Tíminn - 07.07.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.07.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. júlí 1966 TÍMINN Nokkur síldveiðiskip eru komin tii Shetlandseyja BARÐI KOMINN í 1. SÆTIÐ Um síðustu helgi voru þessir starfsmenn Dráttarvéla við veiðar við Langavatn í Borg- arfirði og kvörtuðu ekki við heimkomu undan veiðileysi, þeir fengu þarna þrjá stóra urriða 5, 6 og 8 punda og milli 40 og 50 bleikjur að auki. Mennirnir eru talið frá vinstri Arnór Valgeirsson, Páll Þor- geirsson, Paul Carvei og dreng urinn heitir Valur Arnórsson upprennandi veiðimaður. Er gott til að vita, að ein- hverjir koma fengsælir úr veiði ferð á þessum tíma, þegar allir kvarta undan fiskleysi. SJ-Reykjavík, miðvikudag. Fyrir hálfum mánuði voru birt nöfn aflahæstu skipanna, og þar sem margir hafa gaman af að fylgj ast með innbyrðis röð skipanna, verða birt nú nöfn þeirra. 12 skipa, sem hafa aflað 2000 lestir og meira. í svigum, er röð sikip- anna eins og hún var fyrir hálf- um mánuði. Barði NK 2545 (6) Jón Kjartansson, SU 2511 (1) Þórður Jónasson EA 2414 (5) Snæfell EA 2240 (4) Reykjaborg RE 2185 (10) Seley SU 2175 (3) Ásbjörn RE 2163 (8) AÐALFUNDAHALD ASalfundur IðnaSar- mannafélagsins í Reykjavík Aðalfundur Iðnaðarmannafélags SÖNGMÓT í REYKJAVÍK VORIÐ 1968 26. þing Landssambands blaðd aðra kóra (L.B.K.) var haldið mánudaginn 20. júní sl í Reykja vík Formaður Halldór Guðmunds son setti þingið í upphafi þings minntist fornraður látins tón- skálds Oddgeirs Kristjánssonar í Vestmannaeyjum, er lézt á árinu. Mættir itl þings voru 13 fulltrúar frá 7 kórum auk 4 söngstjóra og 4 formanna kóra. Sambandskórarn ir eru 7 talsins, Alþýðukór- inn, Liljukórinn, Pólýfónkór- inn, Samkór Vestmannaeyja, Sunnukórinn, ísafirði, Söngfélag Hreppamanna og Söngsveitin Fílharmónía. í þessum kórum eru samtals 327 félagar. Einn nýr kór bættist við í félagstölu Sam bandsins á þinginu, Samkór Vest mannaeyja. Styrkir til sambandskóra frá sambandinu námu á árinu 56.000 00 krónum. Formaður vakti at- hylgi fundarins á því, að 30 ára afmæli sambandsins væri skammt undan, þar sem sambandið var stofnað 7. desember 1938 og verð ur því 30 ára 1968. Samþykkt var einróma, að söngmót yrði hald ið í Reykjavík vorið 1968. Var þeg ar kosin nenfd til að vinna að þessu máli með stjórninni. í nefndina voru kosin þau Þór- unn Einarsdóttir, félagi í Alþýðu kórnum, Martin Hunger, söng stjóri Samkórs Vestmannaeyja, og Aðalgeir Kristjánsson, félagi í söngsveitinni Fílharmónia. Verð- ur þegar hafinn updirbúningur að þessu afmælissöngmóti. Næst fór fram stjórnarkjör. Stjórn sam- bandsins var öll endurkjörin, og hana skipa: Formaður Halldór Guðmunds son, Bólstaðarhlíð 56, Rvík, ritari Sturla Einarsson, Vesturbrún 28, Rvik og gjaldkeri Rúnar Ein arsson, Sörlaskjóli 4, Rvík. Meðstjórnendur eru: Dr. Róbert A. Ottósson, Hjarð arhaga 29 og Sigurður Ágústsson,. BirtingaholtL J ins 1 Reykjavík var haldinn 20. maí sl. í Baðstofu iðnaðarmanna. Formaður félagsins