilja ekki?
Aðrar mikilvægar niðurstöð-
ur rannsóknarinnar leiddu i
ljós eftirfarandi:
Þótt pólitísk stjórn virðist
miikilhæf, þá veltur á miklu að
hvað miklu leyti upplýsingar
og uppástunga C.I.A. hafi áhrif
á ákvarðanir stjórnarinnar í
utanríkismálum.
Hvort sem stjórnmálalegt að
hald er eða ekki, þá er sú
spurning alvarlegri, hvort til-
vera dugandi Leyniþjónustu
veldur því, að stjóm Banda-
ríkjanna reiði sig um of á leyni
lega og ólöglega starfsemi,
„baktjaldamakk," byltingar og
það sem kallað er á óvönd-
uðu máli „smáskitleg brögð“.
Að lokum, án tillits til stað-
reynda, þá er orðstír C.I.A, í
heiminum svo ógnvekjandi og
hlutverk hennar í heimsfrétt-
um slíkt, að hún er orðin byrði
í utanríkismálum Bandarikj-
anna, fremur en það leynivopn
sem henni var ætlað að vera.
Atvikið í Singapore, sem kom
aftur í fréttirnar fimm árum
síðar, er lærdómsríkt dæmi um
hvað raunverulega skeði, þótt
ótti gagnrýnenda sé í engu
réttmætur þrátt fyrir staðreynd
ir þessa eina máls.
Vandræði í Singapore.
Óheppni njósnarinn, sem
sprengdi öryggin, flaug frá
Tokyo til Singapore rétt eftir
langar deilur innan C.I.A.
Singapore, sem er hernaðarlega
mikilvæg hafnarborg, þar sem
búa margir Kínverjar, komst
undan yfirráðum Breta og gekk
í Malasíusambandið. Átti C.I.A.
að senda njósnara, eða átti hún
að treysta eins og fyrr á MI-6,
brezku leyniþjónustuna og á
hæfileika Breta að viðhalda góð
Harry S. Truman
um samböndum og fá áreiðan-
legar upplýsingar um ástand-
ið í Singapore?
Allen W.'Dulles, sem þá var
fulltrúi C.I.A. ákvað að senda
njósnara til Singapore til að
vera öruggur um að Bretar
héldu engu leyndu fyrir þeim.
Þótt þessi ákvörðun væri um-
deild þá er það algengt í
Allan DuMes
leyniþjónustum að gera „endur-
tekna athugun."
(Á ferðalagi Humphreys vara
forseta til höfuðborga Japan,
Suður-Kóreu, Taiwan og Fil-
ippseyja seint á síðastliðnu ári,
fundu njósnarar þrjá hljóð-
nema I einkaíbúð hans.)
Njósnarinn, sem flaug frá
Tokyo til Singapore, var send-
ur til að útvega nýliða, lyga-
mælirinn, tæki sem C.I.A. not-
ar til gagnnjósna á sína menn,
var hafður þarna til að reyna
traustleika Singapore nýliðans,
sem njósnara.
Þegar lygamælirinn sprengdi
öryggin á hótelinu þá fannst
njósnarinn, sem kom í heim-
sókn, nýliðinn og annar mað-
ur frá C.I.A. Þeir voru settir
í fangelsi í Singapore. Sagt var
að þeir hefðu verið „píndir"
annað hvort raunverulega eða
til að krefjast lausnargjalds.
Hátt lausnargjald.
Leynilegar umræður, sem
C.I.A. hafði stofnað til, voru
haldnar um möguleikana til að
kaupa frelsi njósnaranna með
aukinni amerískri fjárhagsað-
stoð, en ráðamenn í Washing-
ton komust að þeirri niður-
stöðu að lausnargjaldið væri of
hátt. Mennirnir voru síðar leyst
ir úr varðhaldi.
Dean Rusk utanríkismálaráð-
herra — en stjórn Kennedys
hafði tekið við -’öldum I janú-
ar 1961 — skrifaði formlegt
aísökunarbréf tíl Lee Ruan Yew
forseta í Singapore og lofaði
að refsa sakborningunum.
Þessi urðu endalok málsins
þar til Lee forseti sagði sig úr
Malasíusambandinti og leitaðist
við af stjórnmálalegum ástæð*
um að koma á nánari sam-
skiptum við Bretland, heldur
Framhald á bls 7.