Ingólfur Finnbogason, húsasmíðameistari, flutti skýrslu um starfsemi félags- ins á síðasta ári. Formaður gat þess að félagið yrði 100 ára á næsta ári og væri nú unnið að því að skrá sögu félagsins og hefði Gísli Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri, verið fenginn til þess. Þá voru endurkjörnir í stjórn félagsins Ingólfur Finnbogason húsasmíðameistari, formaður, og Jón E. Ágústsson málarameistari, varaformaður, ennfremur var Guð- mundur St.-Gíslason múrarameist- ari, kosinn í stjórnina í stað Guð- mundar Halldórssonar, húsasmíða- meistara, sem lézt á síðasta ári. Aðrir í stjórn eru þeir Vilberg Guðmundsson rafvirkjameistari, rit ari, og Leifur Halldórsson frum- mótasmiður, gjaldkeri. Aðalfundur Félags pípu- lagningameistara Félag pípulagningameistara hélt aðalfund sinn hinn 13. marz sl. í Skipholti 70. Formaður félagsins, 'Grímur Bjamason, flutti skýrslu stjórnar innar um starf félagsins á síðasta starfsári. í skýrslunni kom m.a. fram að félagið flutti starfsemi sína í Skipholt 70 á síðasta ári. Ennfremur rekur félagið þar mæl- ingastofu í samvinnu við Sveina- félag pípulagningamanna. í stjórn félagsins vom kjörnir: Grímur Bjarnason, formaður, Tryggvi Gíslason, varaformaður, Jónas Valdemarsson, ritari, Harald ur Salómonsson, gjaldkeri og Helgi Jasonarson nieðstjórnandi. Aðalfundur Félags vegg- fóðrarameistara Aðalfundur Félags veggfóðrara- meistara í Reykjavík var haldinn 13; marz sl. í Skipholti 70. í skýrslu formann, Guðmundar I. Kristjánssonar, kom m..a fram að féla'gið hefur opnað mælinga- stofu í hinu nýja húsnæði meist- arafélaganna í Skipholti 70. Fráfarandi stjórn baðst öll und- an end-urkosningu og var kostin ný stjórn, en hana skipa: Stefá Jónsson, formaður, Ólafur Ólafsson varaformaður, Þorsteinn Friðriks- son, ritari, Kristján Steinar Kristj- ánsson, gjaldkeri og Tómas Waage meðstjórnandi. Endurskoðendur voru kjörnir Hallgrímur Finnson og Sveinbjörn Kr. Stefánsson. Full trúi í stjórn Meistarasambands byggingamanna er Einar Þorvarð- arson og Ólafur Guðmundsson til vara. Aðalfundur Búnaðar- sambands Borgarfjarðar Aðalfundur Búnaðarsambands Framhald á bls. 14. Bjartur NK 2137 (13)' Gísli Árni RE 2128 (2) Þorsteinn RE 2041 (12) Ólafur Magnússon EA 2037 (7) Sigurður Bjarnason EA 2035 (9) Engin teljandi síldveiði var s I. sólarhring, segir í skýrslu frá LÍIJ, en hagstætt veður var á þeim slóð- um, sem skipin voru. Veiðiskipin voru dreifð á veiðisvæðinu út af Austfjörðum og Norðausturlandi, SSV af Jan Mayen og nokkur skip voru við Shetlandseyjar eða á leið þangað. Skip þau, er komu til Shetlandseyja í gær, höfðu fengið í morgun um 100 tonn hvert, en frétzt hafði þó uni að Akureyri RE væri á leið til íslands með 190 tonn. S.l. sólarhring tilkynntu 4 skip um afla, samtals 125 tonn. Dalatangi. Hugrún IS 50 tonn, Arnarnes GK 20 tonn, Guðbjörg IS 25 tonn, Ólafur Sigurðsson AK 30 tonn. TOGARI I LANDHELGI FB-Reykjavík, miðvikudag. ( . Varðskipið Óðinn tók í morgun brezka togarann Kingston Jacinth rat H-198 að meintum ólöglegum veiðum 1.6 sjóm. innan fiskveiði- markanna við Hvalsbak. Var tog- arinn stöðvaður á meðan hann var ennþá innan marka. Voru skipi væntanleg til Neskaupstað- ar seinni hluta dags í dag, og munu réttarhöld í máli skipstjóra togarans H.S. Ford að nafni, fara fram- á morgun. Skipstjóri viður- kennir ekki brot sitt. HÉRAÐSMÓTIN ATLAVIK — Héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi verður að þessu sinni haldið dagana 9.—10. júlí í Atla- vík. Dagskrá verður sem hér seg- ir: Fyrri dagur, laugardagur: Dans að frá kl. 9 til 2 e. miðnætti, Hljómar frá Keflavík og Ómar frr Reyðarfirði leika fyrir dansinum. Á dansleiknum koma fram Jónas og Heimir og syngja þjóðlög. Síðari dagur, sunnudagur: Úti- skemmtun hefst kl. 2 síðdegis. Þá flytja ræður og ávörp, Eysteinn Jónsson formaður Framsóknar- flokksins, Einar Ágústsson alþn. og Vilhjálmur Hjálmarsson bóndi, Brekku. Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson syngja við undirleik Skúla . Halldórssonar. Leikararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson skemmta, Baldvin HaUdórsson leikari les I 'p. Lúðrasveit Neskaupstaðar leik ur, kl. 8 um kvöldið hefst svo dans leikur að nýju. Jónas og Heirnir syngja þjóðlög. Þá leika sömu hljómssveitir og fyrra kvöldið til kl. 1 e. miðnætti. AUSTIIR- SKAFTAFELLSSYSLA Vegna óviðráðanlegra orsaka I frestað til 20. ág. n.k. Nánar aug- verður héraðsmótinu, sem ákveðið lýst síðar var n.k. Iaugardag í Sindrabæ I DALASÝSLA - Héraðsmót Framsóknarmanna í Dalasýslu verður að þessu sinni haldið að Tjarnarlundi sunnudag- inn 17. júlí og hefst það kl. 9. s. d. Að vanda vcrður fjölbrcytt dagskrá, en hún verður nánar auglýst síðar í blaðinu Blaðamenn keppa í golfi IIZ-Reykjavík, miðvikudag. Keppni blaðamanna í golfi var haldin í dag á golfvelli Golf- klúbbs Ness. Alls mættu til leiks fjórir blaðamenn, Atli Steinarsson frá Morgunblaðinu, Jón Thor Haraldsson frá Þióð viljanum. Kristmann Eiðsson frá Alþýðublaðinu og Hjalti Zóphóníasson frá Tímanum. Einnig var inættur á staðnum Bjarnleifur ljósm.vndari á Tím anum. Ríkisútvarpið og Vísir treystu sér ekki að taka þátt í keppninni. í rigningarsudda héldu blaða mennirnir út á Seltjarnarnes og eftir að hafa villzt nokkrum slnnum komust þeir á leiðar- enda. Var þeim boðið inn í vistlegan skála, sem golfklúbb- urinn hefur komið sér upp og þar tóku á móti þeim formað- ur klúbbsins, Pétur Björnsnon, kona hans og svo atvinnukylf- ingur frá Bretlandi, Fred Riley, sem er þjálfari á vegum klúbbs- ins í sumar. Eftir að blaðamenn höfðu fengið lánaðar kylfur, regnhlíf- ar og yfirhafnir héldu þeir til keppninnar. Ekki þarf að taka það fram að allir blaðamenn- irnir nema Atli voru óvanir að Framhald á bls. 15. Blaðamennirnir taliS frá vinstri: Hjalti.'Atll, Jón og Kristmann, sem hefur látiS höggið riða af. Ef myndin kemur vel út sést að kúlan liggur eftir á jörðinni. iTímamynd Bj. Bj. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